Íslenskar búvörur styrkja samkeppni á matvörumarkaði Erna Bjarnadóttir skrifar 30. janúar 2012 06:00 Samkeppniseftirlitið kynnti nýlega ítarlega úttekt á verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Þar kom m.a. fram að verð á dagvöru hækkaði að meðaltali um tæp 60% frá janúar 2006 til ársloka 2011. Á þessum tíma hækkuðu innlendar búvörur mun minna, t.d. kjöt um 30-40% og ostar og smjör um 50%. Erlendar matvörur hækkuðu hins vegar um 75% á þessum 6 árum. Úttekt Samkeppniseftirlitsins sýnir fram á að innkaupsverð minni verslana var að meðaltali 16% hærra en innkaupsverð lágvöruverðsverslana á sömu vörum. Álagning lágvöruverðsverslana var að jafnaði 18% ofan á innkaupsverð viðkomandi verslana eða birgðahúss. Munur á innkaupsverði á milli verslana reynist æði misjafn eftir vöruflokkum. Mestur er hann á innfluttum vörum og vörum sem að stærstum hluta eru unnar úr innfluttum hráefnum eins og brauði, kökum, kexi og kornvörum, allt að 26%. Verð á Íslandi á þessum vörum var 28% hærra en að meðaltali innan Evrópusambandsríkjanna 27 árið 2009. Nær enginn munur var á innkaupsverði verslana á mjólk og mjólkurvörum en 6% munur á fersku svínakjöti og 10% á lambakjöti. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er sú að þar hafa smærri verslanir meiri möguleika á verðsamkeppni en í flestum öðrum vöruflokkum. Ein af meginniðurstöðum Samkeppniseftirlitsins til að bæta samkeppnisaðstæður á smásölumarkaði er að dregið verði úr innflutningstakmörkunum á búvörum. Ritstjóri Fréttablaðsins grípur þetta á lofti í leiðara blaðsins 27. janúar sl. Aukinn innflutningur yrði væntanlega að verulegu leyti í höndum birgðahúsa stóru verslanasamstæðanna sem við það myndu setjast í ráðandi stöðu á verðlagningu þessara vara á markaðnum. Skýrslan staðfestir einmitt að sú sé reyndin í dag á innfluttum vörum þar sem birgðahúsin, einn stór eða örfáir innlendir birgjar, hafa ráðandi stöðu. Hvernig aukinn innflutningur getur leitt til jafnari samkeppnisaðstöðu milli verslana á markaðnum er vandséð í þessu ljósi. Afnám tollverndar mun auka svigrúm smásölunnar til að bæta stöðu sína á kostnað bænda og mun að öllum líkindum leiða til breytinga á verðmyndun búvara þannig að stærri hluti álagningar falli smásölunni í skaut. Sú reynsla sem vísað er til af breytingum á umhverfi garðyrkju er ekki einhlít. Ræktun á papriku dróst umtalsvert saman eftir að tollar voru felldir niður árið 2002 og hafði ekki náð fyrri stöðu árið 2010. Gríðarlegar framfarir hafa á sama tíma orðið í ræktun tómata og agúrku og þessar afurðir eru nú ræktaðar árið um kring. Í Finnlandi var reynslan við aðild landsins að ESB sú að völd smásölunnar jukust og að vinnslu og smásölu hafi gengið mun betur að viðhalda eigin álagningu en bændum. Áhugi fyrirtækja í verslun með dagvöru á afnámi innflutningshafta er hins vegar skiljanlegur í þessu ljósi. Íslenski matvörumarkaðurinn er örmarkaður og um 70% hans á höfuðborgarsvæðinu. Ef til stórfellds innflutnings kemur á búvörum mun verða auðvelt fyrir fjársterka aðila að ryðja innlendri framleiðslu af markaði með undirboðum eða ódýrri erlendri umframframleiðslu. Hvað verður þá um bændur og minni verslanir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samkeppniseftirlitið kynnti nýlega ítarlega úttekt á verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Þar kom m.a. fram að verð á dagvöru hækkaði að meðaltali um tæp 60% frá janúar 2006 til ársloka 2011. Á þessum tíma hækkuðu innlendar búvörur mun minna, t.d. kjöt um 30-40% og ostar og smjör um 50%. Erlendar matvörur hækkuðu hins vegar um 75% á þessum 6 árum. Úttekt Samkeppniseftirlitsins sýnir fram á að innkaupsverð minni verslana var að meðaltali 16% hærra en innkaupsverð lágvöruverðsverslana á sömu vörum. Álagning lágvöruverðsverslana var að jafnaði 18% ofan á innkaupsverð viðkomandi verslana eða birgðahúss. Munur á innkaupsverði á milli verslana reynist æði misjafn eftir vöruflokkum. Mestur er hann á innfluttum vörum og vörum sem að stærstum hluta eru unnar úr innfluttum hráefnum eins og brauði, kökum, kexi og kornvörum, allt að 26%. Verð á Íslandi á þessum vörum var 28% hærra en að meðaltali innan Evrópusambandsríkjanna 27 árið 2009. Nær enginn munur var á innkaupsverði verslana á mjólk og mjólkurvörum en 6% munur á fersku svínakjöti og 10% á lambakjöti. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er sú að þar hafa smærri verslanir meiri möguleika á verðsamkeppni en í flestum öðrum vöruflokkum. Ein af meginniðurstöðum Samkeppniseftirlitsins til að bæta samkeppnisaðstæður á smásölumarkaði er að dregið verði úr innflutningstakmörkunum á búvörum. Ritstjóri Fréttablaðsins grípur þetta á lofti í leiðara blaðsins 27. janúar sl. Aukinn innflutningur yrði væntanlega að verulegu leyti í höndum birgðahúsa stóru verslanasamstæðanna sem við það myndu setjast í ráðandi stöðu á verðlagningu þessara vara á markaðnum. Skýrslan staðfestir einmitt að sú sé reyndin í dag á innfluttum vörum þar sem birgðahúsin, einn stór eða örfáir innlendir birgjar, hafa ráðandi stöðu. Hvernig aukinn innflutningur getur leitt til jafnari samkeppnisaðstöðu milli verslana á markaðnum er vandséð í þessu ljósi. Afnám tollverndar mun auka svigrúm smásölunnar til að bæta stöðu sína á kostnað bænda og mun að öllum líkindum leiða til breytinga á verðmyndun búvara þannig að stærri hluti álagningar falli smásölunni í skaut. Sú reynsla sem vísað er til af breytingum á umhverfi garðyrkju er ekki einhlít. Ræktun á papriku dróst umtalsvert saman eftir að tollar voru felldir niður árið 2002 og hafði ekki náð fyrri stöðu árið 2010. Gríðarlegar framfarir hafa á sama tíma orðið í ræktun tómata og agúrku og þessar afurðir eru nú ræktaðar árið um kring. Í Finnlandi var reynslan við aðild landsins að ESB sú að völd smásölunnar jukust og að vinnslu og smásölu hafi gengið mun betur að viðhalda eigin álagningu en bændum. Áhugi fyrirtækja í verslun með dagvöru á afnámi innflutningshafta er hins vegar skiljanlegur í þessu ljósi. Íslenski matvörumarkaðurinn er örmarkaður og um 70% hans á höfuðborgarsvæðinu. Ef til stórfellds innflutnings kemur á búvörum mun verða auðvelt fyrir fjársterka aðila að ryðja innlendri framleiðslu af markaði með undirboðum eða ódýrri erlendri umframframleiðslu. Hvað verður þá um bændur og minni verslanir?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar