Íslenskar búvörur styrkja samkeppni á matvörumarkaði Erna Bjarnadóttir skrifar 30. janúar 2012 06:00 Samkeppniseftirlitið kynnti nýlega ítarlega úttekt á verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Þar kom m.a. fram að verð á dagvöru hækkaði að meðaltali um tæp 60% frá janúar 2006 til ársloka 2011. Á þessum tíma hækkuðu innlendar búvörur mun minna, t.d. kjöt um 30-40% og ostar og smjör um 50%. Erlendar matvörur hækkuðu hins vegar um 75% á þessum 6 árum. Úttekt Samkeppniseftirlitsins sýnir fram á að innkaupsverð minni verslana var að meðaltali 16% hærra en innkaupsverð lágvöruverðsverslana á sömu vörum. Álagning lágvöruverðsverslana var að jafnaði 18% ofan á innkaupsverð viðkomandi verslana eða birgðahúss. Munur á innkaupsverði á milli verslana reynist æði misjafn eftir vöruflokkum. Mestur er hann á innfluttum vörum og vörum sem að stærstum hluta eru unnar úr innfluttum hráefnum eins og brauði, kökum, kexi og kornvörum, allt að 26%. Verð á Íslandi á þessum vörum var 28% hærra en að meðaltali innan Evrópusambandsríkjanna 27 árið 2009. Nær enginn munur var á innkaupsverði verslana á mjólk og mjólkurvörum en 6% munur á fersku svínakjöti og 10% á lambakjöti. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er sú að þar hafa smærri verslanir meiri möguleika á verðsamkeppni en í flestum öðrum vöruflokkum. Ein af meginniðurstöðum Samkeppniseftirlitsins til að bæta samkeppnisaðstæður á smásölumarkaði er að dregið verði úr innflutningstakmörkunum á búvörum. Ritstjóri Fréttablaðsins grípur þetta á lofti í leiðara blaðsins 27. janúar sl. Aukinn innflutningur yrði væntanlega að verulegu leyti í höndum birgðahúsa stóru verslanasamstæðanna sem við það myndu setjast í ráðandi stöðu á verðlagningu þessara vara á markaðnum. Skýrslan staðfestir einmitt að sú sé reyndin í dag á innfluttum vörum þar sem birgðahúsin, einn stór eða örfáir innlendir birgjar, hafa ráðandi stöðu. Hvernig aukinn innflutningur getur leitt til jafnari samkeppnisaðstöðu milli verslana á markaðnum er vandséð í þessu ljósi. Afnám tollverndar mun auka svigrúm smásölunnar til að bæta stöðu sína á kostnað bænda og mun að öllum líkindum leiða til breytinga á verðmyndun búvara þannig að stærri hluti álagningar falli smásölunni í skaut. Sú reynsla sem vísað er til af breytingum á umhverfi garðyrkju er ekki einhlít. Ræktun á papriku dróst umtalsvert saman eftir að tollar voru felldir niður árið 2002 og hafði ekki náð fyrri stöðu árið 2010. Gríðarlegar framfarir hafa á sama tíma orðið í ræktun tómata og agúrku og þessar afurðir eru nú ræktaðar árið um kring. Í Finnlandi var reynslan við aðild landsins að ESB sú að völd smásölunnar jukust og að vinnslu og smásölu hafi gengið mun betur að viðhalda eigin álagningu en bændum. Áhugi fyrirtækja í verslun með dagvöru á afnámi innflutningshafta er hins vegar skiljanlegur í þessu ljósi. Íslenski matvörumarkaðurinn er örmarkaður og um 70% hans á höfuðborgarsvæðinu. Ef til stórfellds innflutnings kemur á búvörum mun verða auðvelt fyrir fjársterka aðila að ryðja innlendri framleiðslu af markaði með undirboðum eða ódýrri erlendri umframframleiðslu. Hvað verður þá um bændur og minni verslanir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Samkeppniseftirlitið kynnti nýlega ítarlega úttekt á verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Þar kom m.a. fram að verð á dagvöru hækkaði að meðaltali um tæp 60% frá janúar 2006 til ársloka 2011. Á þessum tíma hækkuðu innlendar búvörur mun minna, t.d. kjöt um 30-40% og ostar og smjör um 50%. Erlendar matvörur hækkuðu hins vegar um 75% á þessum 6 árum. Úttekt Samkeppniseftirlitsins sýnir fram á að innkaupsverð minni verslana var að meðaltali 16% hærra en innkaupsverð lágvöruverðsverslana á sömu vörum. Álagning lágvöruverðsverslana var að jafnaði 18% ofan á innkaupsverð viðkomandi verslana eða birgðahúss. Munur á innkaupsverði á milli verslana reynist æði misjafn eftir vöruflokkum. Mestur er hann á innfluttum vörum og vörum sem að stærstum hluta eru unnar úr innfluttum hráefnum eins og brauði, kökum, kexi og kornvörum, allt að 26%. Verð á Íslandi á þessum vörum var 28% hærra en að meðaltali innan Evrópusambandsríkjanna 27 árið 2009. Nær enginn munur var á innkaupsverði verslana á mjólk og mjólkurvörum en 6% munur á fersku svínakjöti og 10% á lambakjöti. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er sú að þar hafa smærri verslanir meiri möguleika á verðsamkeppni en í flestum öðrum vöruflokkum. Ein af meginniðurstöðum Samkeppniseftirlitsins til að bæta samkeppnisaðstæður á smásölumarkaði er að dregið verði úr innflutningstakmörkunum á búvörum. Ritstjóri Fréttablaðsins grípur þetta á lofti í leiðara blaðsins 27. janúar sl. Aukinn innflutningur yrði væntanlega að verulegu leyti í höndum birgðahúsa stóru verslanasamstæðanna sem við það myndu setjast í ráðandi stöðu á verðlagningu þessara vara á markaðnum. Skýrslan staðfestir einmitt að sú sé reyndin í dag á innfluttum vörum þar sem birgðahúsin, einn stór eða örfáir innlendir birgjar, hafa ráðandi stöðu. Hvernig aukinn innflutningur getur leitt til jafnari samkeppnisaðstöðu milli verslana á markaðnum er vandséð í þessu ljósi. Afnám tollverndar mun auka svigrúm smásölunnar til að bæta stöðu sína á kostnað bænda og mun að öllum líkindum leiða til breytinga á verðmyndun búvara þannig að stærri hluti álagningar falli smásölunni í skaut. Sú reynsla sem vísað er til af breytingum á umhverfi garðyrkju er ekki einhlít. Ræktun á papriku dróst umtalsvert saman eftir að tollar voru felldir niður árið 2002 og hafði ekki náð fyrri stöðu árið 2010. Gríðarlegar framfarir hafa á sama tíma orðið í ræktun tómata og agúrku og þessar afurðir eru nú ræktaðar árið um kring. Í Finnlandi var reynslan við aðild landsins að ESB sú að völd smásölunnar jukust og að vinnslu og smásölu hafi gengið mun betur að viðhalda eigin álagningu en bændum. Áhugi fyrirtækja í verslun með dagvöru á afnámi innflutningshafta er hins vegar skiljanlegur í þessu ljósi. Íslenski matvörumarkaðurinn er örmarkaður og um 70% hans á höfuðborgarsvæðinu. Ef til stórfellds innflutnings kemur á búvörum mun verða auðvelt fyrir fjársterka aðila að ryðja innlendri framleiðslu af markaði með undirboðum eða ódýrri erlendri umframframleiðslu. Hvað verður þá um bændur og minni verslanir?
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar