Íslenskar búvörur styrkja samkeppni á matvörumarkaði Erna Bjarnadóttir skrifar 30. janúar 2012 06:00 Samkeppniseftirlitið kynnti nýlega ítarlega úttekt á verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Þar kom m.a. fram að verð á dagvöru hækkaði að meðaltali um tæp 60% frá janúar 2006 til ársloka 2011. Á þessum tíma hækkuðu innlendar búvörur mun minna, t.d. kjöt um 30-40% og ostar og smjör um 50%. Erlendar matvörur hækkuðu hins vegar um 75% á þessum 6 árum. Úttekt Samkeppniseftirlitsins sýnir fram á að innkaupsverð minni verslana var að meðaltali 16% hærra en innkaupsverð lágvöruverðsverslana á sömu vörum. Álagning lágvöruverðsverslana var að jafnaði 18% ofan á innkaupsverð viðkomandi verslana eða birgðahúss. Munur á innkaupsverði á milli verslana reynist æði misjafn eftir vöruflokkum. Mestur er hann á innfluttum vörum og vörum sem að stærstum hluta eru unnar úr innfluttum hráefnum eins og brauði, kökum, kexi og kornvörum, allt að 26%. Verð á Íslandi á þessum vörum var 28% hærra en að meðaltali innan Evrópusambandsríkjanna 27 árið 2009. Nær enginn munur var á innkaupsverði verslana á mjólk og mjólkurvörum en 6% munur á fersku svínakjöti og 10% á lambakjöti. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er sú að þar hafa smærri verslanir meiri möguleika á verðsamkeppni en í flestum öðrum vöruflokkum. Ein af meginniðurstöðum Samkeppniseftirlitsins til að bæta samkeppnisaðstæður á smásölumarkaði er að dregið verði úr innflutningstakmörkunum á búvörum. Ritstjóri Fréttablaðsins grípur þetta á lofti í leiðara blaðsins 27. janúar sl. Aukinn innflutningur yrði væntanlega að verulegu leyti í höndum birgðahúsa stóru verslanasamstæðanna sem við það myndu setjast í ráðandi stöðu á verðlagningu þessara vara á markaðnum. Skýrslan staðfestir einmitt að sú sé reyndin í dag á innfluttum vörum þar sem birgðahúsin, einn stór eða örfáir innlendir birgjar, hafa ráðandi stöðu. Hvernig aukinn innflutningur getur leitt til jafnari samkeppnisaðstöðu milli verslana á markaðnum er vandséð í þessu ljósi. Afnám tollverndar mun auka svigrúm smásölunnar til að bæta stöðu sína á kostnað bænda og mun að öllum líkindum leiða til breytinga á verðmyndun búvara þannig að stærri hluti álagningar falli smásölunni í skaut. Sú reynsla sem vísað er til af breytingum á umhverfi garðyrkju er ekki einhlít. Ræktun á papriku dróst umtalsvert saman eftir að tollar voru felldir niður árið 2002 og hafði ekki náð fyrri stöðu árið 2010. Gríðarlegar framfarir hafa á sama tíma orðið í ræktun tómata og agúrku og þessar afurðir eru nú ræktaðar árið um kring. Í Finnlandi var reynslan við aðild landsins að ESB sú að völd smásölunnar jukust og að vinnslu og smásölu hafi gengið mun betur að viðhalda eigin álagningu en bændum. Áhugi fyrirtækja í verslun með dagvöru á afnámi innflutningshafta er hins vegar skiljanlegur í þessu ljósi. Íslenski matvörumarkaðurinn er örmarkaður og um 70% hans á höfuðborgarsvæðinu. Ef til stórfellds innflutnings kemur á búvörum mun verða auðvelt fyrir fjársterka aðila að ryðja innlendri framleiðslu af markaði með undirboðum eða ódýrri erlendri umframframleiðslu. Hvað verður þá um bændur og minni verslanir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Samkeppniseftirlitið kynnti nýlega ítarlega úttekt á verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Þar kom m.a. fram að verð á dagvöru hækkaði að meðaltali um tæp 60% frá janúar 2006 til ársloka 2011. Á þessum tíma hækkuðu innlendar búvörur mun minna, t.d. kjöt um 30-40% og ostar og smjör um 50%. Erlendar matvörur hækkuðu hins vegar um 75% á þessum 6 árum. Úttekt Samkeppniseftirlitsins sýnir fram á að innkaupsverð minni verslana var að meðaltali 16% hærra en innkaupsverð lágvöruverðsverslana á sömu vörum. Álagning lágvöruverðsverslana var að jafnaði 18% ofan á innkaupsverð viðkomandi verslana eða birgðahúss. Munur á innkaupsverði á milli verslana reynist æði misjafn eftir vöruflokkum. Mestur er hann á innfluttum vörum og vörum sem að stærstum hluta eru unnar úr innfluttum hráefnum eins og brauði, kökum, kexi og kornvörum, allt að 26%. Verð á Íslandi á þessum vörum var 28% hærra en að meðaltali innan Evrópusambandsríkjanna 27 árið 2009. Nær enginn munur var á innkaupsverði verslana á mjólk og mjólkurvörum en 6% munur á fersku svínakjöti og 10% á lambakjöti. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er sú að þar hafa smærri verslanir meiri möguleika á verðsamkeppni en í flestum öðrum vöruflokkum. Ein af meginniðurstöðum Samkeppniseftirlitsins til að bæta samkeppnisaðstæður á smásölumarkaði er að dregið verði úr innflutningstakmörkunum á búvörum. Ritstjóri Fréttablaðsins grípur þetta á lofti í leiðara blaðsins 27. janúar sl. Aukinn innflutningur yrði væntanlega að verulegu leyti í höndum birgðahúsa stóru verslanasamstæðanna sem við það myndu setjast í ráðandi stöðu á verðlagningu þessara vara á markaðnum. Skýrslan staðfestir einmitt að sú sé reyndin í dag á innfluttum vörum þar sem birgðahúsin, einn stór eða örfáir innlendir birgjar, hafa ráðandi stöðu. Hvernig aukinn innflutningur getur leitt til jafnari samkeppnisaðstöðu milli verslana á markaðnum er vandséð í þessu ljósi. Afnám tollverndar mun auka svigrúm smásölunnar til að bæta stöðu sína á kostnað bænda og mun að öllum líkindum leiða til breytinga á verðmyndun búvara þannig að stærri hluti álagningar falli smásölunni í skaut. Sú reynsla sem vísað er til af breytingum á umhverfi garðyrkju er ekki einhlít. Ræktun á papriku dróst umtalsvert saman eftir að tollar voru felldir niður árið 2002 og hafði ekki náð fyrri stöðu árið 2010. Gríðarlegar framfarir hafa á sama tíma orðið í ræktun tómata og agúrku og þessar afurðir eru nú ræktaðar árið um kring. Í Finnlandi var reynslan við aðild landsins að ESB sú að völd smásölunnar jukust og að vinnslu og smásölu hafi gengið mun betur að viðhalda eigin álagningu en bændum. Áhugi fyrirtækja í verslun með dagvöru á afnámi innflutningshafta er hins vegar skiljanlegur í þessu ljósi. Íslenski matvörumarkaðurinn er örmarkaður og um 70% hans á höfuðborgarsvæðinu. Ef til stórfellds innflutnings kemur á búvörum mun verða auðvelt fyrir fjársterka aðila að ryðja innlendri framleiðslu af markaði með undirboðum eða ódýrri erlendri umframframleiðslu. Hvað verður þá um bændur og minni verslanir?
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar