Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir, Stefanía Hulda Marteinsdóttir, Þuríður Sverrisdóttir og Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifa 17. desember 2025 10:02 Undanfarið hafa þingmenn ríkisstjórnarinnar stigið fram með sterk orð um bið barna eftir lögbundinni þjónustu. Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, varð nýlega heitt í hamsi í ræðu á Alþingi þar sem hann lýsti því hvernig börn bíða mánuðum og árum saman eftir nauðsynlegri þjónustu og sagði að mörg þeirra líði „vítiskvalir“ á meðan. María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar, skrifaði greinina „Bið, endalaus bið“ í Morgunblaðið 15. desember þar sem hún kallar eftir snemmtækri íhlutun og varanlegum lausnum í málefnum barna á biðlistum. Þetta er þó ekki ný umræða. Í október ræddi Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sama vanda á Alþingi og notaði hugtakið „svarthol biðlistanna“ um stöðu barna sem bíða eftir þjónustu. Í aðdraganda kosninga gáfu stjórnmálaflokkar loforð um forgangsröðun, snemmtæka íhlutun og raunverulegar aðgerðir til að stytta bið barna eftir lögbundinni þjónustu. Foreldrar hlustuðu. Foreldrar kusu. Foreldrar bíða enn. Samhljómurinn er enn til staðar. Aðgerðirnar ekki. Þegar allir eru sammála en ekkert gerist, blasir forystuleysi við. Þá hlýtur að vakna spurningin: til hvers er sífellt talað um vandann ef ekkert á að gera? Þegar orð eru endurtekin án þess að aðgerðir fylgi, verður umræðan að sýndarsamkennd sem breytir engu fyrir börnin sem bíða. Þegar þingmenn úr ólíkum flokkum lýsa sama vanda með sömu orðum er ljóst að samstaða er um málið en forystu vantar. Samfylkingin og Viðreisn eru í ríkisstjórn. Sama gildir um Flokk fólksins, sem ber ábyrgð á stærstum hluta málaflokksins í gegnum félagsmálaráðuneytið. Einmitt þaðan hefur þögnin verið hvað mest áberandi. Ráðherra Flokks fólksins, Inga Sæland, hefur ítrekað lýst því yfir í fjölmiðlum að hennar ráðuneyti bregðist hratt við aðkallandi málum. Hún býður í kaffi, reddar reglugerðum með einu pennastriki og lýsir ráðuneytinu sem megnugu. En þegar kemur að biðlistum fatlaðra barna eftir lögbundinni þjónustu, þeim börnum sem ættu einmitt að vera tekin upp á arma samfélagsins, ríkir þögn og aðgerðaleysi. Á sama tíma hafa borist fregnir af því að Viðreisn hafi boðið áhrifavaldi í fjármálaráðuneytið til fundar við ráðherra. Það er kannski saklaust í sjálfu sér en það dregur upp skýra mynd af forgangsröðun þegar foreldrar barna á biðlistum fá hvorki fundi né svör. Við vitum þetta allt saman. Við vitum að snemmtæk íhlutun skiptir sköpum, að gluggar lokast og að aðgerðaleysi kostar samfélagið margfalt meira síðar, bæði mannlega og fjárhagslega. Þessi þekking er ekki ný. Verkefnið Biðlisti.is varð ekki til vegna skorts á umræðu heldur vegna skorts á aðgerðum og það mun ekki hverfa bara af því að þingmenn flytji fleiri ræður sem allir eru sammála um. Þetta sást einnig þegar María Rut Kristinsdóttir, fyrrnefnd þingkonu Viðreisnar, fjallaði um málið á TikTok. Þegar henni var bent á að hún væri nú þingmaður í ríkisstjórn og spurð hvað yrði gert til að stytta biðlista fatlaðra barna, svaraði hún með upptalningu á aðgerðum sem snúa að öðrum málaflokkum. Þær aðgerðir kunna vissulega að vera gildar í sínu samhengi, en þær svara ekki biðlistum fatlaðra barna eftir lögbundinni þjónustu. Við gerum ekki lítið úr öðrum aðgerðum. Við biðjum einfaldlega um að rætt sé af hreinskilni um biðlista barnanna okkar. Að spurningum okkar verði svarað, en ekki einhverjum öðrum. Að ryki verði ekki slegið í augu foreldra með því að tala um eitthvað allt annað. Á sama tíma og þingmenn lýsa alvarleika biðlista barna hefur dagskrá Alþingis einkennst af allt öðrum málum. Forsætisráðherra hefur sýnt reiði í þingsal, þingforsetinn sjálf gripið til blótsyrða og langvarandi málþóf farið fram um kílómetragjald. Umræðan er hávær og átökin mikil, en málefni barna á biðlistum hverfa aftur og aftur út úr dagskránni. Reynslan sýnir að án raunverulegs aðhalds breytist lítið. Bið barna eftir lögbundinni þjónustu hverfur ekki af sjálfu sér. Hún krefst pólitískrar ákvörðunar, varanlegrar fjármögnunar og ábyrgðar sem hægt er að fylgja eftir. Biðlisti.is og Einhverfusamtökin munu halda áfram að þrýsta á, kalla eftir svörum og minna stjórnvöld á loforð sín. Kannski vonuðust einhverjir til að þetta myndi fjara út, að mæður sem stigu fram myndu þreytast og hætta að gera kröfur. Sú von mun ekki rætast. Þess vegna segjum við þetta skýrt: Við hættum ekki. Í áðurnefndri ræðu sinni sagði Sigmundur Ernir að Alþingi talaði mikið, fram á kvöld, nótt og rauðamorgun en spurði hvort þingið væri í raun að fjalla um mikilvægustu málin í samfélaginu. Þeirri spurningu er enn ósvarað, því þrátt fyrir samhljóm í orðum virðist Alþingi á hverjum degi ræða eitthvað allt annað en börnin sem bíða og foreldrana sem bíða með þeim. Eða eins og eitt sinn var sagt, þá virðist það álíka viðeigandi og að raða sólstólum á Titanic. Hlekkur á undirskriftarlista Höfundar standa að Biðlisti.is, grasrótarverkefni foreldra sem berjast gegn biðlistum fatlaðra barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa þingmenn ríkisstjórnarinnar stigið fram með sterk orð um bið barna eftir lögbundinni þjónustu. Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, varð nýlega heitt í hamsi í ræðu á Alþingi þar sem hann lýsti því hvernig börn bíða mánuðum og árum saman eftir nauðsynlegri þjónustu og sagði að mörg þeirra líði „vítiskvalir“ á meðan. María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar, skrifaði greinina „Bið, endalaus bið“ í Morgunblaðið 15. desember þar sem hún kallar eftir snemmtækri íhlutun og varanlegum lausnum í málefnum barna á biðlistum. Þetta er þó ekki ný umræða. Í október ræddi Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sama vanda á Alþingi og notaði hugtakið „svarthol biðlistanna“ um stöðu barna sem bíða eftir þjónustu. Í aðdraganda kosninga gáfu stjórnmálaflokkar loforð um forgangsröðun, snemmtæka íhlutun og raunverulegar aðgerðir til að stytta bið barna eftir lögbundinni þjónustu. Foreldrar hlustuðu. Foreldrar kusu. Foreldrar bíða enn. Samhljómurinn er enn til staðar. Aðgerðirnar ekki. Þegar allir eru sammála en ekkert gerist, blasir forystuleysi við. Þá hlýtur að vakna spurningin: til hvers er sífellt talað um vandann ef ekkert á að gera? Þegar orð eru endurtekin án þess að aðgerðir fylgi, verður umræðan að sýndarsamkennd sem breytir engu fyrir börnin sem bíða. Þegar þingmenn úr ólíkum flokkum lýsa sama vanda með sömu orðum er ljóst að samstaða er um málið en forystu vantar. Samfylkingin og Viðreisn eru í ríkisstjórn. Sama gildir um Flokk fólksins, sem ber ábyrgð á stærstum hluta málaflokksins í gegnum félagsmálaráðuneytið. Einmitt þaðan hefur þögnin verið hvað mest áberandi. Ráðherra Flokks fólksins, Inga Sæland, hefur ítrekað lýst því yfir í fjölmiðlum að hennar ráðuneyti bregðist hratt við aðkallandi málum. Hún býður í kaffi, reddar reglugerðum með einu pennastriki og lýsir ráðuneytinu sem megnugu. En þegar kemur að biðlistum fatlaðra barna eftir lögbundinni þjónustu, þeim börnum sem ættu einmitt að vera tekin upp á arma samfélagsins, ríkir þögn og aðgerðaleysi. Á sama tíma hafa borist fregnir af því að Viðreisn hafi boðið áhrifavaldi í fjármálaráðuneytið til fundar við ráðherra. Það er kannski saklaust í sjálfu sér en það dregur upp skýra mynd af forgangsröðun þegar foreldrar barna á biðlistum fá hvorki fundi né svör. Við vitum þetta allt saman. Við vitum að snemmtæk íhlutun skiptir sköpum, að gluggar lokast og að aðgerðaleysi kostar samfélagið margfalt meira síðar, bæði mannlega og fjárhagslega. Þessi þekking er ekki ný. Verkefnið Biðlisti.is varð ekki til vegna skorts á umræðu heldur vegna skorts á aðgerðum og það mun ekki hverfa bara af því að þingmenn flytji fleiri ræður sem allir eru sammála um. Þetta sást einnig þegar María Rut Kristinsdóttir, fyrrnefnd þingkonu Viðreisnar, fjallaði um málið á TikTok. Þegar henni var bent á að hún væri nú þingmaður í ríkisstjórn og spurð hvað yrði gert til að stytta biðlista fatlaðra barna, svaraði hún með upptalningu á aðgerðum sem snúa að öðrum málaflokkum. Þær aðgerðir kunna vissulega að vera gildar í sínu samhengi, en þær svara ekki biðlistum fatlaðra barna eftir lögbundinni þjónustu. Við gerum ekki lítið úr öðrum aðgerðum. Við biðjum einfaldlega um að rætt sé af hreinskilni um biðlista barnanna okkar. Að spurningum okkar verði svarað, en ekki einhverjum öðrum. Að ryki verði ekki slegið í augu foreldra með því að tala um eitthvað allt annað. Á sama tíma og þingmenn lýsa alvarleika biðlista barna hefur dagskrá Alþingis einkennst af allt öðrum málum. Forsætisráðherra hefur sýnt reiði í þingsal, þingforsetinn sjálf gripið til blótsyrða og langvarandi málþóf farið fram um kílómetragjald. Umræðan er hávær og átökin mikil, en málefni barna á biðlistum hverfa aftur og aftur út úr dagskránni. Reynslan sýnir að án raunverulegs aðhalds breytist lítið. Bið barna eftir lögbundinni þjónustu hverfur ekki af sjálfu sér. Hún krefst pólitískrar ákvörðunar, varanlegrar fjármögnunar og ábyrgðar sem hægt er að fylgja eftir. Biðlisti.is og Einhverfusamtökin munu halda áfram að þrýsta á, kalla eftir svörum og minna stjórnvöld á loforð sín. Kannski vonuðust einhverjir til að þetta myndi fjara út, að mæður sem stigu fram myndu þreytast og hætta að gera kröfur. Sú von mun ekki rætast. Þess vegna segjum við þetta skýrt: Við hættum ekki. Í áðurnefndri ræðu sinni sagði Sigmundur Ernir að Alþingi talaði mikið, fram á kvöld, nótt og rauðamorgun en spurði hvort þingið væri í raun að fjalla um mikilvægustu málin í samfélaginu. Þeirri spurningu er enn ósvarað, því þrátt fyrir samhljóm í orðum virðist Alþingi á hverjum degi ræða eitthvað allt annað en börnin sem bíða og foreldrana sem bíða með þeim. Eða eins og eitt sinn var sagt, þá virðist það álíka viðeigandi og að raða sólstólum á Titanic. Hlekkur á undirskriftarlista Höfundar standa að Biðlisti.is, grasrótarverkefni foreldra sem berjast gegn biðlistum fatlaðra barna.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun