Magnafsláttur skilar sér til viðskiptavina Bónus Finnur Árnason skrifar 1. febrúar 2012 06:00 Á árinu 1988, ári fyrir stofnun Bónus, fóru um 22% af ráðstöfunartekjum heimilanna til kaupa á mat- og drykkjarvöru. Þetta hlutfall hefur lækkað og er nú um 15%, en fór niður í um 12-13% á velmegunarárum okkar Íslendinga fyrir bankahrun. Þetta jafngildir því að af hverjum 100 þúsund krónum, sem heimili hefur til ráðstöfunar, fer nú 7.000 krónum minna í mat- og drykkjarvöru en fyrir tilkomu Bónus. Bónus hefur bætt hag heimilanna. Matvöruverð á Vestfjörðum lækkaði t.a.m. um 30-40% með tilkomu einnar Bónusverslunar á Ísafirði, en Bónus hefur ávallt selt vörur sínar á sama verði um land allt. Hagur neytenda hefur því batnað, þegar horft er til þess að minna hlutfall ráðstöfunartekna fer nú til kaupa á nauðsynjum og að nú á stór hluti landsbyggðarinnar kost á að kaupa inn dagvöru á sama verði og höfuðborgarbúar. Í síðustu viku kom út skýrsla Samkeppniseftirlitsins, „Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði". Í skýrslunni kom fram að Bónus nýtur betri kjara og fær hærri magnafslætti en keppinautar, sem kaupa mun minna magn. Það kemur líka skýrt fram að sá magnafsláttur sem Bónus fær skilar sér í lægra verði til viðskiptavina Bónus. Skýrsla Samkeppniseftirlitsins staðfestir því í raun að heimilin í landinu njóta lægra vöruverðs í krafti magninnkaupa Bónus. Nokkur umræða hefur verið um að 15% munur á stærsta kaupanda og þeim minnsta sé hugsanlega of mikill. Við nánari skoðun er augljóst að sá munur getur ekki verið óeðlilegur. Magnafslættir eru eðlilegir og ef aðili kaupir margfalt magn á við minni aðila eru 15% betri kjör á engan hátt óeðlileg. Í þessari umræðu er nauðsynlegt að horfa til þess að stærðarhagkvæmni og kaupendastyrkur Bónus skilar sér til viðskiptavina Bónus. Skýrslan staðfestir það og starfsfólk Bónus er stolt af þeirri staðreynd. Það er einnig mikilvægt að í skýrslu Samkeppniseftirlitsins er staðfest að lækkun á virðisaukaskatti árið 2007 skilaði sér að fullu í lægra vöruverði til neytenda. Þessir tveir þættir eru ótvíræð vísbending um virka samkeppni á dagvörumarkaði. Frá aldamótum hefur vísitala dagvöru hækkað minna en vísitala neysluverðs þrátt fyrir verulegar hækkanir á hrávörumörkuðum á þessu tímabili og fall íslensku krónunnar. Hluti lágvöruverðsverslana hefur verið að aukast á meðan verslunum sem veita þjónustu og bjóða meira vöruúrval hefur verið að fækka. Það er rétt að benda á þá staðreynd, að á vef Hagstofunnar kemur fram að fjöldi fyrirtækja og félaga í flokknum stórmarkaðir og matvöruverslanir er 112. Umræða um matvörumarkað ber ekki með sér að það séu 112 fyrirtæki á þessum markaði. Samkeppnin er virk. Ein megintillaga Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda í þessari nýjustu skýrslu, er að búvörulögin verði endurskoðuð, með aukið viðskiptafrelsi að leiðarljósi. Ég get ekki annað en tekið undir þetta sjónarmið, því eins og rakið er í skýrslunni tókst einstaklega vel til með breytingar á umgjörð íslenskrar garðyrkju fyrir nokkrum árum. Íslenskir garðyrkjubændur hafa aukið hlutdeild sína og sölu, auk þess sem neytendur eru að fá fjölbreyttari vöru í hæsta gæðaflokki. Við viljum hvetja til umræðu um breytingar á búvörulögunum. Við leitum eftir samstarfi við stjórnvöld og bændur um breytingar á núverandi kerfi. Það er mitt mat að endurskoðun búvörulaga skapi fjölmörg tækifæri fyrir bændur, m.a. í vöruþróun, fjölbreytni og aukinni hagkvæmni sem muni leiða til aukinnar neyslu á innlendum landbúnaðarvörum. Við þurfum að hafa í huga að við lifum af útflutningi á fiski og eigum að vera sjálfum okkur samkvæm um gagnkvæmt viðskiptafrelsi. Viðbrögð aðila við skýrslu Samkeppniseftirlitsins hafa einkennst af tækifærismennsku, þar sem neytendur eru enn sem fyrr afgangsstærð. Viðskiptavinir okkar njóta magnafslátta Bónus og það er lykilatriði. Það verður forvitnilegt að fylgjast með stjórnvöldum í kjölfar ábendinga Samkeppniseftirlitsins. Ætla stjórnvöld að hunsa ábendingar Samkeppniseftirlitsins enn einu sinni? Munum að hluti aðila á dagvörumarkaði þarf ekki að fara eftir samkeppnislögum, sem er auðvitað með öllu óeðlilegt og löngu tímabært að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á árinu 1988, ári fyrir stofnun Bónus, fóru um 22% af ráðstöfunartekjum heimilanna til kaupa á mat- og drykkjarvöru. Þetta hlutfall hefur lækkað og er nú um 15%, en fór niður í um 12-13% á velmegunarárum okkar Íslendinga fyrir bankahrun. Þetta jafngildir því að af hverjum 100 þúsund krónum, sem heimili hefur til ráðstöfunar, fer nú 7.000 krónum minna í mat- og drykkjarvöru en fyrir tilkomu Bónus. Bónus hefur bætt hag heimilanna. Matvöruverð á Vestfjörðum lækkaði t.a.m. um 30-40% með tilkomu einnar Bónusverslunar á Ísafirði, en Bónus hefur ávallt selt vörur sínar á sama verði um land allt. Hagur neytenda hefur því batnað, þegar horft er til þess að minna hlutfall ráðstöfunartekna fer nú til kaupa á nauðsynjum og að nú á stór hluti landsbyggðarinnar kost á að kaupa inn dagvöru á sama verði og höfuðborgarbúar. Í síðustu viku kom út skýrsla Samkeppniseftirlitsins, „Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði". Í skýrslunni kom fram að Bónus nýtur betri kjara og fær hærri magnafslætti en keppinautar, sem kaupa mun minna magn. Það kemur líka skýrt fram að sá magnafsláttur sem Bónus fær skilar sér í lægra verði til viðskiptavina Bónus. Skýrsla Samkeppniseftirlitsins staðfestir því í raun að heimilin í landinu njóta lægra vöruverðs í krafti magninnkaupa Bónus. Nokkur umræða hefur verið um að 15% munur á stærsta kaupanda og þeim minnsta sé hugsanlega of mikill. Við nánari skoðun er augljóst að sá munur getur ekki verið óeðlilegur. Magnafslættir eru eðlilegir og ef aðili kaupir margfalt magn á við minni aðila eru 15% betri kjör á engan hátt óeðlileg. Í þessari umræðu er nauðsynlegt að horfa til þess að stærðarhagkvæmni og kaupendastyrkur Bónus skilar sér til viðskiptavina Bónus. Skýrslan staðfestir það og starfsfólk Bónus er stolt af þeirri staðreynd. Það er einnig mikilvægt að í skýrslu Samkeppniseftirlitsins er staðfest að lækkun á virðisaukaskatti árið 2007 skilaði sér að fullu í lægra vöruverði til neytenda. Þessir tveir þættir eru ótvíræð vísbending um virka samkeppni á dagvörumarkaði. Frá aldamótum hefur vísitala dagvöru hækkað minna en vísitala neysluverðs þrátt fyrir verulegar hækkanir á hrávörumörkuðum á þessu tímabili og fall íslensku krónunnar. Hluti lágvöruverðsverslana hefur verið að aukast á meðan verslunum sem veita þjónustu og bjóða meira vöruúrval hefur verið að fækka. Það er rétt að benda á þá staðreynd, að á vef Hagstofunnar kemur fram að fjöldi fyrirtækja og félaga í flokknum stórmarkaðir og matvöruverslanir er 112. Umræða um matvörumarkað ber ekki með sér að það séu 112 fyrirtæki á þessum markaði. Samkeppnin er virk. Ein megintillaga Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda í þessari nýjustu skýrslu, er að búvörulögin verði endurskoðuð, með aukið viðskiptafrelsi að leiðarljósi. Ég get ekki annað en tekið undir þetta sjónarmið, því eins og rakið er í skýrslunni tókst einstaklega vel til með breytingar á umgjörð íslenskrar garðyrkju fyrir nokkrum árum. Íslenskir garðyrkjubændur hafa aukið hlutdeild sína og sölu, auk þess sem neytendur eru að fá fjölbreyttari vöru í hæsta gæðaflokki. Við viljum hvetja til umræðu um breytingar á búvörulögunum. Við leitum eftir samstarfi við stjórnvöld og bændur um breytingar á núverandi kerfi. Það er mitt mat að endurskoðun búvörulaga skapi fjölmörg tækifæri fyrir bændur, m.a. í vöruþróun, fjölbreytni og aukinni hagkvæmni sem muni leiða til aukinnar neyslu á innlendum landbúnaðarvörum. Við þurfum að hafa í huga að við lifum af útflutningi á fiski og eigum að vera sjálfum okkur samkvæm um gagnkvæmt viðskiptafrelsi. Viðbrögð aðila við skýrslu Samkeppniseftirlitsins hafa einkennst af tækifærismennsku, þar sem neytendur eru enn sem fyrr afgangsstærð. Viðskiptavinir okkar njóta magnafslátta Bónus og það er lykilatriði. Það verður forvitnilegt að fylgjast með stjórnvöldum í kjölfar ábendinga Samkeppniseftirlitsins. Ætla stjórnvöld að hunsa ábendingar Samkeppniseftirlitsins enn einu sinni? Munum að hluti aðila á dagvörumarkaði þarf ekki að fara eftir samkeppnislögum, sem er auðvitað með öllu óeðlilegt og löngu tímabært að breyta.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar