Skoðun

Kirkjan þarf séra Gunnar Sigurjónsson

Benedikt Guðmundsson skrifar
Eftir samræður mínar við fólk á förnum vegi síðustu vikuna um val á nýjum biskup fyrir Ísland er séra Gunnar Sigurjónsson prestur í Digraneskirkju efstur í huga mínum og þeirra sem ég hef rætt við.

Kirkjan og Kirkjunnar menn hafa staðnað verulega síðustu 30-40 árin og höfða ekki lengur til stórs hluta þjóðarinnar og sérstaklega ekki til ungs fólks í landinu. Ég man þá tíma fyrir tæpum 40 árum þegar ég og mínir jafnaldrar sóttum sunnudagaskólann hvern einasta sunnudag með mikilli tilhlökkun og hann var partur af lífi okkar allra. Því miður hafa Kirkjunnar menn ekki þroskast og breyst með nútíma samfélagi. Einnig hefur Kirkjan beðið mikið skipbrot vegna þeirra sorglegu atburða sem upp hafa blossað á síðustu misserum.

Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er sú að séra Gunnar Sigurjónsson prestur í Digraneskirju hefur þroskast með fólkinu í landinu og nýtur hylli allra sem að honum og kirkjunni hans hafa komið. Léttleikinn, gleðin, hreinskilnin og hjálpsemin sem Gunnari Sigurjónssyni fylgir er einstök.

Ég og þeir fjölmörgu sem ég hef rætt við erum sammála því að maður eins og Gunnar Sigurjónsson mun lyfta kirkjunni á sama plan og áður var og sannast það helst með því að ungdómurinn ásamt þeim eldri sem hafa sótt Gunnar Sigurjónsson til kirkju eða fengið hann til að annast giftingar, skírnir og fleira finnst verulega mikið til hans koma.

Ég hvet Gunnar Sigurjónsson til að bjóða sig fram sem næsta biskup Íslands því ég og sá fjöldi fólks sem ég hef rætt við á síðustu dögum erum sannfærð um að Kirkjan mun á skömmum tíma undir stjórn þessa frábæra drengs ná fyrri hæðum á skömmum tíma.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.