Borgarafundur um nýja mynt? Magnús Orri Schram skrifar 31. janúar 2012 06:00 Fyrir viku síðan var haldinn fjölmennur borgarafundur um verðtrygginguna í Háskólabíó. Þar voru dregin fram mörg dæmi um óréttlæti verðtryggingar fyrir húsnæðiseigendur sem horfa upp á lánin sín lítið breytast þrátt fyrir skilvísar greiðslur í mörg ár. Það má segja að verðtryggingin sé herkostnaðurinn við að búa í litlu hagkerfi með eigin mynt. Verðtryggingunni var komið á fyrir rúmum 30 árum til að tryggja sparifé landsmanna gegn rýrnun í mikilli verðbólgu. Þannig áttu 10.000 krónur lagðar í sparnað 1980 að vera ígildi 10.000 króna 2012, plús ávöxtun. Sparnaðurinn er m.a. ávaxtaður í húsnæðiskerfinu og til að tryggja hann gegn rýrnun eru húsnæðislánin okkar verðtryggð. Sá sem lánar peninginn vill ekki lána hann án þess að vera tryggður gegn verðsveiflum og hreyfingum á gengi krónunnar og því er verðtryggingin staðreynd. Ef við viljum breyta kerfinu til frambúðar og koma í veg fyrir að börnin okkar upplifi sama óréttlætið, verðum við að loka hagkerfinu eða breyta myntinni. Öðruvísi verður ekki komist hjá sveiflunum. Lokað hagkerfi þýðir úrsögn úr EES og mikla skerðingu á möguleikum fólks og fyrirtækja innan Evrópu. Þá er hægt að breyta um mynt – og það yrði gert með einhliða upptöku eða samstarfi um evru. Einhliða upptaka er slæmur kostur því þá þyrfti að nota skuldsettan forða ríkisins af dollurum og evrum til að kaupa krónur af Íslendingum og koma svo verðlausu krónuseðlunum fyrir kattarnef. Það væri mikil sóun á fjármunum, þegar hægt væri að framkvæma umskiptin mun ódýrar ef farið yrði í samstarf á vettvangi evrunnar. Þannig er upptaka annarrar myntar skilvirkasta leiðin til að losa fjölskyldurnar undan oki verðtryggingar. Hagsmunasamtök heimilanna og aðrir sem stóðu fyrir góðum málfundi í síðustu viku, ættu þess vegna að koma með okkur jafnaðarmönnum og styðja við aðild að ESB og upptöku evru í kjölfarið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir viku síðan var haldinn fjölmennur borgarafundur um verðtrygginguna í Háskólabíó. Þar voru dregin fram mörg dæmi um óréttlæti verðtryggingar fyrir húsnæðiseigendur sem horfa upp á lánin sín lítið breytast þrátt fyrir skilvísar greiðslur í mörg ár. Það má segja að verðtryggingin sé herkostnaðurinn við að búa í litlu hagkerfi með eigin mynt. Verðtryggingunni var komið á fyrir rúmum 30 árum til að tryggja sparifé landsmanna gegn rýrnun í mikilli verðbólgu. Þannig áttu 10.000 krónur lagðar í sparnað 1980 að vera ígildi 10.000 króna 2012, plús ávöxtun. Sparnaðurinn er m.a. ávaxtaður í húsnæðiskerfinu og til að tryggja hann gegn rýrnun eru húsnæðislánin okkar verðtryggð. Sá sem lánar peninginn vill ekki lána hann án þess að vera tryggður gegn verðsveiflum og hreyfingum á gengi krónunnar og því er verðtryggingin staðreynd. Ef við viljum breyta kerfinu til frambúðar og koma í veg fyrir að börnin okkar upplifi sama óréttlætið, verðum við að loka hagkerfinu eða breyta myntinni. Öðruvísi verður ekki komist hjá sveiflunum. Lokað hagkerfi þýðir úrsögn úr EES og mikla skerðingu á möguleikum fólks og fyrirtækja innan Evrópu. Þá er hægt að breyta um mynt – og það yrði gert með einhliða upptöku eða samstarfi um evru. Einhliða upptaka er slæmur kostur því þá þyrfti að nota skuldsettan forða ríkisins af dollurum og evrum til að kaupa krónur af Íslendingum og koma svo verðlausu krónuseðlunum fyrir kattarnef. Það væri mikil sóun á fjármunum, þegar hægt væri að framkvæma umskiptin mun ódýrar ef farið yrði í samstarf á vettvangi evrunnar. Þannig er upptaka annarrar myntar skilvirkasta leiðin til að losa fjölskyldurnar undan oki verðtryggingar. Hagsmunasamtök heimilanna og aðrir sem stóðu fyrir góðum málfundi í síðustu viku, ættu þess vegna að koma með okkur jafnaðarmönnum og styðja við aðild að ESB og upptöku evru í kjölfarið.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar