Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 17. desember 2025 07:03 Nú þegar jólin nálgast hugsa margir fullorðnir til æskuáranna og þeirrar notalegu tilfinningar sem við flest upplifðum að hlakka til jólanna. En þá eins og nú hlakkar ákveðinn hóp barna hins vegar ekki til jólanna heldur kvíðir þeim. Það er sárt til þess að hugsa því jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna. Aðstæður barna og fjölskyldna þeirra eru auðvitað á öllum tímum misjafnar. Ýmis vandmál, eins og veikindi eða sorg geta varpað skugga á jólahaldið. Hér vil ég hins vegar sérstaklega tala um börn sem kvíða jólanna vegna foreldris eða foreldra sem hafa litla eða enga stjórn á áfengisneyslu sinni. Um jól drekka þeir foreldrar sem hafa misst tök á drykkju sinni jafnvel meira. Ýmis tilefni og uppákomur tengd áfengi eru tíðari dagana fyrir jól. Sjúkdómurinn alkóhólismi í sinni verstu mynd spyr ekki hvaða dagur er, eða hvort það eru jól eða páskar. Ástand foreldris sem á við drykkjuvanda að stríða og þær aðstæður sem drykkjan skapar getur yfirskyggt allt jólahald fjölskyldunnar og valdið börnum ómældum kvíða og sorg. Börnin sem kvíða nú jólunum vegna drykkjuvanda foreldris eru farin að velta fyrir sér hvernig ástandið verði heima um þessi jól og áramót. Sum þeirra hafa lifað mörg jól þar sem drykkja foreldris hefur sett svartan blett á hátíðina og nú óttast þau að ástandið endurtaki sig um þessi jól. Þau biðja og vona innra með sér að allt verði í lagi enda þótt reynslan hafi sennilega kennt þeim að varast beri að hafa miklar væntingar þegar áfengi er annars vegar. Börn í þessum sporum velta einnig vöngum yfir því hvort þau hafi gert eitthvað rangt og reyna allt sem þau geta til að gleðja foreldri sitt eða foreldra í þeirri von að drykkjuskapur eyðileggi ekki enn ein jólin. Þeirri stöðu og líðan sem hér er lýst er með öllu óbærileg fyrir börn og ungmenni sem finna sig iðulega með öllu vanmáttug í þessum aðstæðunum. Ég skora því á alla foreldra að hugsa sérstaklega um þetta fyrir jólin. Besta jólgjöfin sem alkóhólisti getur gefið börnum sínum er að leita sér aðstoðar til að hætta drykkjunni. Á Íslandi erum við svo lánsöm að allir sem leita sér aðstoðar á þessum sviðum geta fengið hjálp. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Jól Áfengi Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar jólin nálgast hugsa margir fullorðnir til æskuáranna og þeirrar notalegu tilfinningar sem við flest upplifðum að hlakka til jólanna. En þá eins og nú hlakkar ákveðinn hóp barna hins vegar ekki til jólanna heldur kvíðir þeim. Það er sárt til þess að hugsa því jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna. Aðstæður barna og fjölskyldna þeirra eru auðvitað á öllum tímum misjafnar. Ýmis vandmál, eins og veikindi eða sorg geta varpað skugga á jólahaldið. Hér vil ég hins vegar sérstaklega tala um börn sem kvíða jólanna vegna foreldris eða foreldra sem hafa litla eða enga stjórn á áfengisneyslu sinni. Um jól drekka þeir foreldrar sem hafa misst tök á drykkju sinni jafnvel meira. Ýmis tilefni og uppákomur tengd áfengi eru tíðari dagana fyrir jól. Sjúkdómurinn alkóhólismi í sinni verstu mynd spyr ekki hvaða dagur er, eða hvort það eru jól eða páskar. Ástand foreldris sem á við drykkjuvanda að stríða og þær aðstæður sem drykkjan skapar getur yfirskyggt allt jólahald fjölskyldunnar og valdið börnum ómældum kvíða og sorg. Börnin sem kvíða nú jólunum vegna drykkjuvanda foreldris eru farin að velta fyrir sér hvernig ástandið verði heima um þessi jól og áramót. Sum þeirra hafa lifað mörg jól þar sem drykkja foreldris hefur sett svartan blett á hátíðina og nú óttast þau að ástandið endurtaki sig um þessi jól. Þau biðja og vona innra með sér að allt verði í lagi enda þótt reynslan hafi sennilega kennt þeim að varast beri að hafa miklar væntingar þegar áfengi er annars vegar. Börn í þessum sporum velta einnig vöngum yfir því hvort þau hafi gert eitthvað rangt og reyna allt sem þau geta til að gleðja foreldri sitt eða foreldra í þeirri von að drykkjuskapur eyðileggi ekki enn ein jólin. Þeirri stöðu og líðan sem hér er lýst er með öllu óbærileg fyrir börn og ungmenni sem finna sig iðulega með öllu vanmáttug í þessum aðstæðunum. Ég skora því á alla foreldra að hugsa sérstaklega um þetta fyrir jólin. Besta jólgjöfin sem alkóhólisti getur gefið börnum sínum er að leita sér aðstoðar til að hætta drykkjunni. Á Íslandi erum við svo lánsöm að allir sem leita sér aðstoðar á þessum sviðum geta fengið hjálp. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og sálfræðingur.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun