Moska, mannréttindi og kristin trú Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir skrifar 1. febrúar 2012 06:00 Fyrir 14 árum bjó ég um tíma í landi þar sem fjöldi trúarbragða er sýnilegur á kröftugan og litríkan hátt, meðal annars með fjölda trúarhátíða. Meirihluti landsmanna eða rúmlega 60% eru múslímar, tæp 20% búddistar, tæp 10% kristnir og rúmlega 7% hindúar. Fyrir áhugamanneskju um trúarbrögð var þetta mikið tækifæri. Ég skoðaði moskur, fór í hindúamusteri og búddamusteri og fylgdist með fjölda trúarhátíða. Og ég sótti kirkju. Alls staðar var trúað fólk reiðubúið að segja mér frá trú sinni og hvers vegna hún skipti máli fyrir það. Og stolt að sýna mér sitt trúarlega heimili, hvort sem það var kirkja, musteri eða moska. Undanfarið hef ég orðið vör við hóp sem í samfélagsmiðlum hvetur gegn því að hér á landi verði byggð moska. Það er merkilegt hve hvöss viðbrögð það vekur jafnan þegar rætt er um byggingu mosku, ólíkt umræðu um aðrar trúarlegar byggingar. Ótti við íslam og múslíma byggir á röngum staðalmyndum, sem meðal annars tengist því að fáir þekkja múslíma vel og draga allar sínar ályktanir af fjölmiðlum og fréttaflutningi af þröngum hópum umdeildra róttæklinga sem skera sig úr fjöldanum, oft á stríðssvæðum. Staðreyndin er sú að fjöldi múslíma býr á Íslandi og margir hafa búið hér í áratugi. Sumir eru fæddir hér, sumir eru Íslendingar að langfeðgatali. Það eru tvö íslömsk trúfélög skráð á Íslandi og bæði hafa samkomuhús. Að meina þessum hópum öðrum fremur að byggja önnur samkomuhús sem eru sérhönnuð sem trúarlegar byggingar – moskur – er bæði múslímafælni og mannréttindabrot. Stundum er þessi ótti réttlættur með tilvísun í kristna trú. Ég er kristin og það hefur alltaf skipt mig miklu máli að geta sótt kirkju. Ég hef verið svo gæfusöm að geta gert það víða um heim í ólíkum löndum, þar á meðal löndum þar sem kristin trú er í minnihluta. Ég skil því vel þá ósk trúaðs fólks af ýmsum trúarbrögðum að vilja eignast húsnæði til trúariðkunar. Þetta á við um hof, musteri, sýnagógur, kirkju – og moskur. Það getur ekki verið boðskapur kristninnar að meina múslímum að byggja mosku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 14 árum bjó ég um tíma í landi þar sem fjöldi trúarbragða er sýnilegur á kröftugan og litríkan hátt, meðal annars með fjölda trúarhátíða. Meirihluti landsmanna eða rúmlega 60% eru múslímar, tæp 20% búddistar, tæp 10% kristnir og rúmlega 7% hindúar. Fyrir áhugamanneskju um trúarbrögð var þetta mikið tækifæri. Ég skoðaði moskur, fór í hindúamusteri og búddamusteri og fylgdist með fjölda trúarhátíða. Og ég sótti kirkju. Alls staðar var trúað fólk reiðubúið að segja mér frá trú sinni og hvers vegna hún skipti máli fyrir það. Og stolt að sýna mér sitt trúarlega heimili, hvort sem það var kirkja, musteri eða moska. Undanfarið hef ég orðið vör við hóp sem í samfélagsmiðlum hvetur gegn því að hér á landi verði byggð moska. Það er merkilegt hve hvöss viðbrögð það vekur jafnan þegar rætt er um byggingu mosku, ólíkt umræðu um aðrar trúarlegar byggingar. Ótti við íslam og múslíma byggir á röngum staðalmyndum, sem meðal annars tengist því að fáir þekkja múslíma vel og draga allar sínar ályktanir af fjölmiðlum og fréttaflutningi af þröngum hópum umdeildra róttæklinga sem skera sig úr fjöldanum, oft á stríðssvæðum. Staðreyndin er sú að fjöldi múslíma býr á Íslandi og margir hafa búið hér í áratugi. Sumir eru fæddir hér, sumir eru Íslendingar að langfeðgatali. Það eru tvö íslömsk trúfélög skráð á Íslandi og bæði hafa samkomuhús. Að meina þessum hópum öðrum fremur að byggja önnur samkomuhús sem eru sérhönnuð sem trúarlegar byggingar – moskur – er bæði múslímafælni og mannréttindabrot. Stundum er þessi ótti réttlættur með tilvísun í kristna trú. Ég er kristin og það hefur alltaf skipt mig miklu máli að geta sótt kirkju. Ég hef verið svo gæfusöm að geta gert það víða um heim í ólíkum löndum, þar á meðal löndum þar sem kristin trú er í minnihluta. Ég skil því vel þá ósk trúaðs fólks af ýmsum trúarbrögðum að vilja eignast húsnæði til trúariðkunar. Þetta á við um hof, musteri, sýnagógur, kirkju – og moskur. Það getur ekki verið boðskapur kristninnar að meina múslímum að byggja mosku.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun