Moska, mannréttindi og kristin trú Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir skrifar 1. febrúar 2012 06:00 Fyrir 14 árum bjó ég um tíma í landi þar sem fjöldi trúarbragða er sýnilegur á kröftugan og litríkan hátt, meðal annars með fjölda trúarhátíða. Meirihluti landsmanna eða rúmlega 60% eru múslímar, tæp 20% búddistar, tæp 10% kristnir og rúmlega 7% hindúar. Fyrir áhugamanneskju um trúarbrögð var þetta mikið tækifæri. Ég skoðaði moskur, fór í hindúamusteri og búddamusteri og fylgdist með fjölda trúarhátíða. Og ég sótti kirkju. Alls staðar var trúað fólk reiðubúið að segja mér frá trú sinni og hvers vegna hún skipti máli fyrir það. Og stolt að sýna mér sitt trúarlega heimili, hvort sem það var kirkja, musteri eða moska. Undanfarið hef ég orðið vör við hóp sem í samfélagsmiðlum hvetur gegn því að hér á landi verði byggð moska. Það er merkilegt hve hvöss viðbrögð það vekur jafnan þegar rætt er um byggingu mosku, ólíkt umræðu um aðrar trúarlegar byggingar. Ótti við íslam og múslíma byggir á röngum staðalmyndum, sem meðal annars tengist því að fáir þekkja múslíma vel og draga allar sínar ályktanir af fjölmiðlum og fréttaflutningi af þröngum hópum umdeildra róttæklinga sem skera sig úr fjöldanum, oft á stríðssvæðum. Staðreyndin er sú að fjöldi múslíma býr á Íslandi og margir hafa búið hér í áratugi. Sumir eru fæddir hér, sumir eru Íslendingar að langfeðgatali. Það eru tvö íslömsk trúfélög skráð á Íslandi og bæði hafa samkomuhús. Að meina þessum hópum öðrum fremur að byggja önnur samkomuhús sem eru sérhönnuð sem trúarlegar byggingar – moskur – er bæði múslímafælni og mannréttindabrot. Stundum er þessi ótti réttlættur með tilvísun í kristna trú. Ég er kristin og það hefur alltaf skipt mig miklu máli að geta sótt kirkju. Ég hef verið svo gæfusöm að geta gert það víða um heim í ólíkum löndum, þar á meðal löndum þar sem kristin trú er í minnihluta. Ég skil því vel þá ósk trúaðs fólks af ýmsum trúarbrögðum að vilja eignast húsnæði til trúariðkunar. Þetta á við um hof, musteri, sýnagógur, kirkju – og moskur. Það getur ekki verið boðskapur kristninnar að meina múslímum að byggja mosku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 14 árum bjó ég um tíma í landi þar sem fjöldi trúarbragða er sýnilegur á kröftugan og litríkan hátt, meðal annars með fjölda trúarhátíða. Meirihluti landsmanna eða rúmlega 60% eru múslímar, tæp 20% búddistar, tæp 10% kristnir og rúmlega 7% hindúar. Fyrir áhugamanneskju um trúarbrögð var þetta mikið tækifæri. Ég skoðaði moskur, fór í hindúamusteri og búddamusteri og fylgdist með fjölda trúarhátíða. Og ég sótti kirkju. Alls staðar var trúað fólk reiðubúið að segja mér frá trú sinni og hvers vegna hún skipti máli fyrir það. Og stolt að sýna mér sitt trúarlega heimili, hvort sem það var kirkja, musteri eða moska. Undanfarið hef ég orðið vör við hóp sem í samfélagsmiðlum hvetur gegn því að hér á landi verði byggð moska. Það er merkilegt hve hvöss viðbrögð það vekur jafnan þegar rætt er um byggingu mosku, ólíkt umræðu um aðrar trúarlegar byggingar. Ótti við íslam og múslíma byggir á röngum staðalmyndum, sem meðal annars tengist því að fáir þekkja múslíma vel og draga allar sínar ályktanir af fjölmiðlum og fréttaflutningi af þröngum hópum umdeildra róttæklinga sem skera sig úr fjöldanum, oft á stríðssvæðum. Staðreyndin er sú að fjöldi múslíma býr á Íslandi og margir hafa búið hér í áratugi. Sumir eru fæddir hér, sumir eru Íslendingar að langfeðgatali. Það eru tvö íslömsk trúfélög skráð á Íslandi og bæði hafa samkomuhús. Að meina þessum hópum öðrum fremur að byggja önnur samkomuhús sem eru sérhönnuð sem trúarlegar byggingar – moskur – er bæði múslímafælni og mannréttindabrot. Stundum er þessi ótti réttlættur með tilvísun í kristna trú. Ég er kristin og það hefur alltaf skipt mig miklu máli að geta sótt kirkju. Ég hef verið svo gæfusöm að geta gert það víða um heim í ólíkum löndum, þar á meðal löndum þar sem kristin trú er í minnihluta. Ég skil því vel þá ósk trúaðs fólks af ýmsum trúarbrögðum að vilja eignast húsnæði til trúariðkunar. Þetta á við um hof, musteri, sýnagógur, kirkju – og moskur. Það getur ekki verið boðskapur kristninnar að meina múslímum að byggja mosku.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar