Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar 15. desember 2025 13:46 Ég hef hitt marga borgarbúa undanfarnar vikur til að heyra hvaða væntingar þau hafa til Reykjavíkurborgar. Þær væntingar eru ekki svo flóknar. Að þjónustan virki og innviðir haldi utan um daglegt líf. Að fólk fái það sem það hefur borgað fyrir með sköttunum. Að sorp sé tekið, snjór ruddur, götulýsing kveikt og umferðin örugg. Þetta eru einfaldar og eðlilegar væntingar til borgar sem er nútímaleg og vel rekin. Þegar þrjú umferðarslys verða á sama stað í Laugardalnum, á gatnamótum sem „eiga“ að vera rétt hönnuð samkvæmt bókinni, ætti það að vera merki um að eitthvað gangi ekki upp í raunheimum. Samt hafa svör borgarinnar verið á þá leið að ef staðlarnir segja að allt sé í lagi, sé engin þörf á breytingum. Slysatölurnar segja annað. Reynslan og raunveruleikinn á að ráða ferðinni, ekki ,,computer says no“. Staðlar og leiðbeiningar hjálpa til við að hanna örugg mannvirki og skipuleggja ferla. Þeir byggja á rannsóknum og reynslu og eru mikilvæg verkfæri í skipulagi og framkvæmd. Þeir eiga að styðja við góða ákvarðanatöku, ekki koma í stað hyggjuvits og reynslunnar. Hyggjuvitið kom með þrýstingi foreldra í hverfinu sem virðist hafa áhrif samkvæmt nýjustu fréttum. Annað dæmi eru gatnamótin við Höfðabakka. Þau voru ekki talin nægilega vel hönnuð samkvæmt leiðbeiningum, en reyndust virka vel í raun. Samt var ráðist í kostnaðarsamar breytingar sem fáir töldu þörf á. Árangurinn er hægari umferð og sóun á peningum. Íbúar hafa ekki þolinmæði fyrir svona vinnubrögðum. Staðlar eru góðir þrælar en slæmir herrar. Þegar kerfið festist í „computer says no“ hugsun tapast sveigjanleikinn, og hið praktíska hyggjuvit sem þarf til að reka góða þjónustu og nýta peninga vel. Það er hlutverk stjórnmálafólks að finna góðar lausnir fyrir borgarbúa í samstarfi við sérfræðinga. Ég vil leiða öflugan hóp Viðreisnarfólks sem er tilbúinn í að gera nákvæmlega það. Að hlusta, aðlaga og taka bestu ákvörðunina fyrir hagsmuni borgarbúa. Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc.og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Róbert Ragnarsson Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég hef hitt marga borgarbúa undanfarnar vikur til að heyra hvaða væntingar þau hafa til Reykjavíkurborgar. Þær væntingar eru ekki svo flóknar. Að þjónustan virki og innviðir haldi utan um daglegt líf. Að fólk fái það sem það hefur borgað fyrir með sköttunum. Að sorp sé tekið, snjór ruddur, götulýsing kveikt og umferðin örugg. Þetta eru einfaldar og eðlilegar væntingar til borgar sem er nútímaleg og vel rekin. Þegar þrjú umferðarslys verða á sama stað í Laugardalnum, á gatnamótum sem „eiga“ að vera rétt hönnuð samkvæmt bókinni, ætti það að vera merki um að eitthvað gangi ekki upp í raunheimum. Samt hafa svör borgarinnar verið á þá leið að ef staðlarnir segja að allt sé í lagi, sé engin þörf á breytingum. Slysatölurnar segja annað. Reynslan og raunveruleikinn á að ráða ferðinni, ekki ,,computer says no“. Staðlar og leiðbeiningar hjálpa til við að hanna örugg mannvirki og skipuleggja ferla. Þeir byggja á rannsóknum og reynslu og eru mikilvæg verkfæri í skipulagi og framkvæmd. Þeir eiga að styðja við góða ákvarðanatöku, ekki koma í stað hyggjuvits og reynslunnar. Hyggjuvitið kom með þrýstingi foreldra í hverfinu sem virðist hafa áhrif samkvæmt nýjustu fréttum. Annað dæmi eru gatnamótin við Höfðabakka. Þau voru ekki talin nægilega vel hönnuð samkvæmt leiðbeiningum, en reyndust virka vel í raun. Samt var ráðist í kostnaðarsamar breytingar sem fáir töldu þörf á. Árangurinn er hægari umferð og sóun á peningum. Íbúar hafa ekki þolinmæði fyrir svona vinnubrögðum. Staðlar eru góðir þrælar en slæmir herrar. Þegar kerfið festist í „computer says no“ hugsun tapast sveigjanleikinn, og hið praktíska hyggjuvit sem þarf til að reka góða þjónustu og nýta peninga vel. Það er hlutverk stjórnmálafólks að finna góðar lausnir fyrir borgarbúa í samstarfi við sérfræðinga. Ég vil leiða öflugan hóp Viðreisnarfólks sem er tilbúinn í að gera nákvæmlega það. Að hlusta, aðlaga og taka bestu ákvörðunina fyrir hagsmuni borgarbúa. Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc.og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun