Kraðak í Kvosinni 28. janúar 2012 06:00 Í umræðunni um niðurrif Nasa munu fáir hafa nefnt annað áhyggjuefni. Fyrirhugað er að breyta hinum gömlu húsum Símans við Austurvöll og Kirkjustræti í hótel og tengja nýja hótelinu sem staðið hefur til að rísi á lóð Nasa. Í nýju hótelbyggingunni á Nasalóð og áfram við Vallarstræti skulu vera 130 herbergi og er vilji til að láta bygginguna tengjast með brúargangi við hótel í Austurstræti 6, þar sem eru 30 herbergi. Þetta eru samtals 160 herbergi. En hvað verða þá mörg herbergi í gömlu Símahúsunum? Varla er fjarri lagi að í öllu þessu samtengda risahóteli verði a.m.k. 300 herbergi, kannski mun fleiri, sumir segja að þau verði yfir 400. Til samanburðar má nefna að á Hótel Borg eru alls 56 herbergi en á Hótel Sögu eru herbergin 209. Erum við kannski að tala um nýtt hótel á stærð við tvær Borgir og eina Sögu, samanlagt? Hótelum hefur fjölgað mikið í miðbænum undanfarið og stefnir í að til verði einsleitur ferðaþjónustukjarni. Kannski er enn þörf fyrir mikla aukningu hótelrýmis en það er leitt til þess að vita að svo mörgum hótelum skuli valinn staður í þröngri Kvosinni og að um leið skuli ekki virt sú verðmæta og sögulega byggð sem fyrir er. Er ekki rými annars staðar fyrir hótel, t.d. við höfnina, á Skúlagötu eða við Hlemm? Hvergi kemur fram í lýsingu fyrir yfirstandandi samkeppni að opna eigi frá hinu nýja 130 herbergja hóteli yfir í Símahúsin enda er það ekki staðfest formlega. Fyrir því eru þó traustar heimildir. Þeir sem taka þátt í samkeppninni ættu því að gera ráð fyrir plássfrekri aðalaðkomu að þessu hóteli á einhverjum stað. Að stærstu hótelum sækja kvölds og morgna rútur, fjallabílar, bílaleigubílar, leigubílar, þjónustubílar og einkabílar; hótelgestir koma og fara, haldnir eru morgunverðarfundir, ráðstefnur og samkvæmi. Hvar á aðkoman að vera? Í Aðalstræti eru fyrir þrjú gistihús og aðalaðkoma þaðan að nýja hótelinu kemur því trauðla til greina, vegna álags. Samkvæmt samkeppnislýsingunni má ekki skerða Fógetagarðinn og varla vilja alþingismenn aukna bílaumferð í Kirkjustræti, með öngþveiti á álagstímum. Fyrir liggur að forseti alþingis hefur á fundi lagt til við forsvarsmenn borgarinnar að loka fyrir bílaumferð í Kirkjustræti, nema sérstaklega standi á. Þá er bent á að stórar rútur komist ekki með góðu móti inn í Kirkjustræti. Aðkoman yrði þá einkum að vera frá Ingólfstorgi og þeir sem taka þátt í samkeppninni yrðu að gera ráð fyrir því. Forsvarsmenn borgarinnar tala um að gestir verði að ganga með farangur sinn frá hafnarsvæðinu að hótelum í Kvosinni en það leysir ekki vandann og mælist varla vel fyrir þegar rignir og blæs, hvað þá í erfiðu tíðarfari, eins og verið hefur. Er einhver glóra í því að skerða almannarými við Ingólfstorg með því að færa til tvö gömul og sögufræg hús út á torgið og gera þar að auki ráð fyrir bílaumferð á torginu? Hvort sem fólki finnst Ingólfstorg ljótt og kuldalegt eða ekki er það stærsta torg Reykjavíkur, aðaltorg borgarinnar, eign borgarbúa. Hér eru haldnir mikilvægir fundir og samkomur og það er glórulaust að ætla að skerða torgið að miklum mun í þágu peningaafla. Hagsmunir almennings snúast um að lagfæra það og nýta sem best, t.d. líkt og gert var um jólin, með jólamarkaði, og á sumrin mætti vera þarna bændamarkaður og alls kyns önnur, lífleg starfsemi. Hópur sem berst undir kjörorðinu Björgum Ingólfstorgi og Nasa, vill að gömlu húsin tvö fái að standa á sínum stað enda mynda þau ramma með öðrum gömlum húsum á þrjá vegu við Ingólfstorg. Borgin ætti að stuðla að því að þessi hús við Vallarstræti verði lagfærð og fegruð á sínum stöðum, þar með talið húsið sem hýsir Nasa. Kjörið væri að stækka Aðalstræti 7 (gula húsið) í átt að Vallarstræti 4 (rauða húsinu), í hinum fagra og upprunalega stíl og mynda þannig enn heilli og samstæðari umgjörð við torgið. Það má auðveldlega gera Ingólfstorg að aðlaðandi almenningsrými án þess að reisa þar stórt hótel. Með baráttu sem komst í hámark haustið 2009 náðist sá árangur að borgaryfirvöld hurfu frá flutningi húsanna og niðurrifi Nasa. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ætlar nýr meirihluti að hverfa frá þessu, eftir því sem best verður séð. Ætla borgaryfirvöld ekki að marka neina stefnu um það hversu mikil og þétt hótelbyggð megi vera í Kvosinni? Svæðið milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis er svo viðkvæmt að það þolir engan veginn risahótel, eins og lýst var hér að ofan, með þeirri umferð á álagstímum sem gera verður ráð fyrir. Hótel í Símahúsunum er ærið þótt ekki bætist við nýtt hótel við Ingólfstorg. Borgin á varla neina úrkosti aðra en kaupa upp Nasa og gömlu húsin tvö af eigandanum, gera þeim til góða og selja þau, ef vill, og tryggja þar um leið viðeigandi rekstur og framtíð í samræmi við vilja almennings. Öll geta þessi hús orðið glæsileg staðarprýði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Í umræðunni um niðurrif Nasa munu fáir hafa nefnt annað áhyggjuefni. Fyrirhugað er að breyta hinum gömlu húsum Símans við Austurvöll og Kirkjustræti í hótel og tengja nýja hótelinu sem staðið hefur til að rísi á lóð Nasa. Í nýju hótelbyggingunni á Nasalóð og áfram við Vallarstræti skulu vera 130 herbergi og er vilji til að láta bygginguna tengjast með brúargangi við hótel í Austurstræti 6, þar sem eru 30 herbergi. Þetta eru samtals 160 herbergi. En hvað verða þá mörg herbergi í gömlu Símahúsunum? Varla er fjarri lagi að í öllu þessu samtengda risahóteli verði a.m.k. 300 herbergi, kannski mun fleiri, sumir segja að þau verði yfir 400. Til samanburðar má nefna að á Hótel Borg eru alls 56 herbergi en á Hótel Sögu eru herbergin 209. Erum við kannski að tala um nýtt hótel á stærð við tvær Borgir og eina Sögu, samanlagt? Hótelum hefur fjölgað mikið í miðbænum undanfarið og stefnir í að til verði einsleitur ferðaþjónustukjarni. Kannski er enn þörf fyrir mikla aukningu hótelrýmis en það er leitt til þess að vita að svo mörgum hótelum skuli valinn staður í þröngri Kvosinni og að um leið skuli ekki virt sú verðmæta og sögulega byggð sem fyrir er. Er ekki rými annars staðar fyrir hótel, t.d. við höfnina, á Skúlagötu eða við Hlemm? Hvergi kemur fram í lýsingu fyrir yfirstandandi samkeppni að opna eigi frá hinu nýja 130 herbergja hóteli yfir í Símahúsin enda er það ekki staðfest formlega. Fyrir því eru þó traustar heimildir. Þeir sem taka þátt í samkeppninni ættu því að gera ráð fyrir plássfrekri aðalaðkomu að þessu hóteli á einhverjum stað. Að stærstu hótelum sækja kvölds og morgna rútur, fjallabílar, bílaleigubílar, leigubílar, þjónustubílar og einkabílar; hótelgestir koma og fara, haldnir eru morgunverðarfundir, ráðstefnur og samkvæmi. Hvar á aðkoman að vera? Í Aðalstræti eru fyrir þrjú gistihús og aðalaðkoma þaðan að nýja hótelinu kemur því trauðla til greina, vegna álags. Samkvæmt samkeppnislýsingunni má ekki skerða Fógetagarðinn og varla vilja alþingismenn aukna bílaumferð í Kirkjustræti, með öngþveiti á álagstímum. Fyrir liggur að forseti alþingis hefur á fundi lagt til við forsvarsmenn borgarinnar að loka fyrir bílaumferð í Kirkjustræti, nema sérstaklega standi á. Þá er bent á að stórar rútur komist ekki með góðu móti inn í Kirkjustræti. Aðkoman yrði þá einkum að vera frá Ingólfstorgi og þeir sem taka þátt í samkeppninni yrðu að gera ráð fyrir því. Forsvarsmenn borgarinnar tala um að gestir verði að ganga með farangur sinn frá hafnarsvæðinu að hótelum í Kvosinni en það leysir ekki vandann og mælist varla vel fyrir þegar rignir og blæs, hvað þá í erfiðu tíðarfari, eins og verið hefur. Er einhver glóra í því að skerða almannarými við Ingólfstorg með því að færa til tvö gömul og sögufræg hús út á torgið og gera þar að auki ráð fyrir bílaumferð á torginu? Hvort sem fólki finnst Ingólfstorg ljótt og kuldalegt eða ekki er það stærsta torg Reykjavíkur, aðaltorg borgarinnar, eign borgarbúa. Hér eru haldnir mikilvægir fundir og samkomur og það er glórulaust að ætla að skerða torgið að miklum mun í þágu peningaafla. Hagsmunir almennings snúast um að lagfæra það og nýta sem best, t.d. líkt og gert var um jólin, með jólamarkaði, og á sumrin mætti vera þarna bændamarkaður og alls kyns önnur, lífleg starfsemi. Hópur sem berst undir kjörorðinu Björgum Ingólfstorgi og Nasa, vill að gömlu húsin tvö fái að standa á sínum stað enda mynda þau ramma með öðrum gömlum húsum á þrjá vegu við Ingólfstorg. Borgin ætti að stuðla að því að þessi hús við Vallarstræti verði lagfærð og fegruð á sínum stöðum, þar með talið húsið sem hýsir Nasa. Kjörið væri að stækka Aðalstræti 7 (gula húsið) í átt að Vallarstræti 4 (rauða húsinu), í hinum fagra og upprunalega stíl og mynda þannig enn heilli og samstæðari umgjörð við torgið. Það má auðveldlega gera Ingólfstorg að aðlaðandi almenningsrými án þess að reisa þar stórt hótel. Með baráttu sem komst í hámark haustið 2009 náðist sá árangur að borgaryfirvöld hurfu frá flutningi húsanna og niðurrifi Nasa. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ætlar nýr meirihluti að hverfa frá þessu, eftir því sem best verður séð. Ætla borgaryfirvöld ekki að marka neina stefnu um það hversu mikil og þétt hótelbyggð megi vera í Kvosinni? Svæðið milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis er svo viðkvæmt að það þolir engan veginn risahótel, eins og lýst var hér að ofan, með þeirri umferð á álagstímum sem gera verður ráð fyrir. Hótel í Símahúsunum er ærið þótt ekki bætist við nýtt hótel við Ingólfstorg. Borgin á varla neina úrkosti aðra en kaupa upp Nasa og gömlu húsin tvö af eigandanum, gera þeim til góða og selja þau, ef vill, og tryggja þar um leið viðeigandi rekstur og framtíð í samræmi við vilja almennings. Öll geta þessi hús orðið glæsileg staðarprýði.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun