Barnasáttmáli SÞ er lykill að stuðningi við börn sem eru þolendur mansals Gordon Alexander skrifar 1. febrúar 2012 06:00 Barn er alltaf barn, óháð stöðu þess eða aðstæðum. Ef til vill hljómar þetta eins og klisja, en er þó staðreynd sem aldrei má gleymast. Þetta er kjarni Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem enn í dag – 22 árum eftir upptöku – myndar sterkan ramma utan um barnavernd og er leiðarstjarna þess fagfólks sem glímir við mansal á börnum. Fjórar grundvallarreglur sáttmálans – að hagsmunir barnsins séu hafðir að leiðarljósi, börn sæti ekki mismunun, eigi rétt á að láta í ljós skoðanir sínar og rétt til lífsafkomu – eru sannkallaður verkfærakassi sem ætti að hjálpa stjórnvöldum, fagfólki og samfélaginu öllu að styðja við berskjölduð börn undir öllum kringumstæðum. Það skiptir ekki máli hvort barn hefur sætt misnotkun í heimalandinu eða í kjölfar mansals; þessar sömu grundvallarreglur eiga við. Sú ætti að minnsta kosti að vera raunin, og þá með samræmdu sniði óháð lögsögu. Þannig má tryggja að í öllum stuðningi við fórnarlömb sé áherslan á eðli ofbeldisins fremur en kringumstæður eða ríkisfang barns. Í nýrri skýrslu frá Innocenti, rannsóknamiðstöð UNICEF, Child Trafficking in the Nordic Countries: Rethinking strategies and national responses, er lögð áhersla á framfarir í meðferð málaflokksins í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og á Íslandi, en öll hafa þessi lönd haft það að forgangsverkefni að takast á við mansal. Öll ríkin hafa stigið mikilsverð skref til endurbóta á því lagaumhverfi er varðar afbrot, innflytjendur, félagsþjónustu og barnavernd. Þrátt fyrir að Norðurlöndin séu í brennidepli skýrslunnar er umfangið miklu víðtækara og lærdóminn má heimfæra upp á öll lönd sem standa frammi fyrir málum er tengjast mansali og misnotkun á börnum. Það sem komið hefur skýrt í ljós er að hólfaskipting barna eftir flokkunum á borð við „þolendur mansals“, „óskráðir innflytjendur“ eða „ólögmætir innflytjendur“ getur hæglega aukið vandann. Frá sjónarhóli barna skipta lagalegar skilgreiningar minna máli en sú staðreynd að þau hafa mátt sæta misnotkun. Í skýrslunni segir berum orðum: „Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna býður upp á sterkari ramma til verndar börnum sem sætt hafa mansali og annarri misnotkun en lagaramminn utan um mansal.“ Ástæðan er að hluta til sú að skilgreiningin á „þolanda mansals“ getur verið óljós, og að erfitt getur reynst að bera kennsl á börn sem falla í þennan flokk. Í skýrslunni er einnig bent á að sérhæfð þjónusta verði gjarnan sundurleit og hana þurfi að samræma betur. Þessi þáttur skiptir sérstaklega miklu fyrir börn og ungmenni. Eins og bent er á í skýrslunni: „Til dæmis má telja líklegt að barn sem hefur verið misnotað kynferðislega þurfi annars konar aðstoð en barn sem hefur verið neytt til að betla. Þörfin á félags- og sálfræðilegri ráðgjöf, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og lögfræðiþjónustu er mikil meðal barna sem eru fórnarlömb mansals og annarra glæpa, rétt eins og barna sem teljast innflytjendur eða hælisleitendur.“ Sú tilhneiging að setja börn á faraldsfæti í sama flokk, hvort sem þau hafa verið seld mansali eður ei, getur útsett þau fyrir mismunun innan kerfis sem einblínir á stöðu þeirra sem innflytjendur umfram stöðu þeirra sem börn. Þau geta verið svipt frelsi sínu, verið beygð af réttarkerfinu, verið send heim á vit óvissrar framtíðar, eða fengið lélega menntun og heilbrigðisþjónustu vegna þess að þau hafa ekki dvalarleyfi í viðkomandi landi. Þetta ætti ekki að geta gerst, eins og kemur fortakslaust fram í Barnasáttmálanum: Fórnarlömb mansals og önnur berskjölduð börn sem flytjast milli landa eiga að hafa sömu réttindi og aðgengi að þjónustu og börn sem hafa ríkisfang í viðkomandi landi, óháð lagalegri stöðu þeirra. Þetta er undirstöðuatriði í málefnum barna og tryggir að hagsmunir þeirra séu hafðir að leiðarljósi. Þó er sáttmálinn engin töfralausn og grundvallarreglan „það sem er barninu fyrir bestu“ er enn í mótun og túlkun. Þá grundvallarreglu verður að nálgast á heildrænan hátt og taka tillit til skoðana barnsins, sem ætti einnig að hafa aðgang að barnvænu kerfi til að bera fram kvartanir og leita réttar síns. Norðurlöndin eru í fararbroddi þegar kemur að vernd berskjaldaðra barna. Á Íslandi býður Barnahús upp á þverfaglega þjónustu við börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, sem forðar þeim frá þeirri erfiðu upplifun að taka þátt í réttarhöldum; í Noregi er virkur félagslegur stuðningur við götubörn. Finnar hafa þróað staðlaða forskrift að ráðgjafarviðtölum við börn sem leita hælis og ekki eru í fylgd með fullorðnum; Svíar hafa fellt grundvallarreglu Barnasáttmálans um mismunun inn í handbók fyrir fagfólk sem vinnur með börnum sem eru þolendur mansals. Enn fremur leikur hin danska Miðstöð gegn mansali lykilhlutverk þegar kemur að því að samræma þjónustu ólíkra aðila. Þrátt fyrir þessar framfarir eru enn gloppur sem þarf að taka á. „Þörf er á að fastsetja í landslögum réttindi tengd málefnum á borð við menntun og heilbrigðisþjónustu, þar eð þessi málaflokkur er oft háður geðþótta sveitarstjórna,“ er útskýrt í skýrslunni. Hins vegar er það hið almenna gildi Barnasáttmálans sem hefur hann yfir ólíkar skilgreiningar á mansali og ósamhæfð stuðningskerfi sem einkennast af sérfræðingum á borð við saksóknara, félagsþjónustu og útlendingastofnanir, sem vinna samkvæmt ólíkri hugmyndafræði og lagaramma. Til að ná settum markmiðum verða stjórnvöld að takast á við mansal á börnum sem hluta af víðtækari nálgun við barnavernd, hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi og festa hann í landslög. Sömuleiðis er þörf á nánari samvinnu þeirra aðila sem að málaflokknum koma og samstilltri framfylgd ákvæða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna svo hann fái verndað öll börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Barn er alltaf barn, óháð stöðu þess eða aðstæðum. Ef til vill hljómar þetta eins og klisja, en er þó staðreynd sem aldrei má gleymast. Þetta er kjarni Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem enn í dag – 22 árum eftir upptöku – myndar sterkan ramma utan um barnavernd og er leiðarstjarna þess fagfólks sem glímir við mansal á börnum. Fjórar grundvallarreglur sáttmálans – að hagsmunir barnsins séu hafðir að leiðarljósi, börn sæti ekki mismunun, eigi rétt á að láta í ljós skoðanir sínar og rétt til lífsafkomu – eru sannkallaður verkfærakassi sem ætti að hjálpa stjórnvöldum, fagfólki og samfélaginu öllu að styðja við berskjölduð börn undir öllum kringumstæðum. Það skiptir ekki máli hvort barn hefur sætt misnotkun í heimalandinu eða í kjölfar mansals; þessar sömu grundvallarreglur eiga við. Sú ætti að minnsta kosti að vera raunin, og þá með samræmdu sniði óháð lögsögu. Þannig má tryggja að í öllum stuðningi við fórnarlömb sé áherslan á eðli ofbeldisins fremur en kringumstæður eða ríkisfang barns. Í nýrri skýrslu frá Innocenti, rannsóknamiðstöð UNICEF, Child Trafficking in the Nordic Countries: Rethinking strategies and national responses, er lögð áhersla á framfarir í meðferð málaflokksins í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og á Íslandi, en öll hafa þessi lönd haft það að forgangsverkefni að takast á við mansal. Öll ríkin hafa stigið mikilsverð skref til endurbóta á því lagaumhverfi er varðar afbrot, innflytjendur, félagsþjónustu og barnavernd. Þrátt fyrir að Norðurlöndin séu í brennidepli skýrslunnar er umfangið miklu víðtækara og lærdóminn má heimfæra upp á öll lönd sem standa frammi fyrir málum er tengjast mansali og misnotkun á börnum. Það sem komið hefur skýrt í ljós er að hólfaskipting barna eftir flokkunum á borð við „þolendur mansals“, „óskráðir innflytjendur“ eða „ólögmætir innflytjendur“ getur hæglega aukið vandann. Frá sjónarhóli barna skipta lagalegar skilgreiningar minna máli en sú staðreynd að þau hafa mátt sæta misnotkun. Í skýrslunni segir berum orðum: „Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna býður upp á sterkari ramma til verndar börnum sem sætt hafa mansali og annarri misnotkun en lagaramminn utan um mansal.“ Ástæðan er að hluta til sú að skilgreiningin á „þolanda mansals“ getur verið óljós, og að erfitt getur reynst að bera kennsl á börn sem falla í þennan flokk. Í skýrslunni er einnig bent á að sérhæfð þjónusta verði gjarnan sundurleit og hana þurfi að samræma betur. Þessi þáttur skiptir sérstaklega miklu fyrir börn og ungmenni. Eins og bent er á í skýrslunni: „Til dæmis má telja líklegt að barn sem hefur verið misnotað kynferðislega þurfi annars konar aðstoð en barn sem hefur verið neytt til að betla. Þörfin á félags- og sálfræðilegri ráðgjöf, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og lögfræðiþjónustu er mikil meðal barna sem eru fórnarlömb mansals og annarra glæpa, rétt eins og barna sem teljast innflytjendur eða hælisleitendur.“ Sú tilhneiging að setja börn á faraldsfæti í sama flokk, hvort sem þau hafa verið seld mansali eður ei, getur útsett þau fyrir mismunun innan kerfis sem einblínir á stöðu þeirra sem innflytjendur umfram stöðu þeirra sem börn. Þau geta verið svipt frelsi sínu, verið beygð af réttarkerfinu, verið send heim á vit óvissrar framtíðar, eða fengið lélega menntun og heilbrigðisþjónustu vegna þess að þau hafa ekki dvalarleyfi í viðkomandi landi. Þetta ætti ekki að geta gerst, eins og kemur fortakslaust fram í Barnasáttmálanum: Fórnarlömb mansals og önnur berskjölduð börn sem flytjast milli landa eiga að hafa sömu réttindi og aðgengi að þjónustu og börn sem hafa ríkisfang í viðkomandi landi, óháð lagalegri stöðu þeirra. Þetta er undirstöðuatriði í málefnum barna og tryggir að hagsmunir þeirra séu hafðir að leiðarljósi. Þó er sáttmálinn engin töfralausn og grundvallarreglan „það sem er barninu fyrir bestu“ er enn í mótun og túlkun. Þá grundvallarreglu verður að nálgast á heildrænan hátt og taka tillit til skoðana barnsins, sem ætti einnig að hafa aðgang að barnvænu kerfi til að bera fram kvartanir og leita réttar síns. Norðurlöndin eru í fararbroddi þegar kemur að vernd berskjaldaðra barna. Á Íslandi býður Barnahús upp á þverfaglega þjónustu við börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, sem forðar þeim frá þeirri erfiðu upplifun að taka þátt í réttarhöldum; í Noregi er virkur félagslegur stuðningur við götubörn. Finnar hafa þróað staðlaða forskrift að ráðgjafarviðtölum við börn sem leita hælis og ekki eru í fylgd með fullorðnum; Svíar hafa fellt grundvallarreglu Barnasáttmálans um mismunun inn í handbók fyrir fagfólk sem vinnur með börnum sem eru þolendur mansals. Enn fremur leikur hin danska Miðstöð gegn mansali lykilhlutverk þegar kemur að því að samræma þjónustu ólíkra aðila. Þrátt fyrir þessar framfarir eru enn gloppur sem þarf að taka á. „Þörf er á að fastsetja í landslögum réttindi tengd málefnum á borð við menntun og heilbrigðisþjónustu, þar eð þessi málaflokkur er oft háður geðþótta sveitarstjórna,“ er útskýrt í skýrslunni. Hins vegar er það hið almenna gildi Barnasáttmálans sem hefur hann yfir ólíkar skilgreiningar á mansali og ósamhæfð stuðningskerfi sem einkennast af sérfræðingum á borð við saksóknara, félagsþjónustu og útlendingastofnanir, sem vinna samkvæmt ólíkri hugmyndafræði og lagaramma. Til að ná settum markmiðum verða stjórnvöld að takast á við mansal á börnum sem hluta af víðtækari nálgun við barnavernd, hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi og festa hann í landslög. Sömuleiðis er þörf á nánari samvinnu þeirra aðila sem að málaflokknum koma og samstilltri framfylgd ákvæða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna svo hann fái verndað öll börn.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar