Ekkert svigrúm Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 30. janúar 2012 11:08 Stóridómur er fallinn. Tveir hagfræðidoktorar við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerðu skýrslu og þjóðinni var tilkynnt að bankarnir hefðu ekki svigrúm til frekari afskrifta hjá yfirskuldsettum heimilum. Þetta var ekki hlutlaust mat. Bönkunum var ekki látið eftir að svara spurningunni um hvort þeir hefðu svigrúm til að afskrifa meira af skuldum heimilanna í kjölfar útkomu skýrslunnar. Ekki heldur ríkisstjórninni. Svörin voru keypt úti í bæ til að fría þá sem ábyrgðina bera. Og nú eiga 60.000 heimili sem berjast í bökkum fjárhagslega, 40% heimila í landinu, að una glöð við sitt hlutskipti.60.000 fjölskyldur hafa ekki svigrúm Fæstir virðast skilja málið enda þjóðin löngu hætt að nenna að skoða forsendurnar fyrir öllu ruglinu sem viðgengist hefur og viðgengst enn. Og þar liggur mesta hættan. Það er svo sem skiljanlegt að fólk almennt hafi ekki tíma og nennu til að setja sig inn í málin, enda margt óskiljanlegt, en ég hvet það samt til að gera það. Sinnuleysi og meðvirkni eru að leggja fjárhag íslenskra heimila í rúst. Það getur svo sem vel verið að bankarnir, sem skila gífurlegum hagnaði, hafi ekki fjárhagslegt svigrúm EN ÞAÐ HAFA 40% HEIMILA Í LANDINU EKKI HELDUR. Það snýst ekki um vilja til að borga af lánunum heldur getu. Það er bláköld staðreindin. Á því verður að taka strax, hvað sem líður skýrslum.Svik og prettir Skýrsla Hagfræðistofnunar er ekki skrifuð fyrir venjulegt fólk og því ekki vel skiljanleg. Tilgangurinn hefur heldur ekki verið sá að skuldsettar fjölskyldur ættu að skilja hana. Í Þjóðhagsáætlun 2012 sem lögð var fram af efnahags- og viðskiptaráðherra 4. október 2011 kemur fram að í ágústlok 2011 var búið að færa niður lán heimilanna um 164 milljarða. Þar af voru 131 milljarður vegna leiðréttingar á ólöglegu gengistryggðu lánunum. Takið eftir því að þetta er leiðrétting á ólöglegum gjörningi. Aftur á móti eru 24 milljarðar vegna 110% leiðréttingar hjá fjármálafyrirtækjum. Þetta eru öll ósköpin. Eruð þið ekki þakklát? Um þetta eru notuð mörg orð. Skýrslu Hagfræðistofnunar og Þjóðhagsspá 2012 er hvort tveggja hægt að nálgast á netinu.Hverjir gæta hagsmuna lántakenda Hverjir eru að gæta hagsmuna heimilanna í landinu. Einstaklingar fara einir í bankana að semja um lánin sín, gæta hagsmuna sinnar fjölskyldu. Þetta hafa 60.000 fjölskyldur þurft að gera eða 40% heimila í landinu. 60.000 fulltrúar lánþega fara hver um sig til kröfuhafanna að reyna að semja um að geta haldið heimilinu og sjá sómasamlega fyrir fjölskyldunni. Hinum megin við borðið eru heilu stofnanirnar, öflugt kerfi með fjölda manns á föstum góðum launum, að gæta hagsmuna kröfuhafanna, þeirra sem eiga lánin. Enginn í bönkunum er að gæta hagsmuna lántakenda sem halda þó uppi bankakerfinu.Viðhorf stjórnvalda Ríkisstjórnin bjó til stofnun, umboðsmaður skuldara. Nafnið eitt lýsir vel viðhorfi stjórnvalda til yfirskuldsettra heimila. Enda neita stjórnvöld að horfast í augu við skuldavanda heimilanna og eru ekki að taka á honum. Hagsmunasamtök heimilanna eru einu skipulögðu samtökin sem reyna að halda uppi vörnum fyrir heimilin í landinu. Það eru frjáls félagasamtök sem eru að mestu rekin áfram af sjálfboðaliðum. Nokkrir sjálfboðaliðar eru að berjast fyrir húsnæðislánþega, berjast fyrir 40% þjóðarinnar, gegn ofurvaldi kröfuhafa í bönkunum. Stjórnvöld horfa aðgerðalítil á. Og allt snýst þetta um peninga sem eru eiginlega ekki til. Tilbúið manngert valdakerfi. En það er sannarlega öflugt valdakerfi.Viðhorfsbreyting Eina leiðin til breytinga er viðhorfsbreyting. Það er hagur kröfuhafanna að stjórnvöld og lántakendur hafi ríkjandi viðhorf. Það þykir sanngjarnt og eðlilegt að heimilin í landinu séu sett undir sömu eða verri lánaskilyrði en áhættufjárfestar. Það þykir líka eðlilegt og sjálfsagt að fjölskyldurnar í landinu séu hver fyrir sig að semja við bankana sem eru í dag fyrst og fremst innheimtustofnanir fyrir kröfuhafa. Það þykir sjálfsagt og eðlilegt að heimilin í landinu beri kostnaðinn af ólöglegum gjörningi stjórnvalda. Það þykir sjálfsagt að innheimtustofnanir sem skila ofurhagnaði láti ekkert af hendi rakna til lántakendanna sem halda uppi kerfinu. Það þykir líka sjálfsagt að þeir setji leikreglurnar einhliða. Svona væri hægt að halda lengi áfram. Hugsi hver fyrir sig. Meðan þessi viðhorf breytast ekki breytist ekkert annað. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Stóridómur er fallinn. Tveir hagfræðidoktorar við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerðu skýrslu og þjóðinni var tilkynnt að bankarnir hefðu ekki svigrúm til frekari afskrifta hjá yfirskuldsettum heimilum. Þetta var ekki hlutlaust mat. Bönkunum var ekki látið eftir að svara spurningunni um hvort þeir hefðu svigrúm til að afskrifa meira af skuldum heimilanna í kjölfar útkomu skýrslunnar. Ekki heldur ríkisstjórninni. Svörin voru keypt úti í bæ til að fría þá sem ábyrgðina bera. Og nú eiga 60.000 heimili sem berjast í bökkum fjárhagslega, 40% heimila í landinu, að una glöð við sitt hlutskipti.60.000 fjölskyldur hafa ekki svigrúm Fæstir virðast skilja málið enda þjóðin löngu hætt að nenna að skoða forsendurnar fyrir öllu ruglinu sem viðgengist hefur og viðgengst enn. Og þar liggur mesta hættan. Það er svo sem skiljanlegt að fólk almennt hafi ekki tíma og nennu til að setja sig inn í málin, enda margt óskiljanlegt, en ég hvet það samt til að gera það. Sinnuleysi og meðvirkni eru að leggja fjárhag íslenskra heimila í rúst. Það getur svo sem vel verið að bankarnir, sem skila gífurlegum hagnaði, hafi ekki fjárhagslegt svigrúm EN ÞAÐ HAFA 40% HEIMILA Í LANDINU EKKI HELDUR. Það snýst ekki um vilja til að borga af lánunum heldur getu. Það er bláköld staðreindin. Á því verður að taka strax, hvað sem líður skýrslum.Svik og prettir Skýrsla Hagfræðistofnunar er ekki skrifuð fyrir venjulegt fólk og því ekki vel skiljanleg. Tilgangurinn hefur heldur ekki verið sá að skuldsettar fjölskyldur ættu að skilja hana. Í Þjóðhagsáætlun 2012 sem lögð var fram af efnahags- og viðskiptaráðherra 4. október 2011 kemur fram að í ágústlok 2011 var búið að færa niður lán heimilanna um 164 milljarða. Þar af voru 131 milljarður vegna leiðréttingar á ólöglegu gengistryggðu lánunum. Takið eftir því að þetta er leiðrétting á ólöglegum gjörningi. Aftur á móti eru 24 milljarðar vegna 110% leiðréttingar hjá fjármálafyrirtækjum. Þetta eru öll ósköpin. Eruð þið ekki þakklát? Um þetta eru notuð mörg orð. Skýrslu Hagfræðistofnunar og Þjóðhagsspá 2012 er hvort tveggja hægt að nálgast á netinu.Hverjir gæta hagsmuna lántakenda Hverjir eru að gæta hagsmuna heimilanna í landinu. Einstaklingar fara einir í bankana að semja um lánin sín, gæta hagsmuna sinnar fjölskyldu. Þetta hafa 60.000 fjölskyldur þurft að gera eða 40% heimila í landinu. 60.000 fulltrúar lánþega fara hver um sig til kröfuhafanna að reyna að semja um að geta haldið heimilinu og sjá sómasamlega fyrir fjölskyldunni. Hinum megin við borðið eru heilu stofnanirnar, öflugt kerfi með fjölda manns á föstum góðum launum, að gæta hagsmuna kröfuhafanna, þeirra sem eiga lánin. Enginn í bönkunum er að gæta hagsmuna lántakenda sem halda þó uppi bankakerfinu.Viðhorf stjórnvalda Ríkisstjórnin bjó til stofnun, umboðsmaður skuldara. Nafnið eitt lýsir vel viðhorfi stjórnvalda til yfirskuldsettra heimila. Enda neita stjórnvöld að horfast í augu við skuldavanda heimilanna og eru ekki að taka á honum. Hagsmunasamtök heimilanna eru einu skipulögðu samtökin sem reyna að halda uppi vörnum fyrir heimilin í landinu. Það eru frjáls félagasamtök sem eru að mestu rekin áfram af sjálfboðaliðum. Nokkrir sjálfboðaliðar eru að berjast fyrir húsnæðislánþega, berjast fyrir 40% þjóðarinnar, gegn ofurvaldi kröfuhafa í bönkunum. Stjórnvöld horfa aðgerðalítil á. Og allt snýst þetta um peninga sem eru eiginlega ekki til. Tilbúið manngert valdakerfi. En það er sannarlega öflugt valdakerfi.Viðhorfsbreyting Eina leiðin til breytinga er viðhorfsbreyting. Það er hagur kröfuhafanna að stjórnvöld og lántakendur hafi ríkjandi viðhorf. Það þykir sanngjarnt og eðlilegt að heimilin í landinu séu sett undir sömu eða verri lánaskilyrði en áhættufjárfestar. Það þykir líka eðlilegt og sjálfsagt að fjölskyldurnar í landinu séu hver fyrir sig að semja við bankana sem eru í dag fyrst og fremst innheimtustofnanir fyrir kröfuhafa. Það þykir sjálfsagt og eðlilegt að heimilin í landinu beri kostnaðinn af ólöglegum gjörningi stjórnvalda. Það þykir sjálfsagt að innheimtustofnanir sem skila ofurhagnaði láti ekkert af hendi rakna til lántakendanna sem halda uppi kerfinu. Það þykir líka sjálfsagt að þeir setji leikreglurnar einhliða. Svona væri hægt að halda lengi áfram. Hugsi hver fyrir sig. Meðan þessi viðhorf breytast ekki breytist ekkert annað. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar