Undirskrift þín til forsetans skiptir máli Guðni Ágústsson skrifar 30. janúar 2012 06:00 Nú getur fólk nálgast áskorunarlista á forsetann á þremur vefmiðlum. Það er með því að fara inn á visir.is, mbl.is og askoruntilforseta.is. Fólk skrifar fullt nafn í reitinn og kennitölu sína, enginn getur skráð sig nema einu sinni á einum stað. Áður en áskorendalistanum verður skilað til forsetans verða nöfn og kennitölur bornar saman við þjóðskrá. Þeir sem ekki eru til samkvæmt kennitölunni verða felldir út af listanum. Allur þessi spuni um að Mikki mús og Denni dæmalausi og hún Mjallhvít litla hafi skrifað sig á listann er sjálfsagt rétt, þetta góða fólk vill taka þátt í öllu sem skynsamlegt er en þau standast ekki prófið við þjóðskrána af því að þau eiga enga lögformlega kennitölu. Og verða því sett út af stuðningslistanum, eins og aðrir þeir sem ekki eru til. Mikill kraftur í undirskriftunum.Aldrei hefur undirskriftasöfnun eða áskorun farið jafnvel af stað eins og nú, hvað varðar þessa áskorun á forsetann okkar. Ástæður þessa eru margar en fyrst og fremst þær að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur reynst mikilvægur málsvari þjóðar sinnar, veitt öryggi og traust á tímum sundrungar og reiði hér innanlands. Málflutningur hans hefur reynst mikilvægur bæði innanlands og ekki síður erlendis og þá sérstaklega í Evrópu. Við höfum átt í illvígum deilum við Breta og Hollendinga og nú Evrópusambandið út af icesave-skuldum sem okkur sem þjóð bar aldrei að borga. Ég bið alla þá sem eru okkur stuðningsmönnum forsetans sammála að skrá sig og þannig hvetja hann til þess að verða við kalli fólksins um að halda utan um öryggisventilinn næstu fjögur árin. Ólafur Ragnar þorirÓlafur Ragnar Grímsson hefur verið forseti sem hefur þorað að taka ákvarðanir og tala máli Íslendinga á erlendri grundu í erfiðustu málum samtímans. Við skulum viðurkenna að þar fyllti hann upp í tómarúm þar sem stjórnmálamennirnir og forystumenn landsins hikuðu eða brugðust. Enginn gleymir hvernig hann tókst á við Bretana út af hryðjuverkalögunum sem þeir settu á Ísland, mesta niðurlæging sem Íslendingar hafa orðið fyrir í sögu sinni. Hann virkjaði síðan 26. gr. stjórnarskrárinnar á neyðarstundu í icesave-málinu. Og þjóðin fékk tækifæri til að hafna að borga skuldir óreiðumanna og einkabanka í tvígang. Lýðræðislegt afrek sem margar aðrar þjóðir virða og þakka íslensku þjóðinni fyrir í dag. Yfirgangur og frekja fjármálamannanna eða þeirra gráðugu stendur enn yfir, þeir vilja græða þegar vel gengur en alþýðan skal taka við ósómanum þegar allt hrynur af þeirra völdum. Við og heimurinn allur verðum á ný að styrkja stöðu hinna hógværu og heiðarlegu athafnamanna sem vinna fyrir fólkið sitt, byggðina sína og landið sitt. Lýðræðisleg átök eru framundan.Ólafur Ragnar Grímsson er lýðræðissinni, góður málsvari þjóðar sinnar inn á við og ekki síður út á við. Á tímum óvissu og pólitískrar upplausnar bæði hér og um veröld alla, er mikilvægt að maður sem hefur sýnt bæði kjark og þor gegni forsetaembættinu áfram. Fram undan eru átök um stjórnarskrá, þjóðaratkvæðagreiðslur um stöðu Alþingis og hlutverk forsetaembættisins. Átök um aðild að Evrópusambandinu, glímunni við yfirþjóðlegt vald. Því skora ég á alla Íslendinga að skrifa undir áskorun á forsetann að gefa kost á sér til starfa á Bessastöðum næsta kjörtímabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Nú getur fólk nálgast áskorunarlista á forsetann á þremur vefmiðlum. Það er með því að fara inn á visir.is, mbl.is og askoruntilforseta.is. Fólk skrifar fullt nafn í reitinn og kennitölu sína, enginn getur skráð sig nema einu sinni á einum stað. Áður en áskorendalistanum verður skilað til forsetans verða nöfn og kennitölur bornar saman við þjóðskrá. Þeir sem ekki eru til samkvæmt kennitölunni verða felldir út af listanum. Allur þessi spuni um að Mikki mús og Denni dæmalausi og hún Mjallhvít litla hafi skrifað sig á listann er sjálfsagt rétt, þetta góða fólk vill taka þátt í öllu sem skynsamlegt er en þau standast ekki prófið við þjóðskrána af því að þau eiga enga lögformlega kennitölu. Og verða því sett út af stuðningslistanum, eins og aðrir þeir sem ekki eru til. Mikill kraftur í undirskriftunum.Aldrei hefur undirskriftasöfnun eða áskorun farið jafnvel af stað eins og nú, hvað varðar þessa áskorun á forsetann okkar. Ástæður þessa eru margar en fyrst og fremst þær að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur reynst mikilvægur málsvari þjóðar sinnar, veitt öryggi og traust á tímum sundrungar og reiði hér innanlands. Málflutningur hans hefur reynst mikilvægur bæði innanlands og ekki síður erlendis og þá sérstaklega í Evrópu. Við höfum átt í illvígum deilum við Breta og Hollendinga og nú Evrópusambandið út af icesave-skuldum sem okkur sem þjóð bar aldrei að borga. Ég bið alla þá sem eru okkur stuðningsmönnum forsetans sammála að skrá sig og þannig hvetja hann til þess að verða við kalli fólksins um að halda utan um öryggisventilinn næstu fjögur árin. Ólafur Ragnar þorirÓlafur Ragnar Grímsson hefur verið forseti sem hefur þorað að taka ákvarðanir og tala máli Íslendinga á erlendri grundu í erfiðustu málum samtímans. Við skulum viðurkenna að þar fyllti hann upp í tómarúm þar sem stjórnmálamennirnir og forystumenn landsins hikuðu eða brugðust. Enginn gleymir hvernig hann tókst á við Bretana út af hryðjuverkalögunum sem þeir settu á Ísland, mesta niðurlæging sem Íslendingar hafa orðið fyrir í sögu sinni. Hann virkjaði síðan 26. gr. stjórnarskrárinnar á neyðarstundu í icesave-málinu. Og þjóðin fékk tækifæri til að hafna að borga skuldir óreiðumanna og einkabanka í tvígang. Lýðræðislegt afrek sem margar aðrar þjóðir virða og þakka íslensku þjóðinni fyrir í dag. Yfirgangur og frekja fjármálamannanna eða þeirra gráðugu stendur enn yfir, þeir vilja græða þegar vel gengur en alþýðan skal taka við ósómanum þegar allt hrynur af þeirra völdum. Við og heimurinn allur verðum á ný að styrkja stöðu hinna hógværu og heiðarlegu athafnamanna sem vinna fyrir fólkið sitt, byggðina sína og landið sitt. Lýðræðisleg átök eru framundan.Ólafur Ragnar Grímsson er lýðræðissinni, góður málsvari þjóðar sinnar inn á við og ekki síður út á við. Á tímum óvissu og pólitískrar upplausnar bæði hér og um veröld alla, er mikilvægt að maður sem hefur sýnt bæði kjark og þor gegni forsetaembættinu áfram. Fram undan eru átök um stjórnarskrá, þjóðaratkvæðagreiðslur um stöðu Alþingis og hlutverk forsetaembættisins. Átök um aðild að Evrópusambandinu, glímunni við yfirþjóðlegt vald. Því skora ég á alla Íslendinga að skrifa undir áskorun á forsetann að gefa kost á sér til starfa á Bessastöðum næsta kjörtímabil.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun