Fleiri fréttir

Erum við öll sek?

Þorvaldur Gylfason skrifar

Þjóðir þurfa stundum í kjölfar mikilla atburða að horfast í augu við sjálfar sig. Þjóðverjar stóðu frammi fyrir slíkri áskorun að lokinni heimsstyrjöldinni 1945. Uppgjör þýzku þjóðarinnar þurfti að vera tvíþætt. Annars vegar þurfti að rétta yfir stríðsglæpamönnum.

Hver laug að Flosa?

Benedikt Guðmundsson skrifar

Vegur sannleikans getur verið vandrataður. Það er að sannast rækilega á Flosa Eiríkssyni bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Upptekin við önnur störf

Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi, skrifar grein í Fréttablaðið 13. ágúst sl. og gerir tilraun til að svara þeim athugasemdum sem ég hef gert við fyrri skrif hennar um málefni borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur.

Hin hljóðláta bylting lífsorkunnar

Hallur Hallsson skrifar

Úti í hinum stóra heimi fer hljóðlát bylting líkt og eldur í sinu. Mannkyn stendur á þröskuldi nýrrar heimsmyndar. Uppgötvanir á áhrifamætti lífsorkunnar eru að breyta læknisfræði og heilsugæslu. Við erum orka sem birtir sig í efni. Sú staðreynd er að koma af fullu afli inn í líf fólks, venjulegs fólks sem í vaxandi mæli tekur ábyrgð á eigin heilsu með því að rækta og virkja lífsorkuna um orkupunkta líkamans. Því er spáð að að áratug liðnum muni læknavísindin fyrst og fremst beita lífsorku við meðferð sjúkdóma, andlegs og líkamlegs eðlis.

Skuldir og skilningsleysi

Guðmundur Steingrímsson skrifar

Þeir sem tala fyrir almennri niðurfellingu [skulda] hafa aldrei beinlínis sagt hver á að borga fyrir þetta. Það væri gaman að vita.“ Þetta er haft eftir varaformanni félags- og tryggingamálanefndar, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttir, í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær. Mig rekur í rogastans. Allur málflutningur þeirra, ekki síst framsóknarmanna, sem hafa barist fyrir almennri niðurfærslu höfuðstóls skulda heimilanna hefur gengið út á það að útskýra hvaðan peningarnir eiga að koma.

Ábyrgð

Einar Már Jónsson skrifar

Svo virðist sem ýmsir velti því nú fyrir sér, svona í og með, hvort einhver raunhæf rannsókn fari fram á því hverjir kunni að vera sökudólgar í „bankahruninu svokallaða“ á Íslandi (svo notað sé orðalag lögfræðinga), eða hvort einungis sé verið að syngja þjóðinni hugljúfar vögguvísur um rannsókn, meðan beðið sé eftir tækifæri til að lýsa því yfir að hvergi hafi fundist nein gögn um að nokkurt saknæmt athæfi hafi verið framið, enginn hafi í rauninni gert nokkurn skapaðan hlut af sér nema Jón Jónsson verkamaður sem tók sér lán til að kaupa flatskjá og gat ekki borgað það.

Óhæfuverk og siðrof á heimavelli

Þorkell Sigurlaugsson skrifar

Á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, einkum á árunum 1990-2000 var eitt mesta hagsældarskeið í sögu þjóðarinnar. Gífurleg hagræðing varð í sjávarútvegi í kjölfar kvótakerfisins og tækniþróunar.

Gárur við ströndina

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Þegar maður hefur ekkert fyrir stafni og nægan tíma til að láta hugan reika þá fyrst verður veröldin óskiljanleg. Síðasta sunnudag hafði ég ekkert sérstakt að gera, svo ég settist niður við ströndina í Garrucha á suður Spáni, þar sem ég dvel um þessar mundir. Ég horfði út á hafið og fyrr en varði fór hugurinn á stjá og varð fyrir allskonar spurningum sem flækja tilveruna. Eins og til dæmis: af hverju tileinka sér ekki allir kurteisi?

Einkavæðing Hitaveitu Suðurnesja

Þorleifur Gunnlaugsson skrifar

Hið opinbera, jafnt ríki sem sveitarfélög eiga í miklum fjárhagsörðugleikum. Lausafjárstaðan er slæm og það er freistandi að selja almannafyrirtæki eða hluta þeirra. Þekkt er erlendis frá að við aðstæður sem þessar, mæta „hákarlarnir“ með það í huga að eignast almannafyrirtæki fyrir lítið fé. Í þessu felast hættur sem vel gætu hamlað endurreisn Íslands.

Rökvilla Þorsteins Pálssonar

Friðrik J. Arngrímsson skrifar

Þorsteinn Pálsson skrifaði grein í Fréttablaðið á laugardaginn þar sem hann komst sem fyrr að því að rétt sé að beita heilbrigðri skynsemi við stjórn fiskveiða.

Í jaðri þjónustusvæðis

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Við tókum strax eftir honum. Stelpurnar voru fyrri til og brátt var öll hersingin farin að fylgjast með manninum, sá ákafasti dró upp sjónauka til að kíkja á hann. Atferlisrannsóknir var þessi gægjuþörf kölluð enda maðurinn snöggt undir miðjum aldri sérkennilegur í háttum þar sem hann stjáklaði fram og til baka eftir nokkuð langri göngulínu og vék sér stundum út af línunni snöggt eins og hann væri að missa af einhverju þarna á sandinum.

Leggjum út af styrkleikanum

Halla Tómasdóttir skrifar

Grein Anne Sibert, hagfræðiprófessors, hefur vakið sterk viðbrögð í íslensku samfélagi. Anne Sibert og eiginmaður hennar, Willem Buiter, unnu skýrslu fyrir Landsbankann á vormánuðum 2008 og lýstu þar miklum efasemdum um framtíð íslensku bankanna. Skýrsluna kynntu þau stjórnendum Landsbankans, fræðimönnum, Seðlabankanum og stjórnvöldum, sem stungu henni undir stól. Margt bendir til þess að slíkt hið sama vilji ýmsir gera við þau sjónarmið sem prófessorinn reiðir fram í nýlegri grein sinni um vanda smárra þjóða.

Raunveruleikalýðræði

Davíð Þór Jónsson skrifar

Það er gott og gaman að horfa á sjónvarp. Sjónvarpið er orðið svo stór hluti af tilveru okkar að satt best að segja er erfitt að ímynda sér tilveruna án þess.

Siðfræði Icesave-málsins

Stefán Ólafsson skrifar

Icesave málið er siðferðilegt ekki síður en efnahagslegt og lagalegt. Skoðum nokkur efnisatriði.

Heimskra manna ráð?

Jón Sigurðsson skrifar

Á sínum tíma þurftu Íslendingar að heyja baráttu til að tryggja að íslensk tunga yrði stjórnsýslu- og verslunarmál. Við þurftum að berjast fyrir því að hér ríkti virðing fyrir íslenskri þjóðmenningu og íslenskum aðstæðum. En Íslendingar hafa alltaf verið fúsir til að leita aðstoðar, ráðgjafar og þekkingar erlendis. Námsfólk hefur leitað í miklum mæli til útlanda. Og hér eru jafnan margir erlendir ráðgjafar og sérfræðingar.

Mannlegt vald

Vigdís Hauksdóttir skrifar

Ekkert í mannlegu valdi getur bætt fólki það sem gerðist í bankahruninu, var haft eftir sællegum og útiteknum félagsmálaráðherra í fréttum RÚV í byrjun mánaðar. Er það nú svo? Hugsi maður nú aðeins til baka, þá stukku menn til í bankahruninu og tryggðu allar innistæður í bönkum og peningamarkaðssjóðirnir fengu 200 milljarða til að bæta fólki tapið.

Samdi íslenska samninganefndin af sér?

Gauti B. Eggertsson skrifar

Ragnar Hall lögfræðingur hefur haldið því fram að íslenska samninganefndin hafi samið af sér við gerð Icesave-samningsins. Mistökin, að mati Ragnars, liggja í því hvernig úthlutað er úr þrotabúi bankans samkvæmt samningnum. Það er mín skoðun að samningurinn gefi ekki tilefni til svo alvarlegra ásakana.

Mistök að kaupa Dash 8

Jón Jónsson skrifar

Ég vil byrja bréf þetta á að samhryggjast starfsfólki Landhelgisgæslunnar og íslensku þjóðinni með hina nýju Dash-8 flugvél sem þeir fengu afhenta á dögunum. Það eru nokkur ár síðan gengið var frá kaupum á téðri flugvél, að minnsta kosti virtist þá vera allt í þessu fína í fjármálum ríkisins. En þvílíkt metnaðarleysi og gamaldags afturhaldsstefna að kaupa svona flugvél!

Réttlát og lýðræðisleg lausn fyrir Borgarahreyfinguna

Hafsteinn Hafsteinsson skrifar

Sáttamiðlun (mediation) er lausnamiðuð ráðgjöf sem stuðst er við þegar fólk lendir í átökum, ágreiningi eða deilum. Markmiðið er að finna varanlegar lausnir á samskiptaörðugleikum fólks.

Markaðslausnir í sjávarútvegi

Þorsteinn Pálsson skrifar

Í öllum aðalatriðum eru aðeins tvær leiðir til að stjórna fiskveiðum. Önnur er sú að láta markaðslögmálin gilda um þróun atvinnugreinarinnar. Hin er að láta félagsleg sjónarmið ráða för.

Ísland og Evrópusambandið

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Í grein sinni: „Ísland – það sem læra má af efnahagshruninu,“ sem birtist í áhrifamiklum fjölmiðlum í Bretlandi, Frakklandi og Noregi, auk Íslands, 1. ágúst, sl., byggir Eva Joly, þingmaður á Evrópuþinginu, málflutning sinn á því, að íslenska þjóðin sé fórnar­lamb atburða, sem hún fékk engu um ráðið.

Ísland mun sigrast á erfiðleikum sínum

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Smátt og smátt koma afleiðingar banka- og fjármálahrunsins betur í ljós. Ríkisreikningur ársins 2008 segir í raun flest sem segja þarf um höggið sem ríkissjóður tekur á sig vegna þess. Hann sýnir algjöran viðsnúning í rekstri ríkissjóðs, úr 89 milljarða króna tekjuafgangi á árinu á undan í 216 milljarða króna halla. Aðrar tölur tala líka sínu máli, svo sem þær sem sýna gríðarlega skuldaukningu hins opinbera og þunga skuldabyrði þjóðarbúsins í heild.

Við getum borið höfuðið hátt

Björn Þór Sigurbjörnsson skrifar

Sú var tíðin að því fylgdi smán að þurfa að leita sér aðstoðar vegna hvers kyns vandamála. Fyrir vikið fór fólk með það sem mannsmorð ef það þurfti á hjálp að halda. Þetta tíðkaðist við alls konar aðstæður en geðsjúkdómar og alkóhólismi eru nærtæk dæmi. Meðferð á Vogi var tabú. Sama gilti um heimsóknir til geðlækna og sálfræðinga. Í þá daga barðist fólk við fjendur sína uns eitthvað lét undan. Afleiðingarnar gátu orðið hrikalegar.

Ef að væri

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Ísland í dag er í viðtengingar­hætti. Fréttatímar hefjast gjarna á orðinu „Ef" og síðan koma langar vangaveltur um hvað gæti gerst ef eitthvað annað gerist eða gerist ekki fyrst.

Að standa við alþjóðlegar skuldbindingar

Sigurður Líndal skrifar

Eins og kunnugt er hafa Íslendingar leitað eftir lánum víða, meðal annars til Norðurlandaþjóðanna. Lán þeirra – nema Færeyinga – eru bundin því skilyrði að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og þá einkum gagnvart innstæðueigendum. Verður þetta ekki túlkað á annan veg en Ísland samþykki ICESAVE-samninginn.

Hraðbraut nýrra tækifæra

Eyþór Ívar Jónsson skrifar

Framtíð Íslands verður að miklu leyti að byggjast á nýjum fyrirtækjum. Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að skilja að fyrirtæki er einstakt tæki til þess að skapa verðmæti, störf og hagvöxt.

Já sæll!

Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar

Þann 8. ágúst skrifar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar og fyrrverandi borgarstjóri, grein í Fréttablaðið sem hann kallar „Rangfærslur Sigrúnar Elsu“. Þar setur hann út á tvö atriði sem ég hef fjallað um í fyrri skrifum: Sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun, sem hann telur hagstæða, og ábyrgðargjald vegna lána Landsvirkjunar sem hann telur hæfilegt. Auk þess víkur hann að þátttöku REI í einkavæðingu orkufyrirtækis á Filippseyjum, sem hann ranglega eignar 100 daga meirihlutanum. Þessum atriðum verður hér svarað.

Eyðilegging á miðbæ Akureyrar

Hjörleifur Hallgrímsson skrifar

Heyrst hefur hér á Akureyri og haft eftir einum stjórnarmanni blaðsins Vikudags, að ekki sé æskilegt að blaðið flytji neikvæðar fréttir úr bænum, og dæmi um það er að mér undirrituðum er neitað um að skrifa í blaðið þar sem ég þyki of gagnrýninn penni. En af nægu er nefnilega að taka, sem ekki er ætlast til að komi fyrir augu bæjarbúa þegar meirihluti bæjarstjórnar, skipulagsnefnd og skipulagsstjóri eiga í hlut.

Grunnurinn gleymist

Jón Gunnarsson skrifar

Það hefur aldrei þótt góðri lukku að stýra að byggja hús sitt á sandi. Það uppbyggingarstarf sem framundan er í íslensku samfélagi er líkast uppbyggingu frá grunni. Ef rétt byggingarstæði er valið mun byggingin rísa fyrr og standa betur. Í umræðunni um málefni dagsins, s.s. IceSave, aðildarviðræður við Evrópusambandið og fleiri slík stórmál, gleymist gjarnan að ræða aðalatriðið, það á hverju á að byggja viðreisnina; með hverju þessi þjóð ætlar að greiða skuldbindingar sínar.

Að fara með fjöregg þjóðarinnar

Katrín Júlíusdóttir skrifar

Ein af frumskyldum kjörinna fulltrúa er að tryggja rekstrargrundvöll atvinnulífsins. Heimilin í landinu eiga afkomu sína og atvinnu undir því að fyrirtækin gangi og atvinnulífið skapi þau verðmæti sem standa undir öryggisneti samfélagsins, menntun og heilbrigðiskerfi. Sé þetta fjöregg í hættu verða stjórnmálamenn að meta afleiðingar mismunandi aðgerða eða aðgerðaleysis og taka svo ákvörðun þótt erfið sé. Setja verður velferð heimila og fyrirtækja framar bæði persónum og flokkslínum.

Er Ísland of lítið?

Þorvaldur Gylfason skrifar

Sumir kenna smæð Íslands um bankahrunið og efast um getu Íslendinga til að standa á eigin fótum sem frjálst og fullvalda ríki. Ég er á öðru máli. Af öllum ríkjum heims, rösklega 200 talsins,

Viðskiptalífið pakkar í vörn

Margrét Kristmannsdóttir skrifar

Eitt af hlutverkum ríkisvaldsins er að búa viðskiptalífinu þannig umhverfi að fyrirtæki geti verið samkeppnishæf, vaxið og dafnað og þannig veitt atvinnu og skapað verðmæti.

Ný jörð – nýtt líf

Ragnheiður Tryggvadóttir. skrifar

Íslendingar eru áberandi svartsýnni á efnahagsástandið en aðrar þjóðir um þessar mundir, þetta las ég á Vísi í gær. Og skyldi engan undra, við erum í tómu tjóni. Þess vegna kom mér heldur ekkert á óvart að lesa hér í Fréttablaðinu um ung íslensk hjón sem búið höfðu undanfarinn áratug í Kaupmannahöfn en völdu að flytja frekar til Grænlands með börnin sín tvö en hingað heim. Enda Grænland í „fúlsving", með nýfengið sjálfstæði. Unga fólkið setti ekki fyrir sig að ófært er í bæinn þess nema með flugvél eða á hundasleða. Kalda Ísland hefur ekkert aðdráttarafl lengur, ekki einu sinni í hugum heimamanna.

Eftirlitsvald aðskilið frá pólitísku valdi

Björn Einarsson skrifar

Sjálfstæði eftirlitsvaldsins hefur orðið eftir í lýðræðisþróun hérlendis, og því er mikilvægasta athugunarefnið við endurskoðun stjórnarskrárinnar að gera eftirlitsvaldið sjálfstæðara og aðskilja það frá pólitíska valdinu. Eftirlitsvaldið er falið í valddreifingunni, beinu lýðræði, stjórnarskránni, dómstólunum, eftirlitsstofnunum, rannsóknarnefndum, löggæslu og gagnrýnum fjölmiðlum. Ekkert af þessu er óháð hinu pólitíska valdi eða valdi fjármálanna hér á landi.

Icesave og sagan

Guðni Th. Jóhannesson skrifar

Þeir sem hafa tekið þátt í deilunum um Icesave undanfarna mánuði hafa beitt ýmsum rökum; lögfræðilegum, pólitískum og siðferðilegum, eins og sjálfsagt er. Menn hafa einnig bent á liðna tíð máli sínu til stuðnings og aftur virðist liggja í augum uppi að það eigi við. Sagan á að sanna eitt og afsanna annað, vera víti til varnaðar eða lýsandi dæmi um dyggðir sem nú þurfi að halda í heiðri. En hér er þó ekki alltaf allt sem sýnist.

Genfarsamningarnir 60 ára

Anna Stefánsdóttir skrifar

Í dag eru liðin sextíu ár frá því að Genfarsamningarnir fjórir voru undirritaðir. Samningarnir veita mönnum vernd í vopnuðum átökum og þeir eru enn í dag hornsteinninn í alþjóðlegum mannúðarrétti. Samningarnir hafa bjargað ótöldum mannslífum, bætt aðstæður þúsunda stríðsfanga og leitt til þess að milljónir sundraðra fjölskyldna hafa sameinast.

Breytingin í borginni

Óskar Bergsson skrifar

Það er ánægjulegt að lesa út úr þjóðarpúlsi Gallup þær viðhorfsbreytingar sem hafa orðið gagnvart starfinu í borgarstjórn Reykjavíkur á milli ára. Fyrir ári voru 69% aðspurðra óánægð með meirihluta F-lista og Sjálfstæðisflokks en nú í meirihlutatíð framsóknarmanna og sjálfstæðismanna hefur óánægjan farið niður í 28%. Aðeins 14% voru ánægð með meirihlutann 2008 en nú í ágúst eru 33% ánægð með störf meirihlutans. Fyrir ári höfðu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur aðeins 31% fylgi en eru nú með 45% fylgi. Hópur þeirra sem ekki taka afstöðu breytist milli ára úr 18% í 40%.

Smátt er fagurt

Stefán Pálsson skrifar

Nýleg grein Anne Sibert, hagfræðiprófessors og fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabankans, hefur vakið talsverða athygli. Þar lýsir enska fræðikonan þeirri skoðun sinni að íslenska þjóðin sé of fámenn til að standa undir efnahagslega sjálfstæðu samfélagi.

Icesave-spuni aðstoðarritstjóra

Einar K. Guðfinnsson skrifar

Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, skrifar leiðara síðastliðinn laugardag sem er af sama toga spunninn og málflutningur fjármálaráðherrans Steingríms J. Sigfússonar. Spuninn er sá að samþykkja beri Icesave-samkomulagið, ella höfum við verra af. Og svo er bætt um betur í leiðaranum og reynt að færa fyrir því rök að þau ósköp sem ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi í formi Icesave-samningsins séu afsprengi síðustu ríkisstjórnar!

Verðum að semja upp á nýtt

Sigurður Ragnarsson skrifar

Erum við ekkert að læra af reynslunni? Eigum við ekki endan­lega að jarða „þetta reddast“ hugarfar? Það er búið að vera dapurt að horfa upp á stjórnvöld reyna að fá okkur á band Icesave-samkomulags án þess að færa fyrir því almennileg rök.

Sælir eru einfaldir

Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar

Raunveruleikinn er fyrirbæri sem oft og tíðum er ofmetið. Þannig getur það verið mun auðveldara að lifa lífinu í þeirri von að hlutirnir æxlist eftir þeim formerkjum sem manni sjálfum líkar, en að horfast í augu við blákaldan veruleikann; sumsé að oftar en ekki er þetta allt saman ansi skítt.

Samþykkjum samningana

Guðrún Guðlaugsdóttir skrifar

Æskilegt væri að þingmenn hættu að hugsa um sjálfa sig og færu að hugsa fyrst og fremst um íslensku þjóðina sem heild og hagsmuni hennar. Ef Icesavesamningarnir verða felldir þá horfir verulega illa fyrir okkur. Hvernig sem þessu máli er snúið er illskásti kosturinn að samþykkja þessa samninga og hætta ekki á að þeir verði ógiltir með fyrirvörum.

Glóðarsteiking borgarans

Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar

Í gær grillaði maðurinn minn á svölunum. Hann er annálaður grillari enda hófsamur lífskúnstner fram í fingurgóma. Slíkir menn hafa undantekningarlaust ánægju af því að grilla á svölum; fá sér einn til tvo bjóra og heilsa gangandi vegfarendum kumpánlega. Hann er meistari hinnar göfugu matargerðar­listar smáborgarans, eins og bóka­béusinn vinur minn kallar grillmennsku með fyrirlitningartón.

Hinn harði veruleiki

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Snemmsumars þoldi ég ekki fleiri frásagnir af fjármálahneykslum og kreppu heldur þráði hið einfalda og hamingjusama líf þar sem áhyggjurnar snúast um hvort eigi að grilla aftur í kvöld eða ekki.

Uppgjöf Fréttablaðsins

Ögmundur Jónasson skrifar

Dauft var yfir leiðarasíðu Fréttablaðsins á laugardag. Uppgjafartónn í leiðara, og litlu betri var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, sem virðist helst sjá það aðfinnsluvert í íslenskum stjórnmálum að ríkisstjórnin skuli „sitja uppi“ með „andóf og tafleiki“ af hálfu nokkurra stjórnarþingmanna og ráðherra í Icesave-málinu. Þar er m.a. átt við undirritaðan.

Sjá næstu 50 greinar