Réttlát og lýðræðisleg lausn fyrir Borgarahreyfinguna Hafsteinn Hafsteinsson skrifar 15. ágúst 2009 06:00 Sáttamiðlun (mediation) er lausnamiðuð ráðgjöf sem stuðst er við þegar fólk lendir í átökum, ágreiningi eða deilum. Markmiðið er að finna varanlegar lausnir á samskiptaörðugleikum fólks. Í sáttamiðlun er vandinn skoðaður með hverjum málsaðila fyrir sig og svo haldinn sameiginlegur sáttafundur þar sem vandinn er ræddur undir stjórn hlutlauss sáttamiðlara. Hlutverk sáttamanns er að draga fram þekkingu og sköpunargáfu fólks við lausn vandans og hvetja til gagnkvæms skilnings og samvinnu. Allt sem fer fram í sáttamiðlun er trúnaðarmál og allir taka þátt af fúsum og frjálsum vilja. Í sáttamiðlun gefst tækifæri til að lýsa sinni hlið málsins við öruggar aðstæður. Fólki gefst kostur á að greiða úr misskilningi, greina ólíka hagsmuni og koma fram með gagnkvæmar lausnir. Það er grundvallaratriði í sáttamiðlun að fólk hlusti á hvert annað og sýni hvert öðru virðingu. Nú liggur mikið við að sú sáttanefnd sem sett var á laggirnar af stjórn Borgarahreyfingarinnar standi sig en henni er þó nokkur vandi á höndum. Orsök deilunnar er fjölþætt en svo virðist vera sem hún hafi byrjað formlega þegar þrír af fjórum þingmönnum hreyfingarinnar ákváðu að greiða atkvæði gegn aðildarviðræðum við Evrópusambandið á Alþingi og voru þá taldir svíkja kosningaloforð um að þjóðin taki lokaákvörðun um mikilvæg mál. Jafnframt þóttu þingmennirnir vinna á móti stefnu flokksins með því að spyrða saman tvö mál: Icesave og ESB. Þá þótti málatilbúnaðurinn jafnvel heyra undir hefðbundin klækjastjórnmál sem ekki er í anda hreyfingarinnar. Aðrir telja afstöðu þingmannanna þriggja mjög skiljanlega í ljósi aðstæðna og að þeir séu í fullum rétti til að fylgja sannfæringu sinni eftir að hafa kynnt sér málin rækilega. Á heimasíðu Borgarahreyfingarinnar stendur að „hreyfingin samanstandi af hópi fólks úr öllum kimum samfélagsins, sem hafi vaknað upp við að misvitrir auð- og stjórnmálamenn hafi kippt undan því fótunum með glæpsamlegri hegðun og eiginhagsmunagæslu, og að krafan um réttlæti, jafnrétti og lýðræði sameini fólk í hreyfingunni". Allir þingmenn hreyfingarinnar hafa væntanlega samþykkt þessa yfirlýsingu. Þegar ólíkir einstaklingar og ókunnugir hver öðrum ætla að hefja samstarf þurfa mjög skýr markmið og vinnureglur að liggja til grundvallar. Þingmennirnir fjórir starfa í umboði hreyfingarinnar og eru fyrirmyndir hennar. Þeir geta unnið saman sem ein heild að hagsmunum kjósenda eða ákveðið að sinna eiginhagsmunum og afneitað eigin glappaskotum. Mistök þeirra allra eru skiljanleg enda um að ræða flókið samstarf og erfið viðfangsefni. En alvarlegustu mistökin hafa ekki ennþá litið dagsins ljós. Vegna ágreiningsins gæti hreyfingin liðið undir lok. Það mun gerast ef þingmennirnir hafa ekki kjark og kærleika til að sjá sinn þátt í vandanum, fyrirgefa, biðjast afsökunar og finna sameiginlega lausn á ágreiningnum, en um það snúast kjörorðin jafnrétti, réttlæti og lýðræði. Ágreiningur er eðlilegur hluti daglegs lífs og hvorki neikvæður né jákvæður í sjálfum sér, en viðbrögð okkar við honum geta verið það. Með því að takast á við ágreining á uppbyggilegan hátt skerpum við á því sem skiptir máli, lærum að sýna hugmyndum og þörfum annarra virðingu og sjáum í vandanum nýja möguleika, valkosti og tækifæri. Höfundur er sáttamiðlari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Sáttamiðlun (mediation) er lausnamiðuð ráðgjöf sem stuðst er við þegar fólk lendir í átökum, ágreiningi eða deilum. Markmiðið er að finna varanlegar lausnir á samskiptaörðugleikum fólks. Í sáttamiðlun er vandinn skoðaður með hverjum málsaðila fyrir sig og svo haldinn sameiginlegur sáttafundur þar sem vandinn er ræddur undir stjórn hlutlauss sáttamiðlara. Hlutverk sáttamanns er að draga fram þekkingu og sköpunargáfu fólks við lausn vandans og hvetja til gagnkvæms skilnings og samvinnu. Allt sem fer fram í sáttamiðlun er trúnaðarmál og allir taka þátt af fúsum og frjálsum vilja. Í sáttamiðlun gefst tækifæri til að lýsa sinni hlið málsins við öruggar aðstæður. Fólki gefst kostur á að greiða úr misskilningi, greina ólíka hagsmuni og koma fram með gagnkvæmar lausnir. Það er grundvallaratriði í sáttamiðlun að fólk hlusti á hvert annað og sýni hvert öðru virðingu. Nú liggur mikið við að sú sáttanefnd sem sett var á laggirnar af stjórn Borgarahreyfingarinnar standi sig en henni er þó nokkur vandi á höndum. Orsök deilunnar er fjölþætt en svo virðist vera sem hún hafi byrjað formlega þegar þrír af fjórum þingmönnum hreyfingarinnar ákváðu að greiða atkvæði gegn aðildarviðræðum við Evrópusambandið á Alþingi og voru þá taldir svíkja kosningaloforð um að þjóðin taki lokaákvörðun um mikilvæg mál. Jafnframt þóttu þingmennirnir vinna á móti stefnu flokksins með því að spyrða saman tvö mál: Icesave og ESB. Þá þótti málatilbúnaðurinn jafnvel heyra undir hefðbundin klækjastjórnmál sem ekki er í anda hreyfingarinnar. Aðrir telja afstöðu þingmannanna þriggja mjög skiljanlega í ljósi aðstæðna og að þeir séu í fullum rétti til að fylgja sannfæringu sinni eftir að hafa kynnt sér málin rækilega. Á heimasíðu Borgarahreyfingarinnar stendur að „hreyfingin samanstandi af hópi fólks úr öllum kimum samfélagsins, sem hafi vaknað upp við að misvitrir auð- og stjórnmálamenn hafi kippt undan því fótunum með glæpsamlegri hegðun og eiginhagsmunagæslu, og að krafan um réttlæti, jafnrétti og lýðræði sameini fólk í hreyfingunni". Allir þingmenn hreyfingarinnar hafa væntanlega samþykkt þessa yfirlýsingu. Þegar ólíkir einstaklingar og ókunnugir hver öðrum ætla að hefja samstarf þurfa mjög skýr markmið og vinnureglur að liggja til grundvallar. Þingmennirnir fjórir starfa í umboði hreyfingarinnar og eru fyrirmyndir hennar. Þeir geta unnið saman sem ein heild að hagsmunum kjósenda eða ákveðið að sinna eiginhagsmunum og afneitað eigin glappaskotum. Mistök þeirra allra eru skiljanleg enda um að ræða flókið samstarf og erfið viðfangsefni. En alvarlegustu mistökin hafa ekki ennþá litið dagsins ljós. Vegna ágreiningsins gæti hreyfingin liðið undir lok. Það mun gerast ef þingmennirnir hafa ekki kjark og kærleika til að sjá sinn þátt í vandanum, fyrirgefa, biðjast afsökunar og finna sameiginlega lausn á ágreiningnum, en um það snúast kjörorðin jafnrétti, réttlæti og lýðræði. Ágreiningur er eðlilegur hluti daglegs lífs og hvorki neikvæður né jákvæður í sjálfum sér, en viðbrögð okkar við honum geta verið það. Með því að takast á við ágreining á uppbyggilegan hátt skerpum við á því sem skiptir máli, lærum að sýna hugmyndum og þörfum annarra virðingu og sjáum í vandanum nýja möguleika, valkosti og tækifæri. Höfundur er sáttamiðlari.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar