Eftirlitsvald aðskilið frá pólitísku valdi Björn Einarsson skrifar 12. ágúst 2009 05:45 Sjálfstæði eftirlitsvaldsins hefur orðið eftir í lýðræðisþróun hérlendis, og því er mikilvægasta athugunarefnið við endurskoðun stjórnarskrárinnar að gera eftirlitsvaldið sjálfstæðara og aðskilja það frá pólitíska valdinu. Eftirlitsvaldið er falið í valddreifingunni, beinu lýðræði, stjórnarskránni, dómstólunum, eftirlitsstofnunum, rannsóknarnefndum, löggæslu og gagnrýnum fjölmiðlum. Ekkert af þessu er óháð hinu pólitíska valdi eða valdi fjármálanna hér á landi. Hvorki ráðherrar né löggjafarþingið eiga að ákvarða hverjir verða dómarar eða hverjir rannsaka meint brotamál. Ekki bara dómsvaldið á að vera algjörlega óháð pólitíska valdinu, heldur einnig saksóknarar, rannsóknarnefndir, eftirlitsnefndir (t.d. Fjármálaeftirlitið), lögregla og Landhelgisgæsla. Ríkisfjölmiðill (Ríkisútvarp-sjónvarp), óháður pólitíska valdinu og fjármálaheiminum, gegnir mikilvægu hlutverki í lýðræðisþjóðfélagi og á að vera undir eftirlitsvaldinu. Við stofnun Bandaríkja Norður-Ameríku lagði Thomas Jefferson mikla áherslu á að í hverju bæjarfélagi væri stofnað óháð bókasafn, til þess að þegnarnir gætu aflað sér óháðra upplýsinga. Þjóðkjörinn forseti Íslands á að vera yfirmaður eftirlitsvaldsins og skipa í æðstu stöður innan þess. En hann á ekki að vera þjóðhöfðingi, það er sá sem fer fyrir framkvæmdarvaldinu, forsætisráðherrann. Forseti Íslands mætti því allt eins heita umboðsmaður lýðsins eða lýðveldisins. Hann á ekki að koma nálægt pólitíska valdinu. Hans hlutverk á að vera að gæta þess að lýðræðið sé virkt, boða til kosninga og ákvarða um þjóðaratkvæðisgreiðslur, þegar pólitíska valdið er ekki í takt við vilja þjóðarinnar. Stjórnarskráin er síðan hið æðsta eftirlitsvald. Hún setur stjórnmálunum og eftirlitsvaldinu leikreglur. Hún á ekki að vera samin af stjórnmálamönnum, heldur stjórnlagaþingi, sem kosið er beint af þjóðinni. Valddreifing og beint lýðræðiMarkmið hefðbundinnar þrískiptingar ríkisvaldsins í framkvæmdarvald (ríkisstjórn), löggjafarvald (Alþingi) og dómsvald er valddreifing, til þess að einn þáttur gæti haft eftirlit með öðrum: Því ættu þeir að vera sem mest aðskildir, m.a. til að koma í veg fyrir að valdhafar tækju of mikið tillit til eigin hagsmuna við ákvarðanatöku í stað hagsmuna heildarinnar og umbjóðenda sinna.Framkvæmdarvaldið er það sem ræður „hvað skal gera og hvað skal ekki gera", og er því hinn raunverulegi valdhafi ríkisvaldsins. Löggjafarvaldið hefur það hlutverk að setja lög um „hvað má gera og hvað má ekki gera", hvort sem er framkvæmdarvaldið, fjármálamenn eða almenningur. Það ákvarðar líka um öflun fjár í ríkissjóð, og setur framkvæmdarvaldinu takmarkandi fjárlög. Dómsvaldið hefur síðan það hlutverk að dæma hvort farið sé að lögum og stjórnarskránni fylgt. Stjórnarskráin segir til um stjórnskipunina, inniheldur reglur sem lög mega ekki brjóta í bága við og almenn mannréttindi, „hvað má leyfa og hvað má ekki leyfa".Á sínum tíma var þrískipting ríkisvaldsins mikilvægt skref í baráttu fyrir lýðræði, en einvaldar höfðu alla þætti valdsins á einni hendi. Fyrsta skrefið var að færa löggjafarvaldið til þjóðkjörins þings og gera dómsvaldið sjálfstæðara. Þróun lýðræðisins hefur svo aðallega snúist um að auka beint lýðræði, að lýðurinn ráði ferðinni, því hjá honum á valdið uppruna sinn, ekki frá guði eins og einvaldarnir héldu fram. Annars vegar er það með því að fleiri þegnar fái að kjósa (eignalausir, konur og yngra fólk) og hins vegar með því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur um sífellt fleiri stórmál. Aðskilnaður pólitísks valds?Í umræðunni um endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur aðskilnaður framkvæmdarvaldsins og löggjafarvaldsins mest verið ræddur, þ.e. afnám þingræðisreglunnar.Í forsetaræði er kosinn pólitískur forseti beint, sem velur með sér ráðherra. Framkvæmdarvaldið er þar með sterkara en löggjafarvaldið, með minni valddreifingu og þar með minna eftirliti. Forsetaræðið er aðallega við lýði í Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Asíu auk Frakklands og Rússlands. Fyrir þingræðinu er norræn og evrópsk hefð. Það stuðlar að valddreifingu, þar sem framkvæmdarvaldið þarf að styðjast við þingmeirihluta löggjafans. Þingræðið er hins vegar óbeinna lýðræði, þar sem framkvæmdarvaldið er ekki kosið beint. En beint lýðræði má auka með því að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum um stærri mál.Pólitíska valdið er í eðli sínu svo samtvinnað í heimi stjórnmálaflokkanna, að það er vafasamt að frekari aðskilnaður framkvæmdarvalds og löggjafarvalds hérlendis leysi nokkurn vanda í stjórnskipun okkar. Mikilvægast við endurskoðun stjórnarskrárinnarSjálfstætt eftirlitsvald, óháð pólitísku valdi, sem kosið er til beint af lýðnum er mikilvægasta athugunarefnið við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Núverandi embætti forseta Íslands á að fara fyrir eftirlitsvaldinu, en algjörlega ópólitískt. Þar sem forsætisráðherrann fer fyrir framkvæmdarvaldinu og er því hinn raunverulegi þjóðhöfðingi færi betur á að hann yrði „Forseti Íslands" en forsetinn „Umboðsmaður lýðræðisins".Höfundur er læknir og heimspekinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Sjálfstæði eftirlitsvaldsins hefur orðið eftir í lýðræðisþróun hérlendis, og því er mikilvægasta athugunarefnið við endurskoðun stjórnarskrárinnar að gera eftirlitsvaldið sjálfstæðara og aðskilja það frá pólitíska valdinu. Eftirlitsvaldið er falið í valddreifingunni, beinu lýðræði, stjórnarskránni, dómstólunum, eftirlitsstofnunum, rannsóknarnefndum, löggæslu og gagnrýnum fjölmiðlum. Ekkert af þessu er óháð hinu pólitíska valdi eða valdi fjármálanna hér á landi. Hvorki ráðherrar né löggjafarþingið eiga að ákvarða hverjir verða dómarar eða hverjir rannsaka meint brotamál. Ekki bara dómsvaldið á að vera algjörlega óháð pólitíska valdinu, heldur einnig saksóknarar, rannsóknarnefndir, eftirlitsnefndir (t.d. Fjármálaeftirlitið), lögregla og Landhelgisgæsla. Ríkisfjölmiðill (Ríkisútvarp-sjónvarp), óháður pólitíska valdinu og fjármálaheiminum, gegnir mikilvægu hlutverki í lýðræðisþjóðfélagi og á að vera undir eftirlitsvaldinu. Við stofnun Bandaríkja Norður-Ameríku lagði Thomas Jefferson mikla áherslu á að í hverju bæjarfélagi væri stofnað óháð bókasafn, til þess að þegnarnir gætu aflað sér óháðra upplýsinga. Þjóðkjörinn forseti Íslands á að vera yfirmaður eftirlitsvaldsins og skipa í æðstu stöður innan þess. En hann á ekki að vera þjóðhöfðingi, það er sá sem fer fyrir framkvæmdarvaldinu, forsætisráðherrann. Forseti Íslands mætti því allt eins heita umboðsmaður lýðsins eða lýðveldisins. Hann á ekki að koma nálægt pólitíska valdinu. Hans hlutverk á að vera að gæta þess að lýðræðið sé virkt, boða til kosninga og ákvarða um þjóðaratkvæðisgreiðslur, þegar pólitíska valdið er ekki í takt við vilja þjóðarinnar. Stjórnarskráin er síðan hið æðsta eftirlitsvald. Hún setur stjórnmálunum og eftirlitsvaldinu leikreglur. Hún á ekki að vera samin af stjórnmálamönnum, heldur stjórnlagaþingi, sem kosið er beint af þjóðinni. Valddreifing og beint lýðræðiMarkmið hefðbundinnar þrískiptingar ríkisvaldsins í framkvæmdarvald (ríkisstjórn), löggjafarvald (Alþingi) og dómsvald er valddreifing, til þess að einn þáttur gæti haft eftirlit með öðrum: Því ættu þeir að vera sem mest aðskildir, m.a. til að koma í veg fyrir að valdhafar tækju of mikið tillit til eigin hagsmuna við ákvarðanatöku í stað hagsmuna heildarinnar og umbjóðenda sinna.Framkvæmdarvaldið er það sem ræður „hvað skal gera og hvað skal ekki gera", og er því hinn raunverulegi valdhafi ríkisvaldsins. Löggjafarvaldið hefur það hlutverk að setja lög um „hvað má gera og hvað má ekki gera", hvort sem er framkvæmdarvaldið, fjármálamenn eða almenningur. Það ákvarðar líka um öflun fjár í ríkissjóð, og setur framkvæmdarvaldinu takmarkandi fjárlög. Dómsvaldið hefur síðan það hlutverk að dæma hvort farið sé að lögum og stjórnarskránni fylgt. Stjórnarskráin segir til um stjórnskipunina, inniheldur reglur sem lög mega ekki brjóta í bága við og almenn mannréttindi, „hvað má leyfa og hvað má ekki leyfa".Á sínum tíma var þrískipting ríkisvaldsins mikilvægt skref í baráttu fyrir lýðræði, en einvaldar höfðu alla þætti valdsins á einni hendi. Fyrsta skrefið var að færa löggjafarvaldið til þjóðkjörins þings og gera dómsvaldið sjálfstæðara. Þróun lýðræðisins hefur svo aðallega snúist um að auka beint lýðræði, að lýðurinn ráði ferðinni, því hjá honum á valdið uppruna sinn, ekki frá guði eins og einvaldarnir héldu fram. Annars vegar er það með því að fleiri þegnar fái að kjósa (eignalausir, konur og yngra fólk) og hins vegar með því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur um sífellt fleiri stórmál. Aðskilnaður pólitísks valds?Í umræðunni um endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur aðskilnaður framkvæmdarvaldsins og löggjafarvaldsins mest verið ræddur, þ.e. afnám þingræðisreglunnar.Í forsetaræði er kosinn pólitískur forseti beint, sem velur með sér ráðherra. Framkvæmdarvaldið er þar með sterkara en löggjafarvaldið, með minni valddreifingu og þar með minna eftirliti. Forsetaræðið er aðallega við lýði í Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Asíu auk Frakklands og Rússlands. Fyrir þingræðinu er norræn og evrópsk hefð. Það stuðlar að valddreifingu, þar sem framkvæmdarvaldið þarf að styðjast við þingmeirihluta löggjafans. Þingræðið er hins vegar óbeinna lýðræði, þar sem framkvæmdarvaldið er ekki kosið beint. En beint lýðræði má auka með því að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum um stærri mál.Pólitíska valdið er í eðli sínu svo samtvinnað í heimi stjórnmálaflokkanna, að það er vafasamt að frekari aðskilnaður framkvæmdarvalds og löggjafarvalds hérlendis leysi nokkurn vanda í stjórnskipun okkar. Mikilvægast við endurskoðun stjórnarskrárinnarSjálfstætt eftirlitsvald, óháð pólitísku valdi, sem kosið er til beint af lýðnum er mikilvægasta athugunarefnið við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Núverandi embætti forseta Íslands á að fara fyrir eftirlitsvaldinu, en algjörlega ópólitískt. Þar sem forsætisráðherrann fer fyrir framkvæmdarvaldinu og er því hinn raunverulegi þjóðhöfðingi færi betur á að hann yrði „Forseti Íslands" en forsetinn „Umboðsmaður lýðræðisins".Höfundur er læknir og heimspekinemi.
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar