Eftirlitsvald aðskilið frá pólitísku valdi Björn Einarsson skrifar 12. ágúst 2009 05:45 Sjálfstæði eftirlitsvaldsins hefur orðið eftir í lýðræðisþróun hérlendis, og því er mikilvægasta athugunarefnið við endurskoðun stjórnarskrárinnar að gera eftirlitsvaldið sjálfstæðara og aðskilja það frá pólitíska valdinu. Eftirlitsvaldið er falið í valddreifingunni, beinu lýðræði, stjórnarskránni, dómstólunum, eftirlitsstofnunum, rannsóknarnefndum, löggæslu og gagnrýnum fjölmiðlum. Ekkert af þessu er óháð hinu pólitíska valdi eða valdi fjármálanna hér á landi. Hvorki ráðherrar né löggjafarþingið eiga að ákvarða hverjir verða dómarar eða hverjir rannsaka meint brotamál. Ekki bara dómsvaldið á að vera algjörlega óháð pólitíska valdinu, heldur einnig saksóknarar, rannsóknarnefndir, eftirlitsnefndir (t.d. Fjármálaeftirlitið), lögregla og Landhelgisgæsla. Ríkisfjölmiðill (Ríkisútvarp-sjónvarp), óháður pólitíska valdinu og fjármálaheiminum, gegnir mikilvægu hlutverki í lýðræðisþjóðfélagi og á að vera undir eftirlitsvaldinu. Við stofnun Bandaríkja Norður-Ameríku lagði Thomas Jefferson mikla áherslu á að í hverju bæjarfélagi væri stofnað óháð bókasafn, til þess að þegnarnir gætu aflað sér óháðra upplýsinga. Þjóðkjörinn forseti Íslands á að vera yfirmaður eftirlitsvaldsins og skipa í æðstu stöður innan þess. En hann á ekki að vera þjóðhöfðingi, það er sá sem fer fyrir framkvæmdarvaldinu, forsætisráðherrann. Forseti Íslands mætti því allt eins heita umboðsmaður lýðsins eða lýðveldisins. Hann á ekki að koma nálægt pólitíska valdinu. Hans hlutverk á að vera að gæta þess að lýðræðið sé virkt, boða til kosninga og ákvarða um þjóðaratkvæðisgreiðslur, þegar pólitíska valdið er ekki í takt við vilja þjóðarinnar. Stjórnarskráin er síðan hið æðsta eftirlitsvald. Hún setur stjórnmálunum og eftirlitsvaldinu leikreglur. Hún á ekki að vera samin af stjórnmálamönnum, heldur stjórnlagaþingi, sem kosið er beint af þjóðinni. Valddreifing og beint lýðræðiMarkmið hefðbundinnar þrískiptingar ríkisvaldsins í framkvæmdarvald (ríkisstjórn), löggjafarvald (Alþingi) og dómsvald er valddreifing, til þess að einn þáttur gæti haft eftirlit með öðrum: Því ættu þeir að vera sem mest aðskildir, m.a. til að koma í veg fyrir að valdhafar tækju of mikið tillit til eigin hagsmuna við ákvarðanatöku í stað hagsmuna heildarinnar og umbjóðenda sinna.Framkvæmdarvaldið er það sem ræður „hvað skal gera og hvað skal ekki gera", og er því hinn raunverulegi valdhafi ríkisvaldsins. Löggjafarvaldið hefur það hlutverk að setja lög um „hvað má gera og hvað má ekki gera", hvort sem er framkvæmdarvaldið, fjármálamenn eða almenningur. Það ákvarðar líka um öflun fjár í ríkissjóð, og setur framkvæmdarvaldinu takmarkandi fjárlög. Dómsvaldið hefur síðan það hlutverk að dæma hvort farið sé að lögum og stjórnarskránni fylgt. Stjórnarskráin segir til um stjórnskipunina, inniheldur reglur sem lög mega ekki brjóta í bága við og almenn mannréttindi, „hvað má leyfa og hvað má ekki leyfa".Á sínum tíma var þrískipting ríkisvaldsins mikilvægt skref í baráttu fyrir lýðræði, en einvaldar höfðu alla þætti valdsins á einni hendi. Fyrsta skrefið var að færa löggjafarvaldið til þjóðkjörins þings og gera dómsvaldið sjálfstæðara. Þróun lýðræðisins hefur svo aðallega snúist um að auka beint lýðræði, að lýðurinn ráði ferðinni, því hjá honum á valdið uppruna sinn, ekki frá guði eins og einvaldarnir héldu fram. Annars vegar er það með því að fleiri þegnar fái að kjósa (eignalausir, konur og yngra fólk) og hins vegar með því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur um sífellt fleiri stórmál. Aðskilnaður pólitísks valds?Í umræðunni um endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur aðskilnaður framkvæmdarvaldsins og löggjafarvaldsins mest verið ræddur, þ.e. afnám þingræðisreglunnar.Í forsetaræði er kosinn pólitískur forseti beint, sem velur með sér ráðherra. Framkvæmdarvaldið er þar með sterkara en löggjafarvaldið, með minni valddreifingu og þar með minna eftirliti. Forsetaræðið er aðallega við lýði í Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Asíu auk Frakklands og Rússlands. Fyrir þingræðinu er norræn og evrópsk hefð. Það stuðlar að valddreifingu, þar sem framkvæmdarvaldið þarf að styðjast við þingmeirihluta löggjafans. Þingræðið er hins vegar óbeinna lýðræði, þar sem framkvæmdarvaldið er ekki kosið beint. En beint lýðræði má auka með því að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum um stærri mál.Pólitíska valdið er í eðli sínu svo samtvinnað í heimi stjórnmálaflokkanna, að það er vafasamt að frekari aðskilnaður framkvæmdarvalds og löggjafarvalds hérlendis leysi nokkurn vanda í stjórnskipun okkar. Mikilvægast við endurskoðun stjórnarskrárinnarSjálfstætt eftirlitsvald, óháð pólitísku valdi, sem kosið er til beint af lýðnum er mikilvægasta athugunarefnið við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Núverandi embætti forseta Íslands á að fara fyrir eftirlitsvaldinu, en algjörlega ópólitískt. Þar sem forsætisráðherrann fer fyrir framkvæmdarvaldinu og er því hinn raunverulegi þjóðhöfðingi færi betur á að hann yrði „Forseti Íslands" en forsetinn „Umboðsmaður lýðræðisins".Höfundur er læknir og heimspekinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæði eftirlitsvaldsins hefur orðið eftir í lýðræðisþróun hérlendis, og því er mikilvægasta athugunarefnið við endurskoðun stjórnarskrárinnar að gera eftirlitsvaldið sjálfstæðara og aðskilja það frá pólitíska valdinu. Eftirlitsvaldið er falið í valddreifingunni, beinu lýðræði, stjórnarskránni, dómstólunum, eftirlitsstofnunum, rannsóknarnefndum, löggæslu og gagnrýnum fjölmiðlum. Ekkert af þessu er óháð hinu pólitíska valdi eða valdi fjármálanna hér á landi. Hvorki ráðherrar né löggjafarþingið eiga að ákvarða hverjir verða dómarar eða hverjir rannsaka meint brotamál. Ekki bara dómsvaldið á að vera algjörlega óháð pólitíska valdinu, heldur einnig saksóknarar, rannsóknarnefndir, eftirlitsnefndir (t.d. Fjármálaeftirlitið), lögregla og Landhelgisgæsla. Ríkisfjölmiðill (Ríkisútvarp-sjónvarp), óháður pólitíska valdinu og fjármálaheiminum, gegnir mikilvægu hlutverki í lýðræðisþjóðfélagi og á að vera undir eftirlitsvaldinu. Við stofnun Bandaríkja Norður-Ameríku lagði Thomas Jefferson mikla áherslu á að í hverju bæjarfélagi væri stofnað óháð bókasafn, til þess að þegnarnir gætu aflað sér óháðra upplýsinga. Þjóðkjörinn forseti Íslands á að vera yfirmaður eftirlitsvaldsins og skipa í æðstu stöður innan þess. En hann á ekki að vera þjóðhöfðingi, það er sá sem fer fyrir framkvæmdarvaldinu, forsætisráðherrann. Forseti Íslands mætti því allt eins heita umboðsmaður lýðsins eða lýðveldisins. Hann á ekki að koma nálægt pólitíska valdinu. Hans hlutverk á að vera að gæta þess að lýðræðið sé virkt, boða til kosninga og ákvarða um þjóðaratkvæðisgreiðslur, þegar pólitíska valdið er ekki í takt við vilja þjóðarinnar. Stjórnarskráin er síðan hið æðsta eftirlitsvald. Hún setur stjórnmálunum og eftirlitsvaldinu leikreglur. Hún á ekki að vera samin af stjórnmálamönnum, heldur stjórnlagaþingi, sem kosið er beint af þjóðinni. Valddreifing og beint lýðræðiMarkmið hefðbundinnar þrískiptingar ríkisvaldsins í framkvæmdarvald (ríkisstjórn), löggjafarvald (Alþingi) og dómsvald er valddreifing, til þess að einn þáttur gæti haft eftirlit með öðrum: Því ættu þeir að vera sem mest aðskildir, m.a. til að koma í veg fyrir að valdhafar tækju of mikið tillit til eigin hagsmuna við ákvarðanatöku í stað hagsmuna heildarinnar og umbjóðenda sinna.Framkvæmdarvaldið er það sem ræður „hvað skal gera og hvað skal ekki gera", og er því hinn raunverulegi valdhafi ríkisvaldsins. Löggjafarvaldið hefur það hlutverk að setja lög um „hvað má gera og hvað má ekki gera", hvort sem er framkvæmdarvaldið, fjármálamenn eða almenningur. Það ákvarðar líka um öflun fjár í ríkissjóð, og setur framkvæmdarvaldinu takmarkandi fjárlög. Dómsvaldið hefur síðan það hlutverk að dæma hvort farið sé að lögum og stjórnarskránni fylgt. Stjórnarskráin segir til um stjórnskipunina, inniheldur reglur sem lög mega ekki brjóta í bága við og almenn mannréttindi, „hvað má leyfa og hvað má ekki leyfa".Á sínum tíma var þrískipting ríkisvaldsins mikilvægt skref í baráttu fyrir lýðræði, en einvaldar höfðu alla þætti valdsins á einni hendi. Fyrsta skrefið var að færa löggjafarvaldið til þjóðkjörins þings og gera dómsvaldið sjálfstæðara. Þróun lýðræðisins hefur svo aðallega snúist um að auka beint lýðræði, að lýðurinn ráði ferðinni, því hjá honum á valdið uppruna sinn, ekki frá guði eins og einvaldarnir héldu fram. Annars vegar er það með því að fleiri þegnar fái að kjósa (eignalausir, konur og yngra fólk) og hins vegar með því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur um sífellt fleiri stórmál. Aðskilnaður pólitísks valds?Í umræðunni um endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur aðskilnaður framkvæmdarvaldsins og löggjafarvaldsins mest verið ræddur, þ.e. afnám þingræðisreglunnar.Í forsetaræði er kosinn pólitískur forseti beint, sem velur með sér ráðherra. Framkvæmdarvaldið er þar með sterkara en löggjafarvaldið, með minni valddreifingu og þar með minna eftirliti. Forsetaræðið er aðallega við lýði í Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Asíu auk Frakklands og Rússlands. Fyrir þingræðinu er norræn og evrópsk hefð. Það stuðlar að valddreifingu, þar sem framkvæmdarvaldið þarf að styðjast við þingmeirihluta löggjafans. Þingræðið er hins vegar óbeinna lýðræði, þar sem framkvæmdarvaldið er ekki kosið beint. En beint lýðræði má auka með því að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum um stærri mál.Pólitíska valdið er í eðli sínu svo samtvinnað í heimi stjórnmálaflokkanna, að það er vafasamt að frekari aðskilnaður framkvæmdarvalds og löggjafarvalds hérlendis leysi nokkurn vanda í stjórnskipun okkar. Mikilvægast við endurskoðun stjórnarskrárinnarSjálfstætt eftirlitsvald, óháð pólitísku valdi, sem kosið er til beint af lýðnum er mikilvægasta athugunarefnið við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Núverandi embætti forseta Íslands á að fara fyrir eftirlitsvaldinu, en algjörlega ópólitískt. Þar sem forsætisráðherrann fer fyrir framkvæmdarvaldinu og er því hinn raunverulegi þjóðhöfðingi færi betur á að hann yrði „Forseti Íslands" en forsetinn „Umboðsmaður lýðræðisins".Höfundur er læknir og heimspekinemi.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar