Mistök að kaupa Dash 8 Jón Jónsson skrifar 15. ágúst 2009 06:00 Ég vil byrja bréf þetta á að samhryggjast starfsfólki Landhelgisgæslunnar og íslensku þjóðinni með hina nýju Dash-8 flugvél sem þeir fengu afhenta á dögunum. Það eru nokkur ár síðan gengið var frá kaupum á téðri flugvél, að minnsta kosti virtist þá vera allt í þessu fína í fjármálum ríkisins. En þvílíkt metnaðarleysi og gamaldags afturhaldsstefna að kaupa svona flugvél! Við hefðum til dæmis getað keypt 8 stykki Fokker-50 frá Japan eða Filippseyjum fyrir 4 milljarðana! Okkur vantaði hins vegar bara eina flugvél, svo að það hefði verið hægt að spara allt að 3 milljarða hefði Fokker-50 leiðin verið farin. Til að gæta allrar sanngirni skal tekið fram að Fokker-50 hefur ekki verið framleidd síðustu 10 ár svo að ég er að tala um notaða F-50. Fokker-50 er mun öflugri og sterkari flugvél en Dash-8. Dash 8 þarf hins vegar styttri flugbrautir en Fokker-50 en hvaða máli skiptir það fyrir Landhelgisgæsluna? Þeir aðilar sem telja sig hafa sérfræðiþekkingu á þessu máli og ég hef talað við afsaka þessi Dash-8 kaup á því að Dash-8 vélin sé ríkulega búin ýmiskonar tækjum, til dæmis radar, nætursjónaukum og fl. ofl. Það má rétt vera en það kemur Dash-8 eða F-50 bara ekkert við. Þessi góðu tæki má setja nánast í hvaða flugvél sem er og hefur ekkert með tegund að gera. Síðan er rétt að geta þess að Dash-8 er allt of lítil flugvél fyrir Landhelgisgæslu. Þá hefur hún T-stél sem meðal annars skapar hættu að lendi vélin í „stall“. Þá eru miklar líkur á að flugmennirnir nái ekki aftur stjórn á Dash-8 við slíkar aðstæður. En aftur að metnaðarleysinu. Landhelgisgæslan hefur nú yfir að ráða 2 stórum Puma þyrlum og einni minni Dauphin þyrlu. Eftir að NATO herinn hvarf héðan með sín öflugu tól þá hefur björgunarþjónusta við sjómenn verið meira og minna í uppnámi! Það sem við þurfum hér er tankflugvél sem getur gefið þyrlum eldsneyti á flugi. Við erum NATO-þjóð og hefði ekki til dæmis verið hægt að gera samning við til dæmis Bandaríkjamenn um leigu eða kaup á tankflugvél og öflugri þyrlum? Það er skömm af því að við setjum sjófarendur í aftasta sæti þegar kemur að öryggismálum. Mér finnst að við ættum að selja þessa Dash-8 flugvél til vanþróaðra landa og kaupa til bráðabirgða notaða Fokker-50 þangað til fjárhagur okkar skánar og setja það sem framtíðarmarkmið að sem fyrst verði keypt eða leigð hingað alvöru tankflugvél og útbúnaður til eldsneytistöku á flugi verði settur á Puma þyrlurnar eða keyptar þyrlur með slíkum búnaði. Við höfum ekki her á Íslandi og þurfum þar að leiðandi ekki að setja krónu í hernað, þannig að við ættum alveg að hafa efni á að eiga lámarks alvöru björgunartæki. Mér þætti vænt um að forstjóri Landhelgisgæslunnar svaraði þessu bréfi á síðum Fréttablaðsins og segði skoðun síða á þessum athugasemdum og segði okkur hver væri hans óskastaða í þessum málum burtséð frá kostnaði. Höfundur er fyrrverandi vagnstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Ég vil byrja bréf þetta á að samhryggjast starfsfólki Landhelgisgæslunnar og íslensku þjóðinni með hina nýju Dash-8 flugvél sem þeir fengu afhenta á dögunum. Það eru nokkur ár síðan gengið var frá kaupum á téðri flugvél, að minnsta kosti virtist þá vera allt í þessu fína í fjármálum ríkisins. En þvílíkt metnaðarleysi og gamaldags afturhaldsstefna að kaupa svona flugvél! Við hefðum til dæmis getað keypt 8 stykki Fokker-50 frá Japan eða Filippseyjum fyrir 4 milljarðana! Okkur vantaði hins vegar bara eina flugvél, svo að það hefði verið hægt að spara allt að 3 milljarða hefði Fokker-50 leiðin verið farin. Til að gæta allrar sanngirni skal tekið fram að Fokker-50 hefur ekki verið framleidd síðustu 10 ár svo að ég er að tala um notaða F-50. Fokker-50 er mun öflugri og sterkari flugvél en Dash-8. Dash 8 þarf hins vegar styttri flugbrautir en Fokker-50 en hvaða máli skiptir það fyrir Landhelgisgæsluna? Þeir aðilar sem telja sig hafa sérfræðiþekkingu á þessu máli og ég hef talað við afsaka þessi Dash-8 kaup á því að Dash-8 vélin sé ríkulega búin ýmiskonar tækjum, til dæmis radar, nætursjónaukum og fl. ofl. Það má rétt vera en það kemur Dash-8 eða F-50 bara ekkert við. Þessi góðu tæki má setja nánast í hvaða flugvél sem er og hefur ekkert með tegund að gera. Síðan er rétt að geta þess að Dash-8 er allt of lítil flugvél fyrir Landhelgisgæslu. Þá hefur hún T-stél sem meðal annars skapar hættu að lendi vélin í „stall“. Þá eru miklar líkur á að flugmennirnir nái ekki aftur stjórn á Dash-8 við slíkar aðstæður. En aftur að metnaðarleysinu. Landhelgisgæslan hefur nú yfir að ráða 2 stórum Puma þyrlum og einni minni Dauphin þyrlu. Eftir að NATO herinn hvarf héðan með sín öflugu tól þá hefur björgunarþjónusta við sjómenn verið meira og minna í uppnámi! Það sem við þurfum hér er tankflugvél sem getur gefið þyrlum eldsneyti á flugi. Við erum NATO-þjóð og hefði ekki til dæmis verið hægt að gera samning við til dæmis Bandaríkjamenn um leigu eða kaup á tankflugvél og öflugri þyrlum? Það er skömm af því að við setjum sjófarendur í aftasta sæti þegar kemur að öryggismálum. Mér finnst að við ættum að selja þessa Dash-8 flugvél til vanþróaðra landa og kaupa til bráðabirgða notaða Fokker-50 þangað til fjárhagur okkar skánar og setja það sem framtíðarmarkmið að sem fyrst verði keypt eða leigð hingað alvöru tankflugvél og útbúnaður til eldsneytistöku á flugi verði settur á Puma þyrlurnar eða keyptar þyrlur með slíkum búnaði. Við höfum ekki her á Íslandi og þurfum þar að leiðandi ekki að setja krónu í hernað, þannig að við ættum alveg að hafa efni á að eiga lámarks alvöru björgunartæki. Mér þætti vænt um að forstjóri Landhelgisgæslunnar svaraði þessu bréfi á síðum Fréttablaðsins og segði skoðun síða á þessum athugasemdum og segði okkur hver væri hans óskastaða í þessum málum burtséð frá kostnaði. Höfundur er fyrrverandi vagnstjóri.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar