Eyðilegging á miðbæ Akureyrar Hjörleifur Hallgrímsson skrifar 13. ágúst 2009 06:00 Heyrst hefur hér á Akureyri og haft eftir einum stjórnarmanni blaðsins Vikudags, að ekki sé æskilegt að blaðið flytji neikvæðar fréttir úr bænum, og dæmi um það er að mér undirrituðum er neitað um að skrifa í blaðið þar sem ég þyki of gagnrýninn penni. En af nægu er nefnilega að taka, sem ekki er ætlast til að komi fyrir augu bæjarbúa þegar meirihluti bæjarstjórnar, skipulagsnefnd og skipulagsstjóri eiga í hlut. Staðið hefur til hjá meirihlutanum að eyðileggja okkar fallega miðbæ og auðvitað í óþökk allflestra innfæddra Akureyringa. Kynntur hefur verið uppdráttur að skipulagi nýs miðbæjar, sem sýnir, ef af verður, að verði framin hryllileg mistök. Þessi nýi ætlaði miðbær samanstendur af mörgum 3ja og 5 hæða byggingum ásamt síki upp í miðjan miðbæ, sem ekki kemur til með að verða annað en drullupyttur. Svo á að byggja brú yfir og gera Glerárgötuna einbreiða en hún er aðalgatan í gegnum bæinn og er Þjóðvegur 1, þó að Vegagerðin sé ekki búin að samþykkja þessa vitleysu. Öll ásýnd miðbæjarins og Akureyrar mun stórlega skaðast og aðkoman t.d. frá sjónum eins og steinmúrar að sjá. Einnig myndu þessar byggingar byrgja allt útsýni fram á Pollinn og yfir í Vaðlaheiðina, eins fallegt og það er á að líta. Við þurfum ekki fólk aðkomið til að eyðileggja okkar fallega bæ. Blessunarlega verða sveitarstjórnarkosningar eftir u.þ.b. eitt ár og verður þá hægt að kjósa sanna, innfædda Akureyringa til trúnaðarstarfa, fólk sem hefur virkilega sterkar tilfinningar til síns bæjar og hvernig honum er best farið. Þar sem skipulagsstjóri svarar ekki tölvupósti frá mér fékk ég upplýsingar annarsstaðar úr kerfinu er segja mér að vinna við skipulagsuppdráttinn muni nema tugum milljóna og á sama tíma er bæjarfélagið rekið með 5 milljarða kr. halla og kostnaður við svokallað menningarhús nálgast 4 milljarða kr. Þá hefur annað ævintýri litið dagsins ljós, sem sagt er að fyrrv. bæjarstjóri Kristján Þór Júlíusson hafi svikið í gegnum kerfið, svokallaðan vinargreiða, og menn spyrja hvort um atkvæði eða peninga í kosningasjóð hafi verið um að ræða. Þetta er bygging fyrir vaxtarrækt og hliðstæða starfsemi, sem nú hefur stöðvast vegna þess að sagt er að vanti fjármagn en byggingin komin í 700 milljónir og Landsbankinn á að hafa fjármagnað, en ævintýrið virðist ekki vera úti vegna dæmalauss klúðurs í sambandi við lóðarúthlutunina, sem aldrei hafi verið gengið frá. Húsið stendur á lóð sundlaugarinnar en þúsundir mótmælaundirskrifta voru hundsaðar sem og beiðni sundfélagsins Óðins um fullkomna innisundlaug og hefur svæðið þannig verið eyðilagt. Og þá má einnig minna á að meðan ausið er fjármunum í ýmis gæluverkefni þá eru á milli 50 og 60 götur á Akureyri af 300 mjög slæmar eða ónýtar. Rúsínan í pylsuendanum er e.t.v. sú að nýlega samþykkti meirihluti fyrir 8 milljónir kr. Þegar betur var að gáð af minnihlutanum kom í ljós að Akureyrarbær hafði greitt fyrir sömu eign þegar húsið var byggt. Hvað þetta á að fyrirstilla þegar ekki er einu sinni hægt að halda götunum í bænum í boðlegu ástandi er næsta óskiljanlegt. Svona er Akureyri í dag, öll lífsins gæði. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Heyrst hefur hér á Akureyri og haft eftir einum stjórnarmanni blaðsins Vikudags, að ekki sé æskilegt að blaðið flytji neikvæðar fréttir úr bænum, og dæmi um það er að mér undirrituðum er neitað um að skrifa í blaðið þar sem ég þyki of gagnrýninn penni. En af nægu er nefnilega að taka, sem ekki er ætlast til að komi fyrir augu bæjarbúa þegar meirihluti bæjarstjórnar, skipulagsnefnd og skipulagsstjóri eiga í hlut. Staðið hefur til hjá meirihlutanum að eyðileggja okkar fallega miðbæ og auðvitað í óþökk allflestra innfæddra Akureyringa. Kynntur hefur verið uppdráttur að skipulagi nýs miðbæjar, sem sýnir, ef af verður, að verði framin hryllileg mistök. Þessi nýi ætlaði miðbær samanstendur af mörgum 3ja og 5 hæða byggingum ásamt síki upp í miðjan miðbæ, sem ekki kemur til með að verða annað en drullupyttur. Svo á að byggja brú yfir og gera Glerárgötuna einbreiða en hún er aðalgatan í gegnum bæinn og er Þjóðvegur 1, þó að Vegagerðin sé ekki búin að samþykkja þessa vitleysu. Öll ásýnd miðbæjarins og Akureyrar mun stórlega skaðast og aðkoman t.d. frá sjónum eins og steinmúrar að sjá. Einnig myndu þessar byggingar byrgja allt útsýni fram á Pollinn og yfir í Vaðlaheiðina, eins fallegt og það er á að líta. Við þurfum ekki fólk aðkomið til að eyðileggja okkar fallega bæ. Blessunarlega verða sveitarstjórnarkosningar eftir u.þ.b. eitt ár og verður þá hægt að kjósa sanna, innfædda Akureyringa til trúnaðarstarfa, fólk sem hefur virkilega sterkar tilfinningar til síns bæjar og hvernig honum er best farið. Þar sem skipulagsstjóri svarar ekki tölvupósti frá mér fékk ég upplýsingar annarsstaðar úr kerfinu er segja mér að vinna við skipulagsuppdráttinn muni nema tugum milljóna og á sama tíma er bæjarfélagið rekið með 5 milljarða kr. halla og kostnaður við svokallað menningarhús nálgast 4 milljarða kr. Þá hefur annað ævintýri litið dagsins ljós, sem sagt er að fyrrv. bæjarstjóri Kristján Þór Júlíusson hafi svikið í gegnum kerfið, svokallaðan vinargreiða, og menn spyrja hvort um atkvæði eða peninga í kosningasjóð hafi verið um að ræða. Þetta er bygging fyrir vaxtarrækt og hliðstæða starfsemi, sem nú hefur stöðvast vegna þess að sagt er að vanti fjármagn en byggingin komin í 700 milljónir og Landsbankinn á að hafa fjármagnað, en ævintýrið virðist ekki vera úti vegna dæmalauss klúðurs í sambandi við lóðarúthlutunina, sem aldrei hafi verið gengið frá. Húsið stendur á lóð sundlaugarinnar en þúsundir mótmælaundirskrifta voru hundsaðar sem og beiðni sundfélagsins Óðins um fullkomna innisundlaug og hefur svæðið þannig verið eyðilagt. Og þá má einnig minna á að meðan ausið er fjármunum í ýmis gæluverkefni þá eru á milli 50 og 60 götur á Akureyri af 300 mjög slæmar eða ónýtar. Rúsínan í pylsuendanum er e.t.v. sú að nýlega samþykkti meirihluti fyrir 8 milljónir kr. Þegar betur var að gáð af minnihlutanum kom í ljós að Akureyrarbær hafði greitt fyrir sömu eign þegar húsið var byggt. Hvað þetta á að fyrirstilla þegar ekki er einu sinni hægt að halda götunum í bænum í boðlegu ástandi er næsta óskiljanlegt. Svona er Akureyri í dag, öll lífsins gæði. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar