Eyðilegging á miðbæ Akureyrar Hjörleifur Hallgrímsson skrifar 13. ágúst 2009 06:00 Heyrst hefur hér á Akureyri og haft eftir einum stjórnarmanni blaðsins Vikudags, að ekki sé æskilegt að blaðið flytji neikvæðar fréttir úr bænum, og dæmi um það er að mér undirrituðum er neitað um að skrifa í blaðið þar sem ég þyki of gagnrýninn penni. En af nægu er nefnilega að taka, sem ekki er ætlast til að komi fyrir augu bæjarbúa þegar meirihluti bæjarstjórnar, skipulagsnefnd og skipulagsstjóri eiga í hlut. Staðið hefur til hjá meirihlutanum að eyðileggja okkar fallega miðbæ og auðvitað í óþökk allflestra innfæddra Akureyringa. Kynntur hefur verið uppdráttur að skipulagi nýs miðbæjar, sem sýnir, ef af verður, að verði framin hryllileg mistök. Þessi nýi ætlaði miðbær samanstendur af mörgum 3ja og 5 hæða byggingum ásamt síki upp í miðjan miðbæ, sem ekki kemur til með að verða annað en drullupyttur. Svo á að byggja brú yfir og gera Glerárgötuna einbreiða en hún er aðalgatan í gegnum bæinn og er Þjóðvegur 1, þó að Vegagerðin sé ekki búin að samþykkja þessa vitleysu. Öll ásýnd miðbæjarins og Akureyrar mun stórlega skaðast og aðkoman t.d. frá sjónum eins og steinmúrar að sjá. Einnig myndu þessar byggingar byrgja allt útsýni fram á Pollinn og yfir í Vaðlaheiðina, eins fallegt og það er á að líta. Við þurfum ekki fólk aðkomið til að eyðileggja okkar fallega bæ. Blessunarlega verða sveitarstjórnarkosningar eftir u.þ.b. eitt ár og verður þá hægt að kjósa sanna, innfædda Akureyringa til trúnaðarstarfa, fólk sem hefur virkilega sterkar tilfinningar til síns bæjar og hvernig honum er best farið. Þar sem skipulagsstjóri svarar ekki tölvupósti frá mér fékk ég upplýsingar annarsstaðar úr kerfinu er segja mér að vinna við skipulagsuppdráttinn muni nema tugum milljóna og á sama tíma er bæjarfélagið rekið með 5 milljarða kr. halla og kostnaður við svokallað menningarhús nálgast 4 milljarða kr. Þá hefur annað ævintýri litið dagsins ljós, sem sagt er að fyrrv. bæjarstjóri Kristján Þór Júlíusson hafi svikið í gegnum kerfið, svokallaðan vinargreiða, og menn spyrja hvort um atkvæði eða peninga í kosningasjóð hafi verið um að ræða. Þetta er bygging fyrir vaxtarrækt og hliðstæða starfsemi, sem nú hefur stöðvast vegna þess að sagt er að vanti fjármagn en byggingin komin í 700 milljónir og Landsbankinn á að hafa fjármagnað, en ævintýrið virðist ekki vera úti vegna dæmalauss klúðurs í sambandi við lóðarúthlutunina, sem aldrei hafi verið gengið frá. Húsið stendur á lóð sundlaugarinnar en þúsundir mótmælaundirskrifta voru hundsaðar sem og beiðni sundfélagsins Óðins um fullkomna innisundlaug og hefur svæðið þannig verið eyðilagt. Og þá má einnig minna á að meðan ausið er fjármunum í ýmis gæluverkefni þá eru á milli 50 og 60 götur á Akureyri af 300 mjög slæmar eða ónýtar. Rúsínan í pylsuendanum er e.t.v. sú að nýlega samþykkti meirihluti fyrir 8 milljónir kr. Þegar betur var að gáð af minnihlutanum kom í ljós að Akureyrarbær hafði greitt fyrir sömu eign þegar húsið var byggt. Hvað þetta á að fyrirstilla þegar ekki er einu sinni hægt að halda götunum í bænum í boðlegu ástandi er næsta óskiljanlegt. Svona er Akureyri í dag, öll lífsins gæði. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Heyrst hefur hér á Akureyri og haft eftir einum stjórnarmanni blaðsins Vikudags, að ekki sé æskilegt að blaðið flytji neikvæðar fréttir úr bænum, og dæmi um það er að mér undirrituðum er neitað um að skrifa í blaðið þar sem ég þyki of gagnrýninn penni. En af nægu er nefnilega að taka, sem ekki er ætlast til að komi fyrir augu bæjarbúa þegar meirihluti bæjarstjórnar, skipulagsnefnd og skipulagsstjóri eiga í hlut. Staðið hefur til hjá meirihlutanum að eyðileggja okkar fallega miðbæ og auðvitað í óþökk allflestra innfæddra Akureyringa. Kynntur hefur verið uppdráttur að skipulagi nýs miðbæjar, sem sýnir, ef af verður, að verði framin hryllileg mistök. Þessi nýi ætlaði miðbær samanstendur af mörgum 3ja og 5 hæða byggingum ásamt síki upp í miðjan miðbæ, sem ekki kemur til með að verða annað en drullupyttur. Svo á að byggja brú yfir og gera Glerárgötuna einbreiða en hún er aðalgatan í gegnum bæinn og er Þjóðvegur 1, þó að Vegagerðin sé ekki búin að samþykkja þessa vitleysu. Öll ásýnd miðbæjarins og Akureyrar mun stórlega skaðast og aðkoman t.d. frá sjónum eins og steinmúrar að sjá. Einnig myndu þessar byggingar byrgja allt útsýni fram á Pollinn og yfir í Vaðlaheiðina, eins fallegt og það er á að líta. Við þurfum ekki fólk aðkomið til að eyðileggja okkar fallega bæ. Blessunarlega verða sveitarstjórnarkosningar eftir u.þ.b. eitt ár og verður þá hægt að kjósa sanna, innfædda Akureyringa til trúnaðarstarfa, fólk sem hefur virkilega sterkar tilfinningar til síns bæjar og hvernig honum er best farið. Þar sem skipulagsstjóri svarar ekki tölvupósti frá mér fékk ég upplýsingar annarsstaðar úr kerfinu er segja mér að vinna við skipulagsuppdráttinn muni nema tugum milljóna og á sama tíma er bæjarfélagið rekið með 5 milljarða kr. halla og kostnaður við svokallað menningarhús nálgast 4 milljarða kr. Þá hefur annað ævintýri litið dagsins ljós, sem sagt er að fyrrv. bæjarstjóri Kristján Þór Júlíusson hafi svikið í gegnum kerfið, svokallaðan vinargreiða, og menn spyrja hvort um atkvæði eða peninga í kosningasjóð hafi verið um að ræða. Þetta er bygging fyrir vaxtarrækt og hliðstæða starfsemi, sem nú hefur stöðvast vegna þess að sagt er að vanti fjármagn en byggingin komin í 700 milljónir og Landsbankinn á að hafa fjármagnað, en ævintýrið virðist ekki vera úti vegna dæmalauss klúðurs í sambandi við lóðarúthlutunina, sem aldrei hafi verið gengið frá. Húsið stendur á lóð sundlaugarinnar en þúsundir mótmælaundirskrifta voru hundsaðar sem og beiðni sundfélagsins Óðins um fullkomna innisundlaug og hefur svæðið þannig verið eyðilagt. Og þá má einnig minna á að meðan ausið er fjármunum í ýmis gæluverkefni þá eru á milli 50 og 60 götur á Akureyri af 300 mjög slæmar eða ónýtar. Rúsínan í pylsuendanum er e.t.v. sú að nýlega samþykkti meirihluti fyrir 8 milljónir kr. Þegar betur var að gáð af minnihlutanum kom í ljós að Akureyrarbær hafði greitt fyrir sömu eign þegar húsið var byggt. Hvað þetta á að fyrirstilla þegar ekki er einu sinni hægt að halda götunum í bænum í boðlegu ástandi er næsta óskiljanlegt. Svona er Akureyri í dag, öll lífsins gæði. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun