Verðum að semja upp á nýtt Sigurður Ragnarsson skrifar 12. ágúst 2009 04:00 Erum við ekkert að læra af reynslunni? Eigum við ekki endanlega að jarða „þetta reddast" hugarfar? Það er búið að vera dapurt að horfa upp á stjórnvöld reyna að fá okkur á band Icesave-samkomulags án þess að færa fyrir því almennileg rök. Í raun hafa aðalrökin verið að þetta verður bara að gera svo að við verðum ekki stimpluð sem vond þjóð og þetta muni alveg reddast. En mun þetta reddast? Af hverju mun það reddast? Hvaða forsendur eru á bak við það? Við getum vart framfleytt okkur í dag og við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Til að mynda, hvað flytja margir af landi brott og hvaða áhrif hefur það? Eigum við virkilega að taka á okkur auknar byrðar án þess að kannaðar séu mögulegar leiðir til að losna úr hengingarólinni? Hvað gengur stjórnvöldum til? Það er ekki að undra þó að viðhorf stjórnarinnar vegna Icesave-málsins og gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum leiði mann inn á þá braut hugsunar að hér sé verið að reyna að kaupa sér aðgöngumiða inn í ESB. Hvað annað liggur að baki? En stóra spurningin er: Hvað eigum við að gera í Icesave-málinu? Við getum ekki gengist undir þetta samkomulag, svo mikið er víst. Við værum að taka of mikla áhættu og það gæti hreinlega sent okkur út í skelfilegt skuldafen. Það er mér er óskiljanlegt að stjórnvöld vilji taka þessa áhættu. Er það ekki að hluta til einmitt svona kæruleysi og hugarfar sem er búið að koma okkur í þessa stöðu? Það er líka niðurlægjandi fyrir íslenska þegna að horfa upp á stjórnvöld reyna að tjasla upp á samkomulag og setja ýmsa fyrirvara sem þau halda að Bretar og Hollendingar muni samþykkja. Hvaða veruleikafirring er í gangi? Af hverju ættu þeir að gera það? Við erum að brjóta samkomulag og breyta samningnum einhliða. Myndum við sætta okkur við slíkt framferði ef við setjum okkur í spor þeirra? Þetta er þvílík heimska að maður skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Því miður er staðan sú að það eina sem hægt er að gera er að virða ekki fyrra samkomulag, því áhættan er of mikil og líkurnar á brotlendingu okkar sem þjóðar eru of miklar. Síðan þarf að undirbúa nýjar samningaviðræður með faglegum hætti, fá viðeigandi aðila að borðinu aftur og ræða hlutina af fagmennsku og finna raunhæfar lausnir. Munum að það er líka ábyrgðarleysi að lofa skuldbindingum sem ekki er hægt að standa við. Við stöndum í milliríkjadeilum sem við leysum ekki ein og sér og við sem þjóð ráðum ekki einhliða lausn þessa máls. Þess vegna er fáránlegt að eyða öllu þessu púðri í að vera að sjóða saman einhverja fyrirvara og reyna að finna leiðir til að breyta samkomulaginu vegna Icesave. Ef við viljum breyta fyrra samkomulagi þá þarf að semja um það. Það þarf að kynna og útskýra stöðu okkar og semja upp á nýtt. Við þurfum að gera það faglega, sem þýðir að hagsmunir allra aðila eru hafðir í huga. Ekki bara hagsmunir erlendra þjóða, stofnana og fyrirtækja og heldur ekki bara hagsmunir okkar. Þetta er eina raunhæfa leiðin, því er nú verr og miður. Það er illa komið fyrir okkur en við megum ekki spila þannig úr spilunum að bjóða fólkinu í landinu upp á mun verri lífskjör en bjóðast annars staðar og við eigum heldur aldrei að sætta okkur við að vera kúguð af neinum. Við verðum að fara fram á að semja upp á nýtt. Höfundur er háskólakennari með leiðtogafræði og stjórnun sem sérsvið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Sjá meira
Erum við ekkert að læra af reynslunni? Eigum við ekki endanlega að jarða „þetta reddast" hugarfar? Það er búið að vera dapurt að horfa upp á stjórnvöld reyna að fá okkur á band Icesave-samkomulags án þess að færa fyrir því almennileg rök. Í raun hafa aðalrökin verið að þetta verður bara að gera svo að við verðum ekki stimpluð sem vond þjóð og þetta muni alveg reddast. En mun þetta reddast? Af hverju mun það reddast? Hvaða forsendur eru á bak við það? Við getum vart framfleytt okkur í dag og við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Til að mynda, hvað flytja margir af landi brott og hvaða áhrif hefur það? Eigum við virkilega að taka á okkur auknar byrðar án þess að kannaðar séu mögulegar leiðir til að losna úr hengingarólinni? Hvað gengur stjórnvöldum til? Það er ekki að undra þó að viðhorf stjórnarinnar vegna Icesave-málsins og gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum leiði mann inn á þá braut hugsunar að hér sé verið að reyna að kaupa sér aðgöngumiða inn í ESB. Hvað annað liggur að baki? En stóra spurningin er: Hvað eigum við að gera í Icesave-málinu? Við getum ekki gengist undir þetta samkomulag, svo mikið er víst. Við værum að taka of mikla áhættu og það gæti hreinlega sent okkur út í skelfilegt skuldafen. Það er mér er óskiljanlegt að stjórnvöld vilji taka þessa áhættu. Er það ekki að hluta til einmitt svona kæruleysi og hugarfar sem er búið að koma okkur í þessa stöðu? Það er líka niðurlægjandi fyrir íslenska þegna að horfa upp á stjórnvöld reyna að tjasla upp á samkomulag og setja ýmsa fyrirvara sem þau halda að Bretar og Hollendingar muni samþykkja. Hvaða veruleikafirring er í gangi? Af hverju ættu þeir að gera það? Við erum að brjóta samkomulag og breyta samningnum einhliða. Myndum við sætta okkur við slíkt framferði ef við setjum okkur í spor þeirra? Þetta er þvílík heimska að maður skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Því miður er staðan sú að það eina sem hægt er að gera er að virða ekki fyrra samkomulag, því áhættan er of mikil og líkurnar á brotlendingu okkar sem þjóðar eru of miklar. Síðan þarf að undirbúa nýjar samningaviðræður með faglegum hætti, fá viðeigandi aðila að borðinu aftur og ræða hlutina af fagmennsku og finna raunhæfar lausnir. Munum að það er líka ábyrgðarleysi að lofa skuldbindingum sem ekki er hægt að standa við. Við stöndum í milliríkjadeilum sem við leysum ekki ein og sér og við sem þjóð ráðum ekki einhliða lausn þessa máls. Þess vegna er fáránlegt að eyða öllu þessu púðri í að vera að sjóða saman einhverja fyrirvara og reyna að finna leiðir til að breyta samkomulaginu vegna Icesave. Ef við viljum breyta fyrra samkomulagi þá þarf að semja um það. Það þarf að kynna og útskýra stöðu okkar og semja upp á nýtt. Við þurfum að gera það faglega, sem þýðir að hagsmunir allra aðila eru hafðir í huga. Ekki bara hagsmunir erlendra þjóða, stofnana og fyrirtækja og heldur ekki bara hagsmunir okkar. Þetta er eina raunhæfa leiðin, því er nú verr og miður. Það er illa komið fyrir okkur en við megum ekki spila þannig úr spilunum að bjóða fólkinu í landinu upp á mun verri lífskjör en bjóðast annars staðar og við eigum heldur aldrei að sætta okkur við að vera kúguð af neinum. Við verðum að fara fram á að semja upp á nýtt. Höfundur er háskólakennari með leiðtogafræði og stjórnun sem sérsvið.
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar