Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson og Védís Drótt Cortez skrifa 8. desember 2025 07:01 Í nýlegri umfjöllun sem birtist á Vísi ræddi Gary Barker, forseti Equimundo, uggvænlega þróun í skoðunum ungra karla til kynjajafnréttis á heimsvísu. Þeir virðast ekki deila jafn frjálslyndum viðhorfum og feður sínir, hvað varðar félagsleg gildi, kynjakerfið og jafnrétti. Þessi þróun vekur bæði undrun og áhyggjur, því hún felur í sér mótsögn við samfélagslega og lagalega framþróun undanfarinna áratuga í átt að auknu jafnrétti og jafnari dreifingu ábyrgðar innan fjölskyldna og samfélaga. Ein birtingarmynd þessarar þróunar sem veldur okkur miklum áhyggjum er vaxandi umsvif netsamfélaga sem sameiginlega er nefnt Karlanetið (e. Manosphere). Karlanetið einkennist hvað helst af orðræðu um að femínisminn og jafnrétti kynjanna hafi komið niður á réttindum karla. Þessir hópar reyna að höfða til ungra karla og ýta undir þrönga og íhaldssama skilgreiningu á hvað það þýðir að vera karlmaður. Undanfarin ár hafa femínistar veitt Karlanetinu aukna athygli, þar sem samfélagsleg umræða og hverskyns mannlíf hefur í síauknu mæli færst yfir í netheima, sérstaklega á meðal ungu kynslóðarinnar. Ungir karlmenn rekast oft á Karlanetið fyrir slysni þegar þeir leita ráða um sambönd, karlmennsku, líkamsrækt, heilsu eða fjármál á netinu. Áhrifavaldar Karlanetsins markaðssetja sig oft sem „sjálfshjálparefni“ eða vettvang opinskárrar umræðu. Þannig geta karlmenn ratað, vitandi eða óvitandi, inn í netsamfélög sem ýta undir andúðsfull viðhorf gagnvart konum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna um Stafrænt ofbeldi gegn konum og stúlkum (2024) eru andfeminískir hagsmunahópar á alþjóðavísu í auknum mæli að nýta sér stafræna vettvanga til að grafa undan kynjajafnrétti. Skýrslan varar við að ein afleiðing þess er að stafræn rými eins og finna má á samfélagsmiðlum hætta á að verða fjandsamleg fyrir konur og stúlkur, og neteinelti, áreitni og ofbeldishótanir algengara. Þá sérstaklega er hættan sögð mikil fyrir konur sem berjast fyrir mannréttindum, jafnrétti og þau sem taka virkan þátt í opinberu lífi. Meðal tillagna Sameinuðu Þjóðanna til að sporna gegn þessari þróun er krafa að löggjöf taki tillit til stafræna birtingarmynda kynbundins ofbeldis (e. Technology Facilitated Violence against Women and Girls / TF VAWG). Skýrslan ítrekar mikilvægi þess að stjórnvöld, tæknifyrirtæki og alþjóðlegar stofnanir vinni saman að stefnum og ferlum sem tryggi öryggi þolenda slíks ofbeldis. Einnig er lagt til kerfisbundinnar ábyrgðar tæknifyrirtækja. Að þeim beri virk skylda til að vakta og bregðast við netofbeldi gegn konum og sæta viðurlögum ef þeim bregst skyldum sínum. Hvað varðar Ísland, var mikilvægt skref tekið til að bregðast við stafrænu kynbundnu ofbeldi með samþykkt frumvarps Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi Dómsmálaráðherra, sem kvað á um að stafrænt kynferðisofbeldi, þar á meðal dreifing kynferðislegs efnis án samþykkis, yrði gert refsivert. Þrátt fyrir þessa lagasetningu sýnir þróunin, bæði hér á landi og á alþjóðavísu, að stafrænt ofbeldi gegn konum heldur áfram að vera útbreitt. Karlanetið, skaðleg orðræða og netofbeldi eru hluti af íslenskum raunveruleika, ekki vandamál lengst úti í heimi. Það eru engar einfaldar lausnir til að tryggja örugg og virðingarfull stafræn rými, en án samstilltra aðgerða stjórnvalda og tæknigeirans, skýrrar ábyrgðar og vitundarvakningar mun stafrænt ofbeldi halda áfram að grafa undan jafnrétti og öryggi kvenna, bæði hér heima og víðar. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni „Ending Digital Violence Against All Women and Girls“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri umfjöllun sem birtist á Vísi ræddi Gary Barker, forseti Equimundo, uggvænlega þróun í skoðunum ungra karla til kynjajafnréttis á heimsvísu. Þeir virðast ekki deila jafn frjálslyndum viðhorfum og feður sínir, hvað varðar félagsleg gildi, kynjakerfið og jafnrétti. Þessi þróun vekur bæði undrun og áhyggjur, því hún felur í sér mótsögn við samfélagslega og lagalega framþróun undanfarinna áratuga í átt að auknu jafnrétti og jafnari dreifingu ábyrgðar innan fjölskyldna og samfélaga. Ein birtingarmynd þessarar þróunar sem veldur okkur miklum áhyggjum er vaxandi umsvif netsamfélaga sem sameiginlega er nefnt Karlanetið (e. Manosphere). Karlanetið einkennist hvað helst af orðræðu um að femínisminn og jafnrétti kynjanna hafi komið niður á réttindum karla. Þessir hópar reyna að höfða til ungra karla og ýta undir þrönga og íhaldssama skilgreiningu á hvað það þýðir að vera karlmaður. Undanfarin ár hafa femínistar veitt Karlanetinu aukna athygli, þar sem samfélagsleg umræða og hverskyns mannlíf hefur í síauknu mæli færst yfir í netheima, sérstaklega á meðal ungu kynslóðarinnar. Ungir karlmenn rekast oft á Karlanetið fyrir slysni þegar þeir leita ráða um sambönd, karlmennsku, líkamsrækt, heilsu eða fjármál á netinu. Áhrifavaldar Karlanetsins markaðssetja sig oft sem „sjálfshjálparefni“ eða vettvang opinskárrar umræðu. Þannig geta karlmenn ratað, vitandi eða óvitandi, inn í netsamfélög sem ýta undir andúðsfull viðhorf gagnvart konum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna um Stafrænt ofbeldi gegn konum og stúlkum (2024) eru andfeminískir hagsmunahópar á alþjóðavísu í auknum mæli að nýta sér stafræna vettvanga til að grafa undan kynjajafnrétti. Skýrslan varar við að ein afleiðing þess er að stafræn rými eins og finna má á samfélagsmiðlum hætta á að verða fjandsamleg fyrir konur og stúlkur, og neteinelti, áreitni og ofbeldishótanir algengara. Þá sérstaklega er hættan sögð mikil fyrir konur sem berjast fyrir mannréttindum, jafnrétti og þau sem taka virkan þátt í opinberu lífi. Meðal tillagna Sameinuðu Þjóðanna til að sporna gegn þessari þróun er krafa að löggjöf taki tillit til stafræna birtingarmynda kynbundins ofbeldis (e. Technology Facilitated Violence against Women and Girls / TF VAWG). Skýrslan ítrekar mikilvægi þess að stjórnvöld, tæknifyrirtæki og alþjóðlegar stofnanir vinni saman að stefnum og ferlum sem tryggi öryggi þolenda slíks ofbeldis. Einnig er lagt til kerfisbundinnar ábyrgðar tæknifyrirtækja. Að þeim beri virk skylda til að vakta og bregðast við netofbeldi gegn konum og sæta viðurlögum ef þeim bregst skyldum sínum. Hvað varðar Ísland, var mikilvægt skref tekið til að bregðast við stafrænu kynbundnu ofbeldi með samþykkt frumvarps Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi Dómsmálaráðherra, sem kvað á um að stafrænt kynferðisofbeldi, þar á meðal dreifing kynferðislegs efnis án samþykkis, yrði gert refsivert. Þrátt fyrir þessa lagasetningu sýnir þróunin, bæði hér á landi og á alþjóðavísu, að stafrænt ofbeldi gegn konum heldur áfram að vera útbreitt. Karlanetið, skaðleg orðræða og netofbeldi eru hluti af íslenskum raunveruleika, ekki vandamál lengst úti í heimi. Það eru engar einfaldar lausnir til að tryggja örugg og virðingarfull stafræn rými, en án samstilltra aðgerða stjórnvalda og tæknigeirans, skýrrar ábyrgðar og vitundarvakningar mun stafrænt ofbeldi halda áfram að grafa undan jafnrétti og öryggi kvenna, bæði hér heima og víðar. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni „Ending Digital Violence Against All Women and Girls“.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun