Einkavæðing Hitaveitu Suðurnesja Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 19. ágúst 2009 05:00 Hið opinbera, jafnt ríki sem sveitarfélög eiga í miklum fjárhagsörðugleikum. Lausafjárstaðan er slæm og það er freistandi að selja almannafyrirtæki eða hluta þeirra. Þekkt er erlendis frá að við aðstæður sem þessar, mæta „hákarlarnir" með það í huga að eignast almannafyrirtæki fyrir lítið fé. Í þessu felast hættur sem vel gætu hamlað endurreisn Íslands. Þegar Hafnafjarðarbær og Grindavík neyttu forkaupsréttar og keyptu um 16% hlut í Hitaveitu Suðurnesja sem seldur var til Orkuveitu Reykjavíkur var það gert til þess að gæta almannahagsmuna, það sama átti við þegar OR bauð í 15 % hlut Hafnarfjarðar. Verið var að verjast einkavæðingaráformum þáverandi ríkisstjórna. Samkeppniseftirlitið felldi síðan þann úrskurð að Orkuveitan mætti ekki eiga meira en 10% í HS orku því það tryggði frekar hagsmuni almennings að fyrirtækið væri í einkaeigu en eigu almannafyrirtækisins OR. Meirihluti OR ákvað þá að selja allan hlutinn en hugmyndum um samfélagsleg markmið var varpað fyrir róða. Nú hefur Magma Energy gert tilboð sem rennur út á fimmtudag. Í tilboðinu er gert ráð fyrir því að OR kaupi hlut Hafnarfjarðar og þannig fái Magma um 32% hlut í HS. Þessi viðskipti myndu kosta OR um 1,3 milljarða króna í tap. Þar með væri HS orka komið í einkaeigu Magma og Geysis Green energy en það fyrirtæki stendur á brauðfótum og alveg eins líklegt að Magma næði góðum meirihluta eða jafnvel fyrirtækinu öllu. Því hefur verið haldið til haga að auðlindin á Reykjanesi sé í almannaeigu samkvæmt lögum. Á það hefur hins vegar verið bent að HS orka fær auðlindina leigða í 65 ár og sá samningur er framlengjanlegur í önnur 65 ár. Sé þetta rétt er fyrirtækið búið að tryggja nýtingarrétt í allt að 130 ár á lágri leigu. Þar með er orkufyrirtæki í einkaeigu orðið allsráðandi á Reykjanesi langt fram á næstu öld. Hvað verður þá næst? Höfundur er borgarfulltrúi og situr í stjórn OR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Hið opinbera, jafnt ríki sem sveitarfélög eiga í miklum fjárhagsörðugleikum. Lausafjárstaðan er slæm og það er freistandi að selja almannafyrirtæki eða hluta þeirra. Þekkt er erlendis frá að við aðstæður sem þessar, mæta „hákarlarnir" með það í huga að eignast almannafyrirtæki fyrir lítið fé. Í þessu felast hættur sem vel gætu hamlað endurreisn Íslands. Þegar Hafnafjarðarbær og Grindavík neyttu forkaupsréttar og keyptu um 16% hlut í Hitaveitu Suðurnesja sem seldur var til Orkuveitu Reykjavíkur var það gert til þess að gæta almannahagsmuna, það sama átti við þegar OR bauð í 15 % hlut Hafnarfjarðar. Verið var að verjast einkavæðingaráformum þáverandi ríkisstjórna. Samkeppniseftirlitið felldi síðan þann úrskurð að Orkuveitan mætti ekki eiga meira en 10% í HS orku því það tryggði frekar hagsmuni almennings að fyrirtækið væri í einkaeigu en eigu almannafyrirtækisins OR. Meirihluti OR ákvað þá að selja allan hlutinn en hugmyndum um samfélagsleg markmið var varpað fyrir róða. Nú hefur Magma Energy gert tilboð sem rennur út á fimmtudag. Í tilboðinu er gert ráð fyrir því að OR kaupi hlut Hafnarfjarðar og þannig fái Magma um 32% hlut í HS. Þessi viðskipti myndu kosta OR um 1,3 milljarða króna í tap. Þar með væri HS orka komið í einkaeigu Magma og Geysis Green energy en það fyrirtæki stendur á brauðfótum og alveg eins líklegt að Magma næði góðum meirihluta eða jafnvel fyrirtækinu öllu. Því hefur verið haldið til haga að auðlindin á Reykjanesi sé í almannaeigu samkvæmt lögum. Á það hefur hins vegar verið bent að HS orka fær auðlindina leigða í 65 ár og sá samningur er framlengjanlegur í önnur 65 ár. Sé þetta rétt er fyrirtækið búið að tryggja nýtingarrétt í allt að 130 ár á lágri leigu. Þar með er orkufyrirtæki í einkaeigu orðið allsráðandi á Reykjanesi langt fram á næstu öld. Hvað verður þá næst? Höfundur er borgarfulltrúi og situr í stjórn OR.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar