Einkavæðing Hitaveitu Suðurnesja Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 19. ágúst 2009 05:00 Hið opinbera, jafnt ríki sem sveitarfélög eiga í miklum fjárhagsörðugleikum. Lausafjárstaðan er slæm og það er freistandi að selja almannafyrirtæki eða hluta þeirra. Þekkt er erlendis frá að við aðstæður sem þessar, mæta „hákarlarnir" með það í huga að eignast almannafyrirtæki fyrir lítið fé. Í þessu felast hættur sem vel gætu hamlað endurreisn Íslands. Þegar Hafnafjarðarbær og Grindavík neyttu forkaupsréttar og keyptu um 16% hlut í Hitaveitu Suðurnesja sem seldur var til Orkuveitu Reykjavíkur var það gert til þess að gæta almannahagsmuna, það sama átti við þegar OR bauð í 15 % hlut Hafnarfjarðar. Verið var að verjast einkavæðingaráformum þáverandi ríkisstjórna. Samkeppniseftirlitið felldi síðan þann úrskurð að Orkuveitan mætti ekki eiga meira en 10% í HS orku því það tryggði frekar hagsmuni almennings að fyrirtækið væri í einkaeigu en eigu almannafyrirtækisins OR. Meirihluti OR ákvað þá að selja allan hlutinn en hugmyndum um samfélagsleg markmið var varpað fyrir róða. Nú hefur Magma Energy gert tilboð sem rennur út á fimmtudag. Í tilboðinu er gert ráð fyrir því að OR kaupi hlut Hafnarfjarðar og þannig fái Magma um 32% hlut í HS. Þessi viðskipti myndu kosta OR um 1,3 milljarða króna í tap. Þar með væri HS orka komið í einkaeigu Magma og Geysis Green energy en það fyrirtæki stendur á brauðfótum og alveg eins líklegt að Magma næði góðum meirihluta eða jafnvel fyrirtækinu öllu. Því hefur verið haldið til haga að auðlindin á Reykjanesi sé í almannaeigu samkvæmt lögum. Á það hefur hins vegar verið bent að HS orka fær auðlindina leigða í 65 ár og sá samningur er framlengjanlegur í önnur 65 ár. Sé þetta rétt er fyrirtækið búið að tryggja nýtingarrétt í allt að 130 ár á lágri leigu. Þar með er orkufyrirtæki í einkaeigu orðið allsráðandi á Reykjanesi langt fram á næstu öld. Hvað verður þá næst? Höfundur er borgarfulltrúi og situr í stjórn OR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Hið opinbera, jafnt ríki sem sveitarfélög eiga í miklum fjárhagsörðugleikum. Lausafjárstaðan er slæm og það er freistandi að selja almannafyrirtæki eða hluta þeirra. Þekkt er erlendis frá að við aðstæður sem þessar, mæta „hákarlarnir" með það í huga að eignast almannafyrirtæki fyrir lítið fé. Í þessu felast hættur sem vel gætu hamlað endurreisn Íslands. Þegar Hafnafjarðarbær og Grindavík neyttu forkaupsréttar og keyptu um 16% hlut í Hitaveitu Suðurnesja sem seldur var til Orkuveitu Reykjavíkur var það gert til þess að gæta almannahagsmuna, það sama átti við þegar OR bauð í 15 % hlut Hafnarfjarðar. Verið var að verjast einkavæðingaráformum þáverandi ríkisstjórna. Samkeppniseftirlitið felldi síðan þann úrskurð að Orkuveitan mætti ekki eiga meira en 10% í HS orku því það tryggði frekar hagsmuni almennings að fyrirtækið væri í einkaeigu en eigu almannafyrirtækisins OR. Meirihluti OR ákvað þá að selja allan hlutinn en hugmyndum um samfélagsleg markmið var varpað fyrir róða. Nú hefur Magma Energy gert tilboð sem rennur út á fimmtudag. Í tilboðinu er gert ráð fyrir því að OR kaupi hlut Hafnarfjarðar og þannig fái Magma um 32% hlut í HS. Þessi viðskipti myndu kosta OR um 1,3 milljarða króna í tap. Þar með væri HS orka komið í einkaeigu Magma og Geysis Green energy en það fyrirtæki stendur á brauðfótum og alveg eins líklegt að Magma næði góðum meirihluta eða jafnvel fyrirtækinu öllu. Því hefur verið haldið til haga að auðlindin á Reykjanesi sé í almannaeigu samkvæmt lögum. Á það hefur hins vegar verið bent að HS orka fær auðlindina leigða í 65 ár og sá samningur er framlengjanlegur í önnur 65 ár. Sé þetta rétt er fyrirtækið búið að tryggja nýtingarrétt í allt að 130 ár á lágri leigu. Þar með er orkufyrirtæki í einkaeigu orðið allsráðandi á Reykjanesi langt fram á næstu öld. Hvað verður þá næst? Höfundur er borgarfulltrúi og situr í stjórn OR.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun