Genfarsamningarnir 60 ára Anna Stefánsdóttir skrifar 12. ágúst 2009 05:15 Í dag eru liðin sextíu ár frá því að Genfarsamningarnir fjórir voru undirritaðir. Samningarnir veita mönnum vernd í vopnuðum átökum og þeir eru enn í dag hornsteinninn í alþjóðlegum mannúðarrétti. Samningarnir hafa bjargað ótöldum mannslífum, bætt aðstæður þúsunda stríðsfanga og leitt til þess að milljónir sundraðra fjölskyldna hafa sameinast. Enda þótt ógnir stríðsátaka taki stöðugum breytingum halda Genfarsamningarnir gildi sínu og eru áfram grundvöllur þess hjálparstarfs sem fram fer á vígvöllum um víða veröld. Í samningunum eru ákvæði sem veita Rauða krossinum víðtækt hlutverk við að vernda og aðstoða fórnarlömb stríðsátaka. Rauði krossinn fræðir stríðandi fylkingar um Genfarsamningana og fylgist með því að þeir séu virtir. Í tilefni dagsins hafa Rauða kross félögin í Evrópu beint þeim tilmælum til forsætisráðherra sinna að stjórnvöld sinni eftirfarandi viðfangsefnum: • Útbreiðsla: Breiða þarf út þekkingu á alþjóðlegum mannúðarlögum, bæði meðal hermanna og meðal almennings svo að hann viti um þá vernd sem honum ber. • Framkvæmd: Stöðugt þarf að leggja áherslu á að fullgilda samninga um alþjóðlegan mannúðarrétt og tryggja framkvæmd þeirra. • Málsvarastarf í þágu mannúðar: Evrópuríkin þurfa að beita sér fyrir því að óháð og sjálfstæð mannúðaraðstoð geti farið óhindrað þar sem vopnuð átök geisa. • Ábyrgð: Refsa ber þeim sem gerast sekir um glæpi í vopnuðum átökum. Hina brotlegu á að draga til ábyrgðar fyrir brot sín. Ríki þurfa að tryggja að landslög heimili að sótt sé til saka fyrir slík brot. Stríðsátök skapa enn í dag ómælda mannlega neyð, en þrátt fyrir það er rétt að minnast Genfarsamninganna, sem hafa síðustu sextíu árin komið í veg fyrir eða linað miklar mannlegar þjáningar. Höfundur er formaður Rauða kross Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Í dag eru liðin sextíu ár frá því að Genfarsamningarnir fjórir voru undirritaðir. Samningarnir veita mönnum vernd í vopnuðum átökum og þeir eru enn í dag hornsteinninn í alþjóðlegum mannúðarrétti. Samningarnir hafa bjargað ótöldum mannslífum, bætt aðstæður þúsunda stríðsfanga og leitt til þess að milljónir sundraðra fjölskyldna hafa sameinast. Enda þótt ógnir stríðsátaka taki stöðugum breytingum halda Genfarsamningarnir gildi sínu og eru áfram grundvöllur þess hjálparstarfs sem fram fer á vígvöllum um víða veröld. Í samningunum eru ákvæði sem veita Rauða krossinum víðtækt hlutverk við að vernda og aðstoða fórnarlömb stríðsátaka. Rauði krossinn fræðir stríðandi fylkingar um Genfarsamningana og fylgist með því að þeir séu virtir. Í tilefni dagsins hafa Rauða kross félögin í Evrópu beint þeim tilmælum til forsætisráðherra sinna að stjórnvöld sinni eftirfarandi viðfangsefnum: • Útbreiðsla: Breiða þarf út þekkingu á alþjóðlegum mannúðarlögum, bæði meðal hermanna og meðal almennings svo að hann viti um þá vernd sem honum ber. • Framkvæmd: Stöðugt þarf að leggja áherslu á að fullgilda samninga um alþjóðlegan mannúðarrétt og tryggja framkvæmd þeirra. • Málsvarastarf í þágu mannúðar: Evrópuríkin þurfa að beita sér fyrir því að óháð og sjálfstæð mannúðaraðstoð geti farið óhindrað þar sem vopnuð átök geisa. • Ábyrgð: Refsa ber þeim sem gerast sekir um glæpi í vopnuðum átökum. Hina brotlegu á að draga til ábyrgðar fyrir brot sín. Ríki þurfa að tryggja að landslög heimili að sótt sé til saka fyrir slík brot. Stríðsátök skapa enn í dag ómælda mannlega neyð, en þrátt fyrir það er rétt að minnast Genfarsamninganna, sem hafa síðustu sextíu árin komið í veg fyrir eða linað miklar mannlegar þjáningar. Höfundur er formaður Rauða kross Íslands.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar