Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar 8. desember 2025 12:00 Núna stefnir í að vörugjöld af mótorhjólum hækki upp í 40%. Það verður að öllum líkindum Evrópumet, ef af verður. Í öðrum löndum ESB og EES eru vörugjöld ökutækja ákvörðuð út frá nokkrum þáttum eins og CO2 losun, tollverði og rúmtaki vélar. Í stuttu máli þýðir þetta: Lítið, sparneytið og ódýrt ökutæki = lág vörugjöld Hér á landi fara vörugjöld bifreiða eftir fyrrgreindum atriðum, en vörugjöld af mótorhjólum gera það ekki. Mótorhjól bera öll sömu föstu 30% vörugjöldin. Enda eru minni mótorhjól eins og 50cc skellinöðrur og 125-300cc hjól nánast ekki til lengur, því þau bera sömu vörugjöld og stærri hjólin. Nánast alstaðar erlendis eru mótorhjól, og þá sérstaklega minni hjól, mikið notuð sem samgöngutæki. Þau taka lítið pláss í umferðinni, taka lítið pláss í stæði og menga lítið. Það er í raun óskiljanlegt að yfirvöld sjái ekki hagkvæmnina í því að fólk nýti sér þessi tæki til samgangna. Sérstaklega þegar svona mikil áhersla er lögð á umhverfisvænni samgöngur. Ef allt er tekið saman eins og slit á vegum, svifryk og slit á dekkjum að þá er það ljóst að mótorhjól koma mun betur út úr þeim samanburði við bíla. Hvort sem um er að ræða þunga rafbíla eða bensínbíla. Það er ekki mögulegt að nýskrá mótorhjól á Íslandi nema að þau uppfylli alltaf nýjustu Euro kröfur. Í dag er Euro 5+ kröfur í gildi, en það skiptir í raun engu máli því vörugjaldið er 30% sama hvort hjólið er nýtt Euro5+ eða hjól frá 1930. Þetta kerfi hefur ýtt framleiðendum í að þróa stöðugt betri og sparneytnari hjól, sem skilar sér ekki í betra verði hérlendis. Það er lítið úrval af rafmótorhjólum og enn minna um hleðslustöðvar uppi á hálendinu þannig að í raun er hægt að segja að enginn annar valkostur sé til fyrir þá sem ferðast um landið á mótorhjóli. Með þessum breytingum er því aðeins verið að útiloka fólk frá því að sinna sínum áhugamálum og að reyna að starfa innan greinarinnar. Því miður að þá virðist þetta vera pólitískt mál frekar en mál byggt á rökum. Núverandi stjórnvöld virðast ekki gera sér mikla grein fyrir því sem þau eru að gera. Að takmarka mótorhjóla innflutning getur varla talist til forgangsmála fyrir núverandi ríkisstjórn. Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bifhjól Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Núna stefnir í að vörugjöld af mótorhjólum hækki upp í 40%. Það verður að öllum líkindum Evrópumet, ef af verður. Í öðrum löndum ESB og EES eru vörugjöld ökutækja ákvörðuð út frá nokkrum þáttum eins og CO2 losun, tollverði og rúmtaki vélar. Í stuttu máli þýðir þetta: Lítið, sparneytið og ódýrt ökutæki = lág vörugjöld Hér á landi fara vörugjöld bifreiða eftir fyrrgreindum atriðum, en vörugjöld af mótorhjólum gera það ekki. Mótorhjól bera öll sömu föstu 30% vörugjöldin. Enda eru minni mótorhjól eins og 50cc skellinöðrur og 125-300cc hjól nánast ekki til lengur, því þau bera sömu vörugjöld og stærri hjólin. Nánast alstaðar erlendis eru mótorhjól, og þá sérstaklega minni hjól, mikið notuð sem samgöngutæki. Þau taka lítið pláss í umferðinni, taka lítið pláss í stæði og menga lítið. Það er í raun óskiljanlegt að yfirvöld sjái ekki hagkvæmnina í því að fólk nýti sér þessi tæki til samgangna. Sérstaklega þegar svona mikil áhersla er lögð á umhverfisvænni samgöngur. Ef allt er tekið saman eins og slit á vegum, svifryk og slit á dekkjum að þá er það ljóst að mótorhjól koma mun betur út úr þeim samanburði við bíla. Hvort sem um er að ræða þunga rafbíla eða bensínbíla. Það er ekki mögulegt að nýskrá mótorhjól á Íslandi nema að þau uppfylli alltaf nýjustu Euro kröfur. Í dag er Euro 5+ kröfur í gildi, en það skiptir í raun engu máli því vörugjaldið er 30% sama hvort hjólið er nýtt Euro5+ eða hjól frá 1930. Þetta kerfi hefur ýtt framleiðendum í að þróa stöðugt betri og sparneytnari hjól, sem skilar sér ekki í betra verði hérlendis. Það er lítið úrval af rafmótorhjólum og enn minna um hleðslustöðvar uppi á hálendinu þannig að í raun er hægt að segja að enginn annar valkostur sé til fyrir þá sem ferðast um landið á mótorhjóli. Með þessum breytingum er því aðeins verið að útiloka fólk frá því að sinna sínum áhugamálum og að reyna að starfa innan greinarinnar. Því miður að þá virðist þetta vera pólitískt mál frekar en mál byggt á rökum. Núverandi stjórnvöld virðast ekki gera sér mikla grein fyrir því sem þau eru að gera. Að takmarka mótorhjóla innflutning getur varla talist til forgangsmála fyrir núverandi ríkisstjórn. Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun