Fleiri fréttir

Frumsýning: Daniil og Joey Christ í beefi

Fyrsta myndbandið úr nýrri seríu frá útvarp 101 og Stúdíó Sýrlandi er nú frumsýnt hér á Vísi en í myndbandinu taka tónlistarmennirnir Daniil og Joey Christ lagið Ef þeir vilja Beef í beinni.

„Fólk þarf stundum að láta sannfæra sig um að prófa“

Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir og fjölskyldan hennar hafa ferðast um allan heim án þess að borga fyrir húsnæði. Það var einn snjóþungan vetur sem hún fékk nóg af því að allir væru alltaf blautir í fæturna og ákvað að leita lausna.

„Ég er á besta deiti allra tíma“

Fjölmiðlakonan Þórhildur Þorkelsdóttir og Hjalti Harðarson byrjuðu saman eftir besta stefnumót allra tíma að þeirra mati. Síðan þá hafa þau verið nánast óaðskiljanleg, eiga einn strák, eru rómantísk og njóta þess að ferðast.

„Sjaldan verið jafn mikil þörf fyrir verndarvætti“

UN Women á Íslandi og 66°Norður hafa hannað bol til stuðnings konum á flótta í Úkraínu en allur ágóði af sölu bolsins rennur beint til verkefna UN Women. Bolurinn er hannaður af Þórdísi Claessen og Irynu Kamienieva.

„Lifði hamingjusöm til æviloka“

Nanna Lovísa Zophoníasdóttir gerði sér lítið fyrir og tók ákvörðun sem breytti öllu hennar lífið. Hún seldi yfirskuldsett húsið sitt í Hafnarfirði og flutti á Vatnsleysuströnd þar sem hún er að gera upp gamlan bóndabæ alveg niður við sjóinn.

„Svo setti ég bara hnefann í borðið og það hlýddu mér allir“

Hanna Rún Ragnarsdóttir byrjaði að stunda rally af miklum móð til þess að komast yfir bílhræðslu sem hún byrjaði að upplifa eftir slæmt bílslys fyrir nokkrum árum. Hún segir konur hræddar við akstursíþróttir því þær séu þekktar sem karlasport og vill hún breyta því.

Tók 48 tíma að gera staðinn hlý­legan og fal­legan

„Aukningin er stöðug, aðallega er enn um ófatlaðar, íslenskar konur að ræða sem hingað koma en við viljum einnig ná betur til fatlaðra, fólks af erlendum uppruna, karla, eldri borgara og allra hinna sem verða fyrir ofbeldi,“ segir Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, sem nú er komið í nýtt húsnæði við Bleikargróf 6 í Reykjavík.

„Þá hefði ég mögulega ekki orðið tónlistarmaður“

Jón Jónsson er í dag þekktur sem einn ástsælasti tónlistarmaður landsins en hann segist hafa lagt góðan grunn áður en hlutirnir fóru að rúlla. Hann segir ástarsorg um tvítugt hafa mótað sig og lífið hans hvað mest. 

Vill að Will Smith og Chris Rock tali saman og sættist

Jada Pinkett Smith segist vona að eiginmaður hennar og leikarinn, Will Smith, og grínistinn Chris Rock nái sáttum. Smith gaf Rock kinnhest á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars eftir að hann gerði grín að skalla Pinkett , sem er með hárlossjúkdóm. 

Bjóða upp sér­hönnuð sund­ferða­lög

Hönnunarsafn Íslands bíður upp á ferðagjöf þetta árið en hún er í formi þriggja sérhannaðra sundferða sem tengjast sýningunni Sund sem stendur ný yfir í safninu.

„Stundum gat ég ekki farið fram úr rúminu“

Förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn Thelma Guðmundsen hefur lent í fjölda áfalla í gegnum tíðina. Hún átti erfitt með skóla í æsku, leið ekki vel heima hjá sér, náði illa saman við mömmu sína og átti í slæmu sambandi við pabba sinn. Hún flutti að heiman aðeins sextán ára gömul. 

Fanney Birna og Andri eignuðust stúlku

Fjölmiðlakonan Fanney Birna Jónsdóttir tilkynnti á Facebook síðu sinni í gær að annað barn þeirra hjóna, lítil stúlka, væri komin í heiminn. 

Billie Eilish og kærastinn hætt saman

Söngkonan Billie Eilish og kærasti hennar, leikarinn Matthew Tylor Vorce, eru hætt saman. Vorce greinir sjálfur frá þessu á Instagram-síðu sinni.

Komdu orkunni þinni í jafnvægi

„Hugmyndafræði Ayuraveda um að borða meðvitað er sú aðferð sem allir geta fylgt til þess að bæta matarvenjur sínar, lifað heilbrigðari lífi sem styður við meltingarkerfið og orkuna,“ segir þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir.

„Hélt að líf mitt væri búið þegar ég hætti að drekka“

Þær Bryndís Morrison og María Kaldalón eiga það sameiginlegt að hafa hætt að drekka og hafa þær báðar komist að því að lífið var þá ekki búið, þvert á það sem þær héldu að myndi gerast. Saman halda þær úti hlaðvarpinu Taka tvö og er það um edrúmennskuna.

Becca og Thomas trúlofuð: „HANN SAGÐI JÁ!“

Bachelor in Paradise parið Becca Kufrin og Thomas Jacobs eru trúlofuð. Becca bað hans fyrir nokkru síðan en nú eru þau tilbúin að deila fréttunum. Thomas sagði í færslu að það hljómaði vel að hún ætlaði að halda sér á tánum til lífstíðar.

Hjónin eiga von á sínu öðru barni

Modern Family leikarinn Jesse Tyler Ferguson og eiginmaður hans leikarinn Justin Mikita eiga von á sínu öðru barni. Jesse deildi gleðifréttunum á samfélagsmiðli sínum en fyrir eiga þeir tæplega tveggja ára son.

Stjörnulífið: Sólardagar, útskriftir og Írafár

Sólin gladdi Íslendinga um helgina en margir eru þó á faraldsfæti. Áhrifavaldaferð í spilavíti í Tallin, Írafárstónleikar, sólarmyndir og útskriftir tóku yfir samfélagsmiðlana síðustu daga. 

George Shapiro látinn

George Shapiro, umboðsmaður, framleiðandi og annar stofnanda umboðsskrifstofunnar Shapiro/West & Associates, er látinn 91 árs að aldri.

Lúsmýið mætt í partýið

Þó svo að landinn taki sumrinu fagnandi þessa dagana, eftir strembinn vetur, er stemmning ekki alveg jafn mikil fyrir öllu sem þessari annars dásamlegu árstíð fylgir. Lúsmýinu!

„Finn alltaf mikinn mun á mér eftir gott deit kvöld með kærastanum“

Anna Fríða Gísladóttir er lífskúnstner sem hefur látið til sín taka í atvinnulífinu á undanförnum árum. Hún starfar forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu PLAY, elskar kaffi og segir sjaldan nei við góðri steik. Anna Fríða er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Voru á góðum stað áður en þau opnuðu hjónabandið

Hjónin Þórhildur Magnúsdóttir og Kjartan Logi Ágústsson hafa valið sér óhefbundið sambandsform sem kallað er fjölástir. Þau kjósa að vera ekki einkvæn sem þýðir að þau geta átt í tilfinninga- og kynferðislegu sambandi við aðra einstaklinga utan hjónabandsins. 

Írafár fær tvöfalda platínuplötu

Fyrsta plata hljómsveitarinnar Írafár hlaut viðurkenningu fyrir sölu á yfir 20.000 eintök. Platan „Allt sem ég sé“ kom út árið 2002 og hafa lögin á henni notið gríðarlegra vinsælda í gegnum tíðina.

Lady Zadude krýnd dragdrottning Íslands

Dragdrottningin Lady Zadude, eða öðru nafni Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, söng sig inn í hug og hjörtu áhorfenda og dómara í Tjarnarbíó í gær og hlaut titilinn dragdrottning Íslands.

Mamma mia! ABBA heldur tónleika í fyrsta skipti í fjörutíu ár

ABBA stimplar sig inn í framtíðina og heldur sína fyrstu tónleika í rúmlega fjörutíu ár með aðstoð tækninnar í formi sýnd­ar­veru­leika­tón­leika. Meðlimir hljómsveitarinnar þau Agnetha, Anni-Frid, Benny og Björn komu öll sam­an op­in­ber­lega við frum­sýn­ingu tón­leik­anna.

„Bless“

Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres hefur nú kvatt þáttinn sinn í síðasta skipti eftir nítján þáttaraðir. Hún bauð Jennifer Aniston velkomna sem síðasta gest þáttarins en hún var einnig fyrsti gesturinn þegar þættirnir hófu göngu sína árið 2003.

„Annars deyr maður út af þessu“

Róbert Jóhannsson, fréttamaður og þjálfari, greindist með krabbamein í ristli og við endaþarm undir lok síðasta árs. Valdimar Högni Róbertsson, sonur hans er aðeins níu ára og byrjaði með hlaðvarpið „Að eiga mömmu eða pabba með krabba“ til þess að hjálpa sér og öðrum að komast í gegnum veikindin.

Trommari Yes er fallinn frá

Breski tónlistarmaðurinn Alan White, sem var trommari í rokksveitinni Yes, er látinn, 72 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Bandaríkjunum í gær eftir glímu við veikindi.

Sjá næstu 50 fréttir