Fleiri fréttir

Lottóþula á lausu

Lottóþulan og flugfreyjan Katrín Brynja Hermannsdóttir flýgur nú ein síns liðs inn í framtíðina eftir breytta hjúskaparstöðu...

Tom á djamminu

Á myndunum má sjá Tom Cruise, 50 ára, yfirgefa næturklúbb í gærkvöldi í London eftir að hafa fylgst með syni sínum Connor sem spilaði þar tónlist en hann er plötusnúður. Þegar leikarinn yfirgaf staðinn með lífvörðum sínum var hann skælbrosandi og virtist ánægður þrátt fyrir að vera nýskilinn við barnsmóður sína. Sólgleraugun voru samt sem áður á sínum stað. Sonur Tom skrifaði eftirfarandi á Instagram myndasíðuna hjá pabba sínum í nótt: “LONDON!!!! Couldn't have had more fun with you!! What a night at #chinawhite." sem þýðist lauslega á íslensku: London!!!! Hefði ekki getað skemmt mér betur með þér!! Þvílík nótt á Chinawhite.

Leikur tæfu í Glee og gerir það vel

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá leikkonuna Kate Hudson, 33 ára, leika kennara í vinsælu sjónvarpsþáttaröðinni Glee. Kennarinn sem hún leikur er fullur af sjálfstrausti og illa liðinn af nemendunum og það sem meira er, hún syngur lagið Dance Again sem Jennifer Lopez gerði vinsælt. Á myndunum má hinsvegar sjá Kate leiða manninn sinn Matthew Bellamy nýkomin úr ræktinni í Lundúnarborg.

Eva Longoria eða Eva Mendes?

Tvær af vinsælustu leikkonum Hollywood um þessar mundir eiga það ekki bara sameiginlegt að bera sama nafn

Fyrstu myndirnar eftir skandalinn

Leikkonan Kristen Stewart, 22 ára, hefur haldið sig til hlés eftir að myndir af henni og harðgifta leikstjóra myndarinnar Snow White and the Huntsman, Rupert Sanders, birtust á öllum slúðurmiðlum heims svo vægt sé til orða tekið...

Leikur með mömmu Angelinu

Vivienne Jolie-Pitt, 4 ára dóttir Angelinu Jolie og Prad Pitt mun leika í nýjustu Disney mynd Angelinu, Maleficent, sem kemur út árið 2014. Stúlkan mun leika prinsessu Aurora þegar hún var yngri. Leikkonan Elle Fanning leikur prinsessuna þegar hún vex úr grasi...

Beckham gengið án lífvarða

David Beckham, 37 ára, og Victoria Beckham, 38 ára voru mynduð í Los Angeles í gær. Victoria var klædd í einn af kjólunum sem hún hannaði sjálf með sólgleraugun á réttum stað á meðan David var afslappaður í strigaskóm með húfu á höfði, klæddur í grænar stuttbuxur. Hann hélt á dóttur þeirra Harper sem dafnar vel eins og sjá má. Drengirnir þeirra, Romeo og Cruz voru einnig með í för en Brooklyn elsti sonur þeirra var fjarri góðu gamni.

Harry virðist skammast sín

Meðfylgjandi myndir voru teknar af Harry Bretaprins í Los Angeles einni klukkustund eftir að nektarmyndirnar af honum fóru um internetið eins og eldur í sinu í gær...

Hasarhetjurnar snúa aftur

Hasarmyndin The Expendables 2 var frumsýnd í kvikmyndahúsum í gær. Hópur málaliða er sendur til Nepal í þeim erindagjörðum að bjarga lífi kínversks auðjöfurs.

Kristján og Rósa trúlofuð

Þeir sem fullyrða að stjórnsýsla sé alltaf þurr og leiðinleg þurfa eiginlega að endurskoða viðhorf sitt því nú hefur það verið sannað að eldheitar tilfinningar rúmast innan skrifræðisins. Það hefur spurst út að Krisján Guy Burgess, aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, upplýsingafulltrúi í fjármálaráðuneytinu, eru trúlofuð og hafa þrætt hlekki á fingur sína til merkis um það.

Anthony Hopkins er yndislegur

Tökum lauk á kvikmyndinni Noah í leikstjórn Darrens Aronofsky í fyrrakvöld á Íslandi og var haldið heljarinnar lokapartí í gær. Athonhy Hopkins fer með hlutverk Metúsalems, afa Nóa í myndinni, og hefur verið hér á landi undanfarið. Hann er mörgum kunnur sem mannætan Hannibal Lecter en virðist vera ljúfur sem lamb ef marka má hinn tólf ára Mími Bjarka Pálmason.

Stjörnur Stöðvar 2 í nýrri framtíðarauglýsingu

Stöð 2 frumsýndi á dögunum nýja auglýsingu í tilefni þess að haustdagskrá stöðvarinnar er að fara af stað. Í auglýsingunni gefur að líta nokkrar af stjörnum stöðvarinnar í vægast sagt framtíðarlegu umhverfi.

Íslandsvinur sér eftir framhjáhaldinu

Íslandsvinurinn og söngvarinn Ronan Keating, 38 ára skildi við eiginkonu sína, Yvonne, í apríl á þessu ári eftir fjórtán ára langt hjónaband...

Nektarsenur - nei takk!

Leikkonan Blake Lively á ekki í vandræðum með að leika í kynlífssenum að eigin sögn en hún hefur einfaldlega ekki áhuga á því...

Bieber vill hitta fyrirsætur

"Og hver vill ekki hitta fyrirsætur...," segir poppstjarnan Justin Bieber í meðfylgjandi myndskeiði þar sem hann hvetur fólk til að mæta á tískuviðburðinn fashionsnightout.com. Þá má einnig sjá Taylor Swift kántrísöngkonu í myndskeiðinu....

Nektarmyndir af Harry Bretaprins

Harry Bretaprins, 27 ára, skemmti sér í Las Vegas á föstudaginn var. Í gær birtust myndir af honum þar sem hann var að skemmta sér umkringdur léttklæddum stúlkum við sundlaugarbakka. Nú hafa fleiri myndir af Harry skotið upp kollinum á TMZ . Þar má sjá prinsinn án klæða ásamt naktri konu. Myndirnar eru teknar á MGM Grand hótelinu í Las Vegas en prinsinn leigði svítu ásamt félögum.

Michelle Obama æfir klukkan 4:30 á næturna

Það verður seint sagt að forsetafrú Bandaríkjanna Michelle Obama sé löt því hún fer á fætur fyrir allar aldir og tekur nokkrar líkamsæfingar klukkan 4:30 á hverjum degi áður en hún skellir sér í sturtu og fer út í daginn. Micelle vaknar á þessum tíma svo hún geti æft áður en stúlkurnar hennar vakna. Barack og ég vinnum mikið hvern einasta dag. Ég vakna yfirleitt á undan honum og geri 30 mínútna rútínuna mína. Þá tek ég armbeygjur, magaæfingar og hnébeygjur með 30 sekúndna millibili, sagði Micelle.

Stefán Karl snýr aftur

Þjóðleikhúsið hefur gefið út leikskrá fyrir komandi leikár og kennir þar ýmissa grasa.

Súpermódel syngur á japönsku

Victoria's Secret súpermódelið Miranda Kerr, 29 ára, fer létt með að auglýsa Lipton te eins og sjá má í myndskeiðinu. Hún syngur eins og engill og það á japönsku. Ekki nóg með að Miranda heilli Japani með söngnum heldur hefur hún líka ráðið sig sem andlit Qantas flugfélagsins.

Gamall kall - Forsmekkurinn að Steindanum okkar 3 frumsýndur á Vísi

Gamlir karlar eiga það til að gera einhverja vitleysu sem ekki er hægt að erfa við þá. En hvað ætli leynist í raun og veru undir góðlátlegu yfirborðinu? Í nýjasta lagi Steinda, Gamall kall, er sjónin ekki fögur og söguhetjan syngur "Ég er gamall kall. Ég kemst upp með allt.“ "Þetta er það fyrsta sem sést úr nýju þáttaröðinni,“ segir Steindi og lofar þrusuþáttum næstu átta fimmtudagskvöld. "Ekki spurning. Það ætti eiginlega að gera frumsýningardaginn, 23. ágúst, að opinberum gríndegi og gefa frí.“ Lagið Gamall kall sömdu Steindi og félagar með rapparanum Gísla Pálma og kemur hann einnig fram í myndbandinu. Það verður sýnt í Steindanum okkar 3 á næstu vikum en í hverjum þætti er meðal annars tónlistarmyndband sem verður birt á Vísi á föstudögum.

Madonna meikar ekki sólargeislana

Madonna, 54 ára, fer sínar eigin leiðir svo mikið er víst. Eins og sjá má á myndunum kærir hún sig ekki um að spranga um léttklædd í sólinni - hvað þá í söltum sjónum. Hún veit hvað geislar sólarinnar gera húðinni. Söngkonan klæðist hvítum léttum fatnaði og tekur þátt í gleðinni með fjölskyldunni sem nýtur þess að busla í sjónum á frönsku Rívíerunni. Unnusti hennar Brahim Zaibat, 24 ára, var hinsvegar ekkert að verja sig fyrir sterkum geislum sólarinnar eins og sjá má á myndunum. Hérna má skoða Madonnu. http://visir.is/ALBUM/20120821/LIFID01/821009998

Hætt saman - ballið búið

Leikkonan Hilary Swank, 38 ára, er hætt með kærastanum sínum síðustu fimm ár, John Campisi. Þau hættu saman í sumar en Hilary...

Þessar myndir segja allt um sambandið

Parið sem slúðurmiðlar beggja vegna Atlantshafsins fá ekki nóg af, kántrísöngkonan Taylor Swift, 22 ára, og Connor kennedy, 18 ára, er ástfangið svo mikið er víst. Eins og sjá má á myndunum sem teknar voru nálægt heimili drengsins létu þau vel að hvort öðru á höfninni þrátt fyrir mannfjöldann. Connor lét vel að söngkonunni sem leit fyrst í kringum sig og kannaði hvort ljósmyndarar væru nærri en einbeitti sér síðan að kærastanum.

Harry Bretaprins og léttklæddar stúlkur

Harry Bretaprins var með hatt og sólgleraugu þegar hann skemmti sér í Las Vegas á MGM Gran hótelinu þar í borg. Það er ekki tekið út með sældinni að vera konungborginn og skemmta sér án þess að tekið er eftir því eins og í hans tilfelli. 27 ára prinsinn drakk vodka á milli þess sem hann sleikti sólina. Það var ekki að spyrja að því - prinsinn gisti á svítunni eins og prinsar gera - er það ekki annars?

Sjá næstu 50 fréttir