Lífið

Beckham gengið án lífvarða

mynd/cover media
David Beckham, 37 ára, og Victoria Beckham, 38 ára voru mynduð á götum í Los Angeles borgar í gær. Engir lífverðir voru sjáanlegir nálægt fjölskyldunni sem er sjaldséð sjón. Victoria var klædd í einn af kjólunum sem hún hannaði sjálf með sólgleraugun á réttum stað á meðan David var afslappaður í strigaskóm með húfu á höfði, klæddur í grænar stuttbuxur. Hann hélt á dóttur þeirra Harper sem dafnar vel eins og sjá má. Drengirnir þeirra, Romeo og Cruz voru einnig með í för en Brooklyn elsti sonur þeirra var fjarri góðu gamni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.