Lífið

Stjörnur Stöðvar 2 í nýrri framtíðarauglýsingu

Stöð 2 frumsýndi á dögunum nýja auglýsingu í tilefni þess að haustdagskrá stöðvarinnar er að fara af stað. Í auglýsingunni gefur að líta stjörnur stöðvarinnar í vægast sagt framtíðarlegu umhverfi.

Auglýsingin hefst í Breiðholtinu árið 1969 þar sem ungir elskendur velta því fyrir sér hvernig sjónvarp framtíðar gæti litið út. Í framhaldinu sogast þau inn í framtíðarsjónvarpsheim Stöðvar 2 sem þeytist á milli sjónvarpsskjáa, gæðaþátta, spjaldtölva og vefsíða.

„Sjáðu margfalt. Enn fleiri sjónvarpsstöðvar frítt með áskrift að Stöð 2 og miklu fleiri möguleikar með Netfrelsi," segir í auglýsingunni en meðal nýjunga þetta haustið eru þrjár sjónvarpsstöðvar. Þær eru PoppTíví, þar sem sýndir verða nýir erlendir og innlendir þættir, Stöð 2 Krakkar, þar sem sýnt verður talsett og textað barnaefni alla daga vikunnar, og Stöð 2 Gull, þar sem sýndir verða valdir þættir úr safni Stöðvar 2 og úrval erlendra þátta.

Þá hefur úrvalið í Netfrelsi Stöðvar 2 aukist. Frumsýndir sjónvarpsþættir verða nú aðgengilegir áskrifendum í fjórar vikur; eldri íslenskar þáttaraðir á borð við Wipeout, Sjálfstætt fólk, Jóa Fel og Rikku; auk tuga nýlegra gæðamynda en framboðið verður uppfært reglulega.

Hægt er að sjá auglýsinguna hér fyrir ofan eða á sjónvarpsvef Vísis.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.