Lífið

Latt sæði leiðir til bankaráns

Tommy og Audrey reyna allt hvað þau geta til að eignast barn í myndinni The Babymakers og grípur Tommy til örþrifaráða þegar í ljós kemur að latt sæði hans er ástæða þess að ekkert gengur.
Tommy og Audrey reyna allt hvað þau geta til að eignast barn í myndinni The Babymakers og grípur Tommy til örþrifaráða þegar í ljós kemur að latt sæði hans er ástæða þess að ekkert gengur.
Paul Schneider og Olivia Munn leika hjónin Tommy og Audrey í myndinni The Babymakers sem kemur í bíóhúsin um helgina.

Barneignir eru næstar á dagskrá hjá hjónunum en eftir að hafa stundað óvarið kynlíf í gríð og erg án þess að það beri nokkurn árangur fara þau að óttast um að ekki sé allt með felldu.

Eftir rannsóknir hjá lækni kemur í ljós að Tommy er með of fáar og hægar sáðfrumur og því ólíklegur til að ná að barna konu sína. Ekki er þó öll von úti um að hann geti feðrað barnið því í ljós kemur að enn er einn skammtur eftir af sæði sem hann hafði gefið í sæðisbanka fimm árum áður.

Þegar í ljós kemur að skammturinn hefur þegar verið seldur og engin leið fyrir Tommy til að kaupa hann til baka eru góð ráð dýr. Félagi hans hefur þó ráð á reiðum höndum og fær til liðs við sig indverskan smábófa og sannfærir Tommy um að skipuleggja innbrot inn í sæðisbankann til að stela sæðinu.

Með önnur helstu hlutverk fara Kevin Heffernan, Aisha Tyler og Jay Chandrasekhar, sem einnig leikstýrir myndinni.

Myndin Elles verður frumsýnd í Bíói Paradís á föstudaginn. Elles er frönsk mynd sem fjallar um blaðamanninn Anne Binoche og rannsóknir hennar í tengslum við grein um ungar námskonur sem sjá sér farborða með vændi.

Af kynnum sínum við stúlkurnar kemst hún að því að þær hafa fæstar sorgarsögu að segja heldur er vændið þvert á móti val þeirra og þær upplifa stolt og frelsi í gegnum það. Myndin hefur fengið mikla athygli og verið mjög umdeild.

- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.