Lífið

Hitinn í LA hamlaði upptökum

"Það var rosalega mikill hiti og þá þarf förðunin að vera mikil svo hún leki ekki af með svitanum. Ég sá að mestu um förðunina sjálf en fékk aðstoð frá vinkonu minni fyrir eina senuna. Við reyndum að skjóta flest seinni part dags þegar sólin er ekki jafn sterk og hitinn ekki eins mikill," segir söngkonan Svala Björgvinsdóttir. Hljómsveitin Steed Lord sendi frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Hear Me Now í vikunni.

Svala skipar Steed Lord ásamt bræðrunum Einari og Edda Egilssonum og sjá þau sjálf um allt sem viðkemur framleiðslu og sköpun tónlistarmyndbandanna.

Mikill hiti hefur verið í Los Angeles undanfarnar vikur og segir Svala að hitinn hafi gert þeim erfitt fyrir við upptökur á myndbandinu. Fatnaðurinn sem Svala klæðist í myndbandinu hefur einnig vakið nokkra athygli enda eru búningarnir litríkir og heldur sérstakir.

Allar flíkurnar sem Svala klæðist í myndböndum sveitarinnar eru hennar eigin en hún segist einnig fá hluti að láni frá vinkonum sínum sé eitthvað sem vanti upp á.

"Ég hef safnað notuðum fötum og búningum í örugglega fimmtán ár. Ég versla helst á netinu og svo fer ég á alla flóamarkaði sem ég kemst á þegar ég ferðast um heiminn. Síðan hef ég verið svo heppin að fá mikið af höttum og fylgihlutum gefins frá hinum og þessum," segir hún.

- sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.