Lífið

Gamall kall - Forsmekkurinn að Steindanum okkar 3 frumsýndur á Vísi

Tinni Sveinsson skrifar
Í laginu leikur Steindi einn hrikalegasta gamla karl sem sést hefur í íslensku sjónvarpi.
Í laginu leikur Steindi einn hrikalegasta gamla karl sem sést hefur í íslensku sjónvarpi.

Gamlir karlar eiga það til að gera einhverja vitleysu sem ekki er hægt að erfa við þá. En hvað ætli leynist í raun og veru undir góðlátlegu yfirborðinu? Í nýjasta lagi Steinda, Gamall kall, er sjónin ekki fögur og söguhetjan syngur „Ég er gamall kall. Ég kemst upp með allt."

„Þetta er það fyrsta sem sést úr nýju þáttaröðinni," segir Steindi og lofar þrusuþáttum næstu átta fimmtudagskvöld. „Ekki spurning. Það ætti eiginlega að gera frumsýningardaginn, 23. ágúst, að opinberum gríndegi og gefa frí."

Lagið Gamall kall sömdu Steindi og félagar með rapparanum Gísla Pálma og kemur hann einnig fram í myndbandinu. Það verður sýnt í Steindanum okkar 3 á næstu vikum en í hverjum þætti er meðal annars tónlistarmyndband sem verður birt á Vísi á föstudögum.

Fyrsti þátturinn af Steindanum okkar 3 fer í loftið á Stöð 2 á fimmtudagskvöld klukkan 20.55.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.