Lífið

Stefán Karl snýr aftur

Þeir Stefán Karl og Hilmir Snær.
Þeir Stefán Karl og Hilmir Snær.
Þjóðleikhúsið hefur gefið út leikskrá fyrir komandi leikár og kennir þar ýmissa grasa. Meðal þess sem vekur athygli er endurkoma leikarans Stefáns Karls Stefánssonar á íslenskt leiksvið, en hann hefur búið og starfað í Bandaríkjunum undanfarin ár.

Stefán Karl mun leika ásamt Hilmi Snæ Guðnasyni í leikritinu Með fulla vasa af grjóti, en þeir félagarnir léku einnig í verkinu þegar það var frumsýnt hér á landi fyrir tólf árum.

Fréttir hafa verið sagðar af því að til greina kæmi að sýningin, sem naut mikillar hylli fyrir tólf árum, yrði sett upp aftur og nú hefur það verið staðfest.

- hþt, þeb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.