Lífið

Fyrstu myndirnar eftir skandalinn

myndir/cover media
Leikkonan Kristen Stewart, 22 ára, hefur haldið sig til hlés eftir að myndir af henni og harðgifta leikstjóra myndarinnar Snow White and the Huntsman, Rupert Sanders, birtust á öllum slúðurmiðlum heims svo vægt sé til orða tekið. Ekki nóg með að Kristen hafi afboðað komu sína á rauða dregilinn undanfarnar vikur heldur er framhjáhaldið farið að hafa áhrif á starfið hennar en hún fær ekki hlutverk í framhaldsmynd leikstjórans.

Leikkonan hefur verið dugleg við að fela sig fyrir ljósmyndurum sem sitja fyrir henni og hún hefur sagt það opinberlega að hún hatar þegar þeir reyna að mynda hvert einasta skref sem hún tekur.  Myndirnar hér til hliðar eru þær fyrstu sem birtast af henni eftir skandalinn sem skók Twilight ævintýrið sem var of fullkomið til að vera satt - eða hvað?

Feluleikur Kristen er væntanlega senn á enda því hún hefur boðað komu sína á Toronto kvikmyndahátíðina í september þar sem hún mætir á frumsýninu myndarinnar On The Road.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.