Lífið

Rómantík og gjaldþrota fótboltamaður

Þegar Paige missir minnið leggur Leo allt í sölurnar til að gera hana ástfangna af sér á nýjan leik í myndinni The Vow.
Þegar Paige missir minnið leggur Leo allt í sölurnar til að gera hana ástfangna af sér á nýjan leik í myndinni The Vow.
Tvær myndir verða frumsýndar í kvikmyndahúsunum um helgina í viðbót við John Carter, sem er fjallað um hér fyrir neðan.

Rómantíska kvikmyndin The Vow með Rachel McAdams og Channing Tatum í aðalhlutverkum er byggð á sannsögulegum atburðum. Hún fjallar um Paige og Leo, nýgift hjón sem eru yfir sig ástfangin og virðast eiga lífið fyrir sér þegar þau lenda í bílslysi. Bæði komast þau lífs af úr slysinu, en eftir að hafa legið í dái vaknar Paige og hefur misst minnið. Leo þarf því að hafa sig allan við til að vinna hug hennar og hjarta á ný, en málin flækjast þegar Paige fer að sýna gömlum kærasta áhuga.

Gerard Butler leikur fyrrum fótboltastjörnuna George í myndinni Playing the Field. Verandi orðinn gjaldþrota í kjölfar slæmrar fjárfestingar og þreyttur á glaumgosalífinu ákveður George að flytja aftur á heimaslóðir til Virginíu. Þar á hann barnsmóður og vanræktan son og hyggst hann endurvekja sambandið við þau. Þegar hann tekur að sér að þjálfa fótboltalið sonarins á hann þó erfitt með að hafa augun af kynþokkafullu fótboltamömmunum á hliðarlínunni. Með önnur aðalhlutverk fara Jessica Biel og Dennis Quaid. - trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.