Lífið

Aldargamalt ævintýri á hvíta tjaldið

John Carter flækist í stríð sem ríkir milli ólíkra þjóðflokka plánetunnar Mars og neyðist til að berjast við ýmsar furðuverur.
John Carter flækist í stríð sem ríkir milli ólíkra þjóðflokka plánetunnar Mars og neyðist til að berjast við ýmsar furðuverur.
Ævintýramyndin John Carter verður frumsýnd í Sambíóunum annað kvöld. Myndin er byggð á skáldsögunni A Princess of Mars og segir frá hermanninum John Carter sem lendir óvænt á plánetunni Mars og verður óvænt þátttakandi í stríði milli ólíkra þjóðflokka sem búsettir eru á plánetunni.

Myndin er byggð á skáldsögu Edgars Rice Burroughs sem einnig er höfundur bókanna um skógarmanninn Tarzan. Bókin A Princess of Mars kom fyrst út árið 1917 og hefur síðan þá verið rithöfundum á borð við Ray Bradbury, John Norman og Arthur C. Clarke innblástur, en sá síðastnefndi skrifaði meðal annars 2001: A Space Odyssey.

Kvikmyndin segir frá fyrrverandi hermanni sem lendir óvænt á plánetunni Mars sem er við það að visna, meðal annars vegna vatnsskorts. John Carter ákveður að koma til aðstoðar með því að reyna að koma á friði milli stríðandi íbúa plánetunnar og þar með bjarga öllu lífi á Mars.

Leikstjóri myndarinnar er Andrew Stanton sem áður hefur leikstýrt teiknimyndum á borð við Finding Nemo og WALL-E.

Þetta er fyrsta leikna kvikmynd Stantons en hann skrifaði einnig handritin að Toy Story og A Bug‘s Life auk þess sem hann talaði fyrir persónuna Fred í kvikmyndinni Cars. Taylor Kitsch fer með hlutverk Johns Carter en hann er líklega þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Friday Night Lights. Með önnur hlutverk fara Willem Dafoe, Samantha Morton og Lynn Collins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.