Fleiri fréttir

Heidi Klum og börnin bregða á leik

Þýska fyrirsætan og Project Runway sjónvarpsstjarnan Heidi Klum, 38 ára, sleikti sólina á Paradise Cove ströndinni í Malibu í Kaliforníu ásamt börnum sínum Henry, Johan, Leni, og Lou. Fyrirsætan, sem skildi við eiginmann sinn og barnsföður, söngvarann Seal, í janúar síðastliðnum, lék við börnin eins og sjá má í myndasafni.

Katy Perry prúðbúin

Katy Perry fór ekki fram hjá nokkurm einasta manni í stjörnupartýi í París...

Pastellituð Longoria

Desperate Housewives leikkonan Eva Longoria, 36 ára, var klædd í pastelliti þegar hún yfirgaf hárgreiðslustofu í Beverly Hills um helgina. Að vera með sömu manneskjunni alla ævi hljómar frekar leiðinlegt, lét Eva hafa eftir sér.

Brúðkaup í vændum þrátt fyrir 29 ára aldursmun

Það er komin alvara í samband Madonnu, 53 ára, og unnusta hennar, dansarans Brahim Zaibat, 24 ára, en hún íhugar nú bónorð unglambsins. Til fróðleiks má geta að móðir hans er átta árum yngri en Madonna. Meðfylgjandi má skoða myndir af parinu og dóttur Madonnu, Lourdes.

Misheppnuð endurkoma

Lindsay Lohan var gestur í skemmtiþættinum Saturday Night Live um síðustu helgi. Frammistaða hennar þótti ekki eins góð og vonast hafði verið eftir.

Fyrsta Victoria‘s Secret verslunin opnuð á Íslandi

Meðfylgjandi myndir voru teknar í flugstöð Leifs Eiríkssonar 29. febrúar síðastliðinn þegar fyrsta Victoria‘s Secret verslunin var opnuð á Íslandi í brottfararverslun Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Victoria Secret er Íslendingum að góðu kunn en fyrirtækið er leiðandi í smásölu á snyrtivörum og undirfatnaði fyrir konur. Farþegar streymdu inn í verslunina um leið og hún opnað og höfðu úr mörgu að velja, litríkar og fallegar vörur blöstu við. Má þar nefna Victoria‘s Secret Beauty vörulínan ásamt þekktu Bombshell og VS Angel ilmvötnin, sem slegið hafa í gegn víða um heim. Einnig er sérstakt úrval af leðurvörum, töskum, nærbuxum, bolum og öðrum hátísku fylgihlutum frá Victoria‘s Secret.Hönnunin á þessari fyrstu Victoria's Secret verslun í Fríhöfninni er glæsileg í alla staði, en ljósmyndir af ofurfyrirsætum Victoria‘s Secret sem prýða verslunina undirstrika fágun, kynþokka og unglegt útlit.

Óútgefnum lögum stolið

Tölvuhakkarar hafa stolið yfir fimmtíu þúsund lögum frá útgáfufyrirtækinu Sony, þar á meðal óútgefnum og ókláruðum lögum sem Michael Jackson tók upp með will.i.am. „Allt sem Sony keypti af dánarbúi Michaels Jackson var tekið,“ sagði heimildarmaður The Sunday Times. „Þeir skoðuðu tölvukerfið sitt og eru búnir að stöðva lekann.“

Valli Sport umboðsmaður Damons Younger

„Ég væri ekki að vinna fyrir hann nema ég hefði mikla trú á honum,“ segir Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA og nú umboðsmaður leikarans Damon Younger.

Svartur á leik sýnd í Hong Kong

Óskar Þór Axelsson, leikstjóri myndarinnar Svartur á leik, ferðast til Hong Kong í lok mars þar sem myndin verður sýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð þar í borg.

Mikill áhugi á Frost erlendis

„Við höfum framleitt fullt af myndum en þessi fer alla leið. Við höfum aldrei fundið fyrir svona spennu úti,“ segir Ingvar Þórðarsson, annar af framleiðendum spennumyndarinnar Frost.

Fyllist meðaumkun

Leikkonan Cate Blanchett er á móti lýtalækningum og mundi ekki gangast undir slíkt sjálf, þetta segir hún í nýju viðtali.

Frumflytur nýtt lag

Hljómsveitin Blur ætlar að frumflytja nýtt lag á lokaathöfn Ólympíuleikanna í London í sumar. Þetta upplýsti bassaleikarinn Alex James í sjónvarpsþættinum Top Gear. „Við ætlum að afhjúpa nýtt lag. Ég hlustaði á það í morgun,“ sagði James og bætti við að lagið hljómaði eins og tilfinningaríkur sálmur.

Glæsileg Gwen Stefani

Söngkonan og hönnuðurinn Gwen Stefani, 42 ára, naut samverunnar með drengjunum sínum Kingston og Zuma, í Kaliforníu á laugardaginn. Þá má sjá Gwen á rauða dreglinum í veislu á vegum Elton John 26. febrúar síðastliðinn klædd í Zuhair Murad kjól.

Mugison fagnað í Boston

Mugison, Pétur Ben, Sóley og Lay Low voru meðal þeirra tónlistarmanna sem héldu vestur um haf og tróðu upp á skemmtistaðnum Paradise Club í Boston á laugardaginn. Mikil stemming var á tónleikunum þar sem Íslendingar búsettir á svæðinu voru í miklum meirihluta og fögnuðu löndum sínum óspart. Tónleikarnir gengu undir heitinu Reykjavík Calling þar sem ofangreindir Íslendingar létu ljós sitt skína ásamt tónlistarmönnum frá Boston. -áp

Heimsótti kynlífsklúbb í Berlín

Leikarinn Robert Pattinson úr myndunum Twilight segist hafa heimsótt þekktan kynlífsklúbb í Þýskalandi sem kallast The Kit Kat Club.

Alls ekki hvítan bíl fyrir Tony Bennett

Eilífðartöffarinn Tony Bennett kemur fram í Eldborgarsal Hörpu ásamt hljómsveit föstudaginn 10 ágúst. Þegar kröfulisti Bennett er skoðaður, sem má finna á vefsíðunni Thesmokinggun.com, kemur í ljós að hann er hógvær maður, nema þegar kemur að samgöngum.

Pippa í Svíþjóð

Pippa Middleton, systir Katrínar hertogaynju af Cambrigde, er stödd í Svíþjóðar þar sem hún tók þátt í hinni árlegu skíðagöngu Vasaloppet sem fór fram í gær. Pippa er ekki ein á báti í Svíþjóð en hún tók með sér litla bróður sinn James og saman gengu þau um 90 kílómetra leið á gönguskíðum.

Í hlutverki Janet Leigh

Scarlett Johansson og James D"Arcy hafa tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni Alfred Hitchcock and the Making Of Psycho. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar myndin um gerð þessarar sígildu spennumyndar eftir meistara Hitchock.

Frumsýna myndband á Íslandi

Norska poppstjarnan Atle Pettersen og rapparinn Rex koma til Íslands í dag. Tilefnið er frumsýningarpartí á skemmtistaðnum Austur vegna myndbands sem þeir tóku upp hér á landi við lagið Amazing.

Fólk kaupir og lætur gera upp gömul tekkhúsgögn

Tekkhúsgögn frá sjöunda áratugnum njóta mikilla vinsælda. Kreppan varð til þess að fólk kaupir mikið af notuðum húsgögnum og lætur gera þau upp hjá bólstrurum Heimili "Það eru rosalega skemmtilegar breytingar í gangi,“ segir húsgagnasalinn Arnar Laufdal Aðalsteinsson.

Eiginkona Colins Firth

Nicole Kidman fer með hlutverk eiginkonu Colins Firth í kvikmyndinni The Railway Man sem fer í framleiðslu í næsta mánuði. Rachel Weisz átti áður að leika hlutverkið en varð að hætta við vegna leiks síns í myndunum The Bourne Legacy og Oz the Great. The Railway Man er drama sem Jonathan Teplitzky leikstýrir. Hún er byggð á sjálfsævisögu Erics Lomax sem starfaði nauðugur viljugur í seinni heimsstyrjöldinni við gerð járnbrautar á milli Taílands og Mjanmar. 250 þúsund manns létust á meðan á gerð hennar stóð.

Áttræðir sofa betur

Eldra fólk á auðveldara með svefn og þjáist síður af svefntruflunum eða þreytu ef marka má nýja rannsókn sem framkvæmd var í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum.

Prinsessan prúða

Hertogaynjan af Cambridge, Kate Middleton, var klædd í bláa M Missoni kápu þegar hún lét sjá sig ásamt Elísabetu drottningu og Camillu hertogaynjuna af Cornwall í Lundúnum 1. mars. Um var að ræða opinbera heimsókn í Fortnum & Mason verslun í borginni.

Barn á leiðinni

Chloé Ophelia og Árni Elliott sem búa í Marseille í Frakklandi um þessar mundir þar sem þau starfa og læra, eiga von á sínu fyrsta barni en þau hafa verið par um árabil. Þetta var besti dagurinn í lífi okkar,“ segir Chloé um daginn þegar þau komust að því að þau ættu von á barni. "Við hlökkum alveg ofsalega til og ég ætla að njóta meðgöngunnar sem allra best.“ Spurð um heilsuna segir hún hana ekki geta verið betri. Chloé og Árni eiga von á frumburðinum í ágúst.

Top Gun 2 með höfund

Peter Craig hefur verið ráðinn handritshöfundur fyrir framhaldið af Top Gun. Myndin kom út 1986 við miklar vinsældir. Tom Cruise fór með hlutverk flugmannsins Mavericks í aðalhlutverkinu, Tony Scott leikstýrði og Jerry Bruckheimer framleiddi. Í fyrra ákváðu þeir að búa til framhaldsmynd og núna er kominn handritshöfundur um borð. Hann hefur áður unnið við hasarmyndina The Town og þessa dagana er hann að skrifa handritið að þriðju Bad Boys-myndinni.

Það sem Íslendingar vilja sjá

Sviðslistahópurinn 16 elskendur frumsýnir á morgun Sýningu ársins, verk sem ætlað er að koma til móts við leikhúsþarfir landans.

Vandræðalega stór titill

Myndlistarmaðurinn Baldur Helgason hlaut Mastermind-verðlaun dagblaðsins SF Weekly í San Francisco fyrir skemmstu, einn þriggja af hundruðum þátttakenda.

Kristrún Ösp eignaðist dreng

Kristrún Ösp Barkardóttir fyrirsæta er búin að eignast lítinn dreng. Það vakti mikla athygli í ágúst síðastliðinn þegar Kristrún tilkynnti um það á Facebook að hún væri ólétt, en hún gaf ekkert uppi um faðerni barnsins.

Mæðgin keppa á Northern Wave

Spænski kvikmyndagerðarmaðurinn Sergio De Vega verður gestur á alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni Northern Wave sem fram fer í Grundarfirði um helgina. Stuttmynd De Vega, Making Counts, verður sýnd á hátíðinni auk þess sem móðir hans mun keppa í hinni vinsælu fiskisúpukeppni sem haldin er í tengslum við hátíðina.

Mila Kunis andlit Dior

Leikkonan Mila Kunis, 28 ára, var klædd í bleikan kjól fyrir herferð Dior fataframleiðandans í Frakklandi í gærdag. „Ég er alltaf með plan B,“ lét Mila hafa eftir sér. Eins og sjá má var hugað að hári leikkonunnar við tökurnar.

Poppstjarnan Rex á leið til Íslands

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá viðtal við poppstjörnurnar Rex og Atle Petterson sem tóku fyrir skömmu upp myndband við nýjasta smell sinn Amazing á Íslandi. Kvikmyndadeild Pipar/TBWA sá um framleiðsluna og Gus Ólafsson leikstýrði. „Við fengum handrit frá nokkrum fyrirtækjum á Norðurlöndum og við völdum Pipar/TBWA og Gus og við sjáum ekki eftir því, segir Rex um útkomuna. Útgáfuteiti var í gærkvöldi í Osló fyrir fjölmiðlafólk og fólk úr tónlistargeiranum, en í kvöld verður almennt útgáfupartý fyrir almenning í Noregi. Stjörnurnar fljúga svo til Íslands á morgun laugardag til að halda upp á útgáfuna á laginu og myndbandinu á Austur í Reykjavík klukkan: 23.00. „Við vildum endilega halda líka partý á Íslandi þar sem við vorum með svo marga sem unnu að myndbandinu og það hefði verið svo leiðinlegt að geta ekki haldið upp á svo flotta útkomu án þess að fagna henni með þeim sem unnu verkið," sagði Rex . Það var 35 manna hópur frá Íslandi sem vann að verkinu og var myndbandið tekið upp í Atantic studios að Ásbrú í Keflavík, en það var áður flugskýli Bandaríska hersins.

Sjáðu myndirnar frá frumsýningu Svartur á leik

Meðfylgjandi má sjá myndir sem voru teknar á frumsýningu kvikmyndarinnar Svartur á leik í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. Troðið var út úr dyrum í Smárabíó og góð stemning á meðal frumsýnignargesta að sjá spennutryllinn sem olli ekki vonbrigðum.

Snooki ólétt

Nicole Polizzi, betur þekkt sem Snooki úr raunveruleikaþáttunum Jersey Shore, er ólétt. Snooki er hvað þekktust fyrir mikið partýstand í raunveruleikaþáttunum sem sýndir eru á MTV og hafa notið mikilla vinsælda vestanhafs.

Mörg andlit J.Lo

Það eru fáar konur sem komast nánast upp með allt þegar kemur að hári, förðun og fatastíl en söngkonan og leikkonan Jennifer Lopez er svo sannarlega ein þeirra. J.Lo hefur óneitanlega farið út um víðan völl í gegnum árin en margir eru á því að hún sé upp á sitt allra besta í dag, komin yfir fertug.

Elín Hirst horfir til Bessastaða

Elín Hirst gefur sér góðan tíma til að sinna ömmuhlutverkinu með eins árs gamalli sonardóttur sinni, Margréti Stefaníu Friðriksdóttur Hirst, ásamt því að huga að góðgerðamálum og framtíðinni. Hún rifjar upp með Lífinu eftirminnileg atvik á þrjátíu ára löngum farsælum fjölmiðlaferli. Nú styttist í 30 ára starfsafmæli þitt sem fjölmiðlamaður. Ef þú lítur um öxl og skoðar fjölmiðlaferil þinn í nokkrum orðum? Ég hef gegnt ábyrgðarstöðum, störfum varafréttastjóra og fréttastjóra, bæði á fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar og á fréttastofu Sjónvarpsins. Auk þessa hef ég framleitt framleitt einar fimm sögulegar heimildarmyndir sem sjálfstæður framleiðandi og einnig heimildarmyndir um önnur efni s.s. börn með Downs-heilkenni og fleira. Ég hef einnig verið fréttaþulur á þriðja áratug og því tíður gestur á heimilum fólks, enda heilsa mér margir eins og gömlum og góðum vini. Það er notalegt. Hvað stendur upp úr þegar þú lítur til baka? Það sem stendur upp úr er skemmtilegur og skapandi starfsferill með hæfileikaríku og flottu fagfólki. Ég hef kynnst þvílíku úrvalsfólki í gegnum störf mín á fjölmiðlunum sem myndi sóma sér vel hvar sem væri í heiminum. Ég sá þetta best þegar ég vann með teymi frá bandaríska fréttaskýringaþættinum 60 mínútur frá CBS í tengslum við eldgosið í Eyjafjallajökli en Þorvarður Björgúlfsson, eigandi kvikmyndafyrirtækisins Kukls, sá um þá heimsókn og ég aðstoðaði hann. Íslenska sjónvarpsfólkið í þeim leiðangri var í heimsklassa, og þarna vorum við að vinna með heimsmeisturunum í sjónvarpsþáttagerð ef svo má að orði komast. Áttu eftirminnilegt augnablik á skjánum sem þú vilt deila með okkur? Ég held að það erfiðasta sem ég hef upplifað sé þegar við fluttum Sjónvarpið af Laugavegi 176 upp í Efstaleiti árið 2000. Við tókum um leið í gagnið nýtt útsendingakerfi sem stríddi okkur mikið fyrstu vikurnar. Eitt kvöldið sem oftar var ég fréttaþulur og ég held að ég hafi verið meira og minna á skjánum í 30 mínútur að biðja fólk afsökunar og biðja það um að hafa biðlund því nýja kerfið var kolstíflað og engar fréttir birtust á skjánum. Þetta var mikil þolraun og mig langaði mest að skríða undir fréttaborðið og fela mig. Lá alltaf fyrir að fara í fjölmiðla? Nei, alls ekki. Ég byrjaði í viðskiptafræði en leiddist námið og hætti eftir eitt ár og kom mér til útlanda í háskóla. Það var gríðarlega mikilvæg lífsreynsla fyrir mig að fara til útlanda í nám rúmlega tvítug og brjóta allar brýr að baki mér því foreldrum mínum leist ekkert sérlega vel á blikuna í fyrstu, en svo skilaði ég mér heim með háskólagráðu, þeim til mikils léttis, auk þess sem ég hafði kynnst hinum stóra heimi og lært að standa á eigin fótum, og ég hef búið að því alla tíð. Hvaða lærdóm hefurðu helst dregið af reynslu þinni í fjölmiðlum? Pólitík er eitur inni á fjölmiðlum. Þá á ég við bæði flokkapólitík, eigendapólitík eða aðra sérhagsmunapólitík. Fréttastofur eru ekkert annað en fólkið sem þar starfar. Því eru stöðug opin skoðanaskipti, gagnrýni á fréttamat og vinnubrögð lífsnauðsynleg inni á hverri fréttastofu sem vill kallast hlutlæg. Öflugar fréttastofur sem fara að líta of stórt á sig og gleyma þessu eru hættulegar fyrir lýðræði og tjáningarfrelsið í landinu. Hvað Ríkisútvarpið varðar hef ég áhyggjur af því að verið sé að gera það of háð valdhöfunum, en fjármunir til þess eru í raun skammtaðir úr fjármálaráðuneytinu nú um stundir. Gömlu afnotagjöldin voru að mörgu leyti skárra kerfi og tryggðu betur fjárhagslegt sjálfstæði RÚV. Ertu hætt í fjölmiðlum? Nei, hreint alls ekki. Hefur þú upplifað það að vera þekkt á Íslandi? Já, nokkrum sinnum. Helst var það þegar ég fór á skemmtistaði, en ég hætti því bara. Þá vildi fólk fara að ræða um ýmsa persónulega hluti eins og hvernig ég klæddi mig og hvernig hárið á mér væri. Mér fannst þetta mjög óþægilegt. Hvernig upplifun er það að vera kona sem hefur klifið metorðastigann? Æ, mér finnst þessi metorðastigi ósköp mikið hjóm. Það eina sem ég vil er að láta gott af mér leiða og fá að starfa í friði við það sem mér finnst skemmtilegast og geri best. Ég hef enga sérstaka þörf fyrir að ráða og stjórna, en axla auðvitað þá ábyrgð sem mér er falin með glöðu geði, ef ég á annað borð tek að mér slík verkefni. Hvernig hefur gengið að tvinna saman álagsvinnu og uppeldi barna þinna? Ég var oft þjökuð af samviskubiti gagnvart börnunum mínum þegar þau voru lítil. Vinnan var svo krefjandi og vinnutíminn svo ófjölskylduvænn, fram á kvöld og um helgar. Ég held hins vegar að ég hafi verið góð mamma og naut þess að vera með sonum mínum í öllum mínum frístundum. Við höfum alltaf verið miklir vinir og mjög samrýmd og ég man að ég skrapp oft í hádeginu og við fórum og fengum okkur pitsu eða hamborgara til að stytta daginn. Nú ertu orðin amma – hvernig tilfinning er það? Það er mjög góð tilfinning. Sonardóttir mín heitir Margrét Stefanía Friðriksdóttir Hirst og er eins árs. Við erum miklar vinkonur og oft að bralla eitthvað saman. Við kubbum mikið, púslum og lesum. Dýrin í Hálsaskógi eru í miklu uppáhaldi hjá okkur um þessar mundir en Margrét er stundum svolítið hrædd við Mikka ref. Við erum oft mjög menningarlegar og förum til dæmis í barnadeildina í Borgarbókasafninu og dundum okkur. Um daginn fórum við og skoðuðum Alþingi og Dómkirkjuna og svo vorum við teknar tali á Austurvelli af sjónvarpsmönnum sem voru að spyrja okkur um einhver bankahrunsmál. Margrét Stefanía er því orðin mjög meðvitaður þjóðfélagsþegn aðeins ársgömul. Margrét Stefanía er líka svo heppin að eiga afa sem er mjög duglegur að passa hana og yndislega móðurömmu og afa sem bera hana á höndum sér. Hvað gerið þið fjölskyldan helst saman í fríum? Við förum á skíði og göngum á fjöll með hundinn á sumrin. Ég er mjög hrifin af gönguskíðum en ég er líka þokkaleg á svigskíðum. En hvað gerir þú til að rækta sjálfa þig? Stunda jóga og hreyfi mig. Nú varstu stödd á Ísafirði í vikunni – hvað ertu að takast á við þessa dagana? Það er leyndarmál hvað ég var að gera á Ísafirði, en kemur í ljós í haust. Annars er ég að skipuleggja fleiri fjölmiðlanámskeið fyrir konur sem vilja auka færni sína í að fara í sjónvarpsviðtöl. Ég er búin að fara í gegnum svona námskeið með fimmtíu konum frá áramótum, læknum, prestum, verkfræðingum, lögfræðingum og endurskoðendum. Námskeiðið er fyrir konur því ég vil stuðla að því að auka þátttöku kvenna í opinberri umræðu. Mér finnst of fáar konur tilbúnar að tjá sig og það vil ég laga. Við eigum svo margar frábærar konur á öllum sviðum samfélagsins. Ég held að margar okkar séu með fullkomnunaráráttu og við óttumst að standa okkur ekki nógu vel ef við gefum kost á okkur í sjónvarpsviðtal. Það eru óþarfa áhyggjur en oft þarf bara eitt kvöldnámskeið til að yfirvinna þennan ótta. Þá er ég að undirbúa ásamt fleira góðu fólki, þar á meðal konunum í á Allra vörum, LSH, Umhyggju og RÚV að hleypa af stað stórri landssöfnun í haust til að opna miðstöð sem aðstoðar veikustu börnin okkar í landinu, börn með sjaldgæfa, alvarlega, langvinna sjúkdóma, sem sum þurfa öndunarvél til að geta lifað. Þetta eru um 50 börn hér á landi en þessi hópur hefur stækkað mikið á síðustu tíu árum. Börn með slíka sjúkdóma lifðu ekki af áður fyrr en gera það í dag, en eiga afar erfitt líf sem og fjölskyldur þeirra. Þetta er verkefni sem brennur á okkur árið 2012 að mæta þörf sem nú er brýn að hlúa betur að allra veikustu börnunum okkar. Ég er reyndar í fleiri slíkum verkefnum, til dæmis á vegum Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Svo í dag fer dágóður tími hjá mér í hverri viku í sjálfboðastörf tengd mannúðarmálum, sem er mjög gaman og gefandi. Einnig er ég að ljúka við gerð heimildarmyndar um stofnfrumur ásamt Ásvaldi Kristjánssyni kvikmyndagerðarmanni sem er afar spennandi og skemmtilegt verkefni. Þú varst viðloðandi pólitík fyrir allmörgum árum hjá Sjálfstæðisflokknum, geturðu hugsað þér að fara aftur í pólitíkina? Nei, ég hef aldrei verið í pólitík, nema að ég slysaðist inn í stjórn Heimdallar þegar ég var rúmlega tvítug en var fljót að hætta þar vegna starfa minna sem blaðamaður. Flokkapólitík og hagsmunagæsla í tengslum við hana fer í raun mjög gegn mínu eðli. Ég hugsa eins og fréttamaður, vil alltaf skoða allar hliðar, þess vegna valdi ég líka fréttamennsku sem ævistarf. Það fer oft í taugarnar á eiginmanninum sem er mjög pólitískur og mikill sjálfstæðismaður hvað ég læt illa að stjórn. Samt hefur sá stimpill loðað við mig alla tíð að ég sé eldheitur sjálfstæðis­maður, líklega af því að margir vina okkar eru þekktir sjálfstæðismenn. Ég á mig sjálf. Nú ert þú ein þeirra kvenna sem nefnd hefur verið á nafn í forsetaumræðunni – að öllu gamni slepptu, er það eitthvað sem þú getur raunverulega hugsað þér að skoða? Já, það get ég. Það eru hins vegar ýmis ljón á veginum. Fyrsta ljónið er núverandi forseti. Ætlar hann að gefa kost á sér í fimmta sinn eður ei. Hann stóð illa eftir hrunið, og tengsl hans við almenning höfðu beðið skaða, en svo hefur hann náð aftur sambandi við fólkið í landinu til dæmis með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninginn. En að mínum dómi er þetta orðið ágætt eftir sextán ár í embætti. Það þarf að hleypa frískum vindum inn á Bessastaði. Fleiri ljón eru á veginum fyrir hugsanlega forsetaframbjóðendur. Kostnaður við slíkt framboð er óheyrilegur og fjármálin voru frambjóðendum árið 1996 þrautin þyngri. Síðast en ekki síst er afar óljóst um stöðu forseta Íslands í framtíðinni vegna boðaðra stjórnarskrárbreytinga. Hvað mig sjálfa snertir þá hef ég ekki hugmynd um hvort ég hefði eitthvað fylgi meðal kjósenda, en það er að sjálfsögðu lykilatriði. Ég gef því minni líkur en meiri að ég verði næsti húsráðandi á Bessastöðum, segir Elín og kímir. Hvaða áherslur leggur Elín Hirst forseti Íslands á? Ég vil færa forsetaembættið nær fólkinu í landinu þar sem forsetinn yrði fremstur á meðal jafningja sem ynni með þjóðinni að hinu góða hverju nafni sem það nefnist. Svo einfalt er það. Allt annað yrðu praktísk úrlausnarefni með þetta meginþema. Hverjar eru þínar fyrirmyndir og af hverju? Forfeður mínir sem þorðu að taka þá áhættu að flytja til Vesturheims með fjögur ung börn í leit að betri lífskjörum, sem þeim tókst. Þetta fólk sem ekkert átti var líka annálað fyrir góðmennsku, gjafmildi og hjálpsemi við þá sem þurftu á að halda. Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Ætli við Margrét Stefanía verðum ekki að bauka eitthvað skemmtilegt saman með hinum barnabörnunum sem þá hafa bæst í hópinn. Eitthvað að lokum? Já, þú vilt að ég nefni einhverja speki og í því sambandi er ég mjög hrifin af því sem Albert Einstein sagði: að árangur væri 1% snilli og 99% vinna. Þetta finnst mér afar gott veganesti í lífinu.

Boladagurinn í dag - Íslendingar hrella stjörnur á Twitter

"Það sem er búið að vera gerast síðustu tíu klukkutímana er langt frá mínum björtustu vonum og maður er gjörsamlega orðlaus,“ segir íþróttafréttamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson, sem stendur fyrir Boladeginum svokallaða á samskiptasíðunni Twitter í dag.

Ellen gefur Justin Bieber bíl

Justin Bieber sem fagnaði 18 ára afmæli sínu í vikunni varð heldur betur hissa er hann heimsótti spjallþáttardrottninguna Ellen í gær.

Eftirpartý - Svartur á leik

Meðfylgjandi myndir tók Sigurjón Ragnar ljósmyndari í frumsýningarteiti á veitingahúsinu Kex sem haldið var eftir frumsýningu myndarinnar Svartur á leik...

Sjá næstu 50 fréttir