Lífið

Casey Affleck leikur yngri bróður Bales

Casey Affleck leikur bróður Christian Bale í nýrri mynd Scotts Cooper.
Casey Affleck leikur bróður Christian Bale í nýrri mynd Scotts Cooper.
Sjarmörinn Casey Affleck fer með hlutverk í nýrri mynd Scotts Cooper, Out Of The Furnace. Christian Bale leikur á móti honum í myndinni og munu þeir leika bræður. Ef marka má fréttirnar skákaði Affleck meðal annars þeim Garrett Hedlund og Channing Tatum sem áður höfðu verið orðaðir við hlutverkið.

Affleck sást síðast í myndinni The Killer Inside Me þar sem hann lék á móti Jessicu Alba og Kate Hudson og fékk góða dóma, þrátt fyrir að myndin sjálf hafi þótt mjög umdeild. Hann mun birtast í mynd Ridley Scott, The Kind One, nú síðar á árinu auk þess sem hann leikur á móti Bradley Cooper í myndinni Paradise Lost sem er væntanleg í kvikmyndahús árið 2013.

Það er því nóg fram undan hjá litla bróður stórstjörnunnar Ben Affleck.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.