Met féllu á Boladeginum - Sigurvegarinn fékk svar frá Dennis Rodman 9. mars 2012 11:08 Aðstandendur dagsins ásamt sigurvegaranum, Sigurði Mikael Jónssyni. Óhætt er að segja að íslenski Boladagurinn á Twitter hafi heppnast vonum framar en í tilkynningu frá aðstandendum segir að hundruð Íslendinga hafi tekið afar virkan þátt í því að trufla stórstjörnur víða um heim í heilan sólarhring. „Þeir gerðu þeim lífið afar leitt." „Takmark Boladags er að trufla fræga fólkið og fá svör frá því. Það er svo undir dómnefnd komið að velja sigurvegara en þá þarf að meta marga þætti," segir ennfremur.Met féllu á Boladaginn Boladagsnefndin segist geta staðfest að klárlega hafi mörg Íslandsmet verið sett „og jafnvel stærri met, á þeim sólarhringi sem Boladagur stóð yfir." „Alls voru send um 9.000 tíst til stórstjarna á þessum sólarhring. Það gera 375 tíst á klukkustund allan sólarhringinn eða tíst á 10 sekúndna fresti takk fyrir kærlega !!!" Nefndin segir að lausleg talning hafi leitt í ljós að um 200 svör bárust frá fræga fólkinu þar sem "hastaggið" #boladagur var notað. „Mismargir fylgja stjörnunum en ef við notum hóflegt meðaltal má gefa sér að um 250 þúsund fylgi hverjum og einum. Þá má áætla að um 50 milljónir Twitter-notenda hafi séð merkinguna #boladagur á Twitter þennan dag." Fylgst var með gangi mála á síðunni boladagur.wordpress.com og voru skrifaðar 114 færslur á vefinn á sjálfan Boladaginn. „Það er færsla á 10 mínútna fresti. Vefurinn var skoðaður 15 þúsund sinnum þennan sólarhring en síðan var stofnuð klukkutíma áður en Boladagur hófst."Sigurður Mikael sigurvegarinn Sigurvegari Boladags var Sigurður Mikael Jónsson en hann starfar sem blaðamaður hjá DV. „Hann lagði sig allan fram við að fá svar frá goðinu sínu, körfuboltakappanum fyrrverandi Dennis Rodman. Safnaði hann saman öllum körfuboltaspjöldunum sem hann átti af Rodman frá fyrri árum. Raðaði þeim upp, tók mynd og sendi Rodman. Það hitti beint í mark hjá stórstjörnunni sem svaraði Mikael um hæl. Glæsilega gert. Frumleg og skapandi leið sem skilaði tilsettum árangri." Sigurður Mikael fékk Í verðlaun snjallsíma frá Símanum sem var stærsti styrktaraðili Boladags að þessu sinni.Önnur verðlaun: Forsetabolur ársins: 5falt svar McHammer til Henry Birgis, forseta! Svokallað Grand Slam sem seint verður leikið eftir.Iðnaðarbolur ársins: Hilmar Þórlindsson, japaninn mikli, fyrir vel á annan tug svara. Hilmar stóð vaktina allan sólarhringinn og setti líklega heimsmet í fjölda tísta á 24 árum. Uppskeran var enda góð.Þemabolur ársins: Egill Ástráðsson sem fékk í heildina RT eða svör frá ellefum leikurum sjónvarpsþáttanna The Wire! (stórkostlegt)Óhreinibolur ársins: Hörður Snævarr Jónsson fyrir afar óheiðarlegar tilraunir til þess að fá stjörnurnar til að svara sér, þar á meðal lygar um að hann væri formaður samtaka fyrir fötluð börn á Íslandi. Reyndi að plata DJ'inn geðþekka Tiesto til að svara sér og var með dónaskap í garð Luis Suarez, leikmanns Liverpool.Samtalsbolur ársins: Birgir Gauti Jónsson átti í hrókasamræðum við þungavigtarboxarann Lennox Lewis. Birgir stakk upp á því að boxarinn geðþekki fengi sér bjór og börger í tilefni dagsins, Lennox tók vel í það.Kvenbolur ársins: Stelpurnar komu sterkar inn á Boladaginn en öflugust var líklega María Mjöll sem átti meðal annars lengstu og ítarlegustu lygasöguna. María fékk jafnframt RT frá Charlie Adam, miðjumoðsmanni Liverpool. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
Óhætt er að segja að íslenski Boladagurinn á Twitter hafi heppnast vonum framar en í tilkynningu frá aðstandendum segir að hundruð Íslendinga hafi tekið afar virkan þátt í því að trufla stórstjörnur víða um heim í heilan sólarhring. „Þeir gerðu þeim lífið afar leitt." „Takmark Boladags er að trufla fræga fólkið og fá svör frá því. Það er svo undir dómnefnd komið að velja sigurvegara en þá þarf að meta marga þætti," segir ennfremur.Met féllu á Boladaginn Boladagsnefndin segist geta staðfest að klárlega hafi mörg Íslandsmet verið sett „og jafnvel stærri met, á þeim sólarhringi sem Boladagur stóð yfir." „Alls voru send um 9.000 tíst til stórstjarna á þessum sólarhring. Það gera 375 tíst á klukkustund allan sólarhringinn eða tíst á 10 sekúndna fresti takk fyrir kærlega !!!" Nefndin segir að lausleg talning hafi leitt í ljós að um 200 svör bárust frá fræga fólkinu þar sem "hastaggið" #boladagur var notað. „Mismargir fylgja stjörnunum en ef við notum hóflegt meðaltal má gefa sér að um 250 þúsund fylgi hverjum og einum. Þá má áætla að um 50 milljónir Twitter-notenda hafi séð merkinguna #boladagur á Twitter þennan dag." Fylgst var með gangi mála á síðunni boladagur.wordpress.com og voru skrifaðar 114 færslur á vefinn á sjálfan Boladaginn. „Það er færsla á 10 mínútna fresti. Vefurinn var skoðaður 15 þúsund sinnum þennan sólarhring en síðan var stofnuð klukkutíma áður en Boladagur hófst."Sigurður Mikael sigurvegarinn Sigurvegari Boladags var Sigurður Mikael Jónsson en hann starfar sem blaðamaður hjá DV. „Hann lagði sig allan fram við að fá svar frá goðinu sínu, körfuboltakappanum fyrrverandi Dennis Rodman. Safnaði hann saman öllum körfuboltaspjöldunum sem hann átti af Rodman frá fyrri árum. Raðaði þeim upp, tók mynd og sendi Rodman. Það hitti beint í mark hjá stórstjörnunni sem svaraði Mikael um hæl. Glæsilega gert. Frumleg og skapandi leið sem skilaði tilsettum árangri." Sigurður Mikael fékk Í verðlaun snjallsíma frá Símanum sem var stærsti styrktaraðili Boladags að þessu sinni.Önnur verðlaun: Forsetabolur ársins: 5falt svar McHammer til Henry Birgis, forseta! Svokallað Grand Slam sem seint verður leikið eftir.Iðnaðarbolur ársins: Hilmar Þórlindsson, japaninn mikli, fyrir vel á annan tug svara. Hilmar stóð vaktina allan sólarhringinn og setti líklega heimsmet í fjölda tísta á 24 árum. Uppskeran var enda góð.Þemabolur ársins: Egill Ástráðsson sem fékk í heildina RT eða svör frá ellefum leikurum sjónvarpsþáttanna The Wire! (stórkostlegt)Óhreinibolur ársins: Hörður Snævarr Jónsson fyrir afar óheiðarlegar tilraunir til þess að fá stjörnurnar til að svara sér, þar á meðal lygar um að hann væri formaður samtaka fyrir fötluð börn á Íslandi. Reyndi að plata DJ'inn geðþekka Tiesto til að svara sér og var með dónaskap í garð Luis Suarez, leikmanns Liverpool.Samtalsbolur ársins: Birgir Gauti Jónsson átti í hrókasamræðum við þungavigtarboxarann Lennox Lewis. Birgir stakk upp á því að boxarinn geðþekki fengi sér bjór og börger í tilefni dagsins, Lennox tók vel í það.Kvenbolur ársins: Stelpurnar komu sterkar inn á Boladaginn en öflugust var líklega María Mjöll sem átti meðal annars lengstu og ítarlegustu lygasöguna. María fékk jafnframt RT frá Charlie Adam, miðjumoðsmanni Liverpool.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira