Lífið

Demi útskrifuð úr meðferð

myndir/cover media
Leikkonan Demi Moore hefur ekki átt sjö dagana sæla. Fyrir fimm vikum fékk hún taugaáfall í kjölfar framhjáhalds þáverandi eiginmanns hennar, Ashton Kutcher, sem hún skildi síðan við, og skráði sig í meðferð.

Í gær kom hún á einkaþotu til Los Angeles eftir vikudvöl í karabíska hafinu en þar dvaldi hún í sumarhúsi í eigu leikarans Bruce Willis sem hún var gift 1987 - 2000.

Ekki er vitað á hvaða meðferðarheimili Demi dvaldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.