Lífið

Gagnrýndur fyrir vinnusiðferði

Gagnrýndur Marc Jacobs hefur hlotið töluverða gagnrýni fyrir vinnusiðferði sitt í kjölfar tískuvikunnar í New York.
Gagnrýndur Marc Jacobs hefur hlotið töluverða gagnrýni fyrir vinnusiðferði sitt í kjölfar tískuvikunnar í New York. nordicphotos/getty
Hönnuðurinn Marc Jacobs var gagnrýndur fyrir að ráða tvær barnungar fyrirsætur til að taka þátt í sýningu sinni á tískuvikunni í New York. Nú hefur Jacobs aftur ratað í fréttir, í þetta sinn fyrir að greiða ekki fyrirsætum sínum laun.

Hin 17 ára gamla Hailey Hasbrook vann langa og stranga vinnudaga fyrir Jacobs í kringum tískuvikuna án þess að fá greidd laun. Stúlkan hélt úti bloggi meðan á tískuvikunni stóð og sagði meðal annars frá því að hún hefði eitt sinn unnið til hálf fimm um morguninn fyrir hönnuðinn og fengið aðeins greitt í flíkum.

Blaðakonan og fyrrverandi fyrirsætan Jenna Sauers bendir á að Marc Jacobs hafi með þessu brotið CFDA reglu sem kveður á um að fyrirsætur yngri en 18 ára megi ekki vinna eftir miðnætti. Hún bendir einnig á að það sé ekki við hæfi að greiða fyrirsætu ekki fyrir tuttugu klukkustunda vinnu, heldur lofa henni aðeins vöruskiptum. „Fái fyrirsætur aðeins greitt í vöruskiptum er ógjörningur að hafa af starfinu lifibrauð," segir Saunders.

Jacobs er þó ósáttur við gagnrýnina og skrifaði á Twitter-síðu sinni: „Fyrirsætur fá greitt í vöruskiptum. Ef þær vilja ekki vinna fyrir mig, þá þurfa þær þess ekki," skrifaði hönnuðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.