Hef lært að segja skoðun mína umbúðalaust - Viðtalið 9. mars 2012 13:00 Mynd/Valli Helga Arnardóttir hlaut Blaðamannaverðlaun Íslands nýverið fyrir umfjöllun um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins í Íslandi í dag. Helga stefndi alltaf á lögfræðinám en segir örlagaríkt viðtal sem hún tók hafa ráðið því að hún valdi blaða- og fréttamennsku. Helga deildi skoðunum sínum á fjölmiðlaheiminum, rannsóknarblaðamennsku og fleira áhugaverðu með Lífinu.Segðu okkur aðeins frá ferli þínum! Ég byrjaði að skrifa í Stúdentablað Háskóla Íslands 2003 sem ég síðar ritstýrði og gaf út í 70.000 eintökum. Það var sannarlega góð byrjun á ferlinum og gaf mér víðtæka reynslu. Sumarið 2004 hóf ég svo störf sem næturfréttamaður hjá RÚV þar sem mér voru kennd grundvallaratriði fréttamennsku undir styrkri stjórn næturfréttamannsins Kristófers Svavarssonar. Þetta var langþráð starf og mér fannst ég afskaplega heppin að vera ráðin. Þetta sumar var lærdómsríkt og lagði grunninn að þekkingu minni í faginu. Ég starfaði á Rúv, bæði hjá útvarpinu og sjónvarpinu, til 2007 með skóla og var svo ráðin á Stöð 2 sama ár. Þar hef ég verið til dagsins í dag og hef ekki tölu á þeim fjölda frétta sem ég hef unnið.Stefndirðu alltaf á að starfa í fjölmiðlum? Ég stefndi fyrst á lögfræði en sá svo að það hentaði mér ekki. Þegar ég hóf nám í stjórnmálafræði sá ég hvað félagsvísindin heilluðu mig miklu frekar og þá vaknaði áhuginn á fjölmiðlum. Ég var beðin um að skrifa í blað sem Kraftur, samtök ungs fólks með krabbamein gaf út. Það var örlagaríkt viðtal sem ég tók fyrir blaðið en ég ræddi við Önnu Pálínu Árnadóttur söngkonu sem lést síðar langt fyrir aldur fram úr sínum sjúkdómi. Að fá tækifæri til að tala við þessa konu og heyra hugleiðingar hennar um veikindin og áhrif þeirra var mér hreinlega ómetanlegt og staðfesti mína sannfæringu um að ég vildi verða blaða- og fréttamaður. Hugleiðingar Önnu Pálínu mótuðu mig fyrir lífstíð og ég hugsa oft til hennar því hún tók á þessum sjúkdómi með svo einstöku hugarfari. Ég hugsa líka oft um það hvernig ferill minn hefði farið hefði ég ekki hitt hana því hún virkilega hafði áhrif á mig.Áttu þér ákveðnar fyrirmyndir í fjölmiðlaheiminum?Fyrirmyndir mínar í fjölmiðlum hafa alltaf verið sterkar fjölmiðlakonur og þar má nefna Eddu Andrésdóttur, Thelmu Tómasson, Elínu Hirst o.s.frv. Þetta eru sterkar, kjarkmiklar kvenfyrirmyndir og miklir brautryðjendur í íslensku fréttaumhverfi. Hvernig er að vera kona í þessu umhverfi í dag? Ég fann sérstaklega fyrir því að ég væri kona þegar ég var að byrja í fréttamennsku. Þá var ég frekar óreynd og ný í faginu. Með árunum hef ég hins vegar lært að brýna klærnar, segja skoðun mína umbúðalaust hátt og skýrt og finnst þetta minna mál í dag. Ég þyki samt alveg viðkvæm en reynslan og tíminn hafa líka gert mig sterkari. Mínir karlkynsstarfsfélagar á Fréttastofu Stöðvar 2 eru miklir ráðgjafar mínir og styðja við bakið á mér í hvert sinn sem ég þarf á að halda. Það er allt annað hugarfar hjá karlkyns jafnöldrum mínum en þeim eldri. Við erum jafningjar og leitum óhikað hvert til annars. Ég hugsa að konur af annarri kynslóð hafi þurft að mæta miklu meira andstreymi af hálfu karlmanna í fréttamennskunni hér á árum áður. Jafnréttið er held ég komið inn í genetíska vitund jafnaldra minna að miklu leyti.Til hamingju með Blaðamannaverðlaunin – hvaða merkingu hefur þessi viðurkenning fyrir þig persónulega? Þetta hefur mikið að segja fyrir mig og mín störf, það er mjög ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir það sem maður gerir. Mér þykir gott að Guðmundar- og Geirfinnsmálið náði athygli almennings að nýju þótt ég hugsi oft til ættingja þessara manna. Það er örugglega erfitt að verið sé að rifja upp hluti sem vekja upp erfiðar minningar. Það er hins vegar líka sársauki hjá sakborningum málsins og því megum við ekki gleyma. Ættingjar og aðstandendur Sævars Ciesielski hafa barist fyrir því að málið yrði endurupptekið og rannsakað frekar frá því að Sævar dó síðastliðið sumar. Hann barðist fyrir því alla sína tíð frá því hann lauk afplánun með engum árangri. Loksins var ákvörðun tekin um að stofna starfshóp til að rannsaka þessa umdeildu sakamálarannsókn sem átti sér stað og ég bind miklar vonir við að hún varpi nýju ljósi á málið. Maður veit hins vegar aldrei hvernig þessi mál fara og enn í dag er réttarkerfið íhaldssamt og á erfitt með að viðurkenna mistök sín. Við blaða- og fréttamenn þurfum að vera duglegir að halda málinu á lífi þangað til sannleikurinn kemur fram, hver sem hann kann að vera.Hvaða skoðun hefur þú almennt á Íslenskum fjölmiðlum í dag? Ég hef miklar skoðanir á íslenskum fjölmiðlum, og ættingjum og vinum finnst ég örugglega óþolandi þegar ég sit við sjónvarpið og horfi á fréttir. Mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á því hvað við erum að framleiða margar fréttir í svona mörgum fjölmiðlum í þessu litla samfélagi. Það er framleiðslukrafa á fjölmiðla landsins nánast 365 daga á ári. Það eru gerðar kröfur til okkar um að leita nýrra frétta og vinkla allt upp á nýtt upp á hvern einasta dag. Mér finnst fólk stundum ekki átta sig á því hvað við eigum duglega blaða- og fréttamenn sem leggja mikla vinnu í sín störf.Telurðu rannsóknarblaðamennsku nægilega vel sinnt hér á landi? Miðað við það umhverfi sem við lifum við í dag er lítið fjármagn aukalega til að sinna rannsóknarblaðamennsku þar sem framleiðslukrafan er í forgangi og lítill mannafli til að sinna rannsóknum. Ég byrjaði í mínum frítíma að vinna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í fyrrasumar og það tók mig heilan mánuð að framleiða klukkutíma af efni þar sem sjónvarpsframleiðslan getur verið þung og tímafrek. Það er alls ekki sjálfgefið í dag að taka sér svona langan tíma til rannsókna eins og umhverfið er. Ritstjórar okkar vilja svo gjarnan að við rannsökum mál ítarlega en það kostar fjarveru úr daglegri framleiðslu og miðað við það fjármagn sem einkareknir fjölmiðlar búa við í dag er það mjög erfitt.Hvernig telurðu að hægt sé að ýta undir aukna rannsóknarblaðamennsku? Ég fagna tilkomu Miðstöðvar í rannsóknarblaðamennsku sem nýlega var stofnuð og er í húsakynnum Háskóla Íslands. Markmið hennar er að auka veg rannsóknarblaðamennsku, styrkja tengslanet milli blaða- og fréttamanna út um allan heim þvert á landamæri og reyna að stuðla að frekari rannsóknum í blaðamennsku. Það getur verið dýrt og tímafrekt að sinna rannsóknarblaðamennsku, það kostar að afla sér ýmissa gagna og það krefst þess líka að fólk fái hlé frá hinni daglegu framleiðslu. Fjölmiðlar, sérstaklega þeir einkareknu, lifa í erfiðu fjárhagslegu umhverfi í dag og þeir þurfa að sníða sér stakk eftir vexti. Þeir hins vegar vilja líka sinna rannsóknarblaðamennsku en það er bara ekki svigrúm til þess í mörgum tilvikum. Þess vegna skil ég ekki af hverju stjórnvöld hafa ekki stutt frekar við rannsóknarblaðamennsku í landinu með auknum fjárveitingum eins og gerist á Norðurlöndunum. Það verður að ræða opinskátt hvernig hægt er að styrkja blaðamenn til frekari rannsókna, því sú tegund blaðamennsku á verulega undir högg að sækja um allan heim. Viljum við að hún hverfi hér á landi? Það eru margir fyrrverandi blaða- og fréttamenn á þingi og mér finnst hreinlega að þeir ættu að taka höndum saman og koma þessu í farveg. Auðvitað verður að passa hagsmunaárekstra sem kunna að verða við það að hið opinbera styrki rannsóknir blaðamanna en þetta verður bara að ræða á faglegum grundvelli. Á Norðurlöndunum er sams konar fyrirkomulag og það virðist ríkja sátt um það.Hvernig fer nokkuð venjulegur dagur í þínu starfi fram? Ég var afskaplega þakklát þegar ég fékk að fara yfir í Ísland í dag. Það þýðir að ég hef meiri tíma til að vinna fréttaskýringar og önnur mál. Markmið þáttarins er að hafa sem mesta breidd og fjölbreytt efni sem allir ættu að hafa áhuga á. Ég get tekið allt fyrir sem ég hef áhuga á að gera og hef fengið mikið svigrúm til þess. Samstarfsfólk mitt í Íslandi í dag er einstaklega skemmtilegt og það eru forréttindi að hlakka til að mæta í vinnuna. Þetta er skapandi og kröftugur hópur sem gaman er að vera í kringum og það sama á við um fréttastofuna sem maður umgengst alla daga. Stundum koma hektískir fréttadagar eins og eldgos, jarðskjálftar eða stórtíðindi úr pólitíkinni. Þá er mjög gaman. Núna er Landsdómur í forgrunni í allri umfjöllun. Sumir dagar geta síðan verið þægilegir og nógur tími gefst til að vinna hin fjölbreyttustu mál. Ég er mjög áhugasöm um sakamál og hef verið að fjalla um þau að undanförnu en síðan finnst mér ofsalega gefandi að vinna mál úr heilbrigðis- og skólakerfinu. Ég hef gaman af því að hitta nýtt fólk og fjalla um ólíkustu hluti, ég held ég gæti ekki verið í betra starfi. Maður veit líka aldrei hvernig dagurinn verður þegar maður starfar sem fréttamaður, það er það skemmtilegasta í faginu.Þú ert í álagsstarfi – hvað gerirðu fyrir sjálfið þegar þú ert ekki að störfum? Þegar ég hef tíma þá reyni ég að fara í hotjóga og gleyma mér þar. Ég er mikil áhugamanneskja um heilbrigt matarræði og get alveg gleymt mér við að búa til græna drykki og sjeik við miklar vinsældir sambýlismanns míns eða þannig. Ég er líka mikið að stúdera hráfæði þó ég sé á þeirri skoðun að ég gæti ekki eingöngu verið á því í þessu kalda landi. Ég elska smjör, rjóma og íslenskt lambakjöt alltof mikið til að sleppa því. Það eru hins vegar meiri líkur á því að við höldum heilsunni okkar ef við borðum hreinan og heilbrigðan mat. Göngutúrar, sund og lestur góðra bóka eru líka í uppáhaldi.Hvar sérðu sjálfa þig eftir tíu ár? Ég sé mig í fjölmiðlum ýmist í sjónvarpi, útvarpi eða á blaði. Ég hef aldrei unnið á dagblaði á mínum fréttaferli og það er eitthvað sem ég gæti alveg hugsað mér þegar ég fæ leið á ljósvakahraðanum. Mig langar líka að skrifa bækur. Ég er með nokkrar hugmyndir í kollinum sem ég vona að ég geti einhvern tímann sett niður á blað. Síðan finnst mér að ég verði að skrifa eina eða tvær ævisögur. Sjálf elska ég að lesa slíkar bækur og er með nokkrar konur í huga sem mig langar að skrifa um.Áttu þinn uppáhaldsfrasa? „Fyrsta frétt er ekki fyrsta frétt nema hún sé fyrsta frétt," Logi Bergmann. Þetta er minn uppáhaldsfrasi í vinnunni. Hann þarf ekki að útskýra fyrir neinum fréttamanni sem starfar á ljósvaka. Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Helga Arnardóttir hlaut Blaðamannaverðlaun Íslands nýverið fyrir umfjöllun um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins í Íslandi í dag. Helga stefndi alltaf á lögfræðinám en segir örlagaríkt viðtal sem hún tók hafa ráðið því að hún valdi blaða- og fréttamennsku. Helga deildi skoðunum sínum á fjölmiðlaheiminum, rannsóknarblaðamennsku og fleira áhugaverðu með Lífinu.Segðu okkur aðeins frá ferli þínum! Ég byrjaði að skrifa í Stúdentablað Háskóla Íslands 2003 sem ég síðar ritstýrði og gaf út í 70.000 eintökum. Það var sannarlega góð byrjun á ferlinum og gaf mér víðtæka reynslu. Sumarið 2004 hóf ég svo störf sem næturfréttamaður hjá RÚV þar sem mér voru kennd grundvallaratriði fréttamennsku undir styrkri stjórn næturfréttamannsins Kristófers Svavarssonar. Þetta var langþráð starf og mér fannst ég afskaplega heppin að vera ráðin. Þetta sumar var lærdómsríkt og lagði grunninn að þekkingu minni í faginu. Ég starfaði á Rúv, bæði hjá útvarpinu og sjónvarpinu, til 2007 með skóla og var svo ráðin á Stöð 2 sama ár. Þar hef ég verið til dagsins í dag og hef ekki tölu á þeim fjölda frétta sem ég hef unnið.Stefndirðu alltaf á að starfa í fjölmiðlum? Ég stefndi fyrst á lögfræði en sá svo að það hentaði mér ekki. Þegar ég hóf nám í stjórnmálafræði sá ég hvað félagsvísindin heilluðu mig miklu frekar og þá vaknaði áhuginn á fjölmiðlum. Ég var beðin um að skrifa í blað sem Kraftur, samtök ungs fólks með krabbamein gaf út. Það var örlagaríkt viðtal sem ég tók fyrir blaðið en ég ræddi við Önnu Pálínu Árnadóttur söngkonu sem lést síðar langt fyrir aldur fram úr sínum sjúkdómi. Að fá tækifæri til að tala við þessa konu og heyra hugleiðingar hennar um veikindin og áhrif þeirra var mér hreinlega ómetanlegt og staðfesti mína sannfæringu um að ég vildi verða blaða- og fréttamaður. Hugleiðingar Önnu Pálínu mótuðu mig fyrir lífstíð og ég hugsa oft til hennar því hún tók á þessum sjúkdómi með svo einstöku hugarfari. Ég hugsa líka oft um það hvernig ferill minn hefði farið hefði ég ekki hitt hana því hún virkilega hafði áhrif á mig.Áttu þér ákveðnar fyrirmyndir í fjölmiðlaheiminum?Fyrirmyndir mínar í fjölmiðlum hafa alltaf verið sterkar fjölmiðlakonur og þar má nefna Eddu Andrésdóttur, Thelmu Tómasson, Elínu Hirst o.s.frv. Þetta eru sterkar, kjarkmiklar kvenfyrirmyndir og miklir brautryðjendur í íslensku fréttaumhverfi. Hvernig er að vera kona í þessu umhverfi í dag? Ég fann sérstaklega fyrir því að ég væri kona þegar ég var að byrja í fréttamennsku. Þá var ég frekar óreynd og ný í faginu. Með árunum hef ég hins vegar lært að brýna klærnar, segja skoðun mína umbúðalaust hátt og skýrt og finnst þetta minna mál í dag. Ég þyki samt alveg viðkvæm en reynslan og tíminn hafa líka gert mig sterkari. Mínir karlkynsstarfsfélagar á Fréttastofu Stöðvar 2 eru miklir ráðgjafar mínir og styðja við bakið á mér í hvert sinn sem ég þarf á að halda. Það er allt annað hugarfar hjá karlkyns jafnöldrum mínum en þeim eldri. Við erum jafningjar og leitum óhikað hvert til annars. Ég hugsa að konur af annarri kynslóð hafi þurft að mæta miklu meira andstreymi af hálfu karlmanna í fréttamennskunni hér á árum áður. Jafnréttið er held ég komið inn í genetíska vitund jafnaldra minna að miklu leyti.Til hamingju með Blaðamannaverðlaunin – hvaða merkingu hefur þessi viðurkenning fyrir þig persónulega? Þetta hefur mikið að segja fyrir mig og mín störf, það er mjög ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir það sem maður gerir. Mér þykir gott að Guðmundar- og Geirfinnsmálið náði athygli almennings að nýju þótt ég hugsi oft til ættingja þessara manna. Það er örugglega erfitt að verið sé að rifja upp hluti sem vekja upp erfiðar minningar. Það er hins vegar líka sársauki hjá sakborningum málsins og því megum við ekki gleyma. Ættingjar og aðstandendur Sævars Ciesielski hafa barist fyrir því að málið yrði endurupptekið og rannsakað frekar frá því að Sævar dó síðastliðið sumar. Hann barðist fyrir því alla sína tíð frá því hann lauk afplánun með engum árangri. Loksins var ákvörðun tekin um að stofna starfshóp til að rannsaka þessa umdeildu sakamálarannsókn sem átti sér stað og ég bind miklar vonir við að hún varpi nýju ljósi á málið. Maður veit hins vegar aldrei hvernig þessi mál fara og enn í dag er réttarkerfið íhaldssamt og á erfitt með að viðurkenna mistök sín. Við blaða- og fréttamenn þurfum að vera duglegir að halda málinu á lífi þangað til sannleikurinn kemur fram, hver sem hann kann að vera.Hvaða skoðun hefur þú almennt á Íslenskum fjölmiðlum í dag? Ég hef miklar skoðanir á íslenskum fjölmiðlum, og ættingjum og vinum finnst ég örugglega óþolandi þegar ég sit við sjónvarpið og horfi á fréttir. Mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á því hvað við erum að framleiða margar fréttir í svona mörgum fjölmiðlum í þessu litla samfélagi. Það er framleiðslukrafa á fjölmiðla landsins nánast 365 daga á ári. Það eru gerðar kröfur til okkar um að leita nýrra frétta og vinkla allt upp á nýtt upp á hvern einasta dag. Mér finnst fólk stundum ekki átta sig á því hvað við eigum duglega blaða- og fréttamenn sem leggja mikla vinnu í sín störf.Telurðu rannsóknarblaðamennsku nægilega vel sinnt hér á landi? Miðað við það umhverfi sem við lifum við í dag er lítið fjármagn aukalega til að sinna rannsóknarblaðamennsku þar sem framleiðslukrafan er í forgangi og lítill mannafli til að sinna rannsóknum. Ég byrjaði í mínum frítíma að vinna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í fyrrasumar og það tók mig heilan mánuð að framleiða klukkutíma af efni þar sem sjónvarpsframleiðslan getur verið þung og tímafrek. Það er alls ekki sjálfgefið í dag að taka sér svona langan tíma til rannsókna eins og umhverfið er. Ritstjórar okkar vilja svo gjarnan að við rannsökum mál ítarlega en það kostar fjarveru úr daglegri framleiðslu og miðað við það fjármagn sem einkareknir fjölmiðlar búa við í dag er það mjög erfitt.Hvernig telurðu að hægt sé að ýta undir aukna rannsóknarblaðamennsku? Ég fagna tilkomu Miðstöðvar í rannsóknarblaðamennsku sem nýlega var stofnuð og er í húsakynnum Háskóla Íslands. Markmið hennar er að auka veg rannsóknarblaðamennsku, styrkja tengslanet milli blaða- og fréttamanna út um allan heim þvert á landamæri og reyna að stuðla að frekari rannsóknum í blaðamennsku. Það getur verið dýrt og tímafrekt að sinna rannsóknarblaðamennsku, það kostar að afla sér ýmissa gagna og það krefst þess líka að fólk fái hlé frá hinni daglegu framleiðslu. Fjölmiðlar, sérstaklega þeir einkareknu, lifa í erfiðu fjárhagslegu umhverfi í dag og þeir þurfa að sníða sér stakk eftir vexti. Þeir hins vegar vilja líka sinna rannsóknarblaðamennsku en það er bara ekki svigrúm til þess í mörgum tilvikum. Þess vegna skil ég ekki af hverju stjórnvöld hafa ekki stutt frekar við rannsóknarblaðamennsku í landinu með auknum fjárveitingum eins og gerist á Norðurlöndunum. Það verður að ræða opinskátt hvernig hægt er að styrkja blaðamenn til frekari rannsókna, því sú tegund blaðamennsku á verulega undir högg að sækja um allan heim. Viljum við að hún hverfi hér á landi? Það eru margir fyrrverandi blaða- og fréttamenn á þingi og mér finnst hreinlega að þeir ættu að taka höndum saman og koma þessu í farveg. Auðvitað verður að passa hagsmunaárekstra sem kunna að verða við það að hið opinbera styrki rannsóknir blaðamanna en þetta verður bara að ræða á faglegum grundvelli. Á Norðurlöndunum er sams konar fyrirkomulag og það virðist ríkja sátt um það.Hvernig fer nokkuð venjulegur dagur í þínu starfi fram? Ég var afskaplega þakklát þegar ég fékk að fara yfir í Ísland í dag. Það þýðir að ég hef meiri tíma til að vinna fréttaskýringar og önnur mál. Markmið þáttarins er að hafa sem mesta breidd og fjölbreytt efni sem allir ættu að hafa áhuga á. Ég get tekið allt fyrir sem ég hef áhuga á að gera og hef fengið mikið svigrúm til þess. Samstarfsfólk mitt í Íslandi í dag er einstaklega skemmtilegt og það eru forréttindi að hlakka til að mæta í vinnuna. Þetta er skapandi og kröftugur hópur sem gaman er að vera í kringum og það sama á við um fréttastofuna sem maður umgengst alla daga. Stundum koma hektískir fréttadagar eins og eldgos, jarðskjálftar eða stórtíðindi úr pólitíkinni. Þá er mjög gaman. Núna er Landsdómur í forgrunni í allri umfjöllun. Sumir dagar geta síðan verið þægilegir og nógur tími gefst til að vinna hin fjölbreyttustu mál. Ég er mjög áhugasöm um sakamál og hef verið að fjalla um þau að undanförnu en síðan finnst mér ofsalega gefandi að vinna mál úr heilbrigðis- og skólakerfinu. Ég hef gaman af því að hitta nýtt fólk og fjalla um ólíkustu hluti, ég held ég gæti ekki verið í betra starfi. Maður veit líka aldrei hvernig dagurinn verður þegar maður starfar sem fréttamaður, það er það skemmtilegasta í faginu.Þú ert í álagsstarfi – hvað gerirðu fyrir sjálfið þegar þú ert ekki að störfum? Þegar ég hef tíma þá reyni ég að fara í hotjóga og gleyma mér þar. Ég er mikil áhugamanneskja um heilbrigt matarræði og get alveg gleymt mér við að búa til græna drykki og sjeik við miklar vinsældir sambýlismanns míns eða þannig. Ég er líka mikið að stúdera hráfæði þó ég sé á þeirri skoðun að ég gæti ekki eingöngu verið á því í þessu kalda landi. Ég elska smjör, rjóma og íslenskt lambakjöt alltof mikið til að sleppa því. Það eru hins vegar meiri líkur á því að við höldum heilsunni okkar ef við borðum hreinan og heilbrigðan mat. Göngutúrar, sund og lestur góðra bóka eru líka í uppáhaldi.Hvar sérðu sjálfa þig eftir tíu ár? Ég sé mig í fjölmiðlum ýmist í sjónvarpi, útvarpi eða á blaði. Ég hef aldrei unnið á dagblaði á mínum fréttaferli og það er eitthvað sem ég gæti alveg hugsað mér þegar ég fæ leið á ljósvakahraðanum. Mig langar líka að skrifa bækur. Ég er með nokkrar hugmyndir í kollinum sem ég vona að ég geti einhvern tímann sett niður á blað. Síðan finnst mér að ég verði að skrifa eina eða tvær ævisögur. Sjálf elska ég að lesa slíkar bækur og er með nokkrar konur í huga sem mig langar að skrifa um.Áttu þinn uppáhaldsfrasa? „Fyrsta frétt er ekki fyrsta frétt nema hún sé fyrsta frétt," Logi Bergmann. Þetta er minn uppáhaldsfrasi í vinnunni. Hann þarf ekki að útskýra fyrir neinum fréttamanni sem starfar á ljósvaka.
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira