Lífið

Lítið fyndinn í alvörunni

Will Ferrell segir aðdáendur sína verða vonsvikna yfir því hversu lítið fyndinn hann er í raunveruleikanum.
Will Ferrell segir aðdáendur sína verða vonsvikna yfir því hversu lítið fyndinn hann er í raunveruleikanum. nordicphotos/getty
Gamanleikarinn Will Ferrell segir aðdáendur sína iðulega verða vonsvikna þegar þeir hitta hann í lifanda lífi. Þetta kemur fram í viðtali sem hann veitti tímaritinu Rolling Stone.

„Ég heilsa þeim og segi: „Hæ, hvað segir þú gott?" og þau segja á móti: „Hvað ætlarðu að gera fyndið? Eruð þið viss um að þetta sé rétti maðurinn, hann er ekki að gera neitt fyndið?" Ég er hræddur um að þau verði hryllilega vonsvikin öll sem eitt," sagði leikarinn sem er nú að kynna nýjustu gamanmynd sína, Casa de mi Padre, en þar talar hann eingöngu spænsku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.