Lífið

Fóru mannavillt

Mannavillt Ljósmyndarar töldu Debbie Harry vera enga aðra en Lindsay Lohan.nordicphotos/getty
Mannavillt Ljósmyndarar töldu Debbie Harry vera enga aðra en Lindsay Lohan.nordicphotos/getty
Söngkonan Debbie Harry lenti í því um helgina að vera ruglað við leikkonuna Lindsay Lohan. Konurnar gistu báðar á Mercer-hótelinu í New York helgina sem leið og því var urmull af ljósmyndurum í biðstöðu við hótelið þá helgi.

Ljósmyndarar sátu um Lohan vegna framkomu hennar í Saturday Night Live og urðu kátir þegar leikkonan yfirgaf Mercer-hótelið snemma á sunnudagsmorgni. Í ljós kom þó að umrædd kona var ekki Lohan heldur söngkonan Debbie Harry sem sló í gegn með hljómsveitinni Blondie á áttunda áratugnum. Harry er 66 ára gömul og 41 ári eldri en Lohan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.