Lífið

Lebowski-gestum fjölgar ört

Ari Lár Valsson bar sigur úr býtum í búningakeppni hátíðarinnar í fyrra. Hann mætti sem brjálaður Eagles-leigubílstjóri úr myndinni.
Ari Lár Valsson bar sigur úr býtum í búningakeppni hátíðarinnar í fyrra. Hann mætti sem brjálaður Eagles-leigubílstjóri úr myndinni.
Hin árlega Big Lebowski-hátíð verður haldin á laugardagskvöld í Keiluhöllinni, Öskjuhlíð.

Mikið hefur breyst síðan keppnin var fyrst haldin fyrir sex árum. „Þá mættu fimmtán og ég þekkti alla með nafni," segir Svavar H. Jakobsson, sem skipuleggur keppnina ásamt Ólafi H. Jakobssyni. Í fyrra voru gestirnir 110 talsins, sem er metþátttaka.

Hátíðin er haldin fyrir aðdáendur gamanmyndarinnar The Big Lebowski frá árinu 1998. Gestir klæða sig upp sem persónur úr myndinni, drekka hvíta rússa, fara í keilu og skiptast á ódauðlegum frösum úr myndinni, sem hefur öðlast „költ" fylgi síðustu árin. Í ár verður í fyrsta sinn haldin spurningakeppni og vonast Svavar eftir góðum viðbrögðum.

Til marks um aukin umsvif hátíðarinnar hafa þeir félagar ráðið aðstoðarmann til að hjálpa þeim með framkvæmdina á laugardaginn. „Það var orðið svolítið mikið að gera síðast. Hann er ekkert á neinum dúndurlaunum en hann fær eitthvað fyrir sinn snúð."

Verðlaun verða veitt fyrir efstu sætin í búninga- og spurningakeppninni, besta skorið í keilu, ásamt Achiever-heiðursverðlaunum. Miðasala fer fram á Bolur.is og er miðaverð 2.800 krónur inn. Innifalið er þátttaka í hátíðinni, keila, bjór og Lebowski-stuttermabolur. -fb


Tengdar fréttir

Sigurvegarinn mætti í bleiu

Það var Hörður Guðlaugsson sem bar sigur úr býtum í búningakeppni Big Lebowski-hátíðarinnar sem var haldin í fjórða sinn í keilusalnum í Öskjuhlíðinni á dögunum. Þetta var annað árið í röð sem Hörður sigrar í keppninni. Í fyrra var hann klæddur eins og persónan Walter Sobchak, sem John Goodman túlkaði á eftirminnilegan hátt í hinni samnefndu kvikmynd en í þetta sinn var hann eingöngu með bleiu, sem er tilvísun í eina setningu í myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.