Lífið

Verslingar gata geirvörtur fyrir peninga

Í Týndu kynslóðinni í kvöld verður sýnt frá því þegar þrír vaskir piltar úr Verzlunarskólanum létu gata á sér geirvörturnar í vikunni.

Uppátækið var liður í góðgerðarviku Verslinga þar sem fé er safnað til byggingar skóla í Afríku. Aðalgestur Týndu kynslóðarinnar er leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson, stjarna kvikmyndarinnar Svartur á leik.

Auk þess heldur heilsuátak Nilla áfram og kíkir hann í ræktina með leikaranum Jóhannesi Hauki úr Svartur á leik, en hann þekkir betur en flestir hvernig á að koma sér í form á stuttum tíma.

Týnda kynslóðin er í opinni dagskrá á Stöð 2 kl. 19:45.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.