Fleiri fréttir

Fjölmenni á Reykjavík Runway

Reykjavik Runway stóð fyrir glæsilegu úrslitakvöldi í fatahönnunarkeppni í Hafnarhúsinu í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi. Fjórir hönnuðir voru valdir í úrslit í keppninni; þær Eygló Margrét Lárusdóttir, Sólveig og Edda Guðmundsdætur, og Rosa Denise Winther Denison og Bryndís Þorsteinsdóttir og sigurvegarinn, Harpa Einarsdóttir. Harpa fær samning við Reykjavik Runway þar sem haldið er áfram að vinna að uppbyggingu tískumerkis hennar, Zizka, á tískuvikunni í New York. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá gesti, Dorrit Moussaieff afhenda Hörpu Einarsdóttur verðlaunin og Sigríði Sigurðardóttur taka við lyklunum af Mercedes-Benz bifreið en hún vann afnot af Mercedes-Benz GLK sportjeppa í fimm daga.

Svíaprinsessa á von á barni

Sænska þjóðin er í skýjunum eftir að Viktoría krónprinsessa og Daníel prins tilkynntu að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Barnið er væntanlegt í mars á næsta ári og prinsessan því rétt komin þrjá mánuði á leið.

Ási Már á skjáinn

„Ég er með smá fiðrildi í maganum út af þessu en maður verður að henda sér í djúpu laugina til að halda áfram að þroskast,“ segir Ásgrímur Már Friðriksson fatahönnuður, sem birtist á sjónvarpsskjánum í fyrsta sinn í vetur.

Söluhæstu stjörnurnar

Tískutímaritin geta þakkað stjörnum á borð við Lady Gaga, Rihönnu og Kim Kardashian fyrir hærri sölutölur á þessu ári. Vefsíðan WWD hefur nú tekið saman þau andlit sem selja flest tímarit og sýnir rannsóknin fram á að ritstjórar ættu að setja einhverja af þessum þremur konum á forsíðuna til að ná sem hæstum sölutölum.

Konungleg tískufyrirmynd

Hún hefur ekki langt að sækja fegurðina og tískuvitið, prinsessan Charlotte Casiraghi. Móðir hennar er Karólína prinsessa af Mónakó og amma hennar sjálf Grace Kelly.

Kínverskir úrvalsnemendur klára BA-próf í íslensku

„Þeir eru margir í fjölskyldum nemendanna sem hneykslast á þeim að eyða tíma í að læra minnsta tungumál í heimi. Þau eru hins vegar alsæl og finnst námið skemmtilegt,“ segir Gísli Hvanndal, sem útskrifar sextán nemendur með BA-gráðu í íslensku við Háskólann í Beijing næsta vor.

Robin Gibb syngur inn jólin með Bó

Robin Gibb verður gestur Björgvins Halldórssonar á árlegum jólatónleikum söngvarans í Laugardalshöll. Þetta kom í fréttatilkynningu frá Senu í gær.

Meðaljóninn Tom Hanks

Tom Hanks hefur tekist að halda sig í nágrenni við toppinn í Hollywood þrátt fyrir að þykja hvorki töff né kynþokkafullur. Og ferillinn spannar fjölbreyttari svið en hjá mörgum öðrum.

Let England Shake sýnd á RIFF

Kvikmyndin Let England Shake verður sýnd í flokki tónlistarmynda á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst 22. september næstkomandi. Let England Shake er samansett úr tólf stuttmyndum sem hver og ein á við samsvarandi lag á samnefndri plötu PJ Harvey sem kom út fyrr á árinu.

Kanye átti Tívolí í Köben

Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West tróð upp í Tívolíinu í Kaupmannahöfn í síðustu. Íslendingaskarinn þar var slíkur að greina mátti íslensku úr öllum áttum. Orðin „þetta er geðveikt“ og „alger unaður“ voru algengust. Birgir Þór Harðarson var á svæðinu og lýsir hér upplifun sinni.

Á æfingu með Selmu Björns

"Hér er bara hardcore kántríæfing fyrir tónleika á sunnudaginn," segir söngkonan Selma Björns í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var í dag en hún heldur kántríveislu á Rósenberg næsta sunnudag, 21. ágúst, með hljómsveitinni Miðnæturkúrekunum. Hljómsveitina skipa: Selma Björnsdóttir, Vignir Snær Vigfússon, Pálmi Sigurhjartar, Benedikt Brynleifsson, Róbert Þórhallsson, Sigurgeir Sigmundsson og Matthías Stefánsson. Sjá nánar hér (facebook-viðburður).

Hágrátandi í einkaþyrlu

Meðfylgjandi má sjá myndir af Suri Cruise, 5 ára, hágrátandi í þyrlu ásamt mömmu sinni, leikkonunni Katie Holmes, 32 ára. Pabbi hennar, leikarinn Tom Cruise var fjarri. Barnapían var hinsvegar með í för en hún reyndi einnig að hugga stúlkuna sem var með fangið fullt af leikföngum. Katie hefur undanfarið kynnt nýju kvikmyndina sína Don't Be Afraid Of The Dark og eigin fatalínu í New York.

Harry á lausu

Harry Bretaprins hefur engan tíma fyrir kærustu í augnablikinu, en hann er hættur með undirfatafyrirsætunni Florence Brundenell-Bruce. Þau hafa verið saman síðan í júní en nú er ævintýrið á enda.

Gott grín í fæðingu

Ben Stiller, Vince Vaughn og Rosemarie DeWitt hafa öll fallist á að leika í gamanmyndinni Neighborhood Watch. Seth Rogen og Evan Goldberg eiga heiðurinn að handritinu en það var fínpússað af Justin Theroux, ástmanni Jennifer Aniston og handritshöfundi Tropic Thunder.

Frostrósa-aðdáendur vilja hitta Jóhönnu

„Við höfum verið saman í tuttugu ár og það er ein af ástæðum þess að við ætlum að koma aftur. Svo verð ég líka fimmtugur um þetta leyti,“ segir Craig Murray, Frostrósa-aðdáandi númer eitt frá Ástralíu.

Það er rosalegt að sjá þig núna - 30 kg léttari

Óskarsverðlaunahafinn, söngkonan Jennifer Hudson, 29 ára, var stórglæsileg klædd í hvítan þröngan kjól eins og sjá má í myndasafni. Söngkonan hefur lést um rúmlega 30 kíló en samhliða því hafa háværar gagnrýnisraddir um vaxtarlag hennar hljómað. Jennifer segir að hún hafi ekkert pælt í vaxtarlaginu eða tölunni sem vigtin sýndi áður en hún flutti til Hollywood. "Mér fannst ég aldrei feit. Mér fannst ég nokkuð eðlileg. Allar stúlkurnar í Chicago litu eins út og ég þannig að þetta var aldrei vandamál," segir Jennifer sem hefur náð að létta sig með því að hreyfa sig daglega og huga sérstaklega vel að mataræðinu. Facebooksíða Jennifer.

Forvitnileg stripparamynd

Steven Soderbergh er þekktur fyrir að feta ótroðnar slóðir þegar kemur að kvikmyndagerð og víst er að næsta kvikmynd hans, Magic Mike, á eftir að vekja mikla athygli. Hún fjallar um karlkyns strippara og líf hans á Flórída. Myndin verður að hluta til byggð á lífsreynslu bandaríska leikarans Channing Tatum, sem var strippari í Flórída áður en Hollywood uppgötvaði hann.

Rómantísk mynd með dönsku ívafi

Danski leikstjórinn Lone Scherfig vakti mikla athygli í Ameríku fyrir mynd sína An Education sem gerð var eftir handriti breska rithöfundarins Nick Hornby. Myndin var tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna og allar dyr í Hollywood stóðu Scherfig opnar.

Crispin Glover til Íslands

"Ég var staddur á tónlistarhátíð á Englandi fyrir tveimur árum og þá var hann með þessa sýningu sína. Ég varð mjög spenntur fyrir því að fá hana til Íslands enda var þetta eitthvað það magnaðasta sem ég hef séð,“ segir Sigurður Magnús Finnsson. Hann stendur fyrir óvenjulegum viðburði í Bíó Paradís í næsta mánuði.

Frændur og vinir þenja raddir sínar í Áskirkju

Þrír upprennandi íslenskir söngvarar, sem allir eru nemendur íslensks tenórsöngvara í Hollandi, munu þenja raddir sínar í Áskirkju í dag. Auk þeirra munu ýmsir aðrir koma fram, og eru þeir flestir tengdir blóðböndum.

Í stresskasti fyrir brúðkaupið

Brúðkaup raunveruleikadrottningarinnar Kim Kardashian, 30 ára, sem skoða má í myndasafni, og NBA-leikmannsins Kris Humphries, fer fram eftir aðeins þrjá daga, næsta laugardag. Gestalistinn er fyrir löngu sprunginn og stressið farið að gera vart við sig. Kim var mynduð klædd í skyrtu og stuttbuxur í morgun þegar hún hitti fatahönnuðinn Veru Wang, sem hannar brúðkaupskjólinn hennar, í allra síðasta skipti fyrir stóra daginn. Kim hefur æft eins og brjálæðingur undanfarnar vikur með einkaþjálfara og næringarfræðing sér við hlið svo hún líti sem allra best út þennan mikilvæga dag í lífi hennar.

Blása nýju lífi í Gamla bíó

Tvö leikverk verða frumsýnd á fjölum Gamla bíós í haust. Fræg íbúð á efstu hæð hússins verður til leigu undir listasýningar og móttökur.

Árni og félagar aflýsa

Breska hljómsveitin The Vaccines, með bassaleikarann Árna Hjörvar Árnason innanborðs, hefur neyðst til að aflýsa þrennum tónleikum. Ástæðan er þrálát vandamál með rödd söngvarans Justin Young.

50 bönd til viðbótar á Airwaves

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves tilkynntu í gær um fimmtíu listamenn sem bæst hafa við dagskrá hátíðarinnar í ár.

Nýtt plötuumslag Bjarkar slær í gegn á Facebook

Söngkonan Björk frumsýndi í dag umslagið á plötunni Biophilia og lét aðdáendur sína vita á Facebook-síðu sinni og víðar. Viðbrögðin voru vægast sagt jákvæð en á aðeins tíu mínútum voru 5000 manns búnir að "læka" myndina og ríflega 500 búnir að lýsa yfir aðdáun sinni.

Kristrún Ösp ólétt

Faðernið skiptir ekki máli eins og er, ég tek ofurmömmuna á þetta enda hef ég alltaf verið sjálfstæð og þarf engan maka til að láta hlutina ganga upp.......

Ertu með rass eins og Kim Kardashian?

Guðlaug Dagmar Jónasdóttir sem landaði 2. sæti í fegurðarsamkeppni Ungfrú Ísland í ár og vinkona hennar, Eva Rakel Jónsdóttir, sem var valin ljósmyndafyrirsæta í sömu keppni, sýna í meðfylgjandi myndskeiði hvernig hægt er að velja hárrétta gallabuxnasniðið á auðveldan máta. Eva Rakel, sem starfar í Levi´s búðinni í Kringlunni finnur út hvaða gallabuxnasnið fer Guðlaugu best. Gallabuxnaframleiðandinn Levi´s gerði mælingar á 60 konum til að sjá hvernig best væri að finna rétt snið fyrir konur út frá vexti. Útfærslurnar urðu þrjár: Slight, Demi eða Bold en sjónvarpsraunveruleikastjarnan Kim Kardashian er einmitt þekkt fyrir síðastnefnda vaxtarlagið.

Ótrúlegur fjöldi listamanna á risatónleikum Bylgjunnar

Það verður mikið um dýrðir á Ingólfstorgi á Menningarnótt þegar Bylgjan heldur 25 ára afmælistónleika sína. Veislan hefst klukkan 13 og nær hápunkti klukkan 21 þegar ótrúlegur fjöldi af vinsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar mætir á sviðið og tekur sín þekktustu lög sem öll hafa hlotið sess meðal topplaga síðustu 25 ára. Í sumarlok 1986 varð bylting í tónlistarlífi okkar Íslendinga þegar hleypt var af stokkunum fyrstu einkareknu íslensku útvarpsstöðinni og nú fagnar Bylgjan 25 ára afmæli sínu.

Fleiri hljómsveitir á Airwaves

Í dag var tilkynnt um fimmtíu listamenn sem koma munu fram á Iceland Airwaves til viðbótar. Meðal þeirra sem kynntir voru í dag eru Hjaltalín, HAM, Reykavík!, Lára, Prins Póló, Clock Opera og Active Child.

Seacrest á Kanann

Útvarpsstöðin Kaninn hyggst hefja beinar útsendingar frá þætti Ryans Seacrest, American Top 40, á næstunni. Þættirnir hafa verið sagðir þeir vinsælustu í heimi en Seacrest fær til sín stærstu stjörnurnar í bandaríska skemmtanabransanum.

Bieber mætti í gullbuxum

Það líður varla dagur án þess að rauði dregillinn sé dreginn út í Hollywood. Um helgina stóð sjónvarpsstöðin VH1 fyrir hátíðinni Do Something Awards eða "Gerðu eitthvað verðlaunin".

Heyrðu þau leigðu heila lest

Angelina Jolie, 36 ára, og Brad Pitt, 47 ára, leigðu heila lest fyrir sig, börnin og allan farangurinn sem fylgir þeim til Lundúna í gær. En fjölskyldan er stödd í Bretlandi á meðan Brad er upptekinn við tökur í nýrri mynd sem ber heitið World War Z. Börnin Maddox, 10, Pax, 7, Zahara, 6, Shiloh, 5 og tvíburarnir Knox, og Vivienne, 3, eru greinilega byrjuð að aðlagast Hollywood-lífstílnum því þau voru innan við fimm mínútur að yfirgefa vettvang.

Sigurjón með De Niro til Toronto

"Þetta er dýrasta óháða kvikmyndin í Bandaríkjunum árið 2010, hún kostaði 65 milljónir dala,“ segir Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi. Kvikmynd hans, Killer Elite, hefur verið valin inn á kvikmyndahátíðina í Toronto þar sem hún verður frumsýnd 10. september í svokölluðum gala-flokki.

Victoria tekur mataræðið föstum tökum

Victoria Beckham, 37 ára, sem eignaðist sitt fjórða barn, stúlkuna Harper Seven, 10. júlí síðastliðinn er staðráðin í að komast aftur í stærð núll. Sagan segir að hún ætli sér að vera komin í barnastærð fyrir tískuvikuna í New York sem stendur yfir 8.-15. september. Victoria borðar sex máltíðir á dag sem innihalda reyktan lax, chilli-rækjur, túnfisk, sushi og grænmeti. Þá drekkur hún endalaust af vatni samhliða 10 mínútna pilates æfingum á hverjum degi. Eina 'snakkið' sem Victoria leyfir sér eru ber og möndlur.

Vekur athygli vestanhafs

„Það er búið að ganga vel og ég er að finna mig í faginu,“ segir Ása Helga Hjörleifsdóttir, meistaranemi í kvikmyndagerð við Columbia-háskólann í New York. Ása Helga er stödd hér á landi til að taka upp útskriftarverkefnið sitt við skólann, en hún hefur vakið eftirtekt fyrir góða handritasmíð. Reyndar svo mikla að Ása Helga er komin með umboðsmann, en það þykir vel af sér vikið og sérstaklega þar sem hún á ennþá eitt ár eftir í skólanum.

Skrifar handrit að teiknimyndaseríu

Sigurjón Kjartansson og Hugleikur Dagsson eru að þróa nýja teiknimyndaseríu fyrir sjónvarp. Þeir unnu síðast saman að gerð gamanþáttaraðarinnar Hlemmavideó en það er framleiðslufyrirtæki Sigurjóns, Ídea Filmcompany, sem hefur þáttaröðina á sinni könnu.

Þú lítur ekki út fyrir að vera 53 ára

Madonna mætti á Heathrow flugvöllinn í Lundúnum á 53 ára afmælisdeginum sínum með nýja elskhuganum, 24 ára franska dansaranum Brahim Zaibat, og fjórum börnum sínum, Lourdes, Rocco, David, og Mercy. Eins og sjá má í myndasafni lítur söngkonan ekki út fyrir að vera rúmlega fimmtug.

Hilary Duff á von á barni

Leikkonan úr sjónvarpsþáttunum Gossip Girl og barnastjarnan Hilary Duff er ólétt af sínu fyrsta barni. Duff, sem er 23 ára gömul, staðfesti fregnirnar á heimasíðu sinni á sama degi og hún átti eins árs brúðkaupsafmæli. Duff er gift hokkíleikmanninum Mike Comrie.

Ellý og Q4U rokka á Menningarnótt

Menningarnótt verður haldin í Reykjavík næstkomandi laugardag. Fjölmargir eru því að leggja lokahönd á dagskránna þar sem boðið verður upp á alls kyns skemmtun og tónleika. Skemmtistaðurinn Dillon við Laugaveg býður upp á tónleikadagskrá sjöunda árið í röð sem byrjar klukkan 15 og endar rétt fyrir flugeldasýninguna klukkan ellefu.

Erpur heldur keppni - Önnur leiðin til Færeyja í vinning

Rapparinn Erpur Eyvindarson, BlazRoca, hefur blásið til keppni í samvinnu við Prikið og fleiri aðila þar sem hann hvetur tónlistarmenn til að endurhljóðblanda lög sín á sem flottastan máta. Með honum í dómnefnd eru President Bongo úr Gusgus og Óttarr Proppé borgarfulltrúi.

Nilli fær að kenna á sviknum loforðum

Þórunn Antonía og Björn Bragi virðast ætla að svíkja öll loforð sem þau gefa og greyið Nilli fær að gjalda fyrir það í Týndu kynslóðinni. Þátturinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 á föstudagskvöldum og hefur göngu sína 19. ágúst næstkomandi.

Tökulið Game of Thrones væntanlegt hingað í vetur

Tökur á einum umtalaðasta þætti Bandaríkjanna um þessar mundir, Game of Thrones, munu fara fram að hluta til hér á Íslandi í lok þessa árs. Þetta kom fram í máli eins aðalleikara þáttanna, Kit Harrington. Harrington sat fyrir svörum á myndasöguhátíðinni ComicCon í lok júlí og upplýsti þar að hann fengi að kynnast alvörukulda á Íslandi. „Það var kalt síðast en nú förum við til Íslands. Og það verður sko kalt,“ hefur vefsíðan Access Hollywood eftir honum.

Spurlock sækir Ísland heim

Einn vinsælasti heimildarmyndagerðarmaður heims um þessar mundir, Morgan Spurlock, sækir Ísland heim í næstu viku. Hann hyggst sýna nýjustu kvikmynd sína, The Greatest Movie Ever Sold, í Háskólabíói miðvikudaginn 24. ágúst og sitja svo fyrir svörum. Myndin fjallar um svokallaðar vöruinnsetningar í bandarískum afþreyingariðnaði en áhorfendur fá að fylgjast með því hvernig leikstjóranum tekst að fjármagna áðurnefnda heimildarmynd með slíkum innsetningum.

Ánægð með brjóstin sín (auðvitað)

Leikkonan Salma Hayek, 44 ára, prýðir forsíðu Allure tímaritsins í YSL kjól en hana má skoða í meðfylgjandi myndasafni. Þar svarar Salma spurð út í líkamslögun hennar: Brjóstin á mér, þau eru alls ekki slæm skal ég segja þér. Ég get ekki kvartað yfir þeim. En þegar ég byrjaði í bransanum í Hollywood var mér eingöngu boðið að leika latneskar fáklæddar konur sem sögðu fátt en staðreyndin er sú að ég var aldrei þannig þegar ég bjó í Mexíkó.

Sjá næstu 50 fréttir