Fleiri fréttir

Kate þykir of grönn

Kate Middleton þykir orðin afskaplega grannvaxin og velta slúðurblöðin því nú fyrir sér hvort stúlkan þjáist af átröskun. Prinsessan heimsótti Bandaríkin nýverið ásamt eiginmanni sínum, Vilhjálmi prins, og var parið myndað hvert sem það fór.

Fátt kom á óvart í Emmy-tilnefningum

Emmy-tilnefningarnar árið 2011 voru gerðar opinberar fyrir skömmu og var fátt sem kom á óvart í þeim efnum. Sjónvarpsþættirnir Boardwalk Empire, Dexter, Friday Night Lights, Game of Thrones, Good Wife og Mad Men keppa um verðlaunin sem besti sjónvarpsþátturinn á meðan Big Bang Theory, Glee, Modern Family, The Office, Parks and Recreation og 30 Rock voru tilnefndir sem bestu gamanþættirnir.

Heimsendir er í nánd

Þessa dagana fara fram í Arnarholti á Kjalarnesi tökur á nýjustu afurð leikstjórans Ragnars Bragasonar, sjónvarpsþáttaröðinni Heimsendi sem verður sýnd á Stöð 2 í haust. Eftir vinsældir Vaktaþátta hans má búast við mikilli eftirvæntingu meðal áhorfenda.

Barnalán hjá söngkonu

Sönkonan Védís Hervör Árnadóttir á von á sínu öðru barni í lok árs. Fyrir á Védís tveggja ára son með unnusta sínum Þórhalli Bergmann. Það verður því í nógu að snúast hjá parinu á næstunni.

Fjölmenni í garðveislu

Sólin skein skært á íbúa höfuðborgarsvæðisins um helgina. Stuðmaðurinn og miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon hefði ekki getað pantað betra veður í hina árlegu garðveislu Félags tónskálda og textahöfunda.

Láttu konuna mína í friði!

Brestir virðast vera komnir í samband glamúrparsins Ashley Cole og Cheryl Cole. Cheryl brá sér til Los Angeles á dögunum. Það síðasta sem hann bjóst við að heyra var rödd Dereks Hough, en hann er fyrrverandi unnusti Cheryl. Ashley brá heldur betur I brún þegar Derek svaraði símanum. "Hvern fjandann ert þú að gera þarna?‟ sagði hann við Derek, sem rétti Cheryl símann í snarhasti.

J Lo sökuð um framhjáhald

Slúðurpressan veltir fyrir sér hvers vegna Jennifer Lopez skyldi við eiginmann sinn, Marc Anthony, á dögunum. Nú segir tímaritið OK að komnar séu af stað sögusagnir um framhjáhald.

Þungarokkarar safna fyrir Danmerkurferð

Íslensku þungarokkshljómsveitinni Atrum hefur verið boðið að spila á Wacken Open Air hátíðinni í Danmörku sem fer fram í lok þessa mánaðar. Þar mun hljómsveitin stíga á stokk með íslensku hljómsveitinni Darknote en það mun vera í fyrsta skiptið sem þessar sveitir spila saman erlendis. Þar munu hljómsveitirnar spila með The Monolith Deathcult, sem spilaði hér á landi á Eistnaflugi í sumar, á 650 manna tónleikastað, The Rock í Kaupmannahöfn.

Bjartmar í VIP-partíi Steinda

"Það verða þvílík "legend“ að troða upp,“ segir Steindi Jr., sem á föstudagskvöld fagnar útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar, Án djóks – Samt djók, á skemmtistaðnum Austur.

Dúkkulísur á Innipúkanum

„Við verðum þrítugar á næsta ári svo þetta er eins konar upphitun fyrir stórafmælið,“ segir Erla Sigríður Ragnarsdóttir, söngkona Dúkkulísanna.

Lohan leitar uppi vandræði

Leikkonan Lindsay Lohan vakti ekki mikla lukku meðal starfsmanna Plum Miami Magazine. Lohan mætti í myndatöku fyrir tímaritið en ákvað þó að hætta við að veita þeim viðtal á síðustu stundu. Blaðamaðurinn Jacquelynn Powers ákvað í staðinn að skrifa grein um það sem gerðist á tökustað.

Loksins var haldið almennilegt partý

Félag tónskálda og textahöfunda hélt ógleymanlegt partý í húsakynnum FTT á Laufásvegi síðasta föstudag. Gleðskapurinn fór fram eftir árlega garðveislu FTT sem haldin var í Hljómskálagarðinum fyrr um kvöldið. Meðfylgjandi myndskeið var tekið þegar Hjálmar Hjálmarsson kynnti Erp Eyvindarson og Helga Björns til leiks áður en þeir sungu með gestum lagið Ég er kominn heim. Þá má sjá Árna Pál Árnason, Óla Palla, Jón Kaldal, Kolfinnu Baldvinsdóttur, Karl Sigurðsson í Baggalút, Jón Ólafsson og fleiri.

Vilja nefna brú og garð eftir Kurt Cobain

Bæjaryfirvöld í Aberdeen í Washington, heimabæ söngvarans Kurts Cobain, eru að íhuga að nefna brú og lítinn almenningsgarð eftir söngvaranum. Washington Post segir að bæjarstjórnin í Aberdeen hafi boðið íbúum bæjarins að skila inn athugasemdum við tillöguna fyrir næsta bæjarstjórnarfund sem verður haldinn 27. Júlí.

Opnar kaffihús á Snæfellsnesi

„Þetta er hvorki gamall né nýr draumur hjá okkur hjónunum en við fengum fyrir tilviljun þennan stað upp í hendurnar og ákváðum að prufa að opna kaffihús,“ segir rithöfundurinn og leikskáldið Ólafur Haukur Símonarson, sem opnaði á dögunum kaffihús með eiginkonu sinni Guðlaugu Maríu Bjarnadóttur.

Merkel fékk eintak

„Það er vonandi að þetta gleðji hana,“ segir Jónína Leósdóttir, rithöfundur. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og eiginkona Jónínu, átti fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands á dögunum.

Robbie Williams fékk heiftarlega matareitrun

Poppstjarnan Robbie Williams fékk heiftarlega matareitrun fyrir helgi. Hljómsveit hans, Take That, þurfti því að aflýsa tónleikum í Kaupmannahöfn í gær vegna veikinda hans. Robbie er leiður yfir ástandinu. Hann skrifaði skilaboð á bloggsíðu sína í gær þar sem hann þakkaði aðdáendum sínum fyrir stuðning við sig og kvaðst leiður yfir því að hafa brugðist aðdáendum sínum í Kaupmannahöfn.

Odom lenti í slæmu bílslysi

Lamar Odom, körfuboltamaður og eiginmaður raunveruleikaþáttastjörnunnar Khloe Kardashian, lenti í slæmu bílslysi á fimmtudag. Kappinn slapp vel en bifhjólamaður og gangandi vegfarandi slösuðust alvarlega.

Victoria vill í form

Victoria Beckham hefur heitið því að stúlkan sem hún ól á dögunum verði síðasta barnið hennar. Hún hefur nú heitið því að koma sér aftur í gott líkamlegt form eftir að hafa jafnað sig á keisaraskurðinum. Hún bíður þó eftir því að læknirinn hennar gefi henni grænt ljós.

Litla systir Klöru upplifir ævintýri með The Charlies

„Það er smá klikkun að vera hérna,“ segir Elín Lovísa Elíasdóttir, yngri systir Klöru í The Charlies. Elín Lovísa er stödd í Los Angeles í heimsókn hjá Klöru, Ölmu og Steinunni, en Charlies-stúlkur vinna að tónlistarferli sínum þar ytra.

Besta úr báðum heimum

Ástralska hljómsveitin Cut Copy heldur tónleika á Nasa á miðvikudag. Forsprakkinn Dan Whitford er mjög spenntur fyrir komunni til Íslands og lofar miklu stuði á dansgólfinu. Hljómsveitin Cut Copy frá Ástralíu spilar á Nasa á miðvikudaginn. Hún þykir frábær tónleikasveit og hefur komið fram á flestum helstu tónlistarhátíðum heims í sumar.

Amy Winehouse kvartar undan ónæði frá fyrrverandi

Amy Winehouse hefur neyðst til að skipta um símanúmer vegna ónæðis frá fyrrverandi eiginmanni sínum, Blake Fiedler-Civil. Hún sakar hann um að ónáða sig með símtölum í tíma og ótíma.

Óttast að Katrín lendi í sömu stöðu og Díana

Katrín Middleton, hertogaynja af Cambridge, mun hugsanlega lenda í sömu vandræðum og Díana prinsessa og á hættu á að skyggja á aðra meðlimi úr konungsfjölskyldunni. Þetta er í það minnsta mat Karls Bretaprins, segir breski vefurinn Contact Music. Mikið hefur verið rætt um ungu hertogahjónin heimsókn þeirra til Norður Ameríku um daginn. Sú heimsókn vakti mikla athygli enda hittu hjónin annað fólk, sem nýtur mikilla vinsælda, á borð við Tom Hanks, Nicole Kidman og Jennifer Lopes.

Fergie er ekki ófrísk

Talsmaður poppsöngkonunnar Fergie neitar því að hún sé ófrísk. Sögusagnir upphófust í liðinni viku að söngkonan úr Black Eyed Peas og eiginmaður hennar, leikarinn Josh Duhamel, ættu von á þeirra fyrsta barni. Sögurnar fengu byr undir báða vængi þegar fréttir bárust af því að hljómsveitin ætlaði að taka sér hvíld eftir að Evróputónleikaferð lauk á fimmtudaginn. Um tveggja ára skeið hafa af og til birst fréttir af meintri óléttu Fergie.

Kirstie Alley léttist um 70 kíló

Leikkonan Kirstie Alley hefur tekist að létta sig úr 140 kílóum niður í sjötíu kíló. Kirstie, sem er fræg fyrir leik sinn í myndum líkt og Look Who´s Talking og þáttunum Cheers, þakkar þessum ótrúlega árangri bandarísku sjónvarpsþáttunum "Let´s dance".

Barnaplata fyrir næstu jól

Friðrik Ómar og Jógvan ætla að gefa út barnaplötu fyrir jólin þar sem þeir syngja íslensk og færeysk lög. Þeir fengu frábærar móttökur á nýlegum tónleikum sínum í Grímsey.

Endurvekja gamalt markaðstorg

Endur-skoðendur borgarinnar er hópur sem hefur tekið að sér að lífga upp á torgin í Reykjavíkurborg í sumar. Hópurinn hefur þegar hafist handa við að betrumbæta Óðinstorg þar sem bílastæðum var lokað og í staðinn verða haldnir alls kyns markaðir á torginu í sumar.

Vinsæll veitingastaður Hrefnu

Matreiðslumaðurinn Hrefna Rósa Sætran opnaði veitingastaðinn Grillmarkaðinn fyrir hálfum mánuði og hefur hann verið þéttsetinn öll kvöld síðan þá. Vinsældir staðarins eru svo miklar að röð hefur myndast fyrir utan dyrnar skömmu fyrir klukkan sex, en þá er staðurinn opnaður, og hafa þjónar þurft að vísa svöngum gestum frá vegna plássleysis.

Nýtt lag frá Mugison

Tónlistarmaðurinn Mugison hefur gefið aðdáendum sínum lagið „Stingum af“ á heimasíðu sinni. Það fylgir í kjölfar „Hagléls“ sem kom út fyrr á árinu við góðar undirtektir.

Samdi við breskan barnabókarisa

"Lokasýningin mín frá Anglia Ruskin-háskólanum var í febrúar og eftir hana var mér boðinn samningur,“ segir Birgitta Sif, sem hefur landað stórum bókasamningi við Walker Books, einn stærsta sjálfstæða barnabókaútgefanda í heimi.

Uppselt á alla sex tónleika Bjarkar í Hörpu

Uppselt er á alla sex tónleika Bjarkar sem haldnir verða í tengslum við Iceland Airwaves í Hörpunni í október nk. Almenn miðasala hófst í gær og seldist upp á tónleikana á nokkrum klukkutímum.

Borðuðu pylsur á frumsýningu Andra á flandri

Fyrsti þáttur sjónvarpsþáttarins Andri á flandri var frumsýndur í Bíói Paradís í gær. Fjöldi góðra gesta sótti frumsýninguna og gæddi sér á einni "tvíhleypu" að henni lokinni.

Fatamarkaður og tónlist á Iðusvölum

Raftónlistarhópurinn ReykVeek og Grand Marnier voru með skemmtun og fatamarkað á Iðusvölum á laugardaginn og um 500-600 manns komu við til að njóta tónlistarinnar, skoða föt og sóla sig með kokteil í hönd. Taktfastir tónar ómuðu um miðbæinn, upp allt Bankastrætið og yfir Tjörnina og margir runnu á hljóðið.

Stjörnuband Jónasar í garðveislu

"Þetta verður algjör viðhafnarútgáfa af hljómsveitinni,“ segir Jónas Sigurðsson tónlistarmaður, en hann kemur fram á tónleikum í Hljómskálagarðinum í kvöld ásamt Ritvélum framtíðarinnar.

Tökulið Promotheus í leirbaði

„Það er frábært að fá þennan hóp hingað," segir Ingi Þór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Náttúru í Hveragerði.

Mad Men með flestar Emmy tilnefningar

Sjónvarpsþátturinn Mad Men hlaut flestar tilnefningar til Emmy-verðlaunanna, verðlauna bandarísku sjónvarpsakademíunnar, þegar tilnefningar voru kynntar í gær.

Tíunda G! hátíðin

Tónlistarhátíðin G! Festival hefst í bænum Gøta í Færeyjum í dag og stendur yfir til laugardags. Þetta verður í tíunda sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún vaxið jafnt og þétt undanfarin ár.

Tónleikaveisla á ársafmæli Faktorý

Faktorý býður til heljarinnar tónleikaveislu um helgina í tilefni ársafmæli skemmtistaðarins. Það voru hljómsveitirnar Hjálmar, Agent Fresco, Mammút, Feldberg, Benni Hemm Hemm og Retro Stefson sem stigu á svið og vígðu Faktorý helgina 15.-18. júlí í fyrra.

Nýr Bourne á leiðinni

Leikarinn Edward Norton er orðaður við hlutverk illmennis í myndinni The Bourne Legacy. Norton er með myndir á borð við American History X og The Fight Club á ferilskránni og því alls ekki óvanur að bregða sér í hlutverk illmennis.

Muse barn fætt

Leikkonan Kate Hudson varð léttari um helgina er hún fæddi barn sitt og söngvarans Matts Bellamy. Barnið var strákur og er Hudson því orðin tveggja barna móðir því hún á fyrir soninn Ryder sem er sjö ára. Parið byrjaði saman fyrir rúmu ári en Bellamy er söngvari í hljómsveitinni Muse.

Rokkkvöldverður á Akureyri

Tvennir tónleikar til heiðurs bandarísku gruggsveitinni Alice in Chains verða haldnir í kvöld og annað kvöld. Fyrst á Sódómu Reykjavík og síðan á Græna hattinum á Akureyri. Síðustu heiðurstónleikar voru á rokkhátíðinni Eistnaflugi.

Rosaleg góð auglýsing fyrir Steed Lord

„Við erum hérna í tíu daga heimsókn. Ákváðum að koma við á leið okkar heim frá Evrópu þar sem við vorum að spila,“ segir söngkonan Svala Björgvinsdóttir en hljómsveitin Steed Lord hefur haft í nógu að snúast síðan lag þeirra hljómaði í einum vinsælasta raunveruleikaþætti Bandaríkjanna, So You Think You Can Dance.

Hélt hún mundi deyja

Fyrirsætan Miranda Kerr hélt að sársaukinn við fæðingu Flynns, sonar síns, mundi ganga frá henni. Kerr var hreinskilin í viðtali við bandaríska tímaritið InStyle þar sem hún talar opinskátt um fæðinguna, móðurhlutverkið og hjónaband sitt og leikarans Orlando Bloom. „Ég hélt ég mundi deyja og á tímabili fannst mér eins og ég yfirgæfi líkama minn.

Sjá næstu 50 fréttir