Fleiri fréttir

Watson með hæstu launin

Emma Watson er hæst launaða leikkona áratugarins. Watson leikur Hermione Granger í kvikmyndunum um Harry Potter sem hófu göngu sína 2001. Hún er með hærri laun en leikkonur á borð við Juliu Roberts, Halle Berry og Cameron Diaz og er nú komin í heimsmetabók Guinness fyrir vikið.

Pirraður - myndir

Breski söngvarinn var umvafinn félögum sínum fyrir utan upptökuver í London. „Það er ekkert vit í að sjá eftir hlutum. Lífið er of stutt til að hafa áhyggjur af einhverju sem þú sagðir eða gerðir," sagði Robbie. Eins og myndirnar sýna var Robbie pirraður þegar hann kom auga á ljósmyndarana sem mynduðu hann.

Býður UNICEF að nota lagið sitt

Matthías Ægisson, yngsti bróðir Gylfa Ægissonar, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu, Vegferð. Á plötunni eru tíu lög af fjölbreyttum toga sem voru samin á 33 ára tímabili.

Sigourney snýr aftur

James Cameron, leikstjóri Avatar, var sniðugur þegar hann taldi Sigourney Weaver á að leika dr. Grace Augustine í myndinni. Dr. Augustine er sú sem hannar Avatar-líkamana sem gerir mönnunum kleift að rannsaka hina forboðnu plánetu Pandora og komast í kynni Na'vi-þjóðflokkinn.

Þrjár systur með jólatónleika

„Við höfum ekki sungið saman í dágóðan tíma og þetta er alveg æðislegt,“ segir leik- og söngkonan Þórunn Lárusdóttur. Hún syngur ásamt systrum sínum Ingibjörgu og Dísellu á jólatónleikum í Salnum í Kópavogi á föstudagskvöld.

Baltasar hræðist ekki Mel Gibson

„Nei, ég held að þetta sé ekkert ssamsæri gegn mér, þessir menn hafa eitthvað annað við tímann að gera. En þetta eru stór nöfn til að fara í samkeppni við," segir Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri.Nýverið var tilkynnt að sjálfur Mel Gibson hyggðist gera víkingamynd og hefði fengið Leonardo DiCaprio í aðahlutverkið. Stór nöfn, svo ekki sé meira sagt. Baltasar hefur, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, einnig verið að undirbúa risastóra víkingamynd sem taka á upp hér á Íslandi. Um yrði að ræða dýrustu kvikmynd Íslandssögunnar og hafa samningaviðræður um framleiðslu og dreifingu staðið yfir við eitt af stærri framleiðslufyrirtækjum Hollywood að undanförnu.

Skrifuð í gegnum tölvupóst

„Ég er búin að vera að lesa í yngri bekkjum grunnskóla í fæðingarorlofinu mínu og það er alveg magnað hvað þau taka vel í þetta,“ segir Ingibjörg Vilbergsdóttir, annar höfundur bókarinnar Flugvélakossar. Bókina skrifaði hún með tengdamóður sinni Nancy Myer sem er búsett í Bandaríkjunum, en bókin fjallar um Daníel og ömmu hans sem hann saknar mikið þegar hún er fjarri, svo hann lærir leið til að senda henni flugvélakossa.

Óvænt nöfn á toppnum fyrir bókajólin

Fáir hrukku í kút þegar Arnaldur Indriðason þeyttist á topp metsölulista Eymundssonar hinn 1. nóvember með bókinni Svörtuloft. En sá maður er ríkur í dag sem veðjaði á að honum yrði velt úr sessi af sjálfshjálparbókinni Meiri hamingja eftir Tal Ben-Shahar og að fast á hæla hans í þriðja sætinu sæti sjálfur Egill „þykki“ Einarsson með Mannasiðabókina sína. Þegar jólaverslunin fikrar sig nær hámarkinu má flestum vera ljóst að miðað við bókainnkaupin vill íslenska bókaþjóðin annaðhvort verða hamingjusöm á ný eða læra mannasiði að hætti Gillzenegger.

Mannfræðingur með myndavél

„Námið sem ég var í tvinnar saman ljósmyndun og borgarskipulag, það er að segja hvernig fólk nýtir almenningsrými á mismunandi vegu og fleira í þeim dúr. Ég er menntaður mannfræðingur en hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun líka og fannst skemmtilegt að blanda ljósmyndun saman við félags- og mannfræðilegar rannsóknir," útskýrir Kolbrún Vaka Helgadóttir, sem lauk nýverið meistaranámi við Goldsmiths-háskólann í London.

Stjarnfræðilegur Cameron

Peningamönnum í Hollywood rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þeir heyra James Cameron nefndan á nafn. Kannski er það engin furða, því Cameron hikar ekki við að reyna að breyta kvikmyndasögunni einn síns liðs.

Börnin breyttu lífssýn Lopez

Leik- og söngkonan Jennifer Lopez segist líta lífið öðrum augum eftir að hún eignaðist tvíburana Max og Emme fyrir 21 mánuði. Hún segir einnig að eiginmaður hennar, söngvarinn Marc Anthony, sé gríðarlega mikilvægur hlekkur í sínu lífi. „Að eignast börnin hefur breytt mér upp að vissu marki. Það fékk mig til að líta í eigin barm og lagfæra það sem ég þurfti að bæta. Ég þurfti að læra að elska sjálfa mig og hugsa betur um mig," sagði Lopez.

Nýjar stórstjörnur

Á vefsíðu Forbes er spáð fyrir um stjörnur næsta árs. Árið 2009 var einstakt ár fyrir nýstirnin Robert Pattinson og Kirsten Stewart sem léku saman í kvikmyndinni Twilight sem sló svo eftirminnilega í gegn. Forbes spáir því þó að tveir meðleikarar þeirra verði brennheitir á nýju ári.

Styttist í Bjarnfreðarson

Fáheyrt er að beðið sé eftir íslenskri bíómynd með jafn mikilli eftirvæntingu og beðið er eftir Bjarnfreðarsyni.Myndin verður forsýnd um helgina í Sambíóunum og verður miðasala á sýningarnar þar. Myndin tekur upp þráðinn þar sem Fangavaktin skildi við hana eða þegar Georg losnar úr fangelsi og reynir að hefja nýtt líf. Jafnframt verður brugðið upp svipmyndum af æsku Georgs sem var í meira lagi undarleg og stjórnað af baráttukonunni Bjarnfreði.

Ari Eldjárn gerir gríndisk

Platan Grín skrín með gamanmálum Ara Eldjárn kemur út í dag og verður til í Eymundsson. Þar eru grínatriði sem Ari hefur verið að troða upp með á þessu ári, bæði í útvarpi og á sviði. „Þarna eru nokkrir sketsar, meðal annars Bubbi á færibandi, og heilt uppistand. Þar er fjallað um Björgvin G. Sigurðsson, Búsáhaldabyltinguna, Hr. Hafnarfjörð, leðurhomma, Bubba í Idol 1980, Þursaflokkinn í Playstation og fleira,“ segir Ari.

Bókalestur og jólaglögg

Bókaupplestur er orðinn að árlegum viðburði fyrir jól á skemmtistaðnum Boston. Upplesturinn fer fram á laugardag og eru það rithöfundarnir Oddný Eir Ævarsdóttir, Huldar Breiðfjörð, Kristín Ómarsdóttir, Jón Karl Helgason og Snorri Ásmundsson sem munu lesa upp úr bókum sínum.

Högni grínast fyrir Snorra

Snorri Helgason heldur útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Upphaflega stóð til að Ríó tríóið og Sigríður Thorlacius og Heiðurspiltar myndu hita upp, en Sigríður forfallaðist. Þá kom félagi hennar í Hjaltalín, kammergoðið Högni Egilsson, sterkur inn og var vélaður til að hlaupa í skarðið.

Dæmd á skólabekk

Lindsay Lohan verður að sækja áfengisfræðslutíma vikulega. Leikkonan, sem er á skilorði vegna ölvunaraksturs, hefur nú verið dæmd til að sækja fræðslu um áhrif áfengis og verða fræðslutímarnir að vera algjört forgangsatriði hjá henni. Dómurinn var kveðinn upp í dómsalnum í Beverly Hills á þriðjudag og samkvæmt slúðurvefsíðunni TMZ sagði dómarinn Marsha Revel að það væri sama hvað kæmi upp hjá Lohan, hvort sem það tengdist vinnu eða ekki þá yrði hún að mæta í tímana.

Enn vinir

Leikararnir Jake Gyllenhaal og Reese Whitherspoon eru hætt saman. Tímaritið People flutti fyrst fréttir af þessu fyrir nokkrum vikum síðan en talsmenn leikaranna vísuðu á bug þeim sögusögnum. Nú hafa talsmenn þeirra þó ákveðið að þegja og þykir það staðfesta orðróminn.

Crazy er besta lagið

Nú hefur tímaritið Rolling Stone fylgt eftir lista sínum yfir bestu plötur áratugarins með lista yfir 100 bestu lögin. Ekkert íslenskt lag er á þessum lista en eins og kunnugt er voru þrjár íslenskar plötur á listanum yfir bestu plöturnar. Það er alls kyns vinsældapopp og rokkslagarar sem spekingar Rolling Stone velja á listann, en besta lagið er Crazy með Gnarls Barkley.

Tvær spila á Jólagraut

Hljómsveitirnar Hjálmar og Hjaltalín leiða sama hesta sína og fagna jólahátíðinni með tónleikum á Nasa á laugardagskvöld. Samkoman er haldin undir merkjum tónlistarveislunnar Jólagrautsins sem hefur verið haldin í kringum hátíðirnar frá árinu 2005. Þá léku Hjálmar, Mugison og Trabant á eftirminnilegum tónleikum. Hjálmar eru að fagna nýrri plötu sinni sem nefnist IV og Hjaltalín gaf á dögunum út sína aðra plötu, Terminal. Miðaverð á tónleikana er 2.000 krónur í forsölu en verður 2.500 krónur við hurð á tónleikadag. Miðar fást í Skífunni og á Midi.is.

Rakaði ekki fótleggina

Notebook-leikkonan Rachel McAdams er á forsíðu janúarheftis Vogue. Leikkonan þykir afskaplega jarðbundin miðað við margar aðrar Hollywood-stjörnur. Í viðtali við Vogue segist hún helst vilja eyða peningum sínum í skemmtilega lífsreynslu. „Ég er ekki gráðug. Ég kýs heldur að eyða peningum mínum í góðan mat eða skemmtileg ferðalög."

Kappar í Broken Bells

Tónlistarmennirnir Danger Mouse og James Mercer úr indípoppbandinu The Shins leiða saman hesta sína og gera saman plötuna Broken Bells. Platan á að koma út 8. mars næstkomandi en fyrsta lagið sem heyrist verður sett á heima­síðuna Brokenbells.com á mánudaginn, „The High Road“.

Ein af stjörnum 2010

Sam Worthington, sem leikur Jake Sully í Avatar, gæti hugsanlega orðið næsta stórstjarna Hollywood ef marka má árlegan lista Forbes. Bandaríska viðskiptatímaritið birti á dögunum lista yfir þá tíu leikara sem setja munu mark sitt á árið 2010 og er Worthington á honum.

Vinur rappstjarnanna heldur tónleika á Íslandi

Erlendir rapparar hafa verið sjaldséðir hér á landi frá því að 50 Cent og Snoop Dogg fylltu tónleikahallir höfuðborgarinnar. Það er því gleðiefni að bandarískur rappari ætlar að halda þrenna tónleika hér á landi.

Shakira gæðir sér á súkkulaði

Söngkonan Shakira segist vera dugleg við að stelast í súkkulaði þegar hún vill hvíla sig á stífu mataræði sínu og æfingaprógrammi. Hún telur að súkkulaðiðátið sé nauðsynlegt svona af og til.

Þrjár plötur seljast langbest

Þrjár plötur eru áberandi söluhæstar það sem af er þessu ári. Plata Friðriks Ómars og Jógvans, Vinalög, er á toppnum með um níu þúsund eintök seld, þar af tvö þúsund í Færeyjum. Næst á eftir koma Jólatónleikaplata Björgvins Halldórssonar og fjórða plata Hjálma með í kringum sjö þúsund eintök hvor. Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu, er að vonum ánægður með viðtökurnar við Vinalaga-plötunni.

Frá Tiger til Puma

Vefritið TMZ hefur greint frá því að íþróttafyrirtækið Puma sé á höttunum eftir Elinu Nordegren, eiginkonu Tiger Woods, og vilji fá hana sem nýtt andlit fyrirtækisins.

Kröfuhörð kærasta

Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eru þau Kate Hudson og hafnaboltaleikarinn Alex Rodriguez hætt saman. Samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs batt Alex, kallaður A-Rod, enda á samband sitt við Hudson þar sem honum þótti hún of kröfuhörð þegar kom að hafnaboltaleikjum hans með New York Yankees. Þá er leikkonan sögð hafa viljað láta stríla sig upp fyrir hvern leik, heimtað sæti í fremstu röð og spókað sig fyrir framan myndavélarnar við hvert tækifæri.

Talar gegn ofbeldi

Leikkonan Halle Berry hefur unnið sem sjálfboðaliði í kvennaathvarfi í Los Angeles um nokkurt skeið. Hún hefur einnig gerst talsmaður Jenesse-samtakanna sem berjast gegn heimilisofbeldi og styrkir samtökin að auki fjárhagslega.

Lögreglan gefur út glæpasögur

Út er komin bókin Norræn sakamál 2008-2009 en það er Íþróttasamband lögreglumanna á Norðurlöndum sem gefur hana út.

Sigga Kling: Ég var jólatré í fyrra lífi

„Ég var alltaf mjög vanaföst með jólin," svarar Sigríður Klingenberg aðspurð út í jólahefðir hjá henni í gegnum tíðina á Jól.is. „Það þurfti allt að vera svo hreint og fint og mikið skreytt að Rammagerðin hefði mátt vara sig," segir Sigríður. „Ég held að ég hafi verið jólatré í fyrra lífi," bætir hún við skellihlæjandi. Viðtalið við Sigríði má sjá hér.

Harmur englanna bestur

Niðurstöður í árlegri verðlaunaveitingu starfsfólks í bókaverslunum voru tilkynntar í gær og er það í tíunda sinn sem starfsmenn bókaverslana safna saman áiti sínu um mikilvægustu útgáfuverk, ekki aðeins í einum flokki heldur sjö.

Upplífgandi skýjaborg

Nýtt lag Jóns Þórs Birgissonar, Boy Lilikoi, af væntanlegri sólóplötu hans fær mjög góða dóma á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchfork, eða 8 af 10 mögulegum. Laginu er líkt við tónlist úr Disney-teiknimyndum á borð við Konung ljónanna og Litlu hafmeyjuna þar sem glaðværðin ræður ríkjum.

Stefnir á eitt þúsund þætti

Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson stjórnar þættinum Rokkland í 700. sinn á sunnudaginn. Hann vonar að þættirnir verði alla vega eitt þúsund.

Hjálpum þeim sungið á ný

Lagið Hjálpum þeim verður flutt í nýjum búning á tónlistarhátíðinni Jól Jólsson sem verður haldin á Hótel Íslandi á föstudagskvöld. Flestir söngvaranna sem koma fram á hátíðinni munu flytja lagið. Á meðal þeirra verða Daníel Ágúst, Krummi, Egill Sæbjörnsson, Rósa Birgitta Ísfeld, Lóa Hjálmtýsdóttir og Davíð Berndsen. Hjálpum þeim er eftir Axel Einarsson við texta Jóhanns G. Jóhannssonar, Gunnars Þórðarsonar og Eyþórs Gunnarssonar. Það kom fyrst út árið 1986 og var gefið út til styrktar vannærðum börnum í Afríku.

Ein stærsta sýning sögunnar

„Þetta er ein af stærstu frumsýningunum frá upphafi á Íslandi,“ segir Guðmundur Breiðfjörð hjá Senu.

Jólalög frá Hollywood

Leik- og söngvararnir Sigga Eyrún og Bjarni Snæbjörnsson halda tónleika í Laugarneskirkju í kvöld klukkan 20.30. Þar munu þau flytja sígild jólalög með hjálp Árna Heiðars Karlssonar djasspíanista. „Þetta verða ofsalega ljúf, amerísk Hollywood-lög,“ segir Bjarni. Á tónleikunum ætla þau að feta í fótspor Bing Crosby, Judy Garland, Dean Martin og fleiri Hollywood-stjarna. „Það er til svo ofsalega mikið af fallegum jólalögum. Við ákváðum að fá góðan undirleikara með okkur og stofna til veislu.“ Miðaverð á tónleikana er 1.500 krónur og lofar Bjarni silkimjúkri og fallegri kvöldstund.

Love missti forræðið

Söngkonan Courtney Love, ekkja rokkarans Kurts Cobain, hefur misst forræðið yfir dóttur þeirra, Frances Bean Cobain. Dómstóll í Los Angeles úrskurðaði um þetta á dögunum. Það verður móðir Kurts, Wendy O"Connor, og systir hans, Kimberly Dawn Cobain, sem öðlast forræðið yfir Frances, sem er sautján ára. Ekki er vitað hvers vegna Love missti forræðið en undanfarin ár hefur hún átt við vímuefnavandamál að stríða. Kurt Cob­ain fyrirfór sér árið 1994 eftir að hafa nokkrum árum áður slegið í gegn með hljómsveitinni Nirvana.

Sendu dularfull póstkort í ár

Vera Sölvadóttir og Jarþrúður Karlsdóttir fengu hugmynd á kaffihúsi í sumarbyrjun 2008: Að senda ókunnugu fólki úti um allan heim póstkort, eitt á viku. Þær stóðu við hugmyndina í heilt ár og opna á morgun sýningu á verkefninu.

Guð blessi Ísland fer víða

Heimildarmynd Helga Felixsonar, Guð blessi Ísland, verður sýnd í sjónvarpi á öllum Norðurlöndunum eftir áramót. Myndin verður sýnd á RÚV 2. janúar og verður síðan sýnd með skömmu millibili á ríkissjónvarpsstöðvum hinna Norðurlandaþjóðanna. Hinn 12. janúar verður hún sýnd á hnni sænsku SVT, 17. janúar verður hún í finnska sjónvarpinu, daginn eftir er hún sýnd í danska ríkissjónvarpinu, DR, og loks á TV2 í Noregi 26. janúar. Að sögn Helga verður hún sýnd á besta tíma á öllum þessum stöðvum.

ný tímarit

Saga – tímarit Sögufélagsins er nýkomið út og efnið er fjölbreytt að vanda. Ritstjóri er Sigrún Pálsdóttir. Hvaða lærdóm má draga af hagþróun og hagstjórn á Íslandi á 20. öld, er spurning heftisins og svara henni þrettán sérfræðingar.

Langar í eiginmann

Jessicu Simpson varð um og ó þegar hún frétti af demantshring sem fyrrum kærasti hennar, íþróttakappinn Tony Romo, gaf nýju kærustu sinni, Candice Crawford. Vinir söngkonunnar segja að hún hafi fylgst með sambandi Romo og Crawford frá því að þau byrjuðu að stinga saman nefjum.

Danstónlistarfíklar ranka við sér

Annan í jólum – sem er laugardagur – verða gömlu vínyl-kassarnir dregnir fram og dansstemning frá árdögum danssenunnar 1990 til dansársins mikla 1995 rifjuð upp á Jakobsen. Kvöldið gengur undir nafninu Party Zone "95 kvöld, enda stendur samnefndur danstónlistarþáttur fyrir því.

Rændur um miðjan dag

Þjófagengi braust inn á heimili Arnars Gauta Sverrissonar, fyrrum sjónvarpsmanns og framkvæmdastjóra, í Melahvarfi á mánudag og hafði á brott með sér mikil verðmæti.

Sjá næstu 50 fréttir