Mannfræðingur með myndavél 17. desember 2009 05:30 Baðmenning á Íslandi <B>Kolbrún Helgadóttir</B> lærði ljósmyndun og borgarmenningu í Goldsmiths-háskóla í London. Hún hélt ljósmyndasýningu ásamt bekkjarfélögum sínum þar sem hún sýndi myndir sínar af íslenskum náttúrulaugum. „Námið sem ég var í tvinnar saman ljósmyndun og borgarskipulag, það er að segja hvernig fólk nýtir almenningsrými á mismunandi vegu og fleira í þeim dúr. Ég er menntaður mannfræðingur en hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun líka og fannst skemmtilegt að blanda ljósmyndun saman við félags- og mannfræðilegar rannsóknir," útskýrir Kolbrún Vaka Helgadóttir, sem lauk nýverið meistaranámi við Goldsmiths-háskólann í London. Kolbrún og bekkjarfélagar hennar héldu ljósmyndasýningu eftir útskriftina þar sem Kolbrún sýndi verk úr lokaverkefni sínu. „Þetta var ekki partur af náminu heldur ákváðu nokkrir úr bekknum bara að halda sýningu saman. Ég sýndi myndir sem ég hafði tekið fyrir meistaraverkefni mitt sem fjallaði um sundlaugamenninguna á Íslandi og borgarbúann sem fer í sund til að losna undan skarkala borgarinnar. Myndirnar voru teknar í náttúrulegum laugum víðs vegar um Ísland." Sýningin stóð yfir í tvær vikur og var hún vel sótt að sögn Kolbrúnar. Aðspurð segir hún myndirnar hafa vakið nokkra athygli og fólki fannst íslenska sundlaugamenningin bæði forvitnileg og skrýtin. „Þetta er ekki hlutur sem menn gera í Bretlandi. Fólk skildi ekki af hverju við vorum að þessu og sumir áttuðu sig ekki heldur á því að laugarnar væru heitar." Kolbrún segist upphaflega hafa ætlað að mynda sundlaugarnar í borginni en hætti við þar sem fólk kunni ekki við það að vera myndað á sundskýlum. „Mér fannst auðveldara að taka myndir í náttúrulaugunum, þá sat ég bara ofan í lauginni með myndavélina og smellti af. Þar sem flestar náttúrulaugarnar eru vinsælir ferðamannastaðir þótti eðlilegra að taka myndir þar og fólk kippti sér lítið upp við þetta." Innt eftir því hvort hún ætli að halda sýningu hér heima segist Kolbrún ekki útiloka þann möguleika. „Myndirnar eru á leið til landsins og það væri gaman að halda sýningu þegar þær koma. Annar hluti af lokaverkefninu mínu var ljósmyndabók sem mig langar líka að vinna áfram með. Annars lít ég á mig sem mannfræðing með myndavél, ég vil fyrst og fremst skrásetja daglegt líf en ekki taka listrænar myndir eða stúdíómyndir," segir Kolbrún að lokum. - sm Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
„Námið sem ég var í tvinnar saman ljósmyndun og borgarskipulag, það er að segja hvernig fólk nýtir almenningsrými á mismunandi vegu og fleira í þeim dúr. Ég er menntaður mannfræðingur en hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun líka og fannst skemmtilegt að blanda ljósmyndun saman við félags- og mannfræðilegar rannsóknir," útskýrir Kolbrún Vaka Helgadóttir, sem lauk nýverið meistaranámi við Goldsmiths-háskólann í London. Kolbrún og bekkjarfélagar hennar héldu ljósmyndasýningu eftir útskriftina þar sem Kolbrún sýndi verk úr lokaverkefni sínu. „Þetta var ekki partur af náminu heldur ákváðu nokkrir úr bekknum bara að halda sýningu saman. Ég sýndi myndir sem ég hafði tekið fyrir meistaraverkefni mitt sem fjallaði um sundlaugamenninguna á Íslandi og borgarbúann sem fer í sund til að losna undan skarkala borgarinnar. Myndirnar voru teknar í náttúrulegum laugum víðs vegar um Ísland." Sýningin stóð yfir í tvær vikur og var hún vel sótt að sögn Kolbrúnar. Aðspurð segir hún myndirnar hafa vakið nokkra athygli og fólki fannst íslenska sundlaugamenningin bæði forvitnileg og skrýtin. „Þetta er ekki hlutur sem menn gera í Bretlandi. Fólk skildi ekki af hverju við vorum að þessu og sumir áttuðu sig ekki heldur á því að laugarnar væru heitar." Kolbrún segist upphaflega hafa ætlað að mynda sundlaugarnar í borginni en hætti við þar sem fólk kunni ekki við það að vera myndað á sundskýlum. „Mér fannst auðveldara að taka myndir í náttúrulaugunum, þá sat ég bara ofan í lauginni með myndavélina og smellti af. Þar sem flestar náttúrulaugarnar eru vinsælir ferðamannastaðir þótti eðlilegra að taka myndir þar og fólk kippti sér lítið upp við þetta." Innt eftir því hvort hún ætli að halda sýningu hér heima segist Kolbrún ekki útiloka þann möguleika. „Myndirnar eru á leið til landsins og það væri gaman að halda sýningu þegar þær koma. Annar hluti af lokaverkefninu mínu var ljósmyndabók sem mig langar líka að vinna áfram með. Annars lít ég á mig sem mannfræðing með myndavél, ég vil fyrst og fremst skrásetja daglegt líf en ekki taka listrænar myndir eða stúdíómyndir," segir Kolbrún að lokum. - sm
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira