Mannfræðingur með myndavél 17. desember 2009 05:30 Baðmenning á Íslandi <B>Kolbrún Helgadóttir</B> lærði ljósmyndun og borgarmenningu í Goldsmiths-háskóla í London. Hún hélt ljósmyndasýningu ásamt bekkjarfélögum sínum þar sem hún sýndi myndir sínar af íslenskum náttúrulaugum. „Námið sem ég var í tvinnar saman ljósmyndun og borgarskipulag, það er að segja hvernig fólk nýtir almenningsrými á mismunandi vegu og fleira í þeim dúr. Ég er menntaður mannfræðingur en hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun líka og fannst skemmtilegt að blanda ljósmyndun saman við félags- og mannfræðilegar rannsóknir," útskýrir Kolbrún Vaka Helgadóttir, sem lauk nýverið meistaranámi við Goldsmiths-háskólann í London. Kolbrún og bekkjarfélagar hennar héldu ljósmyndasýningu eftir útskriftina þar sem Kolbrún sýndi verk úr lokaverkefni sínu. „Þetta var ekki partur af náminu heldur ákváðu nokkrir úr bekknum bara að halda sýningu saman. Ég sýndi myndir sem ég hafði tekið fyrir meistaraverkefni mitt sem fjallaði um sundlaugamenninguna á Íslandi og borgarbúann sem fer í sund til að losna undan skarkala borgarinnar. Myndirnar voru teknar í náttúrulegum laugum víðs vegar um Ísland." Sýningin stóð yfir í tvær vikur og var hún vel sótt að sögn Kolbrúnar. Aðspurð segir hún myndirnar hafa vakið nokkra athygli og fólki fannst íslenska sundlaugamenningin bæði forvitnileg og skrýtin. „Þetta er ekki hlutur sem menn gera í Bretlandi. Fólk skildi ekki af hverju við vorum að þessu og sumir áttuðu sig ekki heldur á því að laugarnar væru heitar." Kolbrún segist upphaflega hafa ætlað að mynda sundlaugarnar í borginni en hætti við þar sem fólk kunni ekki við það að vera myndað á sundskýlum. „Mér fannst auðveldara að taka myndir í náttúrulaugunum, þá sat ég bara ofan í lauginni með myndavélina og smellti af. Þar sem flestar náttúrulaugarnar eru vinsælir ferðamannastaðir þótti eðlilegra að taka myndir þar og fólk kippti sér lítið upp við þetta." Innt eftir því hvort hún ætli að halda sýningu hér heima segist Kolbrún ekki útiloka þann möguleika. „Myndirnar eru á leið til landsins og það væri gaman að halda sýningu þegar þær koma. Annar hluti af lokaverkefninu mínu var ljósmyndabók sem mig langar líka að vinna áfram með. Annars lít ég á mig sem mannfræðing með myndavél, ég vil fyrst og fremst skrásetja daglegt líf en ekki taka listrænar myndir eða stúdíómyndir," segir Kolbrún að lokum. - sm Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
„Námið sem ég var í tvinnar saman ljósmyndun og borgarskipulag, það er að segja hvernig fólk nýtir almenningsrými á mismunandi vegu og fleira í þeim dúr. Ég er menntaður mannfræðingur en hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun líka og fannst skemmtilegt að blanda ljósmyndun saman við félags- og mannfræðilegar rannsóknir," útskýrir Kolbrún Vaka Helgadóttir, sem lauk nýverið meistaranámi við Goldsmiths-háskólann í London. Kolbrún og bekkjarfélagar hennar héldu ljósmyndasýningu eftir útskriftina þar sem Kolbrún sýndi verk úr lokaverkefni sínu. „Þetta var ekki partur af náminu heldur ákváðu nokkrir úr bekknum bara að halda sýningu saman. Ég sýndi myndir sem ég hafði tekið fyrir meistaraverkefni mitt sem fjallaði um sundlaugamenninguna á Íslandi og borgarbúann sem fer í sund til að losna undan skarkala borgarinnar. Myndirnar voru teknar í náttúrulegum laugum víðs vegar um Ísland." Sýningin stóð yfir í tvær vikur og var hún vel sótt að sögn Kolbrúnar. Aðspurð segir hún myndirnar hafa vakið nokkra athygli og fólki fannst íslenska sundlaugamenningin bæði forvitnileg og skrýtin. „Þetta er ekki hlutur sem menn gera í Bretlandi. Fólk skildi ekki af hverju við vorum að þessu og sumir áttuðu sig ekki heldur á því að laugarnar væru heitar." Kolbrún segist upphaflega hafa ætlað að mynda sundlaugarnar í borginni en hætti við þar sem fólk kunni ekki við það að vera myndað á sundskýlum. „Mér fannst auðveldara að taka myndir í náttúrulaugunum, þá sat ég bara ofan í lauginni með myndavélina og smellti af. Þar sem flestar náttúrulaugarnar eru vinsælir ferðamannastaðir þótti eðlilegra að taka myndir þar og fólk kippti sér lítið upp við þetta." Innt eftir því hvort hún ætli að halda sýningu hér heima segist Kolbrún ekki útiloka þann möguleika. „Myndirnar eru á leið til landsins og það væri gaman að halda sýningu þegar þær koma. Annar hluti af lokaverkefninu mínu var ljósmyndabók sem mig langar líka að vinna áfram með. Annars lít ég á mig sem mannfræðing með myndavél, ég vil fyrst og fremst skrásetja daglegt líf en ekki taka listrænar myndir eða stúdíómyndir," segir Kolbrún að lokum. - sm
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira