Mannfræðingur með myndavél 17. desember 2009 05:30 Baðmenning á Íslandi <B>Kolbrún Helgadóttir</B> lærði ljósmyndun og borgarmenningu í Goldsmiths-háskóla í London. Hún hélt ljósmyndasýningu ásamt bekkjarfélögum sínum þar sem hún sýndi myndir sínar af íslenskum náttúrulaugum. „Námið sem ég var í tvinnar saman ljósmyndun og borgarskipulag, það er að segja hvernig fólk nýtir almenningsrými á mismunandi vegu og fleira í þeim dúr. Ég er menntaður mannfræðingur en hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun líka og fannst skemmtilegt að blanda ljósmyndun saman við félags- og mannfræðilegar rannsóknir," útskýrir Kolbrún Vaka Helgadóttir, sem lauk nýverið meistaranámi við Goldsmiths-háskólann í London. Kolbrún og bekkjarfélagar hennar héldu ljósmyndasýningu eftir útskriftina þar sem Kolbrún sýndi verk úr lokaverkefni sínu. „Þetta var ekki partur af náminu heldur ákváðu nokkrir úr bekknum bara að halda sýningu saman. Ég sýndi myndir sem ég hafði tekið fyrir meistaraverkefni mitt sem fjallaði um sundlaugamenninguna á Íslandi og borgarbúann sem fer í sund til að losna undan skarkala borgarinnar. Myndirnar voru teknar í náttúrulegum laugum víðs vegar um Ísland." Sýningin stóð yfir í tvær vikur og var hún vel sótt að sögn Kolbrúnar. Aðspurð segir hún myndirnar hafa vakið nokkra athygli og fólki fannst íslenska sundlaugamenningin bæði forvitnileg og skrýtin. „Þetta er ekki hlutur sem menn gera í Bretlandi. Fólk skildi ekki af hverju við vorum að þessu og sumir áttuðu sig ekki heldur á því að laugarnar væru heitar." Kolbrún segist upphaflega hafa ætlað að mynda sundlaugarnar í borginni en hætti við þar sem fólk kunni ekki við það að vera myndað á sundskýlum. „Mér fannst auðveldara að taka myndir í náttúrulaugunum, þá sat ég bara ofan í lauginni með myndavélina og smellti af. Þar sem flestar náttúrulaugarnar eru vinsælir ferðamannastaðir þótti eðlilegra að taka myndir þar og fólk kippti sér lítið upp við þetta." Innt eftir því hvort hún ætli að halda sýningu hér heima segist Kolbrún ekki útiloka þann möguleika. „Myndirnar eru á leið til landsins og það væri gaman að halda sýningu þegar þær koma. Annar hluti af lokaverkefninu mínu var ljósmyndabók sem mig langar líka að vinna áfram með. Annars lít ég á mig sem mannfræðing með myndavél, ég vil fyrst og fremst skrásetja daglegt líf en ekki taka listrænar myndir eða stúdíómyndir," segir Kolbrún að lokum. - sm Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Sjá meira
„Námið sem ég var í tvinnar saman ljósmyndun og borgarskipulag, það er að segja hvernig fólk nýtir almenningsrými á mismunandi vegu og fleira í þeim dúr. Ég er menntaður mannfræðingur en hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun líka og fannst skemmtilegt að blanda ljósmyndun saman við félags- og mannfræðilegar rannsóknir," útskýrir Kolbrún Vaka Helgadóttir, sem lauk nýverið meistaranámi við Goldsmiths-háskólann í London. Kolbrún og bekkjarfélagar hennar héldu ljósmyndasýningu eftir útskriftina þar sem Kolbrún sýndi verk úr lokaverkefni sínu. „Þetta var ekki partur af náminu heldur ákváðu nokkrir úr bekknum bara að halda sýningu saman. Ég sýndi myndir sem ég hafði tekið fyrir meistaraverkefni mitt sem fjallaði um sundlaugamenninguna á Íslandi og borgarbúann sem fer í sund til að losna undan skarkala borgarinnar. Myndirnar voru teknar í náttúrulegum laugum víðs vegar um Ísland." Sýningin stóð yfir í tvær vikur og var hún vel sótt að sögn Kolbrúnar. Aðspurð segir hún myndirnar hafa vakið nokkra athygli og fólki fannst íslenska sundlaugamenningin bæði forvitnileg og skrýtin. „Þetta er ekki hlutur sem menn gera í Bretlandi. Fólk skildi ekki af hverju við vorum að þessu og sumir áttuðu sig ekki heldur á því að laugarnar væru heitar." Kolbrún segist upphaflega hafa ætlað að mynda sundlaugarnar í borginni en hætti við þar sem fólk kunni ekki við það að vera myndað á sundskýlum. „Mér fannst auðveldara að taka myndir í náttúrulaugunum, þá sat ég bara ofan í lauginni með myndavélina og smellti af. Þar sem flestar náttúrulaugarnar eru vinsælir ferðamannastaðir þótti eðlilegra að taka myndir þar og fólk kippti sér lítið upp við þetta." Innt eftir því hvort hún ætli að halda sýningu hér heima segist Kolbrún ekki útiloka þann möguleika. „Myndirnar eru á leið til landsins og það væri gaman að halda sýningu þegar þær koma. Annar hluti af lokaverkefninu mínu var ljósmyndabók sem mig langar líka að vinna áfram með. Annars lít ég á mig sem mannfræðing með myndavél, ég vil fyrst og fremst skrásetja daglegt líf en ekki taka listrænar myndir eða stúdíómyndir," segir Kolbrún að lokum. - sm
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Sjá meira