Stefnir á eitt þúsund þætti 16. desember 2009 06:00 Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson stjórnar þættinum Rokkland í 700. sinn á sunnudaginn. Hann vonar að þættirnir verði alla vega eitt þúsund. „Mér finnst þetta alltaf jafnskemmtilegt," segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2. Útvarpsþátturinn hans, Rokkland, fer í loftið í 700. sinn næstkomandi sunnudag. Sá þáttur verður tileinkaður sjaldheyrðum jólalögum eins og venjan hefur verið á þessum tíma undanfarin ár. Óli Palli byrjaði með þáttinn um miðjan síðasta áratug og hefur allar götur síðan haldið sínu striki með fjölbreytnina að leiðarljósi. „Ég kynntist fólki frá BBC á Glastonbury sumarið 1995 sem var að kynna hráefni í útvarpsþætti. Ég kom heim, sagði þeim frá þessu og vildi fá að spreyta mig," segir hann og á þar við Magnús Einarsson sem var tónlistarstjóri á Rás 2 og Sigurð G. Tómasson sem var dagskrárstjóri. „Mér til mikillar ánægju sögðu þeir ókei." Undanfarin fjögur ár hefur Óli Palli tekið þáttinn upp einn heima hjá sér í Hafnarfirðinum en ekki í útvarpshúsinu við Efstaleiti eins og margir kynnu að halda. „Þetta er herbergi með góðu sándi og teppi á gólfinu. Síðan er þarna ekkert annað en tölva, hljóðkort og míkrafónn, fyrir utan allt plötu- og bókasafnið mitt. Þetta er algjör draumur í dós og það besta sem fyrir mig gat komið," segir hann. Í hverri viku eyðir hann fimmtán til þrjátíu klukkustundum í þáttinn áður en hann sendir hann fullunninn til Rásar 2. Að sögn Óla Palla er árið sem er að líða eitt öflugasta Rokklands-árið til þessa. „Ég hef líklega aldrei fengið eins mikil viðbrögð við einstökum þáttum," segir hann en á þessu ári hefur hann fjallað ítarlega bæði um Bítlana og U2. Einnig hefur hann útvarpað afmælistónleikum Eiríks Haukssonar, upptökum Damiens Rice úr Sundlauginni og stórtónleikunum á menningarnótt. Sömuleiðis hefur hann fjallað um Airwaves-hátíðina og útvarpað beint frá Hróarskeldu eins og undanfarin ár. Óli Palli vonast til að halda áfram með Rokklandið um ókomin ár. „Ég tek eitt skref í einu en þættirnir verða alla vega 750. Ég vona að þeir verði eitt þúsund og vonandi miklu fleiri." freyr@frettabladid.is Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira
Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson stjórnar þættinum Rokkland í 700. sinn á sunnudaginn. Hann vonar að þættirnir verði alla vega eitt þúsund. „Mér finnst þetta alltaf jafnskemmtilegt," segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2. Útvarpsþátturinn hans, Rokkland, fer í loftið í 700. sinn næstkomandi sunnudag. Sá þáttur verður tileinkaður sjaldheyrðum jólalögum eins og venjan hefur verið á þessum tíma undanfarin ár. Óli Palli byrjaði með þáttinn um miðjan síðasta áratug og hefur allar götur síðan haldið sínu striki með fjölbreytnina að leiðarljósi. „Ég kynntist fólki frá BBC á Glastonbury sumarið 1995 sem var að kynna hráefni í útvarpsþætti. Ég kom heim, sagði þeim frá þessu og vildi fá að spreyta mig," segir hann og á þar við Magnús Einarsson sem var tónlistarstjóri á Rás 2 og Sigurð G. Tómasson sem var dagskrárstjóri. „Mér til mikillar ánægju sögðu þeir ókei." Undanfarin fjögur ár hefur Óli Palli tekið þáttinn upp einn heima hjá sér í Hafnarfirðinum en ekki í útvarpshúsinu við Efstaleiti eins og margir kynnu að halda. „Þetta er herbergi með góðu sándi og teppi á gólfinu. Síðan er þarna ekkert annað en tölva, hljóðkort og míkrafónn, fyrir utan allt plötu- og bókasafnið mitt. Þetta er algjör draumur í dós og það besta sem fyrir mig gat komið," segir hann. Í hverri viku eyðir hann fimmtán til þrjátíu klukkustundum í þáttinn áður en hann sendir hann fullunninn til Rásar 2. Að sögn Óla Palla er árið sem er að líða eitt öflugasta Rokklands-árið til þessa. „Ég hef líklega aldrei fengið eins mikil viðbrögð við einstökum þáttum," segir hann en á þessu ári hefur hann fjallað ítarlega bæði um Bítlana og U2. Einnig hefur hann útvarpað afmælistónleikum Eiríks Haukssonar, upptökum Damiens Rice úr Sundlauginni og stórtónleikunum á menningarnótt. Sömuleiðis hefur hann fjallað um Airwaves-hátíðina og útvarpað beint frá Hróarskeldu eins og undanfarin ár. Óli Palli vonast til að halda áfram með Rokklandið um ókomin ár. „Ég tek eitt skref í einu en þættirnir verða alla vega 750. Ég vona að þeir verði eitt þúsund og vonandi miklu fleiri." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira