Stefnir á eitt þúsund þætti 16. desember 2009 06:00 Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson stjórnar þættinum Rokkland í 700. sinn á sunnudaginn. Hann vonar að þættirnir verði alla vega eitt þúsund. „Mér finnst þetta alltaf jafnskemmtilegt," segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2. Útvarpsþátturinn hans, Rokkland, fer í loftið í 700. sinn næstkomandi sunnudag. Sá þáttur verður tileinkaður sjaldheyrðum jólalögum eins og venjan hefur verið á þessum tíma undanfarin ár. Óli Palli byrjaði með þáttinn um miðjan síðasta áratug og hefur allar götur síðan haldið sínu striki með fjölbreytnina að leiðarljósi. „Ég kynntist fólki frá BBC á Glastonbury sumarið 1995 sem var að kynna hráefni í útvarpsþætti. Ég kom heim, sagði þeim frá þessu og vildi fá að spreyta mig," segir hann og á þar við Magnús Einarsson sem var tónlistarstjóri á Rás 2 og Sigurð G. Tómasson sem var dagskrárstjóri. „Mér til mikillar ánægju sögðu þeir ókei." Undanfarin fjögur ár hefur Óli Palli tekið þáttinn upp einn heima hjá sér í Hafnarfirðinum en ekki í útvarpshúsinu við Efstaleiti eins og margir kynnu að halda. „Þetta er herbergi með góðu sándi og teppi á gólfinu. Síðan er þarna ekkert annað en tölva, hljóðkort og míkrafónn, fyrir utan allt plötu- og bókasafnið mitt. Þetta er algjör draumur í dós og það besta sem fyrir mig gat komið," segir hann. Í hverri viku eyðir hann fimmtán til þrjátíu klukkustundum í þáttinn áður en hann sendir hann fullunninn til Rásar 2. Að sögn Óla Palla er árið sem er að líða eitt öflugasta Rokklands-árið til þessa. „Ég hef líklega aldrei fengið eins mikil viðbrögð við einstökum þáttum," segir hann en á þessu ári hefur hann fjallað ítarlega bæði um Bítlana og U2. Einnig hefur hann útvarpað afmælistónleikum Eiríks Haukssonar, upptökum Damiens Rice úr Sundlauginni og stórtónleikunum á menningarnótt. Sömuleiðis hefur hann fjallað um Airwaves-hátíðina og útvarpað beint frá Hróarskeldu eins og undanfarin ár. Óli Palli vonast til að halda áfram með Rokklandið um ókomin ár. „Ég tek eitt skref í einu en þættirnir verða alla vega 750. Ég vona að þeir verði eitt þúsund og vonandi miklu fleiri." freyr@frettabladid.is Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson stjórnar þættinum Rokkland í 700. sinn á sunnudaginn. Hann vonar að þættirnir verði alla vega eitt þúsund. „Mér finnst þetta alltaf jafnskemmtilegt," segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2. Útvarpsþátturinn hans, Rokkland, fer í loftið í 700. sinn næstkomandi sunnudag. Sá þáttur verður tileinkaður sjaldheyrðum jólalögum eins og venjan hefur verið á þessum tíma undanfarin ár. Óli Palli byrjaði með þáttinn um miðjan síðasta áratug og hefur allar götur síðan haldið sínu striki með fjölbreytnina að leiðarljósi. „Ég kynntist fólki frá BBC á Glastonbury sumarið 1995 sem var að kynna hráefni í útvarpsþætti. Ég kom heim, sagði þeim frá þessu og vildi fá að spreyta mig," segir hann og á þar við Magnús Einarsson sem var tónlistarstjóri á Rás 2 og Sigurð G. Tómasson sem var dagskrárstjóri. „Mér til mikillar ánægju sögðu þeir ókei." Undanfarin fjögur ár hefur Óli Palli tekið þáttinn upp einn heima hjá sér í Hafnarfirðinum en ekki í útvarpshúsinu við Efstaleiti eins og margir kynnu að halda. „Þetta er herbergi með góðu sándi og teppi á gólfinu. Síðan er þarna ekkert annað en tölva, hljóðkort og míkrafónn, fyrir utan allt plötu- og bókasafnið mitt. Þetta er algjör draumur í dós og það besta sem fyrir mig gat komið," segir hann. Í hverri viku eyðir hann fimmtán til þrjátíu klukkustundum í þáttinn áður en hann sendir hann fullunninn til Rásar 2. Að sögn Óla Palla er árið sem er að líða eitt öflugasta Rokklands-árið til þessa. „Ég hef líklega aldrei fengið eins mikil viðbrögð við einstökum þáttum," segir hann en á þessu ári hefur hann fjallað ítarlega bæði um Bítlana og U2. Einnig hefur hann útvarpað afmælistónleikum Eiríks Haukssonar, upptökum Damiens Rice úr Sundlauginni og stórtónleikunum á menningarnótt. Sömuleiðis hefur hann fjallað um Airwaves-hátíðina og útvarpað beint frá Hróarskeldu eins og undanfarin ár. Óli Palli vonast til að halda áfram með Rokklandið um ókomin ár. „Ég tek eitt skref í einu en þættirnir verða alla vega 750. Ég vona að þeir verði eitt þúsund og vonandi miklu fleiri." freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira