Óvænt nöfn á toppnum fyrir bókajólin 17. desember 2009 06:00 Saman á toppnum Egill „þykki“ Einarsson er í þriðja sæti metsölulistans hjá Eymundsson en Karl Ágúst Úlfsson velti sjálfum Arnaldi úr sessi með bókinni Meiri hamingja. Arnaldur situr því í öðru sæti listans.Fréttablaðið/Stefán Fáir hrukku í kút þegar Arnaldur Indriðason þeyttist á topp metsölulista Eymundssonar hinn 1. nóvember með bókinni Svörtuloft. En sá maður er ríkur í dag sem veðjaði á að honum yrði velt úr sessi af sjálfshjálparbókinni Meiri hamingja eftir Tal Ben-Shahar og að fast á hæla hans í þriðja sætinu sæti sjálfur Egill „þykki“ Einarsson með Mannasiðabókina sína. Þegar jólaverslunin fikrar sig nær hámarkinu má flestum vera ljóst að miðað við bókainnkaupin vill íslenska bókaþjóðin annaðhvort verða hamingjusöm á ný eða læra mannasiði að hætti Gillzenegger. „Þetta kemur mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, spaugstofumaðurinn sem gefur út bókina Meiri hamingja ásamt konu sinni, Ásdísi Olsen. „Fólk áttar sig kannski á því að þarna er hugmyndafræði og boðskapur sem á vel við um þessar mundir. Þetta er bara vísbending um að fólk vilji í auknum mæli taka ábyrgð á sjálfu sér og sinni líðan.“ Karl bendir þannig á að þjóðin hafi að undanförnu velt sér upp úr ástandi sem hún hafi ekki átt neina sök á og að nú sé kannski bara kominn tími til að Íslendingar horfi inn á við. „Við getum ekki alltaf bent á annað fólk og kennt því um hvernig okkur líður, við verðum bara að bjarga okkur sjálf,“ segir Karl og upplýsir um leið að nú sé verið að vinna í því að fá Tal Ben-Shahar til Íslands. „Vonandi svarar hann því trausti sem þjóðin er að sýna honum.“ Egill „þykki“ Einarsson var ekkert síður kátur en Karl. Enda hefur nánast allt sem hann hefur snert á þessu ári snúist í höndunum á honum, bæði póker og Wipeout. „Ef einhver hefði nú verið svo hjartgóður að benda mér á þetta á sínum tíma, að ég ætti bara að snúa mér að skrifum og bókaútgáfu þá hefði það verið fínt,“ segir Egill en þegar hefur norskur útgefandi sett sig í samband við hann og óskað eftir því að fá að þýða Mannasiðabókina. „Slíkt ætti náttúrlega ekki að vera mikið mál því ég á auðvitað norskt nafn uppi í erminni,“ segir Egill og vísar þar til nafnsins „Störe“ sem hann notaði um skamma hríð. Bæði Karl og Egill eru síðan sammála um að þjóðin sé í stuði fyrir svolítið léttmeti eftir þungavigtarumræður um ESB og Icesave í þjóðfélaginu. „Það er bara gaman að sjá hversu vel bókmenntaþjóðin er að taka þessu,“ segir Egill. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Fáir hrukku í kút þegar Arnaldur Indriðason þeyttist á topp metsölulista Eymundssonar hinn 1. nóvember með bókinni Svörtuloft. En sá maður er ríkur í dag sem veðjaði á að honum yrði velt úr sessi af sjálfshjálparbókinni Meiri hamingja eftir Tal Ben-Shahar og að fast á hæla hans í þriðja sætinu sæti sjálfur Egill „þykki“ Einarsson með Mannasiðabókina sína. Þegar jólaverslunin fikrar sig nær hámarkinu má flestum vera ljóst að miðað við bókainnkaupin vill íslenska bókaþjóðin annaðhvort verða hamingjusöm á ný eða læra mannasiði að hætti Gillzenegger. „Þetta kemur mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, spaugstofumaðurinn sem gefur út bókina Meiri hamingja ásamt konu sinni, Ásdísi Olsen. „Fólk áttar sig kannski á því að þarna er hugmyndafræði og boðskapur sem á vel við um þessar mundir. Þetta er bara vísbending um að fólk vilji í auknum mæli taka ábyrgð á sjálfu sér og sinni líðan.“ Karl bendir þannig á að þjóðin hafi að undanförnu velt sér upp úr ástandi sem hún hafi ekki átt neina sök á og að nú sé kannski bara kominn tími til að Íslendingar horfi inn á við. „Við getum ekki alltaf bent á annað fólk og kennt því um hvernig okkur líður, við verðum bara að bjarga okkur sjálf,“ segir Karl og upplýsir um leið að nú sé verið að vinna í því að fá Tal Ben-Shahar til Íslands. „Vonandi svarar hann því trausti sem þjóðin er að sýna honum.“ Egill „þykki“ Einarsson var ekkert síður kátur en Karl. Enda hefur nánast allt sem hann hefur snert á þessu ári snúist í höndunum á honum, bæði póker og Wipeout. „Ef einhver hefði nú verið svo hjartgóður að benda mér á þetta á sínum tíma, að ég ætti bara að snúa mér að skrifum og bókaútgáfu þá hefði það verið fínt,“ segir Egill en þegar hefur norskur útgefandi sett sig í samband við hann og óskað eftir því að fá að þýða Mannasiðabókina. „Slíkt ætti náttúrlega ekki að vera mikið mál því ég á auðvitað norskt nafn uppi í erminni,“ segir Egill og vísar þar til nafnsins „Störe“ sem hann notaði um skamma hríð. Bæði Karl og Egill eru síðan sammála um að þjóðin sé í stuði fyrir svolítið léttmeti eftir þungavigtarumræður um ESB og Icesave í þjóðfélaginu. „Það er bara gaman að sjá hversu vel bókmenntaþjóðin er að taka þessu,“ segir Egill. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira