Óvænt nöfn á toppnum fyrir bókajólin 17. desember 2009 06:00 Saman á toppnum Egill „þykki“ Einarsson er í þriðja sæti metsölulistans hjá Eymundsson en Karl Ágúst Úlfsson velti sjálfum Arnaldi úr sessi með bókinni Meiri hamingja. Arnaldur situr því í öðru sæti listans.Fréttablaðið/Stefán Fáir hrukku í kút þegar Arnaldur Indriðason þeyttist á topp metsölulista Eymundssonar hinn 1. nóvember með bókinni Svörtuloft. En sá maður er ríkur í dag sem veðjaði á að honum yrði velt úr sessi af sjálfshjálparbókinni Meiri hamingja eftir Tal Ben-Shahar og að fast á hæla hans í þriðja sætinu sæti sjálfur Egill „þykki“ Einarsson með Mannasiðabókina sína. Þegar jólaverslunin fikrar sig nær hámarkinu má flestum vera ljóst að miðað við bókainnkaupin vill íslenska bókaþjóðin annaðhvort verða hamingjusöm á ný eða læra mannasiði að hætti Gillzenegger. „Þetta kemur mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, spaugstofumaðurinn sem gefur út bókina Meiri hamingja ásamt konu sinni, Ásdísi Olsen. „Fólk áttar sig kannski á því að þarna er hugmyndafræði og boðskapur sem á vel við um þessar mundir. Þetta er bara vísbending um að fólk vilji í auknum mæli taka ábyrgð á sjálfu sér og sinni líðan.“ Karl bendir þannig á að þjóðin hafi að undanförnu velt sér upp úr ástandi sem hún hafi ekki átt neina sök á og að nú sé kannski bara kominn tími til að Íslendingar horfi inn á við. „Við getum ekki alltaf bent á annað fólk og kennt því um hvernig okkur líður, við verðum bara að bjarga okkur sjálf,“ segir Karl og upplýsir um leið að nú sé verið að vinna í því að fá Tal Ben-Shahar til Íslands. „Vonandi svarar hann því trausti sem þjóðin er að sýna honum.“ Egill „þykki“ Einarsson var ekkert síður kátur en Karl. Enda hefur nánast allt sem hann hefur snert á þessu ári snúist í höndunum á honum, bæði póker og Wipeout. „Ef einhver hefði nú verið svo hjartgóður að benda mér á þetta á sínum tíma, að ég ætti bara að snúa mér að skrifum og bókaútgáfu þá hefði það verið fínt,“ segir Egill en þegar hefur norskur útgefandi sett sig í samband við hann og óskað eftir því að fá að þýða Mannasiðabókina. „Slíkt ætti náttúrlega ekki að vera mikið mál því ég á auðvitað norskt nafn uppi í erminni,“ segir Egill og vísar þar til nafnsins „Störe“ sem hann notaði um skamma hríð. Bæði Karl og Egill eru síðan sammála um að þjóðin sé í stuði fyrir svolítið léttmeti eftir þungavigtarumræður um ESB og Icesave í þjóðfélaginu. „Það er bara gaman að sjá hversu vel bókmenntaþjóðin er að taka þessu,“ segir Egill. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Fáir hrukku í kút þegar Arnaldur Indriðason þeyttist á topp metsölulista Eymundssonar hinn 1. nóvember með bókinni Svörtuloft. En sá maður er ríkur í dag sem veðjaði á að honum yrði velt úr sessi af sjálfshjálparbókinni Meiri hamingja eftir Tal Ben-Shahar og að fast á hæla hans í þriðja sætinu sæti sjálfur Egill „þykki“ Einarsson með Mannasiðabókina sína. Þegar jólaverslunin fikrar sig nær hámarkinu má flestum vera ljóst að miðað við bókainnkaupin vill íslenska bókaþjóðin annaðhvort verða hamingjusöm á ný eða læra mannasiði að hætti Gillzenegger. „Þetta kemur mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, spaugstofumaðurinn sem gefur út bókina Meiri hamingja ásamt konu sinni, Ásdísi Olsen. „Fólk áttar sig kannski á því að þarna er hugmyndafræði og boðskapur sem á vel við um þessar mundir. Þetta er bara vísbending um að fólk vilji í auknum mæli taka ábyrgð á sjálfu sér og sinni líðan.“ Karl bendir þannig á að þjóðin hafi að undanförnu velt sér upp úr ástandi sem hún hafi ekki átt neina sök á og að nú sé kannski bara kominn tími til að Íslendingar horfi inn á við. „Við getum ekki alltaf bent á annað fólk og kennt því um hvernig okkur líður, við verðum bara að bjarga okkur sjálf,“ segir Karl og upplýsir um leið að nú sé verið að vinna í því að fá Tal Ben-Shahar til Íslands. „Vonandi svarar hann því trausti sem þjóðin er að sýna honum.“ Egill „þykki“ Einarsson var ekkert síður kátur en Karl. Enda hefur nánast allt sem hann hefur snert á þessu ári snúist í höndunum á honum, bæði póker og Wipeout. „Ef einhver hefði nú verið svo hjartgóður að benda mér á þetta á sínum tíma, að ég ætti bara að snúa mér að skrifum og bókaútgáfu þá hefði það verið fínt,“ segir Egill en þegar hefur norskur útgefandi sett sig í samband við hann og óskað eftir því að fá að þýða Mannasiðabókina. „Slíkt ætti náttúrlega ekki að vera mikið mál því ég á auðvitað norskt nafn uppi í erminni,“ segir Egill og vísar þar til nafnsins „Störe“ sem hann notaði um skamma hríð. Bæði Karl og Egill eru síðan sammála um að þjóðin sé í stuði fyrir svolítið léttmeti eftir þungavigtarumræður um ESB og Icesave í þjóðfélaginu. „Það er bara gaman að sjá hversu vel bókmenntaþjóðin er að taka þessu,“ segir Egill. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira