Óvænt nöfn á toppnum fyrir bókajólin 17. desember 2009 06:00 Saman á toppnum Egill „þykki“ Einarsson er í þriðja sæti metsölulistans hjá Eymundsson en Karl Ágúst Úlfsson velti sjálfum Arnaldi úr sessi með bókinni Meiri hamingja. Arnaldur situr því í öðru sæti listans.Fréttablaðið/Stefán Fáir hrukku í kút þegar Arnaldur Indriðason þeyttist á topp metsölulista Eymundssonar hinn 1. nóvember með bókinni Svörtuloft. En sá maður er ríkur í dag sem veðjaði á að honum yrði velt úr sessi af sjálfshjálparbókinni Meiri hamingja eftir Tal Ben-Shahar og að fast á hæla hans í þriðja sætinu sæti sjálfur Egill „þykki“ Einarsson með Mannasiðabókina sína. Þegar jólaverslunin fikrar sig nær hámarkinu má flestum vera ljóst að miðað við bókainnkaupin vill íslenska bókaþjóðin annaðhvort verða hamingjusöm á ný eða læra mannasiði að hætti Gillzenegger. „Þetta kemur mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, spaugstofumaðurinn sem gefur út bókina Meiri hamingja ásamt konu sinni, Ásdísi Olsen. „Fólk áttar sig kannski á því að þarna er hugmyndafræði og boðskapur sem á vel við um þessar mundir. Þetta er bara vísbending um að fólk vilji í auknum mæli taka ábyrgð á sjálfu sér og sinni líðan.“ Karl bendir þannig á að þjóðin hafi að undanförnu velt sér upp úr ástandi sem hún hafi ekki átt neina sök á og að nú sé kannski bara kominn tími til að Íslendingar horfi inn á við. „Við getum ekki alltaf bent á annað fólk og kennt því um hvernig okkur líður, við verðum bara að bjarga okkur sjálf,“ segir Karl og upplýsir um leið að nú sé verið að vinna í því að fá Tal Ben-Shahar til Íslands. „Vonandi svarar hann því trausti sem þjóðin er að sýna honum.“ Egill „þykki“ Einarsson var ekkert síður kátur en Karl. Enda hefur nánast allt sem hann hefur snert á þessu ári snúist í höndunum á honum, bæði póker og Wipeout. „Ef einhver hefði nú verið svo hjartgóður að benda mér á þetta á sínum tíma, að ég ætti bara að snúa mér að skrifum og bókaútgáfu þá hefði það verið fínt,“ segir Egill en þegar hefur norskur útgefandi sett sig í samband við hann og óskað eftir því að fá að þýða Mannasiðabókina. „Slíkt ætti náttúrlega ekki að vera mikið mál því ég á auðvitað norskt nafn uppi í erminni,“ segir Egill og vísar þar til nafnsins „Störe“ sem hann notaði um skamma hríð. Bæði Karl og Egill eru síðan sammála um að þjóðin sé í stuði fyrir svolítið léttmeti eftir þungavigtarumræður um ESB og Icesave í þjóðfélaginu. „Það er bara gaman að sjá hversu vel bókmenntaþjóðin er að taka þessu,“ segir Egill. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Fáir hrukku í kút þegar Arnaldur Indriðason þeyttist á topp metsölulista Eymundssonar hinn 1. nóvember með bókinni Svörtuloft. En sá maður er ríkur í dag sem veðjaði á að honum yrði velt úr sessi af sjálfshjálparbókinni Meiri hamingja eftir Tal Ben-Shahar og að fast á hæla hans í þriðja sætinu sæti sjálfur Egill „þykki“ Einarsson með Mannasiðabókina sína. Þegar jólaverslunin fikrar sig nær hámarkinu má flestum vera ljóst að miðað við bókainnkaupin vill íslenska bókaþjóðin annaðhvort verða hamingjusöm á ný eða læra mannasiði að hætti Gillzenegger. „Þetta kemur mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, spaugstofumaðurinn sem gefur út bókina Meiri hamingja ásamt konu sinni, Ásdísi Olsen. „Fólk áttar sig kannski á því að þarna er hugmyndafræði og boðskapur sem á vel við um þessar mundir. Þetta er bara vísbending um að fólk vilji í auknum mæli taka ábyrgð á sjálfu sér og sinni líðan.“ Karl bendir þannig á að þjóðin hafi að undanförnu velt sér upp úr ástandi sem hún hafi ekki átt neina sök á og að nú sé kannski bara kominn tími til að Íslendingar horfi inn á við. „Við getum ekki alltaf bent á annað fólk og kennt því um hvernig okkur líður, við verðum bara að bjarga okkur sjálf,“ segir Karl og upplýsir um leið að nú sé verið að vinna í því að fá Tal Ben-Shahar til Íslands. „Vonandi svarar hann því trausti sem þjóðin er að sýna honum.“ Egill „þykki“ Einarsson var ekkert síður kátur en Karl. Enda hefur nánast allt sem hann hefur snert á þessu ári snúist í höndunum á honum, bæði póker og Wipeout. „Ef einhver hefði nú verið svo hjartgóður að benda mér á þetta á sínum tíma, að ég ætti bara að snúa mér að skrifum og bókaútgáfu þá hefði það verið fínt,“ segir Egill en þegar hefur norskur útgefandi sett sig í samband við hann og óskað eftir því að fá að þýða Mannasiðabókina. „Slíkt ætti náttúrlega ekki að vera mikið mál því ég á auðvitað norskt nafn uppi í erminni,“ segir Egill og vísar þar til nafnsins „Störe“ sem hann notaði um skamma hríð. Bæði Karl og Egill eru síðan sammála um að þjóðin sé í stuði fyrir svolítið léttmeti eftir þungavigtarumræður um ESB og Icesave í þjóðfélaginu. „Það er bara gaman að sjá hversu vel bókmenntaþjóðin er að taka þessu,“ segir Egill. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira