Fleiri fréttir

Madonnu sagt upp

Madonna hefur verið andlit tískurisans Louis Vuitton undanfarið, en nú hefur tískuhúsið ákveðið að segja upp samningi sínum við söngkonuna og ráða í hennar stað yngri fyrirsætu.

Egilsstaðarokk til LA

Þungarokksveitin Bad Carburetor frá Egilsstöðum á lag á safndisknum Riot on Sunset Vol. 19 sem plötuútgáfan 272 Records í Los Angeles gefur út. Útgáfan sérhæfir sig í að finna hljómsveitir á netinu og safna saman lögum frá þeim. Áður hafa Atómstöðin og Vax, báðar frá Egilsstöðum, átt lög á diskum í röðinni sem og hljómsveitin Foreign Monkeys frá Vestmannaeyjum. Bad Carburetor skipa þeir Davíð Logi Hlynsson trommari, Hafþór Máni Valsson, söngvari og gítarleikari, og Ari Frank Inguson bassaleikari og þeir ætla sér stóra hluti í framtíðinni.

LeAnn er sár

Söngkonan LeAnn Rimes hefur baðað kærasta sinn, leikarann Eddie Cibrian, í gjöfum frá því þau tóku saman. Samkvæmt vini Rimes hefur hún keypt handa honum armbandsúr frá Hermes, armbönd, flíkur og annað slíkt til að gleðja sinn heittelskaða á erfiðum tímum. Annar vinur söngkonunnar segir sambandið ganga vel en eitt skyggi þó á gleði þeirra.

Hurt Locker best

Kvikmyndin The Hurt Locker, sem fjallar um sprengjusérfræðinga í Írak, var kjörin besta myndin af samtökum gagnrýnenda í Los Angeles. Leikstjóri myndarinnar, Kathryn Bigelow, fékk einnig viðurkenningu. Þrátt fyrir góða dóma víðast hvar þegar myndin var sýnd í sumar fékk hún heldur dræma aðsókn og þénaði aðeins þrettán milljónir dollara vestanhafs.

Undarlegt að fá verðlaun

Hjartaknúsarinn Johnny Depp segist alltaf eiga jafn erfitt með að venjast því að fá leiklistarverðlaun. Depp fékk verðlaun fyrir æviframlag sitt til leiklistarinnar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni á Bahamaeyjum.

Tiger segir skilið við golfið í bili

Tiger Woods sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem hann viðurkennir að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni og segist jafnframt ætla að taka hlé frá atvinnumennsku um óákveðinn tíma svo hann geti sinnt fjölskyldu sinni betur. „Ég er meðvitaður um þann sársauka sem ég hef valdið konu minni og börnum. Mig langar að biðjast afsökunar og bið þess að mér verði fyrirgefið,“ sagði Woods.

Sjálfstæð kærasta

Hjartaknúsarinn George Clooney hefur fundið ástina í örmum hinnar ítölsku Elisabettu Canalis. Þau hafa verið saman frá því í sumar og nýlega kynnti Clooney hana fyrir móður sinni. Vinir leikarans hafa þó tekið eftir því að Elisabetta lætur Clooney ekki stjana mikið við sig.

Elskar eggjapúns

Nicole Richie frumsýndi nýja skartgripalínu sína, House of Harlow, fyrir stuttu. Á kynningarkvöldinu skartaði Richie að auki nýrri hárgreiðslu og dekkri háralit en áður.

Tjáir sig ekki við fjölmiðla

Spænska leikkonan Penelope Cruz gerir hvað hún getur til að halda fjölmiðlum fjarri ástarsambandi sínu með leikaranum Javier Bardem. Hún óttast að sambandið versni um leið og hún fer að tjá sig opinberlega.

Trúlofuð

Nýjar fregnir herma að leikarinn Orlando Bloom hafi beðið kærustu sinnar til þriggja ára. Leikarinn hefur átt í sambandi við áströlsku fyrirsætuna Miröndu Kerr undanfarin ár og á hann að hafa beðið hennar á meðan þau dvöldu í Marokkó.

Laug að mömmu á jólunum

„Svo man ég að mamma hringir í mig klukkan sex 24. des. Ég hleyp inn í stofu og set músik í græjurnar og hún spyr mig hvernig ég hefði það," segir Logi Geirsson handboltakappi í viðtali við Jól.is. „Þá laug ég að henni að ég væri í svaka jólaveislu hjá þjálfaranum sem bauð mér í mat og hvaðeina." Viðtalið við Loga.

Skemmtilegt og fræðandi barnaefni

„Hugmyndin varð til þegar kisurnar okkar Glingló og Dabbi sem nú eru 11 ára voru kettlingar," svarar Selma aðspurð út í sögurnar.

Einkapartí fyrir útvalda - myndir

Gunnar Traustason veitingamaður, sem oftast er tengdur við Apótekið, opnaði nýjan skemmtistað í Pósthússtræti um helgina sem ber nafnið „P". Eins og sjá má á myndunum var góð stemning í lokuðu einkapartí sem hann hélt fyrir nokkra vel valda gesti.

Beðið eftir hvíta tjaldinu

Fyrir jólin berast iðulega fregnir af því að kvikmyndafyrirtæki kaupi kvikmyndarétt að skáldsögum. Ef kvikmynd ratar á hvíta tjaldið getur það haft mikið auglýsingagildi.

Stefán Karl sýnir fyrir stjörnurnar í Hollywood

„Þetta farið framúr mínum björtustu vonum því Los Angeles er engin sérstök leikhúsborg," segir Stefán Karl Stefánsson. Hann hefur nú leikið í fimmtíu sýningum af söngleiknum How the Grinch Stole Christmas í Pantages Theatre. Stefán leikur aðalhlutverkið, sjálfan Trölla en tímabilið hjá honum er hvergi nærri búið, enn eru eftir þrjátíu sýningar.

Arftaki Sigga Storms hleypur maraþon

Ásamt því að flytja fréttir af veðrinu hefur veðurfréttakonan Elísabet Margeirsdóttir hlaupið fimm maraþon á síðustu fjórum árum.

Drengirnir og Diddú

Sigrún Hjálmtýsdóttir ásamt blásarasextett, í daglegu tali Diddú og drengirnir, heldur sína árlegu aðventutónleika í Mosfellskirkju í kvöld kl. 20.30. Efnisskrá er með hefðbundnum hætti, klassískir tónar og jólalög. Þar verður söngkonan mætt með sitt glaða fas og mun blanda saman hátíðleika og hispurs­leysi og blásarasveitin þarf að leika bæði milt og blítt en vísast puðra vel í hornin sér til svölunar og gestum til hressingar. Miðasala er í Þjónustuveri Mosfellsbæjar.- pbb

Endurútgefur Páls Óskars-plötu

„Mér fannst yndislegt að vinna þetta upp á nýtt,“ segir kontratenórinn Sverrir Guðjónsson. Hann, í samvinnu við Skálholtsútgáfu, hefur endurútgefið plötuna „Og það varst þú“ sem hann tók upp með Páli Óskari Hjálmtýssyni fyrir 25 árum.

Í sjokki yfir grein Politiken

„Ég er eiginlega í sjokki, ég vissi ekki að þetta yrði svona mikið," segir rithöfundurinn Þórarinn Leifsson. Á laugardaginn birtist við hann tveggja blaðsíðna viðtal í bókmenntakálfi danska dagblaðsins Politiken vegna barnabókar hans Leyndarmálið hans pabba. Einnig var heilsíðu teikning eftir hann birt í blaðinu „Ég hélt að þetta myndi fá hálfsíðu. Þetta var eins og köld vatnsgusa framan í mig því það er mjög óvenjulegt að barnabók fái svona mikla umfjöllun. Ég yrði sáttur við svona umfjöllun einu sinni á tíu árum," segir Þórarinn sigri hrósandi.

Konur eiga orðið 2010

Það var góð stemning í bókaútgáfunni Sölku á föstudagskvöld þar sem dagatalsbókinni Konur eiga orðið 2010 var fagnað. Bókinni er ritstýrt af Kristínu Birgisdóttur og Myrra Leifsdóttir hannaði og myndskreytti, en í henni eru alls 64 hugrenningar kvenna á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagsstéttum. Síðustu tvö árin rann hluti af ágóða sölunnar til rannsókna á þunglyndi kvenna á Íslandi en í ár rennur hluti ágóðans til Mæðrastyrksnefndar. Fjöldi kvenna kom saman til að fagna útgáfunni sem er nú orðin árlegur viðburður hjá Sölku. - ag

Mel afskiptalaus faðir

Oksana Grigorieva, kærasta stórleikarans Mels Gibson, er ósátt við það hversu lítinn tíma Gibson eyðir með dóttur þeirra. Parið eignaðist sitt fyrsta barn saman í nóvember og stuttu síðar sagði Oksana í viðtali við Hello! að Gibson væri hinn fullkomni maki og faðir. En nú er tíðin önnur því Oksönu þykir Gibson ekki standa í stykkinu.

Stjörnusamböndin sem standast tímans tönn

Þrátt fyrir gjálífi margra Hollywood-stjarna eru einnig til þær stjörnur sem eiga í ástríkum samböndum sem endast út ævina. Leikarinn Paul Newman var einnar konu maður og sagði eitt sinn að heimskulegt væri að fara út að borða hamborgara þegar maður ætti góða steik heima.

Kappklædd - myndir

Sex and the City stjarnan, leikkonan Sarah Jessica Parker, 44 ára, og sonur hennar, James Wilkie Broderick, 7 ára, voru á ferðinni í New York í gærdag. Eins og myndirnar sýna voru þau bæði kappklædd.

Hreyfing yfir hátíðarnar mikilvæg

„Ég ráðlegg fólki að breyta ekki miklu frá hversdagsleikanum. Þá á ég við í mataræði og æfingum," svarar Garðar Sigvaldason einkaþjálfari aðspurður um góð heilsuráð yfir hátíðarnar á Jól.is.

Aleinn á jólunum

„Ég hef verið á ýmsum stöðum um jól, jafnt í margmenni sem fámenni, og oftast liðið vel," segir Hemmi Gunn í viðtali við Jól.is. „Eitt skiptið hélt ég aðfangadaginn heilagan með sjálfum mér. Eldaði frábæran mat, fór einn í kirkju og naut kvöldsins í algjörum friði, sem var alveg frábært," segir Hemmi. „En fáir vina og kunningja skyldu að þetta væri mögulegt." Skoða viðtalið við Hemma í heild sinni hér.

Sálin á Nasa - myndir

Sálin hans Jóns míns vægast sagt tryllti gesti á skemmtistaðnum Nasa um helgina. „Við æfum nú ekki reglulega, mörg laganna eru í blóðinu og fara ekkert þaðan," sagði Stefán aðspurður hvort meðlimir hljómsveitarinnar þurfi nokkuð að æfa sig lengur. Sígildir slagarar hljómsveitarinnar vöktu lukku og stemningin var gríðarlega góð eins og myndirnar, sem Þorgeir ljósmyndari tók, sýna greinilega.

Gyðjur á B5 - myndir

Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar Gyðja collection fagnaði á veitingastaðnum B5 á laugardaginn þar sem gestum var boðið að ganga rauða dregilinn. En viðburðurinn var einnig með góðgerðarívafi því hluti af ágóða á allri sölu Gyðju í desember rennur í átakið „Á

Þreyttur Páll Óskar þráir frí

„Ég þrái að liggja uppi í rúmi með tærnar upp í loftið og horfa á DVD. Það móment kemur bara ekki nógu oft,“ segir konungur poppsins, Páll Óskar Hjálmtýsson.

Lúinn eftir erfiðar æfingar

„Hópurinn er hægt og rólega að komast í form,“ segir Rúnar Freyr Gíslason sem leikur í Faust sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu 15. janúar. Leikritið krefst mikils líkamlegs styrks og hafa Rúnar Freyr og samleikarar hans æft stíft undanfarinn einn og hálfan mánuð undir styrkri stjórn leikstjórans Gísla Arnar Garðarssonar og þrekþjálfarans Jóhannesar Níels Sigurðssonar.

Suðurnesja-strákar vilja læra dans

„Þegar ég var í háskóla var ég oft með námskeið í Keflavík og á Akureyri. Eftir það var maður oft að hitta gömlu nemendurna og það var verið að skora á mann að koma aftur, svo ég tók bara ákvörðun um að láta verða af þessu núna,“ segir Ásta Bærings dansari sem opnar dansskólann Danscentrum í Reykjanesbæ 11. janúar næstkomandi.

Gáfumannahljómsveit sem kynntist á Íslandi

Gáfumannahljómsveitin The Esoteric Gender vann nýverið alþjóðlega lagakeppni sem var haldin á Netinu. Hljómsveitin er skipuð erlendum nemum úr Háskóla Íslands og einum háskólaprófessor.

Magni: Ekkert til að stressa sig yfir

„Konan mín er svo fyrirhyggjusöm að það er búið að kaupa flestar gjafir í byrjun nóvember og þar af leiðandi ekkert til að stressa sig yfir," segir Guðmundur M. Ásgeirsson, betur þekktur sem Magni í Á móti sól, spurður út í jólaundirbúninginn á Jól.is.

Tískusýning - myndir

Eins og myndirnar, sem Sveinbi ljósmyndari tók, sýna sýndu fyrirsætur undirfatnað, kjóla og skart við góðar undirtektir viðstaddra á tískusýningu verslunarinnar Kiss sem opnaði nýverið netverslun. „Við erum alveg í skýjunum. Móttökurnar voru frábærar og búið að vera brjálað að gera í búðinni síðan," sagði Nadia Tamimi verslunarstjóri Kiss um viðbrögðin. Netverslunin Kiss.is.

Vöðvabúntið er jólabarn

„Púðursnjór í svarta myrkri, piparkökuilmur, kertaljós og jólatónlist í rólegheitum heima í hreiðrinu með fjölskyldunni," svarar Arnar Grant líkamsræktarfrömuður þegar Jól.is spyr hvað kemur honum í hátíðarskapið. Lesa viðtalið við Arnar Grant hér.

Iðnaðarráðherra í sæluvímu

„Heimalagað konfekt, bækur, jólasíld og rúgbrauð," svarar Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra spurð hvað kemur henni í hátíðarskap á Jól.is. „Mmmm, bara við að tala um þetta þá hríslast um mig alla alger sæla," segir Katrín brosandi. Viðtalið við Katrínu í heild sinni hér.

Smellirnir skiluðu litlu

„Ég gef mömmu alltaf mjög flottar jólagjafir, en hún verður kannski aðeins flottari núna. Og svo ætla ég að skella mér á sólarströnd í viku fyrir peninginn. Ég var búinn að ákveða það. Fyrst ég grísaði á að semja þetta lag var ég búinn að ákveða að nýta innkomuna fyrir það í það sem lagið fjallar um,“ segir Ingó í Veðurguðunum, sem líkt og aðrir lagahöfundar fékk STEF-greiðslur útborgaðar á fimmtudaginn.

Ugla fór á kostum

Nokkrar vinkonur tóku sig til og héldu fyrsta stelpu-uppistandið á Næsta bar á miðvikudaginn var. Á meðal þeirra sem tróðu upp var Ugla Egilsdóttir leikkona, sem var síðust á svið en vakti rífandi lukku meðal gesta.

Susan Boyle er þunglynd

Susanne Boyle hefur upplýst að hún þjáist af þunglyndi. Hún eigi það til að fá reiðiköst en þetta sé afleiðing af því einelti sem hún mátti þola í æsku. Boyle hefur skotist upp á stjörnuhimininn eftir að hún sló í gegn í Britain Got Talent-sjónvarpsþættinum og nýleg plata hennar hefur selst í bílförmum úti um allan heim. „Ég get farið upp og niður, skapið er alveg eins og jójó,“ segir Boyle í samtali við The Sun.

X-mas í ellefta sinn

Hinir árlegu X-mas-tónleikar X-ins 977 verða haldnir í ellefta sinn á Sódómu föstudagskvöldið 18. desember. Á meðal þeirra sem koma fram eru Ourlives, Dikta, Agent Fresco og Mammút. Allir listamenn gefa vinnu sína og allur aðgangseyrir rennur til Stígamóta, grasrótarhreyfingar kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi.

Hendrikka gerir kvikmynd um Baróninn

Skartpgripahönnuðurinn Hendrikka Waage og Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndaframleiðandi hafa tryggt sér kvikmyndaréttinn að bókinni Baróninn eftir Þórarin Eldjárn.

Rokkað á þaki Turnsins

„Þetta var alveg magnað,“ segir Kristófer Eðvarðsson úr rokksveitinni Nögl. Hluti nýs myndbands sveitarinnar við útgáfu hennar af jólalaginu Snjókorn falla var tekinn uppi á þaki Turnsins í Kópavogi. „Það skemmtilega við þetta er að það var akkúrat snjór þennan dag en það hafði ekki snjóað lengi. Það var ískalt þarna uppi og hrikalegt útsýni,“ segir Kristófer.

Frægir auglýsa Sign skartgripi

Algengt er að skartgripahönnuðir úti í heimi notfæri sér áhrifamátt fræga fólksins til þess að auglýsa vörur sínar. Gullsmiðurinn Sigurður Ingi hefur fetað í þau fótspor.

Óvissa um safaríferð Hildar

„Vinkona mín fann þessa ferð fyrir mig á netinu,“ segir Hildur Helga Sigurðardóttir blaðamaður sem bókaði tveggja vikna safaríferð til Kenía um jólin ásamt syni sínum, Óðni Páli Ríkharðssyni, 15 ára. Áætluð brottför er í dag, en þegar blaðamaður náði tali af Hildi Helgu í gær ríkti óvissa um ferðina.

Sjá næstu 50 fréttir